Þjóðviljinn - 27.08.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11.
The more you think about it,
the more you needTheTimes,
Skákeinvigið í aug
lýsingaheiminum
Þaft er víst engin lýgi, að skák-
einvigið mikla er mikil auglýsing,
fyrir alla sem að þvi standa, og
þar á meðal islendinga. Og það
hefur lika marsérað inn i auglýs-
ingaheiminn með miklum fyrir-
gangi, eins og þessi auglýsing
sýnir.
Er hún úr Sunday Times og er
brezka slórblaðið Times að aug-
lýsa sjálft sig með henni. Textinn
cr á þessa leið: „Hver einustu
átök i mannheimum skipta máli
— og ekki aðeins á islandi. Þvi
meir sem þú hugsar um það,
þeim mun meiri þörf hefur þú
fyrir Thc Times.”
Hvers vegna dóu
risaeðlumar út?
. Hvers vegna dóu hin
tröllauknu forsöguskriðdýr,
dinosaurarnir úr? Þessari
spurningu hafa lærðir og
leikir velt fyrir sér um
langan aldur, og svörin eru
orðin býsna mörg. Sumir
halda því fram, að hinn
dvergsmái heili dýranna
hafi ekki reynst hæfurtil að
aðlagast breyttu umhverfi
og vinna úr ókunnum að-
stæðum, og aðrir telja að
geislar sundraðrar stjörnu
hafi orðið risaeðlunum að
bana.
Robert T. Baker, prófessor,
skrifaði fyrir nokkru grein i
bandariska timaritið „Nature”
og kvaðst þar hafa gildar sann-
anir fyrir þvi, að risaeðlurnar
hefðu haft heitt blóð eins og fuglar
og spendýr, þrátt fyrir skriðdýrs-
kyn sitt. Fullyrðingar þessar
styðurhann þeim rökum, að dino-
saurarnir hafi getað hlaupið með
rösklega hundrað kilómetra
hraða á klukkustund, en efna-
skipti blóðkaldra dýra séu ekki
nægilega hröð til að slikt gæti átt
sér stað. Vitað er, að hinum risa-
vöxnu hlaupagikkjum óx ekki hár
á likamanum, og þvi segir Bakk-
er, að þeir hafi ekki getað þolað
hitabreytingar sem skyldi. Og
vist er um það, að loftslag fór
kólnandi hér á jörðu i þann mund
sem dinosaurarnir sungu sitt sið-
asta vers, og er þvi ekki ósenni-
legt, að þeir hafi beinlinis frosið i
hel, hárlausir og berskjaldaðir
fyrir veðri og vindum. Smærri
dýr með heitt blóð og nakta húð
leystu hins vegar vandann með
þvi að grafa sig i jörðu.
En Heinrich K. Erben, pró-
fessor við háskólann i Bonn, hefur
aðra skýringu á takteinum, sem
hann byggir á rannsóknum á
dinosaureggjum, sem fundust ný-
lega i sunnanverðu Frakklandi.
Eggin voru fjölmörg, og þykir
það benda til þess að risaeðlurnar
hafi komið til staðarins langa
vegu, gagngert til að verpa. Einn
höfuðgalli er samt á eggjunum,
sem sé að skurn þeirra er ekki
Prófessor Érben með eggin:
„Streita varð dinosaurunum að
aldurtila”.
nema einn millimetri á þykkt, og
þurfti þvi litið fyrir aö koma til að
þau brotnuðu. Það er alkunna, að
eitrið DDT hefur þessi áhrif á
myndun eggskurnar, en óhugs-
andi er að það efnasamband hafi
myndast i þann tima. Erben
heldur þvi fram, að of þunn egg-
skurn geti einnig átt rætur sinar
að rekja til streitu og taugaálags.
Og hvað var það sem olli gömlu
dinosaurunum svo þungum
áhyggjum? Jú jarðfræðingar
hafa svör á reiðum höndum, lofts-
lag gerðist æ þurrara i Suöur-
Evrópu á þessum timum, og und-
ir lokin varð landið að eyðimörk,
afar óvistlegum dvalarstað fyrir
dinosaura.
Risaeðlurnar urðu þvi að taka
sér bólfestu i vinjum, sem urðu æ
strjálli og minni eftir þvi sem
timar liðu fram. Skortur á land-
rými lék taugar þeirra svo grátt,
að ólag komst á hormónastarf-
semina. Eggskurnin varð svo
þunn að ungarnir dóu.
Nýr leiklistarskóli
Samtök áhugafólks um
leiklist hyggjast reka
kvöld- og dagskóla
Um 60 manns stofnuðu
i sumar samtök áhuga-
fólks um leiklist — SÁL
— og hafa starfshópar
unniðað undirbúningi og
stofnun leiklistarskóla.
Ein aðalástæðan til
stofnunar samtakanna
er það ófremdarástand,
sem ríkt hefur í leik-
menntunarmálum hér-
lendis. Markmið SÁL er:
að beita sér fyrir
stofnun leiklistarskóla.
að annast upplýs-
ingastarfsemi um leik-
listarnám heima og er-
lendis.
að hafa áhrif á
mótun væntanlegs ríkis-
leiklistarskóla.
Samtökin eru öllum
opin og í þeim skal ríkja
lýðræði — en allsherj-
arfundur fer með æðsta
vald í málum samtak-
anna. Krafa SÁL er:
að skólinn (þeirra
eigin eða rikisskóli) opni
augu nemendanna fyrir
raunveruleika þjóðfé-
lagsins og geri þeim
kleift að vera virkt afl i
þvi.
að allir leiklistar-
skólar starfi á lýðræðis-
legum grundvelli.
að allir leiklistar-
skólar leggi áherzlu á að
vekja einstaklinga og
nemendur til skilnings á
þvi, að leikhús á að
byggjast á hópvinnu, en
ekki einstaklingsfram-
taki.
Samtökin hafa gert tillögur
til reglugerðar um rikisleik-
listarskólann og afhent þær
menntamálaráðherra. Er þar
lögö áherzla á lýðræðislegan
rekstur, tengsl við þjóðfélagið
og margar nýjar námsgrein-
ar, svo sem félagsvisindi,
myndlist, grúppudýnamikk og
margs konar likamsþjáifun.
Þá er einnig lögð áherzla á að
byrjað sé fyrst á tæknilegri
hlið námsins, svo sem radd-
þjálfun og likamsþjálfun, en
siðan farið út i leiktúlkun og
sérnám.
Þá er lagt til.að starfsmenn
leikhúsa, aðrir en leikarar,
geti fengið menntun i leik-
listarskólanum, t.d. leik-
stjórar, ljóstæknimenn og
leikmyndateiknarar.
Tillögur þessar eiga jafnt
við skóla samtakanna og til-
vonandi rikisskóla — en i ráði
er. að kvöld- og dagskóli SAL
taki fljótlega til starfa. Verða
þar alls 24 nemendur i haust,
16 i kvöldskóla og 8 i heils-
dagsskóla.
Nokkrir félagar úr samtök-
unum höfðu blaðamannafund i
fyrradag. Hér á eftir fara
nokkur svaranna við spurn-
ingum blaðamanna:
„Hér á landi sækir um 20%
þjóðarinnar leikhús, en á hin-
um Norðurlöndunum er það
yfirleitt i kringum 4%.”
„Skritið að hér skuli ekki
vera leikskóli — ef þessu væri
ekki kippt i lag myndaðist
kynslóðabil meðal leikara”.
„Þegar fjárlög verða samin
fyrir árið 1973 er gert ráð fyrir
rikisleiklistarskóla — þaö
biður fullt af fólki eftir að
komast i skóla”.
„Við viljum móta tilvonandi
rikisskóla; það verður að
heyja baráttu fyrir góðum
skóla, og leiklistarsamtök á
Norðurlöndum hafa jafnvel
rætt um samúðarverkfall til
stuðnings okkur hér”.
„Við ætlum að brúa bilið þar
til rikisskólinn verður slofn-
aður og reka skóla sjálf — ef
okkur fellur við rikisskólann
leggjum við okkar niður, ann-
ars ekki”.
„Við fórum fram á styrk til
skólahalds — og skólinn okkar
mun starfa þótt styrkurinn fá-
ist ekki. Nemendur borga
bara skólagjöld, en þetta yrði
þó mjög bagalegt fyrir krakk-
ana i heilsdagsskólanum, ef
okkur væri neitað um fé.”
„Við höfum loforð margra
um kennslu, jafnvel ókeypis —
bæði sérfræðinga og ann-
arra.”
„Nemendur hafa jafnan rétt
á við kennara við stjórnun
skólans — það verður enginn
skólastjóri, bara eins konar
framkvæmdastjóri”.
„Við erum að leita fyrir
okkur um húsnæði — mennta-
málaráðuneytið hefur gefið
okkur von um slikt”.
„Lögð verður mikil áherzla
á likamsþjálfun — allt of litil
áherzla var lögð á þetta i Leik-
félags- og Þjóðleikhússkól-
unum”.
„Skólinn verður fjögurra
ára skóli — jafnvel með
nemendaleikhúsi undir lokin.
Dagskólinn er 48 st. á viku og
kvöldskólinn 18 st.»*
„Við ætlum að rækta hóp-
kennd með fólki.og það verða
engar einkunnir gefnar eða
höfð prðf — bara umsögn
kennara og enginn inntöku-
próf heldur. Val i skólann
mótast af byrjunarnám-
skeiði.”
„Félagsleg uppfræðsla i
skólanum felur m.a. i sér
marxfsk fræði og almenna
hagfræði — félagsvisindi al-
mennt. Það er alls ekki
skilyrði að einhver sé marxisti
— langt i frá. Þetta verður
bara hluti almennrar fræðslu,
sem hefur að markmiði að fá
fólk til þess að verða gagn-
rýnið á umhverfi sitt.”
Eins og sjá má gefa þessi
svör ýmsar hugmyndir hóps-
ins til kynna, og það er mjög
liflegur blær yfir þessu áhuga-
sama fólki. Það er full þörf á
leikhúsfólki með ferskar skoð-
anir og tengsl viö þjóðfélags-
breytingar á Islandi.
Vonandi gengur SAL allt i
haginn.
— atg —
Skrifstofa SAL er opin alla
virka daga frá kl. 18-19 að
Bergstaðastræti 11A.
GRIMSBYL’ÍÐURINN
Ofanskráð orð mátti stundum
sjá á siðum Timans, meðan Jónas
heitinn Jónsson frá Hriflu var upp
á sitt bezta, þá notað i sérstakri
merkingu. Þetta rifjast upp þegar
athafnamenn i útgerö á þeim stað
undirbúa flota sinn til veiðiþjófn-
aðar á tslandsmið þessa dagana.
Aö hætti vanrainnbrotsþjófa fela
þeir öll einkenni, sem veitt gætu
upplýsingar um hverjir þar færu,
nöfn og einkennisnúmer skipanna
eru máð út og svo er siglt af stað
til veiðiþjófnaðar. Jafnframt
þessu lýsa athafnamennirnir þvi
yfir að fiskiflotinn muni stunda
veiðar á úthafinu, en þar ætti ekki
að þurfa að ástunda aðferðir inn-
brotsþjófa.
Og við biðum þjófanna, sem
ætla að gera tilraun til innbrots,
að þvi er viröist með fullu sam-
þykki brezku stjórnarinnar, sem
einkum er studd af þeirri tegund
athafnamanna, sem nú búa þjóna
sina og þý að hætti glæpamanna.
En það er löngu sannað að þjófn-
aður borgar sig illa, jafnvel ekki
rán heldúr, sé sá sem ræna á
ákveðinn i að hrekja ránsmann-
inn á brott. Þaö eina sem getur
oröið ránsmanninum til stuðnings
i fyrirætlun sinni eru svikarar, sú
tegund athafnamanna, sem undir
ýmis konar yfirskini hef ja upp úr-
tölur á hættustund i þeim tilgangi
og græða ofurlitið og slá sér eða
hagsmunahóp þeim sem þeir telj-
ast til, vissa varnagla. Stundum
hefur sú iðja einnig tekið á sig enn
ákveðnara form en úrtölur einar.
ess.
bréf til
blaósins