Þjóðviljinn - 27.08.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.08.1972, Blaðsíða 9
8.SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN - Sunnudagur 27. ágúst 1972 Umhverfisskemmdir: eitrun og hávaði Höfundur þessarar greinar, Sigurður Harðarson, stundar nám í arkítektúr í Otnas í Finnlandi. Hann hefur ritað um einkabílisma í Samvinnuna og Þjóðviljann (19,6.71) og er höfundur orðsins BLIKKBELJA. Velmegun úr blikki. Löngum hefur oss Islendingum verið innprentuð sú firra, að vel- megun okkar verði ekki betur mæld en i fjölda innfluttra bila á ári — sem stendur i réttu hlutfalli við fjölda umferðarslysa — eða heldur: Þvi færri ibúar um hverja blikkbelju, þeim mun meiri vel- sæld. bað kom þvi vægast sagt eins og köld vatnsgusa framan i margan dýrkanda þessarar heil-l ögu kýr, er réttmæti áðurnefndsi mælikvarða var dregið i efa og einkabilismanum úthúðað fyrir stórfelldar umhverfisskemmdir i viðtækustu merkingu þess orðs og| algjöra óhæfni til að rækja hlut- verk fjöldaflutninga á fólki innan borga. 1 staðinn var krafizt end- urmats á þeim markmiðum sem liggja núverandi umferðarpólitik til grundvallar, og endurnýjunar umferðarumhverfisins til að skapa jafnréttiöllum þeim er um borgina ferðast — óháð ferða- máta. (Samv. 1/71, Þjv. 19.6.’71). Siðan hefur mikið vatn — og blóð — runnið til sjávar, og þvi ekki úr vegi að'rifja upp helztu viðbrögðin við þessari villukenn- ingu, þvi að litið virðist þoka i rétta átt þótt augu margra hafi opnazt. ihaldiö og blikkbeljan. Eins og vænta mátti varð ekki lengi setið orðlaust undir slikum heiðingdóm. Það ætti ekki að undra neinn, þótt Morgunblaðið og Visir sæju sig fyrst knúð til andsvara — og enn siður hve þessi andsvör voru hrærandi samhljóða, bæði hvað snerti framsetningu og innihald eða öllu heldur innihaldsleysi. t ritstjórnargrein Visis þann 30. júni i fyrra er hanzkinn tekinn upp fyrir augljósa bilaumhyggju Aðalskipulagsins: „Aherzlan (á bilaumferð) stafaði ekki af neinni sérstakri ást á einkabilnum. í henni fólst aðeins viðurkenning á þeirri staðreynd að allur almenn- ingurmundi viljaeignast og nota einkabila, hvað sem tautar og raular.Skipulag hlýtur að miðast við raunverulegan vilja fólksins, MALBKSÍHALDIÐ aðeins til að aka milli landshluta heldur lika innanbæjar. Skóla- kenningar um einkabilismann geta verið gagnlegar til að vekja umræður og umhugsun, en þær eru ekki liklegar til að leysa i framkvæmd raunverulegan vanda. Þar verður til að koma raunhæft matá eðlilegum vilja og þörfum þeirra Ibúa, sem við skipulagið búa.” Fyrr i greininni viðurkennir hann þó, að „viða um heim hafa skipulagsmenn vaxandi áhyggjur af vaxandi bilamergð og reyna að sporna við fótum, t.d. með auk- inni þjónustu almenningsvagna.” Það er tæplega nein tilviljun, að þrátt fyrir að báðir þessir fulltrú- ar ihaldsins tali umhyggjusam- lega um „eðlilegan vilja fólks- ins”, sem skuli ná fram að ganga „hvað sem tautar og raular” — þá þarf ekki annað en taka burtu orðið „einkabilismann” i setning- unni um „skólakenningar” en setja i staðinn orðið „skipulags- lýðræði” til að fá út beztu fáan- -iggu lýsingu á raunverulegri af- stöðu ihaldsins til þátttöku al- mennings i mótun umhverfisins. Það er öllum kunnugt hversu mikið hann hefur verið hafður með i ráðum við skipulag Reykja- vikur og hvaða möguleika hann hefurhafttilað taka raunhæfa af- stöðu til mismunandi valkosta, eins og t.d. um fólksflutninga inn- an Reykjavikur. Það þarf lika góðan skammt af einfeldni til að trúa þvi, að „eðli- legur vilji” Breiðholtsbúa hafi ráðið þvi, að þeir þurfa að sitja nær klukkutima i strætisvagni niður i miðbæ — og þarf eflaust minna til, að menn „kjósi” að kaupa sér bil, þótt sé um efni fram. Goðsögnin um blikkbeljuna. Billinn sem almenningseign er önnur goðsögn, sem þarfnast nánari athugunar. A tslandi eru um fimm manns á hvern einkabil, en gert er ráð fyrir að allt að 45% þjóðarinnar sé ekki á „bilaaldri”, þ.e. yngri en 17 ára og eldri en 67, auk þeirra er ekki Utbreidd notkun einkabilsins hefur einungis verið gerð möguleg með stórfelldri niðurgreiðslu þess kostnaðar er hann veidur þjóðfélaginu í heild. en ekki kenningar um að einka- bilisminn sé óæskilegur”. (Eigin leturbreytingar). Þetta eru helztu gullkornin úr leiðara, sem var svo úttroðirin af órökstuddum fullyrðingum og svo gjörsamlega sneitt hjá þvi að taka afstöðu til hinna raunveru- legu afleiðinga einkabilismans, að varla verður lengra komizt. Þó verður ekki hjá komizt að gera athugasemdir þar við —• þó seint sé — en áður skulum við samt lita á hvað hægri hönd borg- arstjóra og bilainnflytjanda hefur um málið að segja. f grein sinni um Borgarmál i Morgunblaðinu 3. júli s.l. segir hann: „Billinn er orðinn almenningseign, ekki sið- ur hér á landi en annars staðar. Fólk vill fá að nota sina bila, ekki Sunnudagur 27. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9, eiga bil af sjúkdóms-, fjár- hags- eða öðrum ástæðum. Sé nú jafnframt gengið út frá jafnri ferðaþörf allra, óháð aldri og stöðu, og um leið haft i huga, að einkabillinn ber að jafnaði ekki nema 1,2 menn — þá fer nú mesti glansinn af einkabilnum sem al- menningssamgöngutæki. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að hin útbreidda notkun einkabilsins hefur eingöngu verið gerð mögu- leg með stórfelldri niðurgreiðslu þess kostnaðar, er hann veldur þjóðfélaginu i heild, og sem ekki stendur i neinu rökréttu hlutfalli við hina takmörkuðu kosti hans, þ.e. einkabilsins. Báðir fyrr- nefndra bilverjenda sneiða — meðvitað að sjálfsögðu — hjá þvi að taka afstöðu til þessarar hliðar málsins, sem álita verður óhjá- kvæmilegt þegar rætt er á annað borð um kosti og galla einkabil- ismans. Tala dauðra og limlestra af völdum umferðarslysa, sem fyrst og fremst taka fórnarlömb sin úr röðum gamalmenna og barna, fótgangandi og hjólriðandi vegfarenda, hefur aldrei verið hærri og stigur i takt við fjölda innfluttra bila. Eignatjónið sem ’71 nam ca 500—600 miljónum króna, stefnir i sömu átt — og er þá ótalinn kostnaður við læknis- þjónustu, endurhæfingu lim- lestra, löggæzlu, lagningu og við- hald gatna ofl. ofl. Siðast en ekki sizt má svo taka umhverfisskemmdirnar.svo sem mengun lofts, hávaða og önnur ó- þægindi, malbikun Stjórnarráðs- túnsins, streitu o.s.frv.,allt saman kostnaður sem ásamt mannslif- unum er óútreiknanlegur i pen- ingum, en verður þó ekki gengið framhjá. Visir ber samt höfðinu við steininn i leiðara nokkru sið- ar: „Þegar bifreiðaeignin er orð- in slik, að einungis fjórir lands- menn að börnum meðtöldum eru um hverja bifreið og aðeins tæpir fimm um hverja fólksbifreið, er varla stætt á þvi öllu lengur að telja bifreið munaðarvöru”. — Það fer að verða erfitt að skil- greina orðið munaður, ef kostn- aður samfélagsins vegna einka- bilismans fær ekki þann vafa- sama heiður að.flokkast þar und- ir. Það þurfti ekki lengi að biða eftir liðsauka, þvi að i Morgun- blaðinu þann 13. júli sendir hús- móðirin i Vesturbænum kveðjur sinar fólkinu, „sem talar um „einkabilisma” og „blikkbeljur” með glampa i augum og af móð- ursýkislegu orðbragði (!)". . . og „hefur þörf fyrir að vera á móti öllum skrattanum, ekki sizt framkvæmdum, sem eiga að striða gegn tizkukjaftæðinu um umhverfisverndun og allt það.” — en Visir lýsir þvi yfir þann 20. júli, að „hvað sem liður andúð einstaklinga á blikkbeljum, þá eru hinir ekki færri, sem telja þær þarfaþing.” (!) Þjóðviljinn (AB) hafði nefnilega þrem dögum áður haldið þvi fram að „menn komast hver um annan þveran að þeirri niðurstöðu, að bifreiðin dugi alls ekki sem fjöldafarartæki. . . þeg- ar allir eru seztir upp i einkabil, þá kemst enginn leiðar sinnar. Fagrar borgir breytast i bila- stæði. Andrúmsloftið mettast af eiturlofti. Mannfallið i umferðinni er á við meiri háttar styrjöld”. Borgarstjórnaríhaldið og skipulagið. Hverfum nú aftur til „skóla- kenningarinnar” og litum á hvað verkfræðingar á vegum Reykja- vikurborgar hafa um hana að segja. I umferðarkönnun þeirri, sem borgarverkfræðingur lét gera vegna nýja miðbæjarins ’71, segir svo undir fyrirsögninni: „Helztu niðurstöður”: „Vaxandi fólksbilaeign krefst aukins og dýrara gatnakerfis og ef ekkert verður að gert til að takmarka einkaumferð (þ.e. umferð einka- bila — gangandi fólk og hjólreiða- fólk telst lika til umferðar; — innsk) er fyrirsjáanlegt að kostn aður við gatnakerfið verður sveitarfélögum á höfuöborgar- svæðinu ofviða”. Siðan er fjallað um leiðir til að laða fólk að al- menningsvögnum' — m.a. með takmörkunum á einkabilaumferð — en lokaorðin eru eftirfarandi: „Hafa verður i huga, að bilabær, þ.e. bær með ótakmarkaðri einkaumferð verður of dýr I rekstri. Bær með takmarkaðri einkaumferð veröur ekki til af sjálfu sér, það verður að skapa hann”. ( — eigin leturbreyting). „skólakenningin” ljóslifandi I opinberri skýrslu borgarinnar!! A ráðstefnu Sambands sveitar- félaga i okt ’71 hefur Þjóðviljinn eftirfarandi eftir þeim verkfræð- ingi, sem átti stóran þátt i um- ferðarskipulagi Aðalskipulags- ins: „A þessu ári hafa verið flutt- ir inn fimm nýir strætisvagnar á höfuðborgarsvæðið á móti mörg þúsund einkabilum. Verður þó að hafa I huga, að 50.000 Reykviking- ar hafa not af almenningsvögnum og bilakostur SVR hefur gengið úr sér og vantar þar almennt nýja og nothæfa vagna til þjónustu fyrir almenning. Þetta er kostuleg staðreynd' að á sama tima og borgarasamfélagið leggur af mörkum fjármuni til hagræðis fyrir einkabilinn, skuli ekki vera hægt að endurnýja eldri bilakost SVR vegna skorts á fjármagni”. Ennfremur segir hann: „ . . . ef við leiðum hugann að bifreiða- akstrinum i heild, má ljóst vera að hann kostar þjóðfélagið glfur legar upphæðir. Liklega nemur hann 6 til 7 miljörðum á ári.” Það er ekki af Aðalskipuláginu að sjá, að þessi sjónarmið hafi átt fylgi að fagna meðal þeirra, er drógu upp markmiðin — eða skyldu þau fyrst hafa fæðzt þegar verkfræðingurinn siðar fékk það verkefni að aölaga leiðakerfi SVR að skilmálum einkabilismans??? I tilefni 40 ára afmælis SVR heldur svo forstjórinn á lofti „skólakenningunni” með eftir- farandi orðum: „Viðs vegar um heim fer fram endurmat á gildi þessara farartækja (einkabila — innsk.) og hvaö gera þurfi til þess að almenningsvagnar geti keppt við einkabifreiðina”, og segir, að borgar-, skipulags- og lögregluyf- irvöld standi „nú þegar frammi fyrir nær óleysanlegum vanda, sem leiðir af ótakmarkaðri notk- un einkabifreiða i verzlunar- og athafnahverfum borga.” (eigin leturbreyting). Það þarf mikinn vilja til að skilja orð þessara manna öðruvisi ensem beint eða óbeint vantraust á umferðarpólitik núverandi borgaryfirvalda, sem einkennist af nær fullkomnu vilja- og/eða getuleysi til að sjá umferðar. vandamálið sem félagslegt vandamál i beinu samhengi við alla þætti borgarlifsins. Það verð- ur þvi að beina þróuninni i þá átt, sem samfélaginu I heild er fyrir beztu, m.a. með þvi að gera strætisvagnakerfið að hryggjar- lið samgöngukerfisins — ekki ein- hvers konar uppfyllingu i gloppur einkabilismans. Andstæðingurinn er þjóðskipulagið. Að þola, eins og hingað til, ó- heftan yfirgang einkabilismans er fullkomið ábyrgðarleysi gagn- vartstórum hópum borgarbúa og möguleika þeirra til að nýta sér til jafns við hina þá þjónustu, sem um er að velja i borginni — fé- lagslega, menningarlega og Frh. á bls. 15 .Eignatjónið nemur hundruðum miljóna árlcga.’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.