Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 1
DIOÐVIUINN Laugardagur 23. september—37. árg. 214. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k A Útför Ásgeirs Ásgeirssonar var gerð í gær Útför Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta íslands var gerð frá Dómkirkj- unni i gærdag. Myndin er tekin er kista hins látna er borin úr kirkju. Þeir sem kistuna bera eru: Ólafur Jóhannesson, Eysteinn Jónsson, EinarÁgústsson, Gylfi Þ. Gislason, Jóhann Hafstein, Magnús Kjartansson, Logi Einarsson og Hanni- bal Valdimarsson. Sigrum yið Mexíkanana? islendingar tefldu i gærkvöldi viö Mexikana á OL skákmótinu og fengu 1 1/2 vinning gegn 1/2 . Kjörn Þorsteinsson vann sina skák, Jón Kristinsson geröi jafn- tefli og taliö cr aö Magnús Sól- mundarson eigi bctra tafl,en ekki er vitaö urn stööuna hjá Guð- mundi Sigurjónssyni. Önnur úrslit i riðlinum: Argcntina — Nýja Sjáland 2:2, V- Pý/.kaland — Frakkland 2:1 og biöskák, Grikkland með 3 vinn- inga og biöskák gegn Gucrnsey 1300 manns hafa séð sýningu Stefáns frá Möðrudal „Strong Express” snýst nú um Sigurð skógarvörð Þegar skógarvörðurinn á Hallormsstað kom til Harstad i Norður-Noregi i fyrradag komst hann að þvi, að „öryggisþjónusta” Atlanzhafsbandalagsins hafði verið á höttunum eftir „islenzkum ferða- manni” i nokkra daga. Aðalblað Harstads birti frétt um islenzka ferðamanninn „Kjempeinvasion” stóð i flennifyrirsögn og i undirfyrirsögn: „Ferða- maður frá íslandi i kastljósi öryggiseftirlits NATO”! Sigurður Blöndal hefur dvalizt i Noregi i nokkra daga á fundum með norskum starfsbræðrum sin- um. Hefur hann einkum verið i för með skógræktarstjóra Tromsöfylkis, sem er nyrsta fylki i Noregi. Sigurður hefur dvalizt i bæjunum Tromsö, Kirkenes og nú siðast i Harstad. Þessa dagana standa yfir i Noregi hrikalegustu heræfingar i sögu Atlanzhafs- bandalagsins. Heræfingar þessar ganga undir nafninu „Strong Express’’ og ná yfir nær allt Norður-Atlanzhafið. t sambandi við hernaðarbröltið hefur verið efnt til „innrásar” Rússa i Noreg norðanverðan. Auðvitað á þetta allt saman að vera sviðsetning, en greinilega taka 64 þúsund her- menn NATO þetta sem fúlustu al- vöru og nú hefur „Strong Express” snúizt upp i leit að vörpulegum skógarverði frá Hallormsstað! Sigurður Blöndal sagði Þjóð- viljanum frá þvi i gær að þá hafði blaðamanni frá Nordlyset, blaði Verkamannaflokksins I fylkinu, tekizt að hafa upp á „ferðamann- Framhald á 11. siöu. séð málverkasýningu Stefáns Jónssonar frá Möörudal i Galeri SUM að Vatnsstig 3 b. Sýningin er opin daglega frá kl. 16 til 22. Hefur nú verið ákveðið að fram- lengja sýningunni um tvo daga vegna mikillar aösóknar. Stendur hún til þriðjudagskvölds. Niu málverk hafa selzt. Síldveiði í reknet Tveir bátar frá Hornafirði ráð- gera að hefja sildveiöi með rek- netum á næstu dögum. Hefur orðið vart við sild frá Hornafjarðardýp i að Hrollaugsey. Það eru bátarnir Skinney SF 20 ,og Akurey SF 52 sem fara á næst- unni á þessar veiðar. Rekneta- veiðar hafa ekki verið stundaöar i mörg ár hér við land. Hvalur 9 fer til gœzlustarfa í nœstu viku Gcrt cr ráö fyrir aö afhenda ilval 9 Landhelgisgæzlunni um helgina. Verður bátnum komið sem fyrst til gæzlustarfa úti á miöunum, sagöi Hafsteinn Hafsteinsson i gær. Bátinn þarf hins vegar fyrst að setja i slipp eftir hvalvertiðina i sumar. Var Hvalur 9 á veiðum i fyrradag úti á miðunum. Ekki er vist, að hvalveiðibátur- inn verði búinn vopnum við gæzlustörf. Brezku togararnir halda sig i stórum hópum hér við land. Eru þar til staðar eitt til tvö vopnuö varðskip með óvopnuðum gæzluskipum eins og Arvakri, sagði Hafsteinn. Hvalur 9 er stærsti og nýjasti hvalveiðibáturinn 631 tonn að stærð. Hefur hann mestan gang- hraða 14 til 15 sjómilur. Skipherra á Hval 9 verður Helgi Hallvarðs- osn og fer þangað með stýri- mönnum sinum af Árvakri. Varðskip gerði aðför að brezkum togurum Klippti á víra hjá tveimur þeirra eftir að skipstjórarnir sinntu engum aðvörunum í gærkvöldi bar heldur betur til tiðinda úti á miðunum er varðskip okkar gerðu atlögu gegn brezkum togurum sem i engu sinntu beiðni um að hætta veiðum i landhelgi. Um kl. 19.30 klipptu uðum fyrirmælum um að varðskipsmenn á víra hjá togaranum Kennedy FD 139 sem var að veiðum út af Látrabjargi, 32 sjó- mílur fyrir innan fisk- veiðimörkin. Skipstjórinn sinnti ekki margitrek- hifa og halda útfyrir mörkin. Þegar vírarnir voru klipptir sigldi togar- inn aftur á bak. Þá var gerð aðför að öðrum togara um kl. 20.15 á svipuðum slóðum. Sá togari er einnig brezkur, Wyre Captain F D 228. Aðdragandi aðgerðanna var svipaður og i fyrra skiptið. Ekki er fullljóst hvort klipping heppnaðist að fullu. Og enn síðar kom varð- skip að Ella Heweft, LO 94 sem var að hífa á svip- uðum slóðum. Urðu varð- skipsmenn vitni að því að skipverjar settu fyrir borð mikið magn af nælonnetadruslum og þarf ekki að fjölyrða um það að slikt athæfi getur stefnt í voða öllum skip- um sem eiga eftir að sigla um þessar slóðir. Brezk eftirlitsskip, þar á meðal Miranda, héldu sig i námunda við brezku togarana meðan á að- gerðunum stóð, en höfðu sig ekki í frammi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.