Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. scptember 1972 þjöÐVILJINN — SIÐA 5 Ingiberg Magnússon skrifar um myndlist Stefán við eitt málvcrkanna á sýningunni. EINFALDLEIKI OG FRÁSAGNARGLEÐI Stefán V. Jónsson frá Möðrudal hefur að undanförnu haft málverk sin til sýnis i Gallerie Súm. Stefán er mikið náttúrubarn i list sinni. Formúlur eru hon- um aukaatriöi. Eðlislæg til- finning hans fyrir verkefninu, myndinni og eiginleikum hennar nægir honum. t>að sem mesta athygli mina vakti var þó. á hve marga strengi hon- um virðist eiginlegt að leika án þess að slá falska tóna svo teljandi sé. Hér á ég við hversu fjölbreytt viðfangsefni Stefáns eru og á hve ólikan hátt hann nálgast þau, ýmist með einfaldleika barnsins sbr. dýramyndir hans, eða sem fullþroska málari sem lætur myndefnið miskunnarlaust lúta þörfum verksins. Næmni Stefáns i litameðferð kom mér einnig skemmtilega á óvart. þvi sannast að segja fannst mér margar mynda hans afburða góðar i litum. l-»að þarf ekki lengi að horfa á myndir Stefáns til að sjá að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hjá honum er ekki um neina yfir- borðsmennsku að ræða, enda persónuleikinn nægilega stór til að varast slikar gryfjur. Eins og gefur að skilja eru myndirnar misjafnar að gæðum. Lakastar þóttu mér þær myndir þar sem Stefán málar óhlutlæg i'orm, þar nýtur írásagnargleði hans og frásagnarþörí sin ekki. Myndirnar á sýningunni eru gerðar á timabilinu 1945 til 1971. Ef litið er á myndirnar i aldursröð sést að listamað- urinn hefur greinilega bætt við sig á seinni árum, þvi yngri myndirnar eru jafnbetri en þær eldri. Elzta myndin á sýn- ingunni, ,,Viðidalsfjöll’' 1945, er þó undantekning frá þessari reglu. þvi hún er að minu mati meðal albeztu myndanna á sýningunni og sérlega næm lýsing á bernskuslóðum lista- mannsins. Mér finnst ekki ástæða til að nefna frekar ein- stakar myndir þvi þær eru eins og áður sagði ótrúlega ólikar að gerð, svo innbyrðis samanburður mundi verða nokkuð hæpinn. Að lokum óska ég lista- manninum til hamingju með það timabæra framtak, sem gert hefur okkur kleift að njóta mynda hans um stund. Ingiberg. Viðskiptaskráin er komin út Viðskiptaskráin 1972 til '73 cr komin út og er þetta 35. árgangur hennar. Er hún 700 siðna bók i simaskrárbroti og eru skráð þar (>(•00 fyrirtæki og einstaklingar, sem reka viöskipti i einhverri mynd. Pá eru 290» félög og stofn- anirskráöar i bókina meö upplýs- ingum um tilgang þeirra og stjórn. Bókinni er skipt i átta flokka. Greinir 1. ílokkur frá stjórn landsins: forsetaembættinu, ráð- herrum og skiptingu ráðuneyta milli þeirra. Þá er skrá yfir al- þingismenn, fulltrúa íslendinga erlendisog fulltrúa erlendra rikja hér. 2. flokkur fjallar um Keykjavik og stofnanir hennar. 3. flokkur fjallar um kaupstaði og kauptún landsins, 63 talsins. 4. flokkur er varnings- og starfsskrá. Skiptist hann i 1000 starfs- og vöruilokka. 5. flokkur er umboðskrá. 6. flokkur er skrá yfir islenzk skip 12 rúmlestir og stærri i des 1971.7. flokkur er löng ritgerð á ensku. sem nefnist ..Iceland: A Geographical, Holitical and Economic Survey” t>á er H. flokkur skrá yfir erlend fyrirtá'ki sem óska eftir viðskipt- um við islenzk fyrirtæki. Kaupum hreinar og heilar léreftstuskur. Prentsmiöja Þjóð- viljans Skólavörðustig 19 I sláturtiðinni — Húsmœður athugið Ilöium ávallt fyrirliggjandi hvitar og vaxbornar öskjur með áföstu loki. Öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu i frystikistum á sláturafurðum og k jöti. Þær eru af ýmsum stærðum, 1/2 kg. — 1 kg. — 2 1/2 kg. og 5 kg- Komið á afgreiðsluna. Gengið inn frá Dalbraut. KASSAGERÐ REYKJAYÍKUR Kleppsvegi 33 IÐNNEMAR Nokkrir iðnnemar verða innritaðir næstu daga. Nemarnir eru vinsamlegast beðnir að mæta sjálfir til innritunar. = HÉÐINN = simi 24260 Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða stúlku til starfa við almenn skrifstofustörf i mötuneyti voru við áliðjuverið i Straumsvik. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeiin, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á aö liafa samband viö starfsmannastjóra. Umsóknareyöublöö fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Keykjavík, og Bókabúö Olivers Steins, Ilafnarfiröi. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 30. sept 1972 i póst- liólf 214, llafnarfirði. ÍSLKNZKA ALFÉLAGIÐ H.P\ Straumsvik. Rafsuðumenn Óskum eftir að ráða nokkra rafsuðumenn með tilskilin réttindi til starfa við áliðju- verið i Straumsvik. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband viö starfsmannastjóra. Umsóknareyöublöð fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, ReykjavIk,og Bókabúö Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 30. sept. 1972 i póst- hólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. Straumsvik. @8 j&ásm'cp ht m C/ INDVERSK UNDKAVEKÖLD ^ UlJlI Nýjar vörur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- legum, handunnum austurlenzkum, skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Útskorin borð (margar gcrðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju, fáið þér i JASMIN, við Hlemmtorg. I»»l» aiflBlflftfflliBl Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum óg beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.