Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. september 1972’ ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11. Svefneyjar Framhald af bls. 3. heimili og tókst okkur auðveld- lega með aðstoð annarra eyja- bænda að verja ibúðarhúsið, sem er úr steini. Þetta hefur verið heldur erfitt sumar vegna vætu- tiðar,” sagði Nikulás.,Hér var hins vegar gott grasár, og fengum við nokkra þurrkdaga um miðjan september. Náðum við þá heyjum i hús og bjargaði það okkur alveg. Þá eigum við 7 tonna bát og litla trillu. Höfum við heldur litið róið til fiskjar að undanförnu. Bátinn notum við ekki siður til þess að skreppa i aðrar eyjar eða til meginlandsins” sagði Nikulás bóndi að lokum. Peningastofnun Framhald af bls. 4 Þjóðviljinn vill taka undir hvert orð i ummælum Jóns Sveinssonar — en þetta var jú sagan um það þegar orðið „Peningastofnun” leið með dularfullum hætti út af siðum hins heiðvirða fréttablaðs, Morgunblaösins, eins og þarna væri á ferðinni orð, sem skrifar- arnir könnuðust ekki almennilega við, eða skildu að minnsta kosti ekki hvað merkti. En i skipasmiðaiðnaðinum er útlitið þá ekki jafn kolsvart og Morgunblaðið vill vera láta. Skyldi það myrkur um miðjan dag, sem Morgunblaðið sér nú i öðrum greinum og á öðrum svið- um, ef til vill ekki heldur vera svo svart, þegar að er gáð, þrátt fyrir vinstri stjórn? Eða man nokkur hvernig Axlar- Birni varð við þegar hann leit til sólar undir lokin? Ferðaáætlim m/s Herjólfs A morgun sunnudag fer skipið frá Ve. kl. 08.30 til Þh. og þaðan aftur kl. 18.30 til Ve„ en um kvöldið kl. 22-23 til Reykjavikur. Vikurnar 24/9-7/10 verði áætlunarferðir til Þorlákshafnar aðeins á miðvikudögum, föstu- dögum og laugar- dögum á sama tima og áður. Frá 16. okt. falli fastar áætlunarferðir til Þh. niður, en upp verði teknar 3 vikulegar ferðirtil Ve., frá mánu- daga og miðvikudaga kl. 21 og föstudaga kl. 20, en frá Ve. þriðju- daga og fimmtudaga kl. 21 og laugardaga kl. 13.00. Skipaútgerð ríkisins. Sigurður Baldursson — hæstaréttarlögmaður Laugavegil8 4hæö Símar 21520 og 21620 Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3. Simi 40102. Ræða Einar og Sir Alec málin vestanhafs? Spáð að Bretar fallist á tvihliða viðræður viku. íslenzki utanrikis- ráðherrann kannast ekkert við þetta, en finnst ekkert óliklegt að þeir hittist, þar sem þeir verða báðir á allsherjar- þingi SÞ. Norska fréttastofan NTB sendi frá sér fregn i gær, sem höfð var Erlendar fréttastofur fullyrða, að þeir Einar Ágústsson og Home lávarður, utanríkisráð- herra Breta, muni eiga fund i New York i næstu skeytinu, sagði Einar „Agætt ef svo er”. aðeins: „Strong Express” Framhald af bls. 1. inum i kastljósinu” — á undan öryggiseftirliti NATO, sem hafði leitað skógarvarðarins i nokkra daga. Kvaðst Sigurður hafa látið i ljós mikla ánægju yfir þvi, i við- tali við blaðamanninn, að hann skyldi fá tækifæri til þess af fara taugarnar á NATO. Sigurður hefur ferðazt um fylkið að undanförnu. Hann hefur farið á milli bæjanna, og vart verður þverfótað fyrir NATO- hermönnum sem ýmist eru að gera innrás eða verjast innrás. Þá skrölta vigvélar um göturnar. Skógarvörður hefur haft gott tækifæri til þess að fylgjast með þessu hernaðarbrölti. 1 frétt Harstad-tidende, sem áður er vitnað til er sagt að „öryggiseftirlit” NATO hafi verið að leita að islenzka ferðamann inum siðustu dagana. Hafi ekki tekizt að hafa upp á honum.Hann fari enda mjög geyst yfir og ekki auðvelt að hafa hendur i hári hans. Hann hafi búið á mörgum hótelum og ekki skrifað nafn sitt i gestabækur þeirra og hafi auk þess látið undir höfuð leggjast að útfylla hóteleyðublöð. Þá þykir ekki siður dularfullt og tortryggilegt að islenzki ferða- maðurinn sé vopnaður miklu magni myndavéla, og filmur hafi maðurinn i fórum sinum i griðar- legum mæli. Sigurður sagði Þjóðviljanum i gær að frásögnin um risainnrás ina hafi öll verið hin kostulegasta og mjög I svipuðum dúr og fréttin um dularfulla ferðamanninn frá íslandi. Þetta var eins og kafli úr Góða dátanum Svejk, sagð Sigurður. Hann kvaðst ekki hafa skrifað nafn sitt i gestabók eins hótelsins: „Vertinn sagði að hún væri týnd.” Greinilegt er af viðbrögðum blaðsins i Harstad, að allsherjar taugaveiklun er rikjandi vegna æfinga NATO. Illviljaðir menn myndu kannski vilja breyta nafni hernaðar- bröltsins úr „Strong Express” i „Nervous Express”. En það er ekki vegna þess að NATÓ þurfi ekki að óttast Sigurð Blöndal, Kvefsóttar- tilfellum f jölgar í Rvik Framan af september hefur kvefsóttartilfellum fjölgað hér i Reykjavik. Hafa 118 tilfelli verið skráð á skrifstofu borgarlæknis. Þá hefur hálsbólgutilfellum fjölgað, iðrakvefi, lungnakvefi og kveflungnabólgu. Agústmánuður var kaldur og vætusamur og það sem af er september. Hefur bað áhrif á heilsufar borgarbúa. R i / EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR SAMVINNU- BANKINN eftir Reuter i London, þess efnis að Einar Agústsson utanrikisráö- herra Islands og Sir Alec Douglas-Home utanrikisráöherra Bretlands muni eiga með sér fund New York i næstu viku og ræða _ landhelgisdeiluna. „Þetta verður i fyrsta sinn sem utanrikisráð- herrarnir hittast eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Island i 50 milur. Bæði Sir Alec og Einar sækja allsherjarþing Sameinuðu ijóðanna i New York og munu nota tækifærið til að halda einka- fund. — Búizt er við þvi að brezka stjórnin muni bráðlega tilkynna islenzku stjórninni að hún þiggi tillögu tslendinga um að halda áfram tvihliða samningaumleit- unum um bráðabirgðalausn sem veiti brezkum fiskiskipúm að- gang að miðum innan landhelgi um stundarsakir. Ekki er þó ljóst hvort stjórnin i London gefur svar sitt áður en utanrikisráðherrarnir hittast”. Þjóðviljinn bar þessa frétt und- ir utanrikisráðherra i gær. Kvaðst Einar Agústsson ekki vita um þetta mál. Það væri ekki um að ræða neinn undirbúinn fund með sér og Sir Alec i Washington, en hann hefði heyrt að brezki utanrikisráðherrann yrði i Washington á svipuðum tima og hann sjálfur, og þvi væri ekkert óliklegt að þeir rækjust hvor á annan. Um væntanlegt svar Breta um samkomulagsum- leitanir, sem spáð var i frétta Fischer fær NY orðu Fischer var i gær sæmdur heiðursmcrki New York borgar. Borgarstjó^inn, J.Lindsay, sagði við þá athöfn að hann gæti ekki gert hann að riddara. biskupi eða kóng. A eftir var haldin veizla með háttsettum embættismönn- um borgarinnar og þekktum bandariskum skákmönnum. Á kannski að selja kannski ekki I tilefni af að nokkurs misskiln- ings virðist gæta vegnablaðafrétta um að Eimskipafélagið hafi i hyggju að selja m.s. GULLFOSS, vill félagið taka fram eftir- farandi: Það er rétt, að m.s. GULLFOSS hefur verið skráður á sölulista er- lendis, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um að selja skipið. Skipið hefur ekki verið boðið til sölu á ákveðnu verði, en i skyn er gefið, að komi gott tilboð fram, muni félagið siðar taka ákvörðun um, hvort skipið verði selt. Eimskipafélagið telur fremur litlar horfur á, að svo hagstætt kauptilboð komi i skipið, að af sölu þess verði, og þvi hefur fé - lagið ákveðið að reka það næsta sumar, eins og áður hefur verið sagt i fréttum. ALÞÝÐUBANDAIAGIÐ Kjördæmisráðstefna á Sauðárkróki Kjördæmisráöstefna Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra vérð- ur haldin að Villa Nova Sauðárkróki, laugardaginn 23. september og hefst hún kl. 15. Ragnar Arnalds, alþingismaður hefur framsögu um stjórnarsam- vinnuna og hagsmunamál kjördæmisins. Stjórn kjördæmisráðsins Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins Flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins, sem boðaður hefur verið 6. til 8. október er frestað og verður hann haldinn 20. til 22. október. Fundurinn verður i Þinghól i Kópavogi og hefst föstudaginn 20. októ- ber kl. 20.30. Athygli skal vakin á þvi, að samkv. 16. gr. flokkslaga Alþýðubanda- lagsins eru fulltrúar i flokksráð kosnir á fundi i hverju félagi, og kemur 1 fulltrúi fyrir hverja 24 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu ef það nær 6 eða meira. Formenn félaganna eru vinsamlega beðnir að tilkynna skrifstofu flokksins um fulltrúakjör. Miðstjórn Alþýðubandalagsins. Kynningarnámskeið um stjómun fyrirtækja Á vetíi komanda mun Stjómunarfraeðslan halda tvö námskeið i Reykjavík á vegum iðnaðarráðuneytisins. Fyrra námskeiðið hefst 2. október og lýkur 10. febrúar 1973. Síðara námskeiðið hefst 15. janúar og lýkur 26. maí 1973. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Tækniskóla íslands, Skipholti 37, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, kl. 15,30 til 19,00. Námskeiðshlutar verða eftirfarandi: Fyrra námskeið Sfðara námskeið Undirstöðuatiriði almennrar stjómunar 2. okt. — 6- okt. 15. jan.—19. jan. Frumatriði rekstrairhagíræði 9. okt.—20. okt. 22. jan. — 2. febr. Framleiðsla 30. okt.—10. nóv. 12. fébr.—23.febr. Sala 13. nóv. —24. nóv. 26. febr.— 9. marz Fjármál 27. nóv.—15. des. 19. marz— 6. apríl Skipulagning og hagr. skrifstofustarfa 17. jan.—22. jan. 30. apríl— 4. mai Stjómun og starfsmannamál 22- jam. — 9. febr. 4. maí —23. mai Stjómunarleikur 9. febr.—10. febr. 25. snaí—26. maí Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjómun- arfélags íslands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 82930. — Umsóknir þurfa að berast fyrir 28. september 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.