Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 2:!. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3- Þjóðaratkvœðagreiðslan í Noregi: ,,Við segjum að þetta séu átök milli samtaka fjármagnsins og samtaka fólksins", sagði Per E. Mauseth, starfsmaður miðstjórnar Sósialíska þjóöarflokksins, i Noregi, þegar Þjóðviljinn átti simtal við hann í gær um horfurnar í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um að- ild Noregs að Efnahags- bandalaginu. Hann sagði að andstæð- inga aðildarinnar hefði aldrei órað fyrir þvi, að unnt væri að virkja jafn margt fólk til þátttöku í því pólitíska starfi, sem samtökin gegn aðild Nor- egs að EBE hafa skipu- lagt á síðustu mánuðum og vikum. Nú er þessi orrusta senn á enda, þar sem kosning- arnar fara fram á sunnu- dag og mánudag. i gær- kvöldi var fjölmenn ganga og útifundur í Osló, sem andstæðingar EBE stóðu fyrir. Einnig voru umræður um málið í norska sjónvarpinu. Við inntum Mauseth fyrst eftir almennum horfum i þjóðaratkvæða- greiðslunni. ,,Ég held, að eftir siðustu skoðanakannanir höfum við fulla ástæðu til að ætla, að sig- urinn sé okkar megin. — Siðustu niðurstöður frá Faktastofnun- inni voru 59% á móti og 41% með aðild. Við höfum það á tilfinning- unni, að það hafi ekki verið svo stórkostlegar sveiflur í afstöðu almennings, þrátt fyrir þær heiftarlegu ásakanir, sem beint hefur verið gegn andstæðingum aðildarinnqr á siðustu tveim vikunum. Málgögn borgara- flokkanna og sósialdemókrata hafa á siðustu dögum rekið áróður af þvi tagi, sem við höf- um ekki orðið vitni að áður i Noregi. Þar hafa þeir daglega sakað „Folkebevegelsen” og aðra andstæðinga aðildar um að ljúga að almenningi. Við, and- stæðingar aðildar, teljum okkur geta fullyrt, að þessi áróður eigi Erum bjartsýnir um úrslitin — sagði Per Mauseth, sem sœti á í miðstjórn SF litinn hljómgrunn meðal al- mennings og erum þvi bjartsýn- ir um úrslitin”. Gott fordæmi. „Landhelgismál ykkar hefur komið nokkuð við sögu i umræð- unum hér um Efnahagsbanda- lagið”, sagði Mauseth. ,,Bæði við i Sósialiska þjóðarflokknum, og öll pólitisku æskulýðsfélögin nema æskulýðssamtök hægri flokksins (Unge Höyre) hafa tekið virkan þátt i aðgeröum þeim, sem hér hafa farið fram til stuðnings stækkunar islenzku fiskveiðilögsögunnar. Ennfrem- ur hafa þessi samtök beitt áhrif- um sinum gagnvart félagssam- tökum verkafólks i fiskiðnaðin- um. Og afstaða þessara sam- taka er, að þvi ég bezt fæ séð, mjög jákvæð fyrir málstað ts- lendinga i landhelgismálinu, nú sem stendur, og þá um leið auð- vitað á einu máli um, að Norð- mönnum beri að fara að ykkar dæmi um stækkum sinnar land- helgi. Við álitum eins og fram kom i samþykkt SF, um þetta mál, að tsland hafi gengið hér fram fyr- irskjöldu meö góðu og réttu for- dæmi”. Milli fjármagns og fólks. Við spurðum Mauseth, hvar skilin lægju milii hinna and- stæðu póla i kosningunum um Efnahagsbandalagið. Mauseth sagði, að andstæð- ingar EBE skilgreindu þetta sem átök milli samtaka fjár- magnsins og samtaka fólksins (kapitalbevegelsen og folke- bevegelsen). Á öðru leitinu væru samtök atvinnurekenda, studd af Verkamannaflokknum og toppmönnunum i Alþýðu- sambandinu og einstökum sér- samböndum — og á hinu leitinu öflug samtök meðal bænda og fiskimanna og svo grunneining- ar verkalýðssamtakanna, verkalýðsfélögin sjálf: ,,Ég minnist þess ekki að hér i Noregi hafi i nokkru pólitisku máli átt sér stað eins almenn og virk þátttaka fólks. Okkur hafði aldrei dreymt um að hægt væri að virkja svona margt fólk til starfa”, sagði Mauseth. Mauseth sagði að erfitt væri meðan úrslitin ekki lægju fyrir, að spá fyrir um það hvaða áhrif þetta stóra mál kynna að hafa á framtið Verkamannaflokksins. ,,Ef niðurstaðan verður „nei” munu andstæðingar EBE innan flokksins gera sér meiri vonir um að fá breytt pólitik flokks- ins. Verði úrslitin ,,já” mun það geta leitt til viðtækari klofnings i flokknum en nú er til staðar”. Veikir norrænt samstarf. „Við erum ekki i vafa um, að innganga Noregsog Danmerkur i EBE muni stórlega veikja samstarf Norðurlandaþjóð- anna”, sagði Mauseth. ,,Við álitum, að ef Norðmenn hafna aðild muni það hafa verulega þýðingu fyrir úrslitin i Dan- mörku”. Við spurðum Mauseth hvaða atriði andstæðingar EBE í Nor- egi hefðu einkum sett á oddinn i áróðri sinum þessa siðustu daga, og hann sagði.að þeir hefðu t.d. lagt áherzlu á að út- skýra það fyrir þeim sem enn eru óráðnir, hvaða erfiðleikum það sé bundið að losna siðar úr þessu bandalagi: Þeir sem nú greiddu atkvæði með aðild væru um leið að ákveða, að Noregur ætti að vera i þvi um alla fram- tið. Lokasennan. ,,1 kvöld (gærkvöldi) verður mikil blysganga hér um Osló- borg”,sagði Mauseth ,,og henni lýkur með fundi, þar sem þeir munu tala Karl Evang, og ltune Gerhardsen, sonur Einar Ger- hardsen, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Einnig verða i sjón- varpinu þrir umræðuþættir þar sem kunnir menn með og móti aðild leiða saman hesta sina. Meðal þeirra sem þar ræðast við eru þeir Finn Gustavsen, formaður Sósialiska þjóðar- flokksins og Heige Seip, for- maður Vinstri flokksins. Og svo talast þeir við Tryggve Bratteli, forsætisráðherra og Per Borton, fyrrverandi forsætisráðherra”. Mauseth sagði að lokum að i þeirri orrustu, sem nú stæði sem hæst, hefðu 5 af 10 stjórnmála- flokkum i landinu hvatt fólk til að kjósa gegn aðildinni að EBE. Árangur af þessari baráttu myndi koma i ljós þegar niður- stöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar lægju fyrir á þriðjudag- inn. — gg. Yortekjan af dún í Svefn- eyjum brann Kröyer vara- forseti alls- herjarþings Haraldur Kröyer, fastafulltrúi islands hjá Sameinuðu þjóðunum var á miðvikudag kjörinn einn af varaforsetum' 27. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Fyrsti viðreisnar- ráðherrann... Nú hefur fyrsti ráðherrann úr viðreisnarstjórninni sælu gefið i Landssöfnun landhelgissjóðs, og reyndist það Gylfi Þ. Gislason. Gaf hann 10 þúsund kr. i gær. Ekki hafa aðrir ráðherrar úr fyrrverandi stjórn látið neitt af handi rakna. Þá bárust i gær kr. 50 þúsund frá Sambandi islenzkra barna- kennara. og Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra gaf 10 þús- und kr i sjóðinn. Erlendis frá hafa framlög borizt frá einstaklingum i Dan- mörku. Noregi. Færeyjum og Grænlandi. Óðinn hótaði ekki að skera á togvíra Ekki fékk þjóðviljiiin staöfesta þá frctl lijá Landhclgisgæzlunni i gær að óðimi hcfði hótaöaö skera á togvira hjá hrezkum togara eins og stóð i Morgunblaðinu i gær. Hafði sá atburður átt að gerast i viðskiptum Óðinsmanna við togaramenn á Kennedy FD 139 frá Fleetwood. Bar Morgunblaðið þó Landhelgisgæzluna fyrir þess- ari frétt. Hins vegar lendir alltaf öðru hverju i orðahnippingum milli varðskipsmanna og brezkra togarasjómanna að veiðum innan nýju landhelginnar. Verður islenzku varðskipunum ágengt að stugga brezkum togur- um úr landhelgi. Leggja þeir margir á flótta með heldur leið- um munnsöfnuði þó. Fláningsmenn vantar í Búðardal Sláturtið er að hefjast i Búðar- dal, og er ráðgert að slátra 20 þúsund fjár i haust. Bændur hefja almennt göngur um næstu helgi og jafnframt þarf að treysta á þá sem vinnuafl við sláturhúsið. Sláturhússtjórinn Jón Karlsson sagði blaðinu i gær að fyrirsjá- anl. væri mikill skortur á karl- mönnum i sláturhúsið, einkum verkamenn við fláningsbandið. Sláturhúsið er orðið fjögurra ára gamalt. Eru fyrirhugað- ar breytingar i banaklefa hússins. Verkfæra- og geymsluhús i Svefneyjum brann til kaldra kola i gærmorgun. Varö eldsins vart kl. 5 um morgun. og tókst ekki að slökkva hann þrátt fyrir góöa aðstoð bændanna í Flatey og í Hvallátrum, sem komu á vettvangy þegar þeir sáu eld og reyk í eyjunni. Þjóðviljinn hafði samband við Nikulás Jensson, bónda i Svefn- eyjum, i gær. Hafði hann þá ekki metið tjónið að fullu. Þetta var 80 fermetra timburhús með hlöðn- um torfvegg. Var húsið óvátryggt, og hefur ekki verið búið i húsinu siðan Gestur Sól- bjartsson var hér i húsmennsku fyrir 1935. „Gestur bjó siðar i Hrappsey og dvelst nú aldraður maður i Stykkishólmi,” sagði Nikulás bóndi. „Ég geymdi i húsinu ýmis verkfæri. Ennfremur áburða- dreifara og trillubátsmótor. Hefur þetta allt saman eyðilagzt i eldinum. Þá var þarna ársafrakstur af óhreinsuðum dún og dúnhreinsunarvél i gangi. Atti ég von á þvi að fá 50 til 60 kg. af hreinsuðum dún að þessu sinni. Var dúnninn helmingur af bús- afurðum þeim sem við hér seljum úr búinu i land. Þetta var vátryggt að hluta, og gæti ég trúað þvi, að dúnninn hafi verið vátryggður allt að 80%, af verð- mæti hans nú. Vélarnar voru vátryggðar að hluta” Ekki vildi bóndi nefna neina hugsanlega tölu um tjón sitt. „Við erum 11 manns hér i Framhalú á bls. 11 Sendiherra Islands i London: Mótmælir ofbeldi brezku skipanna Þjóðviljanum barst i gær eftir- farandi fréttatilkynning frá utan- rikisráðuneytinu: - Niels P. Sigurðsson, sendi- herra íslands i London gekk 20. þ.m. á fund Lady Tweedsmuir, aðstoðarutanrikisráðherra Bret- lands. Bar sendiherrann fram mótmadi vegna tilrauna brezka togarans BEN LUI A—166 til að sigla niður vélbátinn Fylki NK—-102 13—14 sjómilur suðaust- ur af Langanesi hinn 19. þ.m. Sendiherrann mótmælti jafn- framt sfendurteknum brotum brezkra togara á islenzkum lög- um og alþjóðlegum siglingaregl- um og sagði, að ef þessu héldi áfram yrði islenzka landhelgis- gæzlan að gripa til veiðeigandi ráðstafana. Benti sendiherrann á, að slikt framferði mundi verða til að torvelda frekari samningavið- ræður milli landanna um land- helgismálið. A Myndin er af bæjar- og útihiísum I Svefneyjum á Breiðafirði. Hærra - hvita — húsið til hægri er ibúðarhúsið, en þétt að þvi er húsið sem brann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.