Þjóðviljinn - 23.09.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. september 1972
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSlALESMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðvllians.
Framkvaemdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjórí: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuðf.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prsntún: Blsðaprent h.f.
HVAÐA FRELSI? - HVAÐA OFBELDI?
,,Dálæti Svia á ofbeldi i pólitiskum til-
gangi hefur áður birzt i stuðningi við
afriskar frelsishreyfingar.”
Það er útvörður frelsisins hér við nyrzta
haf, Morgunblaðið — þann 20. þ.m., sem
boðar Íslendingum með fyrrgreindum
orðum, hver séu kennimerki ofbeldis-
hneigðar. Og auðvitað eru það hinir voða-
legu Sviar, sem ofbeldið elska og ekki
bara með þvi að vilja efla frelsið i Afriku,
heldur kynnir blaðið fleiri og nýrri dæmi.
Þegar bandariski sendiherrann i Stokk-
hólmi átti að ávarpa hádegisverðarfund
Rotaryfélagsins þurfti 500 lögreglumenn
til að vernda hann fyrir illum Svium, en
það eru ekki bara veslings Amerikan-
arnir, — rúður eru brotnar i upplýsinga-
stofnunum vina okkar i NATO, sem ætluðu
bara að fá að vera i friði við að upplýsa
norræna barbara um lýðræðið og frelsið i
heimalöndum sinum Grikklandi og Portu-
gal. Og auðvitað eru boðberar fagnaðar-
erindis herra Francos á Spáni, þar sem
sólin skin, ekki heldur alveg öruggir um
sig eða sendimenn þess rikis i Afriku, sem
heldur uppi svolitið öðruvisi tegund af
frelsi, en þeirri, sem Sviar elska með of-
beldinu, — það er að segja Suður-Afriku-
mennirnir þessir hvitu — þurfa jafnvel
lögregluvernd.
Er ekki von að málgagn Sjálfstæðis-
flókksins á íslandi finni sig til knúið að
hrópa út yfir landslýðinn um samúð sina
með þessum ofsóttu bræðrum.
En svo er þó að skilja, að hámarki hafi
ofbeldið náð i Sviþjóð, þegar upplýsinga-
stofnun herra Thieus, hins sjálfkjörna for-
seta Suður-Vietnams varð að flytja sig á
öruggari stað vegna þriendurtekinnar
árásar með málningargusum nú fyrir
stuttu, og um svipað leyti kaus Femina
,,sem er leiðandi kvennablað” Angelu
Davis konu ársins 1972, sem er þó máske
ekki svo mjög mikil afturför þvi aðj fyrra
í okkar landhelgisstriði er fyllsta
ástæða til að hugleiða vandlega, hvar eru
okkar bandamenn og hvar eru okkar and-
stæðingar? Hverjir telja að við séum sjó-
ræningjar eins og brezka útgerðarfélagið
heldur fram, og hverjir eru þar á öðru
máli og telja Bretann vera i sjóræningja-
hlutverkinu.
Linurnar eru nokkuð skýrar, meðal
okkar tryggustu bandamanna eru Kina,
rikin i svörtu Afriku og riki Suður-
Ameriku auk fjölmargra annarra, en i
andskotaflokkinum ber hæst auk Breta,
háauðveldið i Efnahagsbandalagi Evrópu.
En við eigum lika viða samúð i Evrópu og
þó að flestar rikisstjórnir i álfunni láti
nægja að virða 50 milna landhelgi okkar i
verki án formlegrar viðurkenningar, þá
eigum við visa samúð alþýðu manna við-
ast hvar.
Skýrasta dæmið er að finna i Noregi,
þar sem hin geysisterka alþýðuhreyfing
var það vist Bernadetta Devlin, sem ætl-
aði hérna á Pressuballið um árið.
Ef til vill finnst ýmsum lesendum
Morgunblaðsins, að vegir samúðarinnar
séu órannsakanlegir, en það eru þeir ekki,
og þess vegna þarf stundum ekki nema fá
orð til að varpa skýru kastljósi á hvort það
er þetta frelsið eða hitt, sem menn elska
og hvort það er þetta ofbeldið eða hitt, sem
menn hata.
gegn inngöngu Noregs i EBE skipar sér
heilshugar okkur við hlið og jafnvel koma
fram hugmyndir um að senda skip og
búnað okkur til styrktar ef i nauðir rekur.
Sem gömul nýlenduþjóð þurfum við
íslendingar ekkert að efast um það, að við
erum hér i góðum félagsskap. Þetta er
reyndar skipting, sem við þekkjum frá
ýmsum öðrum hagsmunaárekstrum þjóða
og stétta, en þar sem islenzk stjórnvöld á
liðnum árum hafa þvi miður ekki alltaf
borið gæfu til að taka sér sæti réttu megin
við borðið.
Ekki er að efa að landhelgisdeilan verð-
ur til þess að létta glýju frá augum ýmsra,
sem á „viðreisnarárunum” tóku trú á ei-
lifa sæluvist þjóðarinnar i klúbbi rikra
þjóða.
Eða kynni ekki mörgum landa að verða
naumt skammtað tevatnið frá Bretum,
þegar þeir hefðu lokið við að matreiða sið-
asta þorskinn okkar?
HVORU MEGIN VIÐ BORÐIÐ?
Morgunblaðið og heiðarleikinn
PENINGASTOFNUN
EÐA EKKI
PENIN G ASTOFNUN
Myndin er frá skipasmiöastööinni Stálvík i Garðalireppi, en greinin
rifjar upp meðferð Morgunblaösins á ummælum framkvæmdastjóra
þess fyrirtækis.
Eitt er þaö dagblaö á is-
landi, sem gerir meira af
þvi en önnur aö skreyta
sjálft sig meö yfirlýsingum
um hlutleysi i fréttaflutn-
ingi, — þar er nú ekki
aldeilis áróörinum fyrir aö
fara, eins og hjá kommún-
istum og handbendum
þeirra, sem stjórna reyndar
leynt eöa Ijóst flestum fjöl-
miölum í landinu, nema
þessum eina — Morgun-
blaðinu.
Er þá nokkur furða, þó að
sannleiksvitnin á þeim bæ
telji sig gefa út Blað allrar
þjóöarinnar og hví ekki að
fela Arvakri h.f. aö létta
byrðar þess opinbera og
taka við sjónvarpi og út-
varpi líka? Þaö eru að
minnsta kosti ekki margir
aðilar, sem kunna þá list að
græöa á rekstri fjölmiðla.
Én það er því miöur
nokkuö oft, sem upp kemst
um strákinn Tuma.
Skemmtilegt dæmi birtist á 4.
siðu Morgunblaðsins 21.9. og ber
þetta sakleysislega heiti: Leiö-
rétting á greininni — „Verkefna-
leysi blasir við i skipasmiðum”.
Morgunblaðið hafði. sem sagt 6
dögum áður haft eitt og annað
eftir Jóni Sveinssyni, fram-
kva'mdarstjóra i Stálvik i Garða-
hreppi um rekstur skipasmiða-
sliiðvarinnar og samskipti hennar
við ráðamenn en svo mjög höfðu
ummæli hans verið lagfærð, að
hann getur ekki orða bundizt og
segir i leiðréttingunni m.a.:
..Fyrsta málsgrein. sem höfð er
eftir mér. skrifuð innan gæsa-
lappa. hefur brenglazt verulega
og túlkar ekki rétt það, sem ég
sagði. Hún er prentuð þannig: —
..Við höfum ekki fengið neina
samninga á þessu ári og þetta er
siðasta skipið á verkefnaskránni
hjá okkur, svo að frekari dráttur
á afgreiðslu þessara tveggja
samninga hjá ráðamönnum getur
reynzt mjög alvarlegur fyrir
okkur" —.
1. Stálvik h.f. hefir gert samn-
inga um smiði tveggja togara á
þessu ári og þvi rangt með farið
að við höfum enga samninga
íengið á þessu ári.
2. Lánveitingum frá Fiskveiða-
sjóði til þessara skipa hefir ekki
verið synjað. en sérstökum lánum
tii smíðinnar á vegum rikis-
stjórnarinnar hefir verið lofað.
3. Nú þegar 6 mánuðir eru liðnir
frá þvi að umræddir samningar
voru gerðir hefir Fiskveiðasjóður
enn ekki samþykkt þá og ekki
fengið svokallað grænt ljós frá
viðskiptabanka kaupenda. Við
þetta er átt i greininm, þar sem
segir — ,,að frekari dráttur a' af-
greiðslu þessara tveggja samn-
inga hjá ráðamönnum peninga-
stofnana lorðið „peningastofn-
ana" hefir fallið niður i máls-
greininni) getur reynzt okkur
mjög alvarlegur.
Þegar orðið „peningastofnana"
fellur niður úr málsgreininni
verður setningin mikiu viðtækari
en ella og til þess fallin að skilja
hana, sem almenna ásökun um
silagang ráðamanna og stjórn-
valda og þá t.d. iðnaðarráðherra,
sem er æðsti yfirmaður iðnaðar-
ins i landinu og framkvæmda-
stjóra Framkvæmdastofnunar
rikisins, sem vinnur ma.a. að
framkvæmdaáætlun um innlenda
skipasmiði...”
Síðar i leiðréttingunni segir:
„Allir þessir aðilar hafa einmitt
verið mjög jákvæðir i garð inn-
lendra skipasmiða og hafa veitt
afgerandi aðstoð við það að koma
skuttogarasmiðinni i gang hér
heima og þvi mjög fjarri huga
undirritaðs að bera þá ósann-
gjörnum ásökunum.”
Og framkvæmdastjórinn i Stál-
vik hefur enn nokkuð að segja um
þróun og stöðu innlendra skipa-
smiða:
Nýlega lagði félagið (Félag
dráttarbrauta og skipasmiðja)
tillögur til úrbóta fyrir sjávarút-
vegsráðherra Lúðvik Jósefsson.
sem er sá ráðherra. sem fer með
nuil Fiskveiðisjóðs. Miklar vonir
eru nú bundnar við að ráðherra
komi þeim breytingum á, sem
leiða munu til úrbóta.
Ég hef deilt hér ákveðið á kerfi,
sem komið var upp i kringum
Fiskveiðasjóð islands fyrir um
það bil 4 árum, en vil um leið sér-
staklega taka fram að afgreiðsla
mála hjá aðalskrifstöfu Fisk-
veiðasjóðs er með ágætum.
Lokaorð Jóns Sveinssonar eru
svo þessi:
„Framkvæmdastofnun rikisins
vinnur fyrir tilstilli iðnaðarráð-
herra Magnúsar Kjartanssonar
að áa'tlun um seriusmiði skipa
innanlands, sem rikisstjórnin
hyggst beita sér fyrir. Vonandi
kemur það starf til með að
tryggja nægileg verkefni fyrir
innlendar skipasmiðar i tæka tið,
svo að verkefnaskortur innlendra
skipasmiðja heyri aðeins sögunni
til. Þetta ætti að vera auðvelt i
landi. sem byggir afkomu sina að
mestu á fiskveiðum.
Þetta ætti að vera metnaður
fyrir islenzku þjóðina. sem eitt
sinn tapaði sjálfstæði sinu fyrir
skort á skipum”.
Framhald á 11. siðu.