Þjóðviljinn - 10.10.1972, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJóÐVILJINNÞriöjudagur 10 „któber 1972.
Óvœntur stórsigur KR
KR-ingar léku sér að ÍR og sigruðu 17:8
óvæntustu úrslitin í
Reykjavikurmótinu í hand-
knattleik til þessa er
eflaust stórsigur KR yfir ÍR
á sunnudagskvöldid. KR-
ingarnir hreinlega rót-
burstuðu IR-ingana og
unnu leikinn 17:8. Þetta var
mjög góður leikur hjá KR-
liðinu/ einkum þó hjá
markverði þess ivari
Gissurarsyni sem sýnt
hefur tvo stórgóða leiki í
röð, og má mikið vera ef
hérerekki á ferðinni lands-
liðskandidat. Það er alveg
Ijóst, að ef KR-liðið leikur
áfram i vetur eins og það
hefur gert i þessum tveim
fyrstu leikjum sínum í
mótinu, þá verður það ekki
í neinni fallhættu í vetur,
hvaö þá ef þvi fer fram frá
þvi sem nú er, eins og gera
má ráð fyrir.
ÍR-ingarnir ætla sér stóran hlut
i handknattleiknum i vetur, en þvi
miður er ég hræddur um að það
fari likt og áður, að litið verði úr
liðinu þrátt fyrir góða viðleitni.
Það vantar festu i IR-liðið nú sem
áður, og meðan hún er ekki fyrir
hendi verður ekki neitt úr neinu
hjá þvi. Um leið og fer að ganga
illa hrynur allt til grunna. Lið
sem ætlar að ná langt má ekki
láta slikt koma fyrir. Það verður
að vera hægt að taka af skarið og
rétta hlutina við þegar illa
gengur, ef lið ætia að ná toppnum.
KR-ingar náðu strax
yfirhendinni i leiknum og komust
i 2:0 og siðan i 7:1. Þar með má
segja að gert hafi veriö út um
leikinn. I leikhléi voru yfir-
burðirnir enn meiri eða 10:3 og
aðeins spurning um hve stóran
sigur KR ynni, en ekki hvort liðið
myndi sigra.
KR-ingarnir komust i 9 marka
forskot i siðari hálfleik 14:5, og
þessu 9 marka forskoti héldu þeir
lengst af út leikinn, og þegar
flautað var til leiksloka var enn 9
marka munur 17:8. Þetta var
fullkomlega sanngjarn sigur og
sizt of stór.
Þeir Haukur Ottesen, Björn
Pétursson og Ivar Gissurarson
markvörður báru af i KR-liðinu,
og þeir Björn og Haukur hrein-
lega léku sér að IR-vörnininni.
Hjá ÍR stóð ekki steinn yfir
steini, og enginn leikmanna á
hrós skilið fyrir leikinn, nema ef
vera skyldi Brynjólfur
Markússon.
Mörk KR: Björn P. 7, Björn Bl.
3, Bogi 2, Haukur 3, Jakob 1,
Bjarni 1.
Mörk tR: Brynjólfur 2, Agúst 2,
Jóhannes 2, Vilhjálmur og Hörður
1 mark hvor. —S. dór
c
..Risiiin" Agúst Svavarsson i uppstökki. Stórhættulegur sóknarleikur
þegar lionuin tckst upp.
■
'P , , |
Valiir átti í erfið-
leikum með Armann
Vafur .....átli- helduí
betur i erfiðleikum með 1.-
dcildarkandiUalana, Arniann. og
svo fóru leikar aö Valur rétt
marði sigur 11:10 og var það
meira fvrir klaufaskap
Armenninga en getu Valsliðsins,
sem varla hefur leikið vcrr um
árabil en i þcssum leik. Greinilegt
var, að Valsmcnnirnir vanmátu
Armenningana og ofan á bættist
að livorki Gisli Blöndal né Jón
Karlsson léku með Val,svo liðið
hafði aöeins tvo menn sem gátu
ógnað fyrir utan vörnina. Þetta
SENDlBÍLASTÖQtNHf
létti Armenningum varnarleikinn
með áður sögðum afleiðingum.
Valur komst i 2:0 til að byrja
með, en Armenningarnir komust
yfir 3:2, en næstu 3 mörk skoraði
Valur, 5:3. Aður en flautað var til
leikhlés hafði Armenningum
tekizt að jafna 5:5, og þannig stóð
i hléinu.
Ármenningar leiddu lengst af i
siðari hálfleik 6:5, 7:6, 8:7, 9:8 en
Val tókst að jafna i öllum þessum
stöðum og þeir jöfnuðu 9:9 og
komust svoyfir 10:9 og 11:9 og þá
voru ekki nema innan við 2
minútur til leiksloka og útséð um,
að sigurinn ienti til þeirra.
Ármenningar áttu þó siðasta
orðtð, svo lokatölurnar urðu 11:10
sigur Vals.
Ungur nýliði i Vals-liðinu, hann
er að visu búinn að leika örfáa
leiki með Val, Þorbjörn
Guðmundsson, bar af i liðinu, og
ég spái þvi, að hann verði næsti
nýliðinn sem tekinn verður inn i
landsliðið okkar. Aðrir leikmenn
voru vart umtalsverðir i Vals-
liðinu að þessu sinni.
Ármanns-liðið er mjög einhæft,
og allt á að ganga upp á Herði
Kristinssyni, enda er hann yfir-
burðamaður i liðinu. Um leið og
hann er hvildur dettur allt niður.
Þetta atriði verður að laga, ef
ekki á illa að fara hjá liðinu i 1.
deild i vetur.
Mörk Vals: Þorbjörn 3, Bergur
3, Ólafur 2, Stefán, Gunnsteinn og
Torfi 1 mark hver.
Mörk Ármanns: Hörður 3, Vil-
bergur4, Björn 2;Jón Astvaldsson
1 mark. —S.dór.
Víkingur náði
aðeins jafn-
tefli gegn Þrótti
Mikiö þarf Vikingsliðið að
batna frá þvi sem nú er, ef það
ætlar ekki að lenda i fallhættu i
vetur, ef dæma má eftir leik
þeirra gegn Þrótti á sunnudaginn,
þar sem þeir máttu þakka fyrir
jafnteflið - 10:10. Þrottarar
leiddu lengst af og voru betri aöil-
inn i þessum leik. Að visu vantaði
Guðjón Magnússon i Vikingsliöið
og það munar um minna, en samt
getur það ekki verið skýringin á
hve slakt liðið var.
Vikingur komst i 2:0 i byrjun,
en siðan skoraði Þróttur 4 mörk i
röð og staðan 4:2, og i leikhléi
hafði Þróttur yfir 5:3.
Bilið breikkaði i siðari hálfleik i
6:3 Þrótti i vil, en þá loks tóku
Vikingar við sér og náðu að jafna
6:6, en Þróttur komst i 9:7. En
aftur jöfnuðu Vikingar 9:9 og enn
10:10, og það urðu lokatölur
leiksins.
Þróttur var eins og áður segir
betri aðilinn i þessum leik, og
ungur linumaður i Þrótti, Trausti
Þorgrimsson, vakti verðskuldaða
athygli fyrir frábæran leik, en
Frh. á bls. 15
Fylkir á varla erindi enn sem
komið er í Reykjavíkurmótið
Hið unga lið Fylkis getur varla
enn scm komið er talizt eiga
erindi i Reykjavikurmótið i hand-
knattleik. Til þess er það of langt
á cftir öðrum liöum hvað getu
snertir. Þaö varð að þola annað
rosatap á sunnudaginn, er það
inætti Fram. 3:17. i fyrsta leikn-
um tapaði það fyrir Val 4:16. Það
er varla forsvaranlegt að láta lið
með svo litla getu taka þátt i jafn
erfiðu móti sem Reykjavikur-
mótið er, jafnvel þótt það sé efni-
legt. Það hlýtur að vera mjög svo
niðurdrepandi fyrir unga og efni-
lega pilta fulla af metnaði að
verða að þola svona stór töp leik
eftir leik.
Yfirburðir Fram voru algerir
eins og markatalan gefur til
kynna. Þeir höfðu i leikhléi 10:3
og unnu svo leikinn 17:3.
Um frammistöðu einstakra
leikmanna er fátt að segja. Þeir
gátu næstum gert það sem þeim
datt i hug, Fram- leikmönnunum,
slikir voru yfirburðir þeirra.
Mörk Fram: Guðjón Marteinssi
5 Axel 5, Pétur 3, Árni, Sigur-
bergur, Guðmundur, Björgvin 1
mark hver.
Mörk Fylkir: Einar E. 1 og
Einar Ág. 2. —S.dór.