Þjóðviljinn - 12.10.1972, Side 5
Fimmtudagur 12. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
% Það má vera til marks um það að
landhelgisdeilan er tekin að harðna, að
andstæðingar okkar, brezkir togara-
eigendur, standa fyrir dreifingu á
ismeygilegum óhróðri um íslendinga.
0 Brezka útgerðarauðvaldið hefur
svissneska sérfræðinga á sviði
almannatengsla, hagfræði og
auglýsingamennsku á launum við að
rakka niður íslendinga.
Meginatriðin i nýjasta áróðursbréfi
hinna keyptu sérfræðinga eru þau, að
íslendingar búi við allt of góð lifskjör og
hafi til umráða of mikið af góðu landi.
fiskinum þar er étinn ferskur upp
úr sjó. Eru Bretar lika svona
miklu afkastaminni i fiskvinnslu-
stöðvunum heldur en við?
Um nýlendugróðann
Það er dálitið gaman að
köflunum, sem koma næst á eftir
i „fræðsluriti” Markpress. Þar er
fjallað um lifskjörin á islandi og
hvað þau séu miklu betri en i
Bretlandi. Manni verður á að
hugsa: Hvert fór gróðinn af ný-
lendunum? Hvar er heimsverzl-
unin með City-of-London sem
miðpunkt? Sér þess nú enga stað-
ina, að iðnbylting hófst i Bret-
landi fyrir 200 árum?
Vesöld í auði
Það undruðust vist ýmsir þegar
Bretar marséruðu á land hér
fyrir meira en 30 árum, hvað
margir þeirra voru vannærðir og
vesældarlegir. En það efaðist
enginn um það þá, að Bretland
ætti nægan auð, spurningin væri
bara, hvernig honum er skipt. Og
það litur út fyrir að óeigingjarnt
starf upplýsingamiðlara af tæi
Markpress hafi ekki megnað að
fá fólk i Bretlandi til að krefjast
meira réttlætis i skiptingu auðs-
ins.
Grömm af gremju
„tslendingar fá meiri eggja-
hvitu i fæði sinu en Bretar.
Meðaltalið hjá þeim 1964-’66 var
99 grömm af hréinni eggjahvitu á
dag, en hjá Bretum 1968—’69 88
grömm”, segja Markpress-menn
og ætla vist að valda gremju i
Bretlandi. En er vist að sú
gremja beinist að Islendingum?
Við vitum af henni
Svo kemur lýriskur milliþáttur
um verðbólgu á Islandi. Og það
verður vist að segjast, að sjaldan
er góð visa of oft kveðin. Tima-
kaup verkamanna var um 100
krónur i árlok 1971, 49 krónur
1966, 8,35 1946 og 1,45 1939. Frá
1963 til 1971 hækkaði smásöluverð
um nærri þvi 350% á Islandi en
tæplega 50% i Bretlandi. Meðal
verðbólga á ári nam 11% frá 1950
til 1971, meira en i nokkru
„þróuðu” landi. Á sama tima var
meðal gengisfelling á ári miðað
við dollara 9,6% met i landi vest-
rænnar efnahagssamvinnu. —
Þetta vitum við allt saman, ís-
lendingar. Og við vitum lika að
verðbólgan er aðgerð borgara-
stéttarinnar — öðru nafni brask-
aranna — til að sölsa til sin gróða
og eignir, sem ella hefðu lent hjá
alþýðu manna.
Langsótt spámennska
En hvaða ályktun draga mark-
pressarar af verðbólgunni á Is-
landi? „Á þessu ástandi verður
aðeins ráðin bót með heilbrigðri
stjórn á efnahagsmálum. Núver-
andi og fyrrverandi óstjórn Is-
lendinga i efnahagsmálum lag-
færist ekki með þvi að veiða meiri
og meiri fisk”. Spámannlega
mælt — en óneitanlega dálitið
langsótt þegar verið er að deila
um yfirráð yfir landgrunninu við
Island!
Meö og móti iðnaöarráö-
herra
Eftir þennan milliþátt út i loftið
koma fulltrúar brezka togaraauð-
valdsins aftur niður á jörðina og
taka að ræða iðnþróunarmál —
ekki alls kostar ólikt þvi sem
góður iðnaðarráðherra gerir.
Sýnter fram á þaðgildum rökum,
að iðnaður sé frumstæður á Is-
landi og mikil þörf sé fyrir frekari
uppbyggingu, en hingað til hafi að
mestu leyti verið látið sitja við
orðin tóm. Minnzt er á orkulindir i
fallvötnum og jarðhita, en einnig
vikið að þvi, að á Islandi ættu að
vera forsendur fyrir vinnuafls-
frekum iðnaði sem notar litið
magn hráefna. En fulltrúar auð-
valdsins gleyma náttúrlega ekki
umbjóðendum sinum og þykirþvi
hlýða að hnýta i það stefnumið
rikisstjórnar Islands að iðnfyrir-
tæki séu i islenzkum höndum.
„tslendingar gætu losnað við að
vera svo háðir fiskútflutningi (pú
er þýðing hans allt i einu viður-
kennd!) með þvi að bjóða erlendu
fjármagni lokkandi kjör". Og
siðar segir: Island býr yfir mikl-
um möguleikum, en tslendingar
kjósa þá auðveldu leið að reyna
að reka alþjóðlega veiðiflota ann-
arra landa burt allt að 50 milna
mörkum".
Auðveld leið?
Hér er svarið vitanlega, að Is-
lendingar gera sér þess glögga
grein að renna þarf mörgum stoð-
um undir efnahagslitiö, enda
stefna áform núverandi rikis-
stjórnar i þá átt, bæði að þvi er
tekur til landhelgismálsins og
iðnvæðingar. Það er ekki að kjósa
neina „auðvelda leið” að færa út
landhelgina, en það var nauðsyn-
legur liður i margþættum áform-
um um að nýta allar auðlindir
landsins svo að þjóðin geti lifað
sjálfstæð i landinu.
Órar viöáttunnar
Allra einkennilegust verður
röksemdarfærslan hjá Markpress
þegar þeir fara að velta þvi fyrir
sér, hvilikum feikna viðáttum
hver tslendingur „ræður yfir”. Á
Islandi búi einn maður á hverjum
50 hekturum, en i Bretlandi komi
ekki nema hálfur hektari á
mannsbarn. Hafsvæðið innan 50
milna markanna sé 145 þúsund
ferkilómetrar, og sé þvi hver is-
lenzkur sjómaður að krefjast 30
ferkilómetra fyrir sig!
Búmerang!
Og þeir eru klárir á þvi hjá
Markpress að tslendingar ætli
sannarlega ekki að hlifa fiskinum
á þessu nýja yfirráðasvæði sinu.
Þar verði sko skarkað, þangað til
ekki fæst lengur branda. Það er
einhver munur eða hinir tillits-
sömu Bretar á hinu „frjálsa” út-
hafi! Þessar „röksemda -
færslur” Breta eru svo kunnar, að
þær verða ekki endurteknar hér.
Aðeins skal bent á ályktunarorð
áróðursbréfsins frá Markpress,
en þau eru þessi: „Eftir að hafa
skoðað málstað Islendinga, er
hæfilegast að kalla framferði
þeirra TAKM ARKALAUSA
GRÆÐGI". En þessi orð verða
bezt heimfærð upp á brezka tog-
araeigendur sjálfa , enda eru það
þeir— veiðiþjófarnir — sem hafa
pantað og greitt fyrir þá sérfræði-
legu þjónustu hins svissneska
fyrirtækis, sem hér hefur verið
gerð tilraun til að kynna — og
svara þótt i litlu sé.
h—
Y *
Við flytjum búðina (nokkur hænufet)
að Nvbvlaiegi 8
Frá gömlu búðinni þarf aðeins að fara undir
fínu umferðabrúna og smáspöl af
Nýbýlaveginum (rennisléttum með nýlagðri
olíumöl) að númer 8.
Þar höfum við opnað svo stóra sölubúð
að við getum sýnt yður allar búðarvörur
okkar við góðar aðstæður — og það er meira
en við gátum stært okkur af í gömlu
búðinni.
BYGGINGAVÖRUVERZLUN /ICV
KÓPAV0GS ^ ^
BYKO
NÝBÝLAVEG 8 SÍMI:41000
W