Þjóðviljinn - 12.10.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 12.10.1972, Page 7
Fimmtudagur 12. október 1972.|l»JfóDVILJINN — SIÐA 7 Leikfélag Reykjavikur: Leikhúsálfamir Höfundur: Tove Jansson Leikstjóri: Kirsten Sörlie Þýðandi: Sveinn Einarsson Leikhúsálfarnir fjalla um kynni þeirra Múminsnáöans og Miu, heföarfrúarinnar Filifjonk og vinnukonu hennar Veslu af leik- húsi. 1 miklum flóðum hafa þau leit- að sér skjóls á sviðinu i auöu leik- húsi, þaðan sem allir eru flúnir nema Emma leikhúsrotta. Emma vill vera húsbóndi á sinu heimili og beitir ýmsum brögðum til að hræða þessa óboðnu gesti á brott. Áðkomufólkið á sviðinu er ugg andi yfir þeim furðulegu hlutum sem fyrir þeim verða á leiksvið- inu: dyr á miðju gólfi, sem eru ekki að neinu, litir breytast á gluggatjöldum, draugalestir þjóta allt i einu hjá, og fleira heyrist ógnvænlegt. En Emmu leikhúsrottu tekst ekki að hræða flóttafólkið á brott, og þegar þau gera sér grein fyrir þvi að þau eru i leikhúsi ákveða þau að setja saman sitt eigið leik rit og leika það, og gengur það sögulega: Griðarleg leikástriða brýzt fram i Veslu vinnukonu, sem þegar i stað verður prima- donna i mikium harmleik, þar sem ljón er mikill örlagavaldur. begar Leikhúsálfarnir voru kynntir i fyrravor var þess getið að hér væri á ferð sýning fyrir alla fjölskylduna, — enda virðist leikritið ekki sérstaklega ætlað börnum. Liklegt er að það verði einkum unglingar sem hafi veru- legt gaman af henni og fullorðnir þó nokkra skemmtun — einkum þeir sem hafa áhuga á leikhúsi og leikstarfsemi. Uppistaðan i leikn- um er nefnilega að afhjúpa ýmis leikhúsbrögð, bæði i sviðsbúnaði og ekki siöur innri brögð og af- stöðu leikara. Leikstjórnin er blátt áfram, þótt stundum sé heldur meira um fyrirgang og læti en leikararnir ná fullum tökum á eða kæra sig um. Það brá fyrir þreytublæ á fyrstu sýningunni i haust. Annars léku þau Borgar Garðarsson, Guðrún Asmundsdóttir, Margrét Olafsdóttir, Pétur Einarsson, Sig- riður Hagalin og Sólveig Hauks- dóttir kunnáttusamlega. Guðrún Ásmundsdóttir neytir þess mæta vel að vera i skemmtilegasta hlutverkinu. Sem sagt, Leikhúsálfarnir eru dágóð skemmtun og töluvert um- hugsunarefni, einkum fyrir skyn- uga unglinga. Það rekur hver annan á dyr í Sveitaflokknum Sveitafólk við uppskerustörf í Austur-Finniandi í Borgþór Kjærnested skrifar frá Helsingfors um sveitarstjórnarkosningarnar I Finnlandi og at- burði sem þeim fylgdu. ) Þaö væri of mikið sagt aö halda þvi fram aö sú stjórnmálakreppa sem ríkir i Finnlandi hafi fengið nokkra viöhlitandi lausn að af- stöðnum sveitarstjórnarkosning- um. Jákvætt við þessar kosningar var, að Sveitaflokkurinn undir forystu Veikkos Vennamos tapaði mjög rækilega fylgi, ef á málin er litið með augum sósialista. Vinstri flokkarnir juku fylgi sitt meir en búizt var við og náðu meirihluta i nokkrum sveitar- félögum. Af yfir 400 sveitarfélög- um i landinu eru nú rúmlega 40 með meirihluta sósialdemókrata og kommúnista. Aðaleinkenni kosningaúrslitanna var aö stóru flokkarnir unnu á eða héldu nokkurn veginn sinum stöð- um, meðalstóru flokkarnir stóðu I stað en litlu flokkarnir töpuðu fylgi. íhaldsflokkurinn vann smá- vegis á og sömuleiðis Miöflokk- urinn, sem siöustu tfu árin hefur veriö á stöðugri niöurleið, en tókst nú að ná einhvers konar jafnvægi, sennilega vegna þess taps sem flokkur Vennamos varð fyrir. fhaldsflokkurinn fékk um 450.000 atkv. og miðflokkurinn lika eða 18 af hundraði. Sósialdemókratar unnu mest á eða rúm 3 af hundraði og fengu 676.000 atkv. en Lýðræðisbanda- lagið (kosningabandalag kommúnista og vinstri sósialista) fékk um 440.000 atkv. eða 17,5 af hundraði. Sænski þjóðflokkurinn fékk 5,5% eða um 130.000 atkv., frjálslyndir 5,2 af hundraði eða nálægt 130.000 atkv. Sveita- flokkurinn fékk 124,000 atkv. og 5,0 af hundraði, en það þýðir 111.000 atkv. tap miðað við þing- kosningarnar i janúar. Kristilegi flokkurinn náði tæpum 50.000 atkv. og 2,5 af hundraði, Sósialiska smábænda- og verka- mannasambandið náði aðeins 0,6% eða um 14.000 atkvæðum og fékk engan mann kjörinn, og al- mennt er búizt við aö sá flokkur sé i andarslitrunum, mun senni- lega ganga upp i annaðhvort Lýð- ræðisbanda1agið eða sósialdemókrata eða báða. Ef þetta hefðu verið þing- kosningar, hefðu borgara- flokkarnir minnkað meirihluta sinn úr 108 i 103 og vinstri- flokkarnir aukið minnihluta sinn úr 92 i 97, en þingmenn eru alls 200. Kosningaþátttakan var frem- ur dræm, eða 75,2 af hundraði, en i sveitarstjórnarkosningunum 1968 var þátttakan 76,8, en i báð- um þingkosningum hefur þátt- takan verið betri eða 82,2 árið 1970 og 81,4 I janúarkosningunum á ár. Strax eftir sveitarstjórnar- kosningarnar kom til opinna átaka innan Sveitaflokksins, þingflokkur hans skipti sér i tvær „sveitir”. Þann 4. október ákvað miðstjórn flokksins aö banna tveimur af þingmönnum flokksins að taka þátt i störfum þingflokksins I tvo mánuði. Astæöan til þessarar ákvöröunar var samkvæmt flokksstjórninni, áframhaldandi sundrungarstarf- semi innan þingflokksins af hálfu þessara tveggja þingmanna og i fyrsta lagi eftir að þessir þing- menn hættu sundrungarstarfsemi sinni mættu þeir aftur taka þátt i störfum þingflokksins. Þing- mennirnir tveir neituðu aö fallast á þennan úrskurð miðstjórnar og kváðu ákvarðanir sem þessar ekki I samræmi við lög og reglur flokksins. Daginn eftir hélt þing- flokkurinn fund sem hinir tveir útilokuðu sóttu, þeir Heikki Kainulainen og Mauno Kurppa. Kröföust þeir þess aö mál þeirra yröi tekið á dagsskrá, en þvi var neitað af formanni þingflokksins Veikko Vennanmo, með þeim af- leiðingum aö Kainulainen og Kurppa gengu af fundi og meö þeim aðrir tíu af átján þingmönn- um flokksins. Þann 6. voru svo tólf af átján þingmönnum flokksins reknir úr flokknum fyrir óþægð. Enn á ný neituðu tólfmenningarnir aö viðurkenna brottreksturinn úr flokknum sem löglegan, sögðu að enn þá væru 18 þingmenn i þing- flokknum, það væri bara for- maður flokksins og þingflokksins sem til janúarloka væri úti- lokaður frá störfum þingflokksins sakir ósæmilegrar hegðunar og einræðisaðferða. Þvi næst hófst stórkostlegur Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.