Þjóðviljinn - 20.10.1972, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.10.1972, Síða 3
Föstudagur 20. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 ÞEIR YERZLA MIKINN WASHINGTON 19/10. — Banda- rikjaforseti og viðskiptamálaráð- herra Sovétrikjanna, Patolitsjev, undirrituðu i gærkvöldi samning um að þrefalda viðskipti þessara stórvelda á næstu þremur árum. Er gert ráð fyrir að verzlunin milli landanna muni nema cinum og hálfum miljarði bandariskra dala á þremur árum (eða um 13 þúsundum miljarða isl. króna). Nixon sagði við þetta tækifæri að þessi viðskiptasamningur væri til marks um sibatnandi sambúð rikjanna. MERKJASALA TIL STYRKTAR TAUGAYEIKL- UÐUM BÖRNUM Á fyrsta vetrardag verða seld merki og ritið Sólhvörf 1972 fyrir Heimilissjóð tauga- veiklaðra barna. Verða merkin afhent sölubörn- um i öllum barnaskólum í Reykjavik og Kópavogi þennan dag. Það er nú liðinn áratugur siöan Barnaverndarfélag Reykjavikur stofnaði þennan sjóð. Var stofn- framlag þá 100 þúsund kr., en nú menur sjóðurinn 4 miljónum kr. Þá barst gjaldkera sjóðsins í gær Kópavogsbúar Mynda- og skemmtikvöld Al- þýðubandalagsins verður haldið i Þinghól við Alfhólsveg, laugar- dagskvöldið 21. okt. 1972. Sýndar verða skuggamyndir og kvik- mynd úr sumarferðum Alþýðu- bandalagsins. Aðgangur ókeypis en veitingar fást á staðnum. 300 þúsund kr. sem framlög frá ýmsum aðilum undanfarna mán- uði. „Ætlunin með stofnun og efl- ingu sjóðsins er sú, að vekja at- hygli á hinni brýnu þörf á að koma upp lækningastöðvum fyrir þau börn, sem þjást af geðrænum truflunum”, sagði Matthias Jónasson, formaður stjórnar heimilissjóðs i gær. „Fyrir ári tók til starfa geð- deild fyrir börn, við Dalbraut hér i borg. Stjórnar henni Páll As- geirsson barnageðlæknir. Sinnir sú stofnun bæði dvalar- og heimangöngus júklingum. Hins vegar er fjöldi taugaveikl- aðra barna miklu meiri en svo, að ein litil stofnun fái annað þörfum þeirra. En þar er unnið ágætt starf”, sagði Matthias. „Stjórn Héimilissjóðs tauga- veiklaðra barna hefur áhuga á þvi að reisa lækningastöð handa börnum með taugaveiklun i væg ara formi, en illa farnir sjúkling- ar þarfnast meðferðar á spitöl- um. Forsenda framkvæmdar af hálfu sjóðsins er sú, að opinber aðili lýsi sig fúsan til að annast rekstur lækningastöðvarinnar, þegar hún er fullbúin”. A myndinni sjást nokkrir samningainanna verkaiýðs- félaganna og verkafólks i Straumsvik. Talið frá hægri: Hermann Guðmundsson formaður Verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfiröi, Þórir Danielsson frainkvæmdastjóri Verka- mannasambands lslands, Ólafur Þorsteinsson trúnaðar- maður rafvirkja i Straumsvik. Magnús Geirsson formaður Félags islenzkra rafvirkja, Guðjón Jónsson formaður Fé- lags járniðnaðarmanna, örn Friðriksson sameiginlegur aðaltrúnaðarmaður verka- lýðsfélaganna i Staumsvlk, Jóhannes Halldórsson trún- aðarmaður á vélaverkstæði I Straumsvik, Hermann Val- steinsson trúnaðarmaður i kersmiðju i Straumsvik, Þór- arinn Sófusson fulltrúi skrif- stofufólks i Straumsvik og Sigurður T. Sigurðsson trún- aðarmaður i kerskála i Straumsvik. Samning- ar við Isal Kjarasamningar standa nú yfir milli Islenzka Alfélagsins h.f. i Straumsvik (isal) og 10 verkalýðsfélaga i Reykjavik og nágrenni. Kröfur voru lagðar fram þann 17. október, og var annar samningafundurinn haldinn i gær. Þarna er samið fyrir um það bil 500 manns, eða álika og verið væri að semja við allt Starfandi fólk i 4000 manna bæjarfélagi. Karfi seldur fyrir 150 milj. króna til Sovétríkjanna í vikunni var undirrit- aður sölusamningur við Prodintorg V/O i Moskvu, um sölu á allt að 2.500 tonnum af fryst- um karfaflökum. Er verðmæti flaka þessara um 150 miljónir króna. Með sölu þessari hefir allur karfi verið seldur, sem borizt hefur á land, það sem af er árinu. Ekki er búizt við frekari sölum til Sovétrikjanna á þessu ári, en alls hafa þau keypt af Islendingum i ár 14 þúsund tonn af ýmis konar flökum, þó aðallega ufsa- og karfaflökum, og 4 þúsund tonn af heilfrystum smáfiski og flatfiski. Aðilar að þessum sölusamning- um eru Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild StS. Frá Alþýðubandalaginu í Reykjavík: F rumkvæði fagnað „Félagsfundur A1 þýðubandalagsins i Reykjavik, haldinn mið- vikudaginn 18. október 1972, fordæmir harðlega itrekaðar ofbeldisað- gerðir brezkra veiði- þjófa i islenzkri land- helgi. Fundurinn fagnar þvi frumkvæði Alþýðu- bandalagsmanna, að opna með myndarlegu framlagi sparisjóðsbók, sem afhent skal land- helgissöfnuninni, þegar fyrsti brezki eða þýzki veiöiþjófurinn hefur verið færður til hafnar og dæmdur, en spari- sjóðsbók þessi er nr. 10372 hjá Sparisjóði Mýrasýslu i Borgarnesi. lagsins i Reykjavik i fyrrakvöld og lét Þór Vigfússon, formaður félagsins.þess getið, að skrifstofa Alþýðubandalagsins i Reykjavik tæki með ánægju við framlögum i söfnun þeirra Vestlendinga. Framsögumenn á fundinum voru þeir Ragnar Arnalds, for- maður Alþýðubandalagsins, sem ræddi um stjórnmálaástandið og greindi nokkuð frá för sinni til Chile, og Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri flokksins, sem ræddi skipulagsmál og flokks- starfið. Meðal þeirra, sem tóku til máls voru Sigurður Magnússon raf- vélavirki, Jónas Arnason al- þingismaður, Gunnar M. Magnúss rithöfundur, Jón Timótheusson sjómaður og Páll Bergþórsson veðurfræðingur. A fundinum voru kjörnir full- trúar félagsins i flokksráð Al- þýðubandalagsins, en þaö kemur saman til fundar i Kópavogi i kvöld. Listi yfir fulltrúa Alþýöubanda- lagsins i Reykjavik i flokksráði Alþýðubandalagsins verður birt- ur næstu daga ásamt nöfnum full- trúa annarra Alþýðubandalagsfé- laga i flokksráði. Með stuðningi við þessa söfnun, sem nú hefur verið hrundið af stað gefst landsmönnum kostur á að sýna hug sinn til brezku og þýzku sjóræningjanna á tslands- miðum. Alþýðuþandalagið i Reykjavik skorar á alla islenzku þjóðina að sýna einhug og festu i landhelgis málinu og hvika hvergi fyrir of- beldi yfirgangsseggja”. Þetta er samþykkt, sem gerð var á félagsfundi Alþýðubanda- r Askorun Að marggefnu tilefni vilja Neytendasamtökin skora á fólk að kaupa einungis fatnað, sem meðhöndlunarmerking fylgir. 20 þúsund vilja helzt til Kanada KAMPALA 19/10. — Yfir 20.000 manns af Asiuuppruna, sem hefur verið visað frá Uganda, hafa sótt um dvalarleyfi I Kanada. Kanadisk yfirvöld hafa þegar samþykkt að veita 3.500 manns dvalarleyfi, en jafnmörg- um mun hafa verið neitað um landvistarleyfi. KVOLD- VAKA Að loknum flokksráðs fundi Alþýðubanda- lagsins næstkomandi sunnudag verður haid- haldin kvöldvaka i Glæsibæ og hefst hún kl. 2. Alþýðubandalagsfólk Reykjavík. Njótið góðrar kvöldstundar með félögum utan af landi, og tryggið ykkur miða á skrifstofunni á Grettisgötu 3. DAGSKRÁ 1. Kastljósi brugðið á minnisstæða daga. Þáttur í samantekt Þorsteins frá Hamri. 2. Karl Guðmundsson skemmtir. 3. Guðrún Á. Símonar syngur. Sameiginleg kaffi- drykkja að dagskrá lokinni. ALÞYÐUBANDALAGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.