Þjóðviljinn - 20.10.1972, Page 16

Þjóðviljinn - 20.10.1972, Page 16
PIÚOVIUINN Föstudagur 20. október 1972. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Ilelgar-, kvöld- og nætur- þjónusta ly f jabúðanna i Reykjavik verður sem hér segir 14.-20. október: Laugavegsapótek, Holtsapó- tek. Laugavegsapótek annast eitt vörzluna á sunnudag. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Yonandi koma verðlaunin að pólitískum notum, segir Böll BO.NN 19/10 — Ég vona að verðlaunin verði unnt aö nota i póiitisku samhengi, sagði Nóbelsverðlaunahafinn Heinrich Böll, er blaðamenn hittu hann að máli i Aþenu i gær. Böll er mjög virkur i vestur-þýzkri pólitik og kom siðast fram opinberlega á flokksþingi sósialdemókrata i Dortmund. Sósialdemókratar i Vestur- Þýzkalandi fagna með Böll i dag. Willy Brant og Gunther Grass sendu verðlaunahafan- um löng heillaóskaskeyti. Böll sagði að hluta nóbels- verðlaunanna mundi hann nota til þess að afhenda sjóði, erhefur það hlutverk að fá rit- höfunda látna lausa úr fang- elsum. Það eru fleiri rithöf- undar fangelsaðir i Tyrklandi, Indónesiu og Brasiliu en i Sovétrikjunum er haft eftir Böll i þessu sambandi. Jörgensen í tröllafans: Það verður líka að taka tillit til minnihlutans Fundur œðstu manna 9 ríkja hófst i París í gœr — ekki á eitt sáttir um tilgang fundarins PARIS 19/10 — Ankar Jörgensen forsætisráöherra Dana hélt ræðu í dag, á fundi æöstu manna EBE- rikjanna sex og þeirra þriggja ríkja sem veröa aðilar um áramótin. Forsætisráöherrann kvað Dani mundu fara varlega V iðræður um kjarnorku- vopn WASHINGTON 19/10 — Sovét- rikin og Bandarikin hafa náð samkomulagi um að hefja á ný viðræður um takmörkun á út- breiðslu kjarnorkuvopna. Við- ræðurnar hefjast i Genf 21. næsta mánaðar. til aö byrja með í EBE og ekki hrópa húrra fyrir hverju sem væri i auknu samstarfi EBE-rikjanna. Tilgangur þessa fundar í Paris er sá einn að taka þrjú ný ríki inn i Efnahags- bandalagiö, en ekki sá að gefa miklar yfirlýsingar, sagöi hann. Jörgensen minnti á að þó að meirihluti Dana hefði sagt já, væri þó þriðjungur Dana and- vigur aðild að EBE. Til þeirra afla yrði ekki siður að taka tillit. Hann kvaðst vilja reyna hvað hann gæti til aðstyrkja aðstöðu Noregs til viðskiptasamninga við EBE. 1 viðtali við fréttamenn sagði Jörgensen, að hann myndi reyna aö tryggja Grænlendingum við- unandi lausn fiskveiðivandamála innan Efnahagsbandalagsins. Æðstu menn rikjanna niu sóttu fundinn sem hófst i Paris i dag. Lukkulega í ekta- standi og beltislaus LONDON 19/10 —örvæntingar- fullur maður sneri sér til lögrcgl- unnar i l.eiccster i fyrradag. Lögrcglan varð að beila hatnri og ineitli til þcss að hjálpa honum úr nauðum. Þegar maðurinn leitaði til lög- reglunnar var hann litillega ölv aður. Hafði hann verið að gera sér glaðan dag með kunningjum sinum, en daginn eftir átti hann að ganga til brúðkaups með konu- efni sinu. Höfðu kunningjarnir fært manninn i skirlifsbelti úr járni. En allt gaman tekur endi, og ekki- reyndist kunningjunum fært að ná manninum úr beltinu — þess vegna sneri hann sér til lögreglunnar sem leysti hann úr nauðum. Nú er maðurinn sagður lukkulega i ektastandi og beltis- laus. Greinilegl er á NTB-fréttum að ekki eru allir sammála um til- gang fundarins. Þó að Jörgensen telji að fundurinn verði einkum velkomandaminni, er annað uppi á teningunum hjá talsmönnum Vestur-Þjóðverja og Frakka. Pompidou segir að nú hafi verið drukkið nóg kampavin i tilefni af aðild Breta. Nú verði að hefjast handa um að marka bandalaginu stefnu i efnahags- og peningamál- um. Talið er að i yfirlýsingu fundarins verði lögð áherzla á Frh. á bls. 15 Manescu lætur af embætti BÚKAREST 19/10 — Corneliu Manescu hefur látið af embætti utanrikisráðherra Rúmeniu. Gcorgiu Macoverscu inun taka við starfi hans. Manescu hefur verið talinn eiga hlut að sjálf stæðari utanrikisstefnu Rúmcna. Tilkynningin um mannaskiptin hefur 'vakið mikla athygli vegna þess að skammt er liðið siðan um- talsverðar breytingar voru gerðar á rikisstjórn Rúmeniu. Ekkert hefur verið sagt af opin- berri hálfu i Rúmeniu til skýringar— en Manescu hefur nú tekið við öðru pólitisku starfi að sagt er. Þessi mynd var tckin á Bessa- stöðum þegar Corneliu Manescu ritaði þar i gestabók, en hann heimsótti forsetasetrið ásamt forseta Rúmeniu og fylgdarliði fyrir tveimur árum. Heinrich Böll hlaut verðlaunin Róttœkur villutrúar- kaþólikki Nóbelsskáld STOKKHÓLMl 19/10. — Sænska akademían til- kynnti i dag aö vestur- þýzki rithöfundurinn Heinrich Böll heföi hlot- ið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Var komizt svo aö oröi i forsendum úrskuröarins, að söguleg viösýni Bölls, tengd við næma persónusköpun heföi haft áhrif i þá veru, aö endurnýja þýzkar bókmenntir. Sér- stakt lof var boriö á síð- ustu bók Bölls, „Hóp- mynd með konu", og segir m.a., aö fáum samtíðarhöfundum hafi tekizt að sýna jafn inn- virðulega umhverfi manneskjunnar frá mörgum sjónarhornum i senn. Böll er mjög róttækur vinstrisinni og kaþólskur að auki, og hefur átt i miklum deilum við ihaldsöfl í landi sinu. Helztu keppinautar hans i ár eru að sögn landi hans Giinter Grass, Frakkinn André Malraux og brezka ljóðskáldið Auden. Ritferill Bölls er mjög mót- aður af reynslu hans frá heimsstyrjöldinni en þá gegndi hann herþjónustu. Hvað eftir annað lýsir hann i verkum sinum óskapnaði striðsins og fáránleika, hvernig það rifur niður mann- legt öryggi og farsæld. Böll er skarpur ádeilumaður: sumir kalla hann hunzkan höfund, en aðrir draga fram djúpa sið- gerðilega undirtóna i verkum hans. Böll er fæddur i Köln árið 1917 og var faðir hans iðnaðar- maður. Köln er einatt lýst sem háborg kaþólskunnar i Þýzka- landi og Böll tók snemma þátt i æskulýðshreyfingu kaþólskra og slapp þar með við að ganga i Hitlersæskuna. Arið 1937 tók hann stúdents- próf. Hann ætlaði i fyrstu að gerast bóksali, en striðið kom i veg fyri þau áform. Var hann tekinn i fótgönguliðið og særð- ist tvisvar. Skömmu eftir strið skrifaði hann margar sögur sem byggja á hermannsreynslu hans ( ..Lestin kom á réttuni tinia”), um fangabúðir ( „llvar varst þú, Adam?”) og um heimkomu hermanna ,,Og liann mælti ekki orð”sem kom út 1953 og tryggði honum mikla frægð og vinsældir. Böll varð einn af helztu áhrifa- mönnum rilhöfundahópsins '47. Á siðari árum hefur Böll skrifað margar ádeilusögur um félagsleg og pólitisk vandamál i landi sinu („Skoð- anir trúðs”). Hver er konan? Skáldsaga Bölls, „Hópmynd með konu”, sem hefur verið efst á metsölulista i Þýzka- landi siðan i fyrra, er talin hans stærsta og metnaðar- mesta verk lil þessa. Þvi er svo lýst, að það sé eins konar summá af fyrri sögum hans, mörg stef þeirra koma þar saman i nýrri mynd og sam- hengi. Nokkrir áratugir þýzkrar sögu birtast þar i samfléttu lifshlaups margra persóna i vestur-þýzkri stór- borg. Þar finna menn mikið persónusafn, þar sem einstaklingseinkenni og teg- undareinkenni eru brædd saman með næmu auga fyrir þvi, sem er sérkennandi og furðulegt: iðjuhöldar, brask- arar, visindamenn, nunnur, þýzkir hermenn, rússneskir striðsfangar, erlendir verka- menn. fórnfúsir menn, henli- stefnumenn, sérvitringar. I þungamiðju þessa per- sónusafns er kona ein, sem dregur hvað eftir annað til sin alla athygli höfundarins. Hún hefur mikiðaðdráttarafl á alla sem hún kemst i kynni við, og hún lifir af örlög sin, sem sýn- ast mjög þungbær séð að utan án þess að sálarstyrkur hennar biði hnekki af. Ávallt veit hún hvað við á fyrir hana og annað fólk með barnslegu öryggi kærleikans. Hver er þessi kona? Um þessa spurn- ingu þróast bókin i fjölbreyti- legum skýrslum og sjálfslýs- ingum allra þeirra sem um- gangast þessa aðalpersónu, sem er þeim i senn veruleiki og mynd. Pólitík Böll hefur ekki gengið i póli- tiskan flokk, en hann hefur jafnan verið langt til vinstri i vestur-þýzkum stjórnmálum. A seinni misserum hefur blaðahringur Springers haldið uppi heiftarlegum árásum á skáldið, vegna þess, að það hefur andmælt móðursýki þeirri sem risið hefur út af máli stjórnleysingjahópsins sem kenndur er við Baader- Meinhof. Hafa ofsóknir þessar gengið svo langt að Böll hefur haft við orð, að sér væri ekki lengur vært i Þýzkalandi. Böll er mjög virkur rithöf- undur. Hann er mikið þýddur erlendis, ekki sizt i Sovétrikj- unum. Böll hefur hlotið tvenn þýzk bókmenntaverðlaun og á sæti i þýzku akademiunni. 1 fyrra var hann kosinn for- maður hins alþjóðlega PEN- klúbbs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.