Þjóðviljinn - 25.10.1972, Page 5

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Page 5
Miðvikudagur 25. október 1972 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Það getur verið að McGovern sé hinn heiðarlegasti nuiður, en það dregur skammt. Kjósendur halda fyrirfram að heiðarleikinn sé ekki annað en auglýsingabrella McGovern: Alnienningur gerir ekki niun á manni og auglýsingu —og vantreystir öllum auglýsingum. Nixon á kosningaflakki i Suðurrikjunum : Knginn kann betur á f jölmiðla en hann Bandarískum kjósendum finnst kosningarnar skipti ekki máli Fjölmargar skoöanakann- anir um viðhorf banda- riskra kjósenda hafa valdið George McGovern, forseta- efni Demókrata, þungum áhyggjum. En samt hefur að tikindum engin komið eins illa við hann og sú sem sýndi, að mikill meirihluti kjósenda telur að Nixon forseti sé hreinskilnari og áreiðanlegri maður en McGovern sjálfur. i fyrsta lagi er forsetaefni Demó- krata sannfærður um að þessu sé alveg þveröfugt farið, og því telur hann niðurstöður þessarar skoð- anakönnunar persónulega móðgun við sig. Og í öðru lagi hafði hann og félagar hans treyst á það, að al- ræmd sviksemi og henti- stefna Nixons yrðu ágætir skotspónar í kosninga - hríðinni. Nú er hins vegar svo komið að persónan McGovern er orðið vandamál út af fyrir sig. Ofan- greind skoðanakönnun sýnir, að 59% kjósenda telja að Nixon sé frambjóðenda hreinskilnari og trúverðugri, en aðeins 20% héldu fram McGovern á þessu sviði — eða sýnu færri en þeir sem ætla i raun og veru að kjósa hann. Þess- ar tölur lýsa þeirri staðreynd að McGovern hefur ekki tekizt að sannfæra kjósendur um að hann persónulega sé fær um að taka að sér forsetaembættið. Hvorugur vinsæll En tölurnar sýna ekki heldur neina sérstaka virðingu fyrir Nixon. Yankelevichstof nunin lagði ofangreinda spurningu ný- lega fyrir kjósendur með nokkuð öðrum hætti. Hún spurði, hvor frambjóðenda kjósendur teldu bezt fullnægja kröfum þeirra. Að- eins 34% bentu á Nixon en 26% á McGovern. Og 32% sögðu að þeir teldu báða frambjóðendur ófull- nægjandi, ekki ná máli.og átta af hundraði vildu ekkert segja. Vikublaðið Time bætti þvi við, að svo virðist sem Nixon væri ,,minnst virtur allra þeirra manna, sem nokkru sinni hafa unnið mikinn sigur”. Það er reyndar svo, að flestir þeir sem sem fylgjast með kosn- ingabaráttunni i Bandarikjunum eru á einu máli um að hún mótist fyrst og fremst af afskiptaleysi og þreytu. Bandarikjamönnum finnst að i kosningunum 7. nóvember hafi þeir milli tveggja kosta að vela, sem báðir séu slæmir. Og um þessar mundir bendir flest til þess, að þeim finn- ist Nixon illskárri. Bófaflokkar Skýrstu dæmin um deyfð kjós- enda má finna i þvi kæruleysi sem almenningur hefur sýnt af- hjúpunum á njósnum og ýmis konar moldvörpustarfsemi sem háttsettir Repúblikanar hafa skipulagt gegn forystuliði Demó- krata. Joseph Kraft skrifar ný- lega um þetta mál i Washington Post. Hann var með McGovern á kosningaferðalagi um Kaliforniu og segir frá þvi, að stuönings- menn McGovern viti vel um þetta njósnahneyksli. En fáir láti i ljós merki um reiði eða þótt ekki væri nema gremju. „Reynsla min segir mér, að fólk sé orðið svo vant óheiðarleika af hálfu æðstu manna i stjórnmál- um, að þvi finnst ekkert merki- legt þótt það fái yfir sig nýja dembu af svikum”. Þannig komst einn af foringjum Demókrata að orði um tilraunirnar til að brjót- ast inn i aðalbækistöðvar Demó- krataflokksins i Watergatebygg- ingunni. ,,Þetta kemur ekki við nokkurn mann hér”, segir áður- nefndur Kraft. „Flestum finnst að þetta sé eins og einn þjófa- flokkur hafi stolið frá öðrum”. Tortryggni i garð pólitiskra valdhafa á sér vafalaust að all- verulegu leyti skýringu i þvi, að bandariska þjóöin er orðin þvi vön, að það sé logið að henni. Anthony Lewis skilgreinir þetta á svofelldan hátt i New York Times: „Um átta ára skeið hafa Bandarikin tekið mjög virkan þátt i styrjöld i Suðaustur-Asiu. Einn forseti kom okkur inn i þetta strið án þess að segja almenningi nokkru sinni hvað var að gerast — hann fullvissaði menn, þvert á móti, hvað eftir annað um það, að hlutverk Bandarikjanna þar eystra væri jafnan hið sama. Annar forseti fullvissaði okkur hvað eftir annað um að hann væri að ljúka þátttöku Bandarikjanna i striðinu, enda þótt hann um leið gengi enn harðar en fyrirrennari hans fram i þvi aö leggja Indó- kina i rúst. Engin þjóö getur búið við slikar falsanir i átta ár án þess aö þær hafi áhrif á vitund hennar. Miljónir Bandarikja- manna hafa einfaldlega glatað voninni um að það sé yfirleitt hægt að breyta stjórnarstefn- unni”. Þeir eru allir eins 1 greinarflokki i The Times hefur Michael Leapman lýst þessu vonleysi, eins og banda- riskir einstaklingar túlka það. Michael Thomas er blökkumaður — það var hægt að nota hann á blóðvelli i Vietnam, en heima i Chicago er hann atvinnulaus. Liklega kýs hann McGovern, en án þess að búast við þvi, að það skipti neinu máli: „Þeir eru allir eins, og þessi McGovern er liklega enn einn úlfur i sauðargæru. Ég trúi þvi ekki, að hann bindi endi á striðið á þrem mánuðum. Johnson gerði það ekki. Nixon ekki heldur. Hvers vegna ætti McGovern að vera öðruvisi?” Jery Bleasing er allvelstæður forstjóri, sem kýs Nixon. En hann trúir heldur ekki á pólitik og heldur að allir pólitikusar séu eins. Hann hefur ekki neina trú á þvi, að úrslit kosningana skipti neinu fyrir hann: „Millistéttin fer alltaf illa út úr sköttunum, hver sem við stjórn er”, segir hann. George Canedy er hippi og starfar sem minnst, algjör and- stæða við Jerry Bleasing i lifsvið- horfum, en þeir segja furðu svip- aða hluti um kosningarnar: „Ég hefi smám saman orðið fyrir von- brigðum með stjórnmálin, þau vanrækja þarfir fólksins. Ef ég nenni að kjósa, þá kýs ég McGovern, en ég er ekkert hrifinn af þvi. Hann er hluti hins pólitiska kerfis, og kerfið dugir ekki”. Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.