Þjóðviljinn - 25.10.1972, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Síða 9
Mifhikudagur 25. október 1972 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 geti áttað sig á valkostum og fundið sér verkefni við hæfi. Efling verkmenntunar AB telur eitt mikilverðasta verkefni i skólamálum þjóðar- innar nú að hefja verkmenntun og tækninám til vegs úr þeirri óhugnanlegu lægð, sem það hefur legið i um áratuga skeið. Sá mikli straumur námsfólks sem nú beinist inn i mennta- skóla og áfram til háskólanáms, virðist i litlu samræmi við þarfir samfélagsins og væntanlega at- vinnuþróun. Breytingu verður að fá fram á þessu með þvi að gera iðnmenntun og tækninám aðgengilegt og aðlaðandi, þannig að æ fleiri leggi inn á slika braut, og jafnframt verður að tryggja tengingu verkmennt- unar við aðrar námsbrautir allt til háskólanáms. AB minnir á álit Verk- og tæknimenntunarnefndar frá 1971, en þar koma fram ábend- ingar um æskilega þróun verk- menntunar, sem AB getur fallizt á i aðalatriðum, og er brýnt að hafizt verði handa nú þegar um framgang þessara til- lagna, en þær gera ráð fyrir allt að áratugs aðlögunartima, unz æskilegri skipan þessara mála verði náð. Varðandi iðnnámið hlýtur meginkrafan að verða sú, að iðnskólarnir verði rikisskólar eins og flestir aðrir framhalds- skólar i landinu og lúti beinni stjórn menntamálaráðuneytis- ins i stað iðnfræðsluráðs, svo sem nú er. Verkmenntunin verði innan skólanna, en meistarakerfið aflagt svo skjótt sem hægt er. Iðnmenntun taki einnig til langtum fleiri sviða en nú er, og falli störf iðnverka- fólks, bæði i verksmiðju- og matvælaiðnaði einnig inn i þann ramma. Þannig telur AB að iðjuþjálfun , sem ábendingar hafa komið fram um, megi ekki enda i blindgötUj heldur verði viðurkennd sem upphafsþáttur i almennu iðnnámi. Blindgötur mega engar vera i verk- menntunarkeríinu. Þar eð iðn- og tæknifræðsla hefur verið vanrækt svo mjög til þessa, er það skoðun AB, að hún verði að hafa vissan forgang um fjámögnun á næstunni, þó þannig að tekið verði mið af fyrirhugaðri uppbyggingu sam- ræmds framhaldsskóla. og æðra tæknináms innan tækniháskóla. 1 þessu sambandi er rétt að minna á þá stórhuga iðn- þróunaráætlun, sem nú er i mót- un hjá iðnaðarráðuneytinu, en hún getur ekki orðið að veru- leika nema gjörbreyting verði á verkmenntun þjóðarinnar á þessum áratug. Við endurskipulagningu verk- menntunar þarf að tryggja að meginstefnan verði sú að byggt sé á breiðu grunnnámi, og forð- azt verði menntabrautir sem leiöi til mikillar sérhæfingar og þeirrar firringar vinnunnar, sem slikum störfum fylgir. Jaínframt myndarlegri upp- byggingu iðnfræðslunnar þarf að efla aðra sérskóla sem mennta fólk til margháttaðra starfa, þar á meðal Vélskólann og Stýrimannaskólann og tengja þá jafnframt hinu opna heildarkerfi. Vegna mikilvægis verk- og tæknimenntunar i náinni fram- tið beinir flokksstjórnarfundur AB þvi til miðstjórnar að stofnað verði til sérstaks um- ræðuhóps, er fjalli um þessi mál og geriýtarlegarlillögur um þau lil miðstjórnar og þingflokks AB. Háskóli Islands Ljóst er að háskólamennt- uðum mönnum er greið leið til forréttinda og valda i krafti pról'a sinna. Til að hamla gégn þvi telur AB nauðsynlegt að rýmka til muna inntökuskilyrði Háskóla tslands og endurskoða verulega námsleiðir að honum. Sem dæmi má nefna, að AB telur að raungreinadeildarpróf frá Tækniskóla tslands skuli metið sem stúdentspróf og 3 sið- uslu námsár við T.t sem háskólanám. Fullordinnafræösla og endurmenntun Jafnhliða uppbyggingu fram- haldsnáms i landinu innan sam- einaðra framhaldsskóla og efl- ingu háskólamenntunar i sam- ræmi við meginþarfir sam- lelagsins fyrir visindamenntun og sérmenntaða starfskrafta, þarf að gefa hinum eldri kost á að afla sér menntunar og við- halda henni, svo sem nauðsyn krefst i sibreytilegu samfélagi. Þyrfti menntamálaráðuneytið að laka þennan þátt til ýtar legrar athugunar. Þýðingarmikið skref i þessu efni er nú verið að stiga með áformum um stofnun félags- málaskóla verkalýðs- hreyfingarinnar, með stuðningi rikisvaldsins. Leggja ber rika áherzlu á að skólinn geti hafið störf af fullum þrótti sem fyrst og að sjálfstæði hans gagnvart rikisvaldinu verði tryggt. 'LOKKSRAÐSFUNDI ALÞYÐUBANDALAGSINS söfn og skjalasöfn. öll hafa þessi söfn afar mikilsverðu hlutverki að gegna, en rækja það þvi aðeins, að þeim sé gert kleift að fylgjast með timanum, hvert á sinu sviði. Rannsóknir Á sviði hugvisinda er okkur nærtækast að leggja mesta rækt við rannsóknir i norrænum fræðum, á tungu okkar, sögu og listum. Hinn forni bókmennta- arfur og endurheimt handrit- anna leggja okk'jr Skýidur á þcFoar og hlýtur að efla með okkur metnað til að hafa forystu um rannsóknir þeirra. Til þess verður að skapa hin beztu skil- yrði i Árnagarði og við Háskóla tslands Sagnfræðilegar og félags- fræðilegar rannsóknir á islenzku samfélagi á breytinga- skeiði þessarar aldar hafa verið vanræktarað mestu, og er mjög æskilegt vegna skoðanamynd- unar og umræðna á liðandi stund, að þar verði breyting á. i raunvisindum er auðsæ þörf stóraukinnar rannsóknarstarf- semi á fjölmörgum sviðum, bæði svonefndum grundvallar- rannsóknum og rannsóknum i þágu atvinnulifs, en hvort tveggja getur verið samofið. Vegna takmarkaðs fjármagns er brýnt, að staðið sé skipulega að þessum málum og kröftum ekki drepið um of á dreif. Sam- starf við erlenda visindamenn og stofnanir er hér sjálfsagt og nauðsynlegt, en forysta og stefnumótun þarf að vera sem mest i okkar höndum. Rannsóknir á náttúru lands- ins og umhverfi þess eru þjóðleg skylda okkar og framtið þjóðar- innar i landinu mjög undir þvi komin, að grundvallar- rannsóknir á þessu sviði séu stundaðar svo sem getan frek- ast leyfir. Aðbúnaður að visindamönnum og stofnunum, er við náttúrufræðirannsóknir fást, verö-j- ýj, gerbreytast til batnaðar frá þvi sem nú er. Á fjölmörgum sviðum er þekking okkar á lifriki lands og sjávar og þeim skilyrðum sem það býr við i lágmarki og afleiðingarnar hafa birzt þjóðinni m.a. i hrörn- un fiskistofna og grasbresti af völdum kalskemmda. AB hvetur eindregið til um- ræðu og aðgerða til samræm- ingar og eflingar á rannsóknar- starfsemi i landinu og mun vinna að þvi að aukið fjármagn fáist til hennar. Við endurskipu- lagningu þessara mála er flokk- urinn þvi fylgjandi, að rannsóknarstofnunum verði dreift um landið á skipulegan hátt, eftir þvi sem aðstæður frekast leyfa. Umhverfisvernd og landnýting AB telur umhverfisvernd eitt þýöingarmesta hagsmunamál þjóðarinnar. Verndun náttúru- auðlinda til lands og sjávar og varðveizlu litt snortinnar náttúru.fegurðarog friðsældar, sem enn er eitt fremsta sér- kenni Islands umfram þéttbýlli lönd, verður að láta sitja fyrir stundarhagsmunum. Alveg sér- staklega ber að forðast um- hverfisröskun og mengun við uppbyggingu iðnaðar og aðrar framkvæmdir i landinu. Nýleg reglugerð um varnir gegn mengun frá verksmiðinm og iðjuvernjpj er þar .spor" i rétta átt. Þá vekur AB athygli á, að umhverfi i þéttbýli þarf engu siður að gefa gaum en strjálbýli og óbyggðum, með það að markmiði að gera það eins mennskt og friðsælt og unnt er. Yfirþyrmandi hávaði og vax- andi forgangur farartækja á landi og i lofti á höfuðborgar- svæðinu og viðar i þéttbýli er heilsuspillandi ómenning, sem draga verður úr með skipu- legum ráðstöfunum. AB bendir einnig á nauðsyn þess, að fullt tillit sé tekið til umhverfis á vinnustöðum, sem nú er viða óviðunandi. AB telur óhjákvæmilegt, að verulega verði auknar fjárveit- ingar til Náttúruverndarráðs og annarra aðila, er að umhverfis- málum vinna. Jafnframt þarf að hefja hið fyrsta endurskoðun allrar löggjafar um umhverfis- mál, m.a. með það i huga að fela einni stofnun eða ráðuneyti heildarstjórn þeirra. AB vekur athygli á starfi stjórnskipaðrar nefndar, sem nú vinnur að áætlun um land- nýtingu og landgræðslu dg hvet- ur alla flokksmenn til að veita nefndinni brautargengi. Frh. á bls. 15 verkaskipting takist með þeim. Gildir þetta i senn um bóka- söfn, listasöfn, þjóðminjasöfn i ýmsum greinum, náttúrugripa-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.