Þjóðviljinn - 25.10.1972, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. október 1972
Vísindamaður
gerir
kröfu
Full ástæöa er aö vekja
athygli á bókinni
GRÓÐURVERND eftir
Ingva Þorsteinsson magist-
er, en hún er nýkomin út á
vegum Landverndar.
i formála ræðir Ingvi að sumir
kynnu að álita að náttúruvernd-
arvandamál væru ekki fyrir
hendi á islundi, en því miður sé
málum ekki þannig varið. Hann
segir:
Gifurleg eyðing
„Frá þvi að land byggðist hafa
landkostir rýrnað stórkostlega af
völdum gróður- og jarðvegseyð-
ingar. Þessi eyöing, sem hefur
verið meiri á íslandi, en i flestum
öðrum löndum Evrópu, og þóti
viðar væri leitað, er enn alvarleg-
asta vandamálið á sviði náttúru-
verndar ásamt eyðingu fiski-
stofnanna umhverfis landið.
Þetta er augljóst, þar sem af-
koma þjóðarinnar byggist fyrst
og fremst á fiskveiðum og land-
búnaði. Það er þess vegna furða,
hve stutí er siöan þessi vandamál
komusl raunverulega á vitorð
þjóðarinnar. Og enn skortir mikið
á, að þeim sé sýndur nægur skiln-
ingur almennings og forystu-
manna þjóðarinnar eins og fjár-
veitingar til landgræðslumála
bera glöggt vitni.”
Á nýlegum blaðamannafundi
hjá Landvernd barst i lal hvort
bændur myndu Ijá máls á þvi að
einhvers konar hömlur yrðu sett-
ar á fjölda fjár, sem fengi að vera
á beitarlandi, ef það yrði grætt
upp.
Viötæk gróðureyðing á sér
staö
1 lok bókar Ingva er einmitt
kafli sem ber yfirskriftina Aætlun
um landnýtingu og landgræðslu.
Hann segir þar:
...Sýni hefur verið fram á, að
núverandi ástand er fjarri þvi aö
vera viðunandi. Þrátt fyrir tækni
og þekkingu nútimans á viðtæk
gróðureyðing sér stað i landinu,
og ógoldin er skuld við landið,
sem nemur 20-30 þúsund ferkiló-
metrum örfoka lands og mikilli
gæðarýrnun hins gróna lands.
Þannig getur ekki lengur gengið,
og augljóst er, að marka þarf
nýja stefnu i þessum málum.”
Siðan rekur Ingvi lið fyrir lið
hvað gera þurfi á sviði rann-
sókna, ræktunar, úttektar á upp-
blæstri og gróðurskemmdum og
siðan kemur hann að nauðsyn
þess að auka samstarf land-
græðslustofnana. Hann segir
m.a.:
Vill fá Landgræðslustofnun
ríkisins
„...Dregiðskal i efa, að rétt eða
skynsamlegt sé að dreifa þeim
Áttavita-
námskeið
Eins og undanfarin ár heldur
Hjálparsveit skáta i Reykjavik
áttavitanámskeið fyrir rjúpna-
skyttur og aðra ferðamenn. Nám-
skeiðið hefst miðvikudagskvöldið
25. október og stendur i tvö kvöld.
Fyrra kvöldið er kennd meðferð
áttavita og landabréfa, en siðara
kvöldið er verkleg æfing, auk þess
sem sýndur verður ýmis ferða-
búnaður.
Innritun á námskeiðið er i
Skátabúðinni, Snorrabraut, og
þar eru veittar allar nánari upp-
lýsingar.
Landgræðslumál verði undir
einni stjórn — nauðsyn á
skipulagningu landbúnaðar
Unnið hefur vcrið að umfangsmiklum rannsóknum á gróðri og beitar- Mcira en helmingur þcss lands, sem áður var gróið, er nú örfoka eyði-
þoli landsins i rúman áratug. (Ljósm. Einar Gíslason) mörk. Og enn er land að eyðast. (Ljósm. Kristinn Helgáson).
verkefnum, sem landgræðslu
varða, á tvær eða jafnvel fleiri
aðskildar stofnanir. öruggasta
leiðin lil að tryggja sem mesta
samhæfingu starfsins, bezta nýt-
ingu fjármagnsins, tækja og
mannafla virðist vera að fela
þessi mál öll einni stofnun,Land-
græðsluslofnun rikisins. Þeirri
stofnun yrði siðan skipt i undir-
deildir eftir eðli verkefna:
gróðurvernd, sandgræðslu
þ.e.a.s. heftingu sandfoks og
ræktun örfoka lands. landnýtingu
og eftirlit með meðferð lands,
skógræktardeild. plöntudeild, til-
rauna- og rannsóknardeild með
gróður og búfé. fræðsludeild
o.s.frv.
Ef til vill er samruni þessara
stofnana þó ekkert meginatriði,
ef unnt er á annan hátt að tryggja
nána samvinnu um skipulagningu
og framkvæmd landgræðslu-
starfsins. En á þessu má ekki
lengur verða bið, því að núver-
andi ástand þessara mála er
ótækt.”
Ingvi rekur siðan tillögur um
framkvæmd itölu og eftirlit með
landnýtingu, og segir að þar sem
rannsóknir leiði i ljós, að ofbeit'
eigi sér stað, verði að sjá um, að
eftir niðurstöðum rannsóknanna
sé farið og fjárfjöldi færður til
samræmis við beitarþol. Af-
réttarmálefni eru i höndum
sveitarstjórna og þar með einnig
framkvæmd itölu, og „þannig
verður að ganga frá málum, að
þessu sé framfylgt. Þá þarf að
ákveða, eftir hvaða reglum sé
farið um fjárfjölda frá hverjum
bæ, þegar telja þarf i afrétt.”
Skipuleggja þarf landbún-
aðarframleiðsluna
Að lokum bendir Ingvi á að
landbúnaðarframleiðsluna verði
I tilefm af frétt i Morgunblaðinu
hinn 21. þ.m. og forystugrein i
sama blaði hinn 22. þ.m. tekur
utanrikisráðuneytið fram eftir-
farandi:
Hinn 5. april 1971 voru staðfest
lög um aðstoð íslands við þró-
unarlöndin. Var með þeim lögum
komið á fót sérstakri stofnun,
sem fjalla skyldi um þessi mál. 1
meðförum Alþingis á fjárlaga-
| frumvarpinu fyrir 1972 var bætt
við nýju viðfangsefni undir flokk-
| inn framlög til alþjóðastofnana:
einnig að skipuleggja i samræmi
við landgæði og landrými.
„Sennilega er slik skipulagning
erfiðasta og flóknasta vandamál-
ið af þeim, sem hér hafa verið tal-
Nr. 35: Aðstoð við þróunarlöndin,
kr. 3.000.000.
Er utanrikisráðuneytið vann að
gerð kostnaðaráætlunar á s.l.
vori, vegna fjárlaga ársins 1973,
taldi það villandi að taka upp i lið-
inn „til alþjóðastofnana” fjár-
veitingu til islenzkrar stofnunar,
sem notar fé sitt að nokkru leyti i
innlendan kostnað bæði skrif-
stofurekstur og kynningarstarf-
semi, en að öðru leyti i ýms verk-
efni, sem stjórn stofnunarinnar
ákveður i samráði við utanrikis-
ráðuneytið.
in upp. En hún er ekki ófram-
kvæmanleg frekar en aðrar að-
gerðir, sem miða að endurheimt
landkosta og aukinni hagsæld i
landinu.” (sj. tók saman)
Af framangreindri ástæðu, svo
og vegna þess að stjórn stofnun-
arinnar hafði sent fjárveitingar-
beiðni sina beint til fjárveitinga-
nefndar Alþingis, óskaði utan-
rikisráðuneytið eftir þvi við fjár-
málaráðuneytið, fjárlaga- og
hagsýslustofnun að sú stofnun eða
fjárveitinganefnd Alþingis tæki
afstöðu til þess, á hvaða stað i
fjárlagafrúmvarpinu stofnuninni
Aðstoð tslands við þróunarlöndin
yrði bezt komið fyrir. Hefir fjár-
laga-og hagsýslustofnun upplýst,
að fjárveitinganefnd Alþingis hafi
mál þetta nú til athugunar og
engin ástæða sé til að ætla annað
en aðstofnunin Aðstoð Islands við
þróunarlöndin muni fá viðunandi
fjárveitingu á árinu 1973.
Villandi
fréttaflutningur
Morgunblaðsins
Aðstoð íslands við þróunarlöndin
mun fá viðunandi f járveitingu