Þjóðviljinn - 25.10.1972, Side 15

Þjóðviljinn - 25.10.1972, Side 15
Miftvikudagur 25. oklóber 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15. McGovem Framhald af bls. 7. McGovern sannfærir ekki The Times skrifaði leiðara um greinar Leapmans. þar sem fjall- að var um óvenju sterka vantrú kjósenda af öllum uppruna. aldri og stéttum i garð stjórnmála- manna. ..Jafnvel hugsjóna- mennirnir sem starfa fyrir McGovern. draga úr stuðningi sinum með kvörtunum um að hann risi ekki undir þeim grund vallarsjónarmiðum, sem hann hefur gert sig að talsmanni fyrir og ihaldsmenn segja eitthvað svipað um Nixon”, skrifar blaðið. McGovern mun að öllum lik- indum biða ósigur eftir tæpar tvær vikur. og forsenda hans er að verulegu leyti fólgin i þvi, að honum hefur ekki tekizt að brjót- ast i gegnum dofann og kæru- leysið. Enda þótt hann hafi byrjað óvenjulega langt til vinstri sem KVENFÉLAGIÐ SELTJÖRN. Árshátið félagsins verður haldin i félagsheimili Seltirninga, laugardaginn 28. okt. 1972 og hefst með söng Kvenfélagskórsins kl. 21.00. Sýndur verður Le Lanciers Náttverður. Dans. Aðgöngumiðasala verður i félagsheimilinu fimmtudag og föstudag kl. 17.00 til 19.00. Skemmtinefndin. Kvenfélag Hreyfils fundur verður 26. okt. kl. 20,30 i Hreyfilshúsinu. Sýndar verða myndir úr sumarferða- laginu o.fl. Mætið stundvis- lega. Stjórnin Kundur verður haldinn i M.K.Í.K. fimmtudaginn 26. okt. 1972 kl. 20,30 i húsi HÍP við Hverfis- götú. Fundarefni: 1. Félagsmál 2. Vetrarstarfið. Rætt verður um skipulag og starfsemi starfshópa. 3. Ási i Bæ: Erindi um Grænland 4. Kaffi. 5. önnur mál. Félagskonur eru eindregið hvattar til að mæta vel og stundvislega. Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar mánudaginn 6. nóv. næstkomandi i Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Þeir sem vildu gefa muni á basarinn vinsamlegast hafi samband við einhverja af eftirtöldum konum: Guðrúnu i sima 15560, Hrefnu i 33808, Pálu i 16952, Sigrúnu i 33083. Einnig er tekið á móti basarmunum sunnud. 5. nóv. kl. 2-5 i Sjómannaskólanum. Skemmtifundur verður svo þann 8. nóv. að Hótel Esju. Spilað verður bingó. Kvenlélag Óháða saínaðarins. Fundur verður i Kirkjubæ fimmtu- daginn 26. okt. Sýnd verður kvikmynd. Fjölmennið. Stjórnin. Kveníelagasamband Kópavogs Erindaflokkurinn um uppeldismál verður kl. 8.30 eins og hér segir: 30. okt.: Gyða Sigvaldadóttir, fóstra: Hversdagslif barnsins. 6. nóv.: Hrefna Tynes, fv. skáta- höfðingi: Kvöldvökur á heimilum. 13. nóv.: Margrét Sæmundsdóttir, fóstra: Barnið i umferðinni. 20. nóv.: sr. Þorbergur Kristjánsson, prestur i Digranesprestakalli: Fermingarundirbúningurinn. forsetaefni. og enda þótt hann hafi orðið forsetaefni flokks sins i trássi við eigin flokksvél. hefur honum ekki tekizt að sannfæra kjósendur um það. að hann sé öðruvisi en stjórnmálamenn ganga og gerast. Eins og Anthony Lewis segir. þá er bandariskur almenningur orðinn þvi alvanur að háttsettustu stjórnmálamenn ljúgi og sviki. Þess vegna geta þeir ekki trúað á það allt i einu að McGovern sé öðru visi. Mynd og veruleiki McGovern hefur gjarna þau bein áhrif á menn. að þeim finnst hann maður heiðarlegur — en þeir afgreiða þann heiðarleika bara sem auglýsingabrellu. Reynsla sú sem fengin er af John- son og Nixon hefur kennt banda- riskum kjósendum að hafa megn- ustu vantrú á hverjum þeim sem biður um atkvæði þeirra. Það er þvi allskiljanlegur hundingja- háttur. þegar þeir afgreiða heiðarleikamyndina af McGovern sem auglýsingaum- búðir utan um enn einn stjórri- málamann af þeirri tegund sem þeir þekkja alltof vel fyrir. Sjón- varpið hefur firnalega þýðingu i þessu sambandi vegna þess að það er i senn auglýsingatæki og fréttatæki — það veldur þvi m.a. að kjósendur upp til hópa eiga erfitt með að skilja á milli til- búinnar myndar af manni og persónuleikans sjálfs. Siðustu fjögur árin hafa þeir einmitt átt sér forseta, sem hefur af meiri lævisi en nokkur annar, getað falið þennan mun. Þegar Nixon nú tekst — þrátt fyrir takmarkaða hrifningu almennings af honum —að sýnast traustverðari en McGovern er þar fyrst og fremst um að ræða sigur, sem byggður er á kunn- áttusamlegri meðferð fjölmiðla. Hin pólitiska hunzka og þau von- brigði, sem veröa McGovern að óyfirstiganlegum múr, eru i sjálfu sér grundvöllur fyrir þvi að Nixon verði endurkosinn. Hann hefur „selt sig” kjósendum á þann hátt, að hann er sá fram- bjóðandi sem þeim finnst eðlileg- ast að greiða atkvæði þegar þeir ganga til kjörstaða þann 7. nóvember — án þess að hafa minnstu trú á þvi, að þeir geti breytt neinu með atkvæði sinu. (Byggt á Information) Leiðrétting Við verðum að birta hér aftur upphaf stjórnmálaályktunar flokksráðsfundar Alþýðubanda- lagsins, þar sem i gær féll niður i prentun ályktunarinnar einn mikilvægur liður i upptalningu á helztu forsendum fyrir þátttöku Alþýðubandalagsins i rikisstjórn. Rétt upphaf ályktunarinnar er svona: Rikisstjórn sú sem mynduð var 14. júlí 1971 er samsteypu- stjórn flokka mcð ólik sjónarmið og stefnuskrá hcnnar ber vott um málamiðlun af hálfu allra stjórn- málaflokkanna. Astæöurnar fyrir þvi að Alþýðubandalagið tók þátt i rikisstjórninni og styður hana af alhug eru þau ákvæði málefna- samningsins, sem tryggja ein- arða sókn að auknu stjórnarfars- legu og efnahagslegu sjálfstæði islendinga og vaxandi jöfnuði á sviði efnahagsmála og félags- legra réttinda. Þar ber þessi mál hæst: 1 fyrsta lagi: Stækkun landhelginnar i 50 mil- ur, en hún er risavaxinn áfangi i baráttu Islendinga fyrir fullum yfirráðum yfir landinu og hafinu umhverfis það og jafnframt mikilvægt framlag til þeirrar umhverfisverndunar, sem nú er brýnasta nauðsyn mannkynsins. t öðru tagi: Akvæöin um brottför banda- riska hernámsliösins-á kjörtima- bilinu, en þvi aöeins ráða tslendingar þjóöfélagi sinu og utanrikisstefnu, að þeir búi einir og frjálsir i landi sinu i þriðja lagi: Efling atvinnuveganna og is- lenzk iðnþróunarstefna. Or iðn- Stjóni Klliheimilisins Grundarer þaimig skipuð: Gfsli Sigurbjörnssoii formaður, Jón Gunnlaugsson fv. stjórnarráðsfulltrúi, ritari, ólafur Jónsson forstjóri, ölafur ólafsson kristniboði, Þórir lialdvinsson arkitekl og dr. óttar l’. llalldórsson, verkfræðingur, varamaður. A myndina vantar ólaf ólaf^son, kristniboða. Elliheimilið Grund 50 ára Á laugardaginn, 29. októ- ber, verður Elliheimilið Grund 50 ára. Vistmenn heimilisins eru nú 524; tveir vistmenn eru komnir yfir 100 ára aldur, þær Guðrún Friðfinnsdóttir 102 ára og Jóhanna Eiriks- dóttir 100 ára. Forstjóri er Gisli Sigur- björnsson. Hús það sem Grund rekur starfsemi sina i hér i Reykjavik var vigt i september 1930. Auk þess húsnæðis hefur Grund heim- ili i Hveragerði, As. A Grund dvelja 373 vistmenn. en i Asi 151 vistmaður. Starfsfólk er um 250 , samtals á báðum stöðum. Á blaðamannafundi með stjórn Grundar kom fram að til rekstr- arins fær stofnunin 2,5 miljónir frá Reykjavikurborg en ekki krónu úr rikissjóði. Þá kom lram, að þrátt lyrir það að 8,9% af landsmönnum séu 65 ára og þaðan af ^eldri, lána lifeyrissjóðir ekki til bygginga elliheimila, og engin starfs- mannafélög eiga að reka elli- heimili. Stjórnarmenn Cirundar telja aö mest sé þörfin á heimilisplássi lyrir aldrað fólk, sem orðíö er veikt og ósjállbjarga. Á laugardag verður afmælishá- tið l'yrir vistfólkið, a' sunnudag verður opið hús lyrir almenning frá klukkan 15-17, en á mánu- dagskvöld verðurhaldin afmælis- hátið fyrir starfsfólkið. —úþ væðing i höndum landsmanna sjálfra er forsenda þess, að lslendingar haldi efnahagslegu fullveldi án ihlulunar og valda er- lendra auðfélaga og fyrirtækja. t fjórða lagi: 't Akvæðin um bætt kjör lág- launafólks, aldraðs fólks og öryrkja, um aukna félagslega! forustu rikisvaldsins og vaxandi 1 jafnrétti þegnanna Leiðrétting Prentvilla komst i texta undir gömlu myndinni af þeim Lúðvik, Bjarna og Jóhannesi i Neskaup- stað, sem Þjóðviljinn birti i gær. Þarna átti að standa, að myndin væri tekin fyrir nær 40 árum, en ekki 50. Eyj abakkaj ökull Framhald af bls. 2. skriður með 26 metra hraða á sólarhring, eða rúmlega meters hraða á klukkustund. Sagði Völundur að þetta kæmi heim og saman við kenningar Fljótsdalsbænda, að jökullinn heföi skriðið um kilómeter siðan skriðið hófst. Þegar Völundur var þar efra fyrir 1/2 mánuði var Jökulsá á Hjótsdal óvæð, en nú er vatnið i henni ekki nema rétt i hné. Ekkert er farið að draga úr skriðhraðanum enn og gerir sennilega ekki næstu 2 mánuði eða svo, þvi jökullinn er farinn að losna mjög mikið ofan til. Litlar eða engar likur eru til, að jökullinn geri usla eða valdi tjóni, þvi hann fer i gamlan farveg, sem hann hefur áður fariö i, og langt er i graslendið á Eyjabökkum. — úþ Menningarmál Framhald af bls. 9. AB vill eindregið vara viö þvi, að unnið verði að skipulagningu ferðamála i landinu án þess að fullt tillit sé tekið til liklegra á hrifa af vaxandi ferðamanna- straumi á félagslegt og náttúru- farslegt umhverfi okkar Mjög þýðingarmikið er að fella fræðslu um umhverfismál á skipulegan hátt inn i kennslu á öllum skólastigum, og beinir AB þvi til Menntamálaráðuneytis- ins og Skólarannsókna, að nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að slikri fræðslu i skólum landsins. Rikisstjórnin Framhald af bls. 1. færu með lögsögu varðandi fram- kvæmd bráðabirgðarsamkomu- lags. Það eina, sem Bretar vildu ra‘ða, var skipting þeirra 6 veiði- svæða, sem lalað hefur verið um, en þar hafa islendingar lagt lil að 4, þ.e. 2/%, va>ru alltaf lokuð i einu lyrir erlendum togurum, en Bretar aðeins viljað lallast á að 1, þ.e. 1/6, væri lokað i einu. Einnig þarna ber þvi mikið á milli. Meðan brezka rikisstjórnin vikur ekki lrá afstöðu sinni er ljóst, að enginn grundvöllur er til írekari samningaviðra-ðna. Þetta hefur rikisstjórn Islands nú tilkynnt þeirri brczku. LAUSAR STÖÐUR 1. Staða fulltrúa i tolladeild. 2. Staða einkaritara. Laun skv. kjarasamningi rikisstarfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rikisendurskoðun fyrir 10. nóvember n.k. Kikisendurskoðun, Laugavegi 105, Iteykjavik. Styrkur til háskólanáms í Hollandi Hollen/.k stjórnvöld hjóða fram styrk handa islendingi til háskólanáms i Hollandi námsárið 1973-74. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent, sem kominn er nokkuð áleiðis i háskólanámi, eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla crstyrkhæft til jafns við almennl háskólanám. Styrkfjárhæðin er 700 flórinur á mánuði i 9 mánuði, og styrkþegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá cru og veittar allt að 250 flórinum til kaupa á bókum eða öðruni námsgögnum og 250 flórinur til greiðslu nauðsynlegra útgjalda i upphafi styrktima- bilsins. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi gott vald á hollenzku, ensku, frönsku eða þýzku. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Rcykjavik, fyrir 1. dcsember n.k., og fylgi staðfest afrit prófskirtcina ásamt ineðmælum og heilbrigðisvottorði. Umsókn um styrk til myndlistarnánis fylgi ljósmyndir af verkum umsækjanda, en scgulbandsupplaka, ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. Sérstök uinsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Mtínntamálaráðuneytið, 22. október 1972.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.