Þjóðviljinn - 29.10.1972, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Síða 1
AUKABLAÐ Sunnudagur 29. október—37. árg.-245. tbl KU5KÍRTEINI ............... 1. fubt Alberr jóuar.r.■ ■ • ■;. 2. .3. 1.6.1895 01 c 4. Hetmíli „Kleppsveg 12, Xy.ik 5. ÚtgótuítoCuf .Eeykjavík 6. Útðó4udaauf Spjallað við Albert Jóhannesson sem á: annað sem þurfti til bifreiðaakst- urs. Menn reyndu að nota stein- oliu i staðinn fyrir benzin og gekk það sæmilega ef benzin var fyrir hendi til að gangsetja bilana, þá mátti aka þeim á steinoliu bland- aðri til helminga við benzin. — Hvenær fórstu svo að aka bil? — Það var ekki fyrr en nokkru seinna. Ég keyrði ósköp litið lengi vel. Svo fór ég á mótornámskeið, og uppúr þvi réðst ég að Vifils- stöðum, það var 1920, til að gæta ljósamótorsins. Þessi ljósamótor var ekki notaður nema i 2 ár eftir þetta, þvi að þá kom rafmagn frá Elliðaárvirkjuninni. Þá fór ég að vinna á bilnum sem Vifilstaða- hælið átti, og ég vann við að aka bii hælisins þar til fyrir 7 árum. Siðan hef ég unnið við snúninga fyrir skrifstofuna. — Áttirðu einhverntima einn af þessum gömlu og rómuðu Fod Ford-bilum, gamla Ford, eins og hann var kallaður? — Já, já, ég átti einn slikan. Ég var búinn að vera nokkur ár á ÖKU SKÍ RTEINI NtMER 26 — Ég tók ökupróf árið 1915 og fékk ökuskirteini númer 26, sagði Albert er við spurðum hann hvað hann væri búinn að aka bil lengi. Ég er nú ekki búinn að aka bil samfleytt siðan. Sjáðu til, ég er orðinn 77 ára og var þvi 20 ára þegar ég tók ökuprófið, það var i febrúar, en ég varð 21 árs i júni sama ár og fyrr fékk ég ekki öku- skirteinið. Siðan liðu nokkur ár sem ég ók ekki neitt. — Var það orðið almennt að ungir menn tækju ökupróf 1915? — O nei. Það var þannig allt til 1914, að menn þurftu ekki að taka nein bilpróf, en 1914 voru sett lög um bila og bifreiðaakstur og þá þurftu menn að fara að læra. Og það liðu mörg ár þar til það varð almennt að menn tækju ökupróf. — En hversvegna datt þér þá i hug að taka ökupróf? — Það var þannig skal ég segja þér, að ég var eitt sinn á leið til Reykjavikur, ég átti heima þá á Eiði i Grimsnesi. Við mættum bil og ég fór að skoða gripinn, og mér fannst einhvernveginn að þarna væri komið framtiðar farartæki og hafði orð á þvi við föður minn, að mig langaði að læra á svona tæki. Svo var það, að um veturinn var auglýst námskeið i öku- kennslu. Það var litið að gera heima þá, svo okkur kom saman um að ég færi suður og lærði á bil. Sá sem auglýst hafði hét Björg- vin Jóhannsson, og hafði hann ek- ið bil um nokkurra ára skeið og þar að auki unnið á mótorverk- stæði i Kaupmannahöfn. Hjá honum lærði ég svo og lauk þvi i febrúar, en fékk svo skirteinið i júni þegar ég var orðinn 21 árs. — Ekki hefurðu nú haft tæki- færi til að aka neitt fyrir austan fjall eftir að þú fékkst skirteinið? — Nei, nei, blessaður vertu. Það var enginn bill til þar. Þar að auki var mjög erfitt fyrir bilaeig- endur að hreyfa bila sina á þess- um árum. Það geisaði strið út i heimi, og erfitt að fá benzin og Vifilsstöðum þegar ég keypti mér bil, og það var einmitt gamli Ford. Hann kostaði 1500 kr. Þetta var blæjubill mjög góður. Stund- um var ég i leigubilaakstri á hon- um, þá var svo litið af bilum. — Hvernig bilar voru nú þessir Fordbilar? — Þetta voru langbeztu bilar á þeim árum sem hægt var að fá. Þeir voru mjög einfaldir, og mað- ur gat gert við þá að mestu leyti sjálfur. Svo voru þeir svo háir að þeir fóru allt. Til að mynda fór ég einu sinni heim i Grimsnes og þá voru þetta bara moldarvegir og flög yfir að fara. Þegar ég lagði af stað heimleiðis daginn eftir, þá var allt á floti, það hafði rignt svo mikið um helgina. Nú, ég var með keðjur með mér, lét þær á, og eft- ir það urðu engin vandræði. Ég er hræddur um aö þýddi ekki að bjóða fólksbilum þetta núna. — Hvað heldurðu nú að sé bezti bill sem þú hefur átt? — Tja, ég veit ekki. Ætli það sé ekki Fólksvagninn sem ég á núna. Sjáðu til, þessir gömlu bilar höfðu ýmsa eiginleika sem bilar i daga hafa ekki. Þeir voru mjög sterkir og það var hátt undir þá, þannig að þeir fóru allt. En þetta eru orðnir svo anzi þægilegir og skemmtilegir bilar i dag. Annars eru þessir nýju bilar komnir með alltof stóra og kraftmikla motora. Hvaöa vit er að vera með 100 hestafla mótora i bilum sem þess- ir unglingar eru með undir hönd- um? Þetta nær engri átt og hefur ekkert uppá sig. — Hefurðu verið heppinn bil- stjóri? — Já, mér er óhætt að segja það. Ég hef aldrei lent i neinu al- varlegu. — Segðu mér, Albert, hver voru viðbrögð almennings við bifreiðunum fyrst þegar þær komu til landsins? — Blessaður vertu, þau voru mjög neikvæð fyrst. Sumir sveitamennirnir vildu láta banna þetta fyrirbæri. Þeir töldu þetta stórhættulegt tæki, sem aðeins væru til tjóns og auk þess stór- hættuleg. En svo kom að þvi að fólk sá gagnsemi bilanna, og þá þögnuðu þessar raddir. Það hefði ekki þótt trúlegt þá, ef menn heföu spáð þvi að hestar yrðu eft- ir nokkur ár fluttir með bilum eins og nú tiðkast. — Manstu eftir fyrsta bilslys- inu? — Ég er ekki viss hvort það var fyrsta slysið, en allavega með þeim fyrstu, sem átti sér stað i Kömbum. Þar valt bill, en fólk slapp ómeitt. — Og svo að lokum Albert, er ekki erfiðara að aka i dag en hér áður? —- Jú, maöur lifandi. Það er ekkert sambærilegt hvað það er miklu erfiðara eftir að þessi óskapar umferð kom nú siðari ár- in. Maður verður að hafa sig allan við, ef maður á að sleppa við ó- höpp. — S.dór. LÆKJARTORG UM ALDAMÓTIN Þessi mynd er frá Lækjartorgi um siöustu aldamót. Hestarnir cru á beit þar sem er sjálft torgið núna. íeltaTiefur sem sagt verið „bflastæöi" sins lima-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.