Þjóðviljinn - 08.12.1972, Síða 9
Þegar strætisvagninn kom i Hafnarstræti blasti þessi sjón viö úr vagninum: Blaöamaöur: Þú kemst
ekki að á þinni eigin stoppistöö? Jón Samúelsson: Þetta er algengt. Sjáöu svo bilinn sem leggur utan á
(nierkt) og bilinn sein leggur þversum (merkt)
úr Aðalstræti, þá var leiðin
greiðfær.
— Hvaða tími er verstur
fyrir ykkur?
— Timinn milli 4 og 6
þegar fólk er að fara úr
vinnu. Um hádegisbilið er
þetta ekki nærri eins slæmt
og áður var, fólk er svo
mikið hætt að fara í mat.
En svo er líka oft erfiður
tími milli hálf tvö og hálf
þrjú, þá er eins og svo
margir séu að koma í bæinn
almennra erinda.
Ég var einmitt á tíman-
um milli hálf þrjú og þrjú j
vagninum hjá Jóni, og það
er bezt að segja það strax,
að þegar hann kom niður á
torg var hann búinn að tapa
6 mínútum á leiðinni frá
Seltjarnarnesi, þar sem
hann var nokkurn veginn á
réttum tíma.
— Þyrfti ekki að tak-
marka umferðina í Austur-
stræti líka?
— Jú, eins og þú sást
áðan í Austurstræti, þá er
algjörlega ófært þegar
menn leggja utan á bíla, en
lögreglan gerir bókstaflega
ekkert í þvi þó að hún sjái
bíla þannig staðsetta. i
allan morgun er bíll búinn
að standa á bilastæði við
Rauðarárstig með aftur-
endann langt út á götu
þannig að hann hindraði
umferð mjög illilega. Það
var talað við lögregluna
um þetta, en hún gat ekkert
gert — fann ekki manninn
og hafði ekki kranabil til að
kippa bilnum burtu. Þetta
er svo algengt með
bílstjóra hér i Reykjavík —
þeir leggja bara eins og
þeim sýnist. Umferðar-
menningin hefur að mínu
viti versnað siðan breytt
var yfir til hægri.
— Lögreglan mætti
semsagt hafa betra auga
með þessu og taka kannski
harðar á þessum brotum?
— Já , mér finnst nauð-
synlegt að þeir taki þetta
alvarlegar en þeir gera.
Þeir eru að minnsta kosti
nógu harðir við okkur
strætisvagnabílstjórana.
Nýlega misstu þrír strætis
vagnabílstjórar réttindin
vegna þess að þeir höfðu
verið aðilar að þremur
árekstrum eða meir síðan í
september í fyrra. Þetta
þýðir ekki að þeir hafi
keyrt á, það nægði i þessu
sambandi að hafa verið
aðili.
— Hvað átt þú að hafa
mikinn tíma til að aka
Laugaveginn?
— 6 minútur, en það
hefur komið fyrir að ég hef
verið 20 mínútur að komast
eftirhonum. Eg á einnig að
hafa þrjár minútur til að
komast inn Hverfisgötu, en
það er ekki hægt nema
engin umferð sé.
— Eru fleiri götur eins
erfiðar og Laugavegur og
Austurstræti?
— Nei, en það eru hnútar
á flestum leiðum, eins og
Krh. á hls. 15
Raddir tveggja
verzlunarmanna i
við
Laugaveginn
Ingólfur Hafberg kaupmað-
ur við Laugaveginn, sem bú-
inn er aö verzla á sama slað i
24 ár. sagðist fylgjandi þvi að
loka öllum miðbænum fyrir
almennri umferð. ,,Það er
misskilningur hjá fólki, að
þetta hafi einhver áhrif á
verzlunina. Þetta er svona er-
lendis. Og svo minnkar meng-
unin. En það þarf að auka
bilastæðin hérna i kring, og ef
það er gert. þá eiga bilar ekki
heima hér á Laugaveginum”.
Ingólfur Ilafberg.
Misskilningur aö þaö hafi eii
hver áhrif á verzlunina i
l.augaveginum veröur lokaö.
t verzluninni Liverpool við
Laugaveginn hittum við Stein-
grim Ingólfsson og spuröum
hvort hann væri samþykkur
þvi að loka Laugaveginum
fyrir almennri umferð að
hlutá til eða alveg.
— Nei, ég er ekki sam-
þykkur þvi. Hér er ákaflega
erfitt með bilastæði i kring
vegna þess að fólk sem vinnur
á svæðinu tekur upp öll bila-
stæðin. Stóra bilastæðið fyrir
framan leikhúsið fyllist strax
af bilum vinnandi fólks hér i
kring. Þegar þú ætlar svo að
fara að verzla færðu hvergi
nokkurs staðar pláss fyrir bil-
inn.
— En er þá ástandið ekki al-
mennt orðið svo slæmt að það
réttlæti lokun Laugavegarins
einhvern tima dagsins. Þann-
ig að strætisvagnarnir geti
haldið áætlun?
— Það er mál þeirra sem
stjórna strætisvörnunum. Það
Steingrimur Ingólfsson.
Bilastæöin hér i kring fyllast
strax á morgnana...
er min skoðun að það mundi
hafa áhirf á verzlunina hér við
Laugaveginn ef umferð við
hann yrði takmörkuð, á með-
an svo erfitt er um bilastæði
hér i kring. Það er ekkert
smáræði sem skilið er eftir af
bilum hér við Laugaveginn i
lengri eða skemmri tima. Svo
má snúa spurningunni við og
spyrja hvort strætisvagnarnir
ættu ekki að fara aðra leið,
eins og Skúlagötuna.
Kostuclagur S. dcscmber 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
„Dagur
Sjakalans" ný
bók frá Isafold
Áriö 1970 kom út hjá Hutchin-
son-forlaginu bók sem skapaöi
höl'undi sinuin hcimsfrægð á ör-
sköminum tima, bók scm þcgar
hefur komiö út á flcstum heims-
tiingiimálunum i hundruöum þús-
unda cintaka og færl höfundi
sinum gcypifúlgur auk frægöar-
inuar. Þetla cr bókin Thc day of
thc Jackal, scm kcmur nú út hjá
isal'old undir nafninu l)agur
Sjakalans.
Höfundur bókarinnar,
Frederick Forsyth, er Englend-
ingur og var um langt skeið
blaðamaður og fréttaritari hjá
BBC og enska sjónvarpinu en
hefur þess utan starfað sem
striðsfréttaritari i Nigeriu og
viðar.
liagur Sjakalans segir frá þvi
með stakri nákvæmni þegar átti
að myrða de Gaulle 1963, frá
starfsemi OAS sem keypti til þess
leigumorðingja, Sjakalann, frá
hinu ævintrýralega leynibruggi
sem margir æðstu menn Frakk-
lands voru flæktir i. Bókin greinir
nákvæmlega frá uppbyggingu
leyniþjónustunnar frönsku og
allri hinni yfirgripsmiklu neðan-
jarðarstarfsemi sem átti sér stað
á vegum frönsku lögreglunnar,
OAS og samsærismannanna.
Enda þótt bókin sé i skáldsögu-
formi og ílestar persónur hennar
að höfuðpersónunum undanskild-
um séu dulnelndar, byggir höf-
undurá traustum heimildum sem
hann aflaði sér meðan hann
dvaldi sem fréttaritari i Paris
fyrir Heuter 1963—’65.
Höfundur hafði persónuleg
kynni af flestum þeim persónum
sem koma fyrir i þessari bók, og
kynntist leigumorðingjanum sem
fékk naínið Sjakalinn i bókinni.
Þessi einstaka frásögn er jafn
ótrúlega spennandi sem hún er
raunsönn. Höfundur hefur ekki
fengizt til þess að skýra frá heim-
ildarmönnum sinum, aðeins gefið
i skyn að „sambönd hans séu
mjög góð” og það hafa forráða-
menn franskra öryggismála ekki
treyst sér til að rengja.
Saga Sjakalans hefur verið
kvikmynduð undir leikstjórn
Fred Zinnemann, og stendur til
að hún komi út i vasaútgáfum i 5
miljóna eintakaf jölda. Þýðandi er
Hersteinn Pálsson. Bókin er 282
bls. að stærð.
Bók um dul-
ræna reynslu
Nýkomin er á markaðinn
frásagnabók af dulrænni reynslu,
er ber heitið Valdið dulda, eftir
Þórarin Jónsson frá Kjarans-
stöðum. Er útgefandi Vikur-
útgáfan, Guðjón Eliasson.
Þórarinn er bróðir Ilikharðs
Jónssonar myndhöggvara, en
endurminningar hans koma lika
út núna fyrir jólin.
Hættulegasta
bráðin, eftir
Gavin Lay Lyall
Hættulegasta bráöin er spenn
andi skáldsaga eftir Gavin Lyall.
Er hún aö koma á markaðinn
núna fyrir jólin á vegum Vikurút-
gáfunnar.
Höfundur var um tveggja ára
bil flugstjóri i brezka flughern-
um. Lætur honum vel aö lýsa
flugferðum og gerist þessi saga
að sumu leyti I óbyggðum Noröur-
Finnlands. Virðist höfundur
þekkja þar vel til.
Bók eftir
Hitchcoc
Það er ástæðulaust að kynna
Alfred Hitchcock fyrir Islending-
um, en hins vegar er rétt að gera
örlitla grein fyrir þessum nýja
bókaflokki.
Þrir tápmiklir og ævintýra-
gjarnir strákar hafa stofnað með
sér félagsskap og kalla sig
Njósnaþrenninguna. Þeir aka um
i stórum Rolls-Roycebil og leysa
gátur og leyndardóma af ólikustu
gerðum. Strákarnir eru Bob
Andrews, Pete Crenshaw og
Júpiter Jónes. Þeir búa á Hellu,
sem er litill bær við Kyrrahafs-
strönd Bandarikjanna, ekki langt
l'rá Hollywood. Ævintýralöngunin
rekur þá félaga út i margs konar
ævintýri, sem eiga eftir að koma
út á islenzku á næstu árum, en hið
lyrsta er sem sagt komið út og
heitir LEYNDARD ÓM U Ii
DRAUGAHALLARINNAR.
Njósnabók sem
látin er
gerast á Islandi
Hinn kunni brezki sakamála-
höíundur, Richard Falkirk,
dvaldist hér á landi um nokkurt
skeið og kynnti sér land og þjóð til
þess að ná betri tökum á við-
langsefni sem hann hafði valið
sér, en það var að skrifa sögu um
grimmileg átök erlendra njósn-
ara á Islandi.
Bókin er 180 blaðsiður. Hún er
sett i Prentstofu G. Benediktsson-
ar, prentuð i Viðey h/f og bundin i
Bókbindaranum h/f. Hilmar
Helgason gerði káputeikningu, og
Litróf sá um myndamót.
Barnabók
rithöfundar og
listamanns
i tengslum við og i tilel'ni af 100
ára afrnæli Bókaverzlunar Sig-
l'úsar Eymundssonar byrjar sam-
nelnt forlag verzluanrinnar
barnabókaútgáfu að nýju.
Úlgáfa bókarinnar um folaldið
Sóllaxaer á ýmsan hátt nýjung i
islenzkri barnabókaútgáfu. llöl'-
undur bókarinnar eru tveeé: Ár-
mann Kr. Einarsson rithölundur.
og Einar Hákonarson lislmálari.
llafa þcir unnið bókina sameigin-
lega irá upphafi og lagt á það
áherzlu, að listgrein hvors um sig
lai ap njóta sin sem bezt.
Með SÓLFAXA er full-
unnin á tslandi af islenzkum
listamönnum og bókagerðar-
mönnum bók i þeim llokki, sem
einungis hefur komið út i sam-
vinnu við erlenda útgefendur.
Ilyggjast útgefendur SÓLFAXA
reyna að snú dæminu við og selja
islenzka barnabók til útgáiu
erlendis.
Saga Ármanns af SÓLFAXA
greinir frá samskiptum tveggja
barna við folaldið og raunum
þess, þegar það villist frá manna-
byggðum inn i óbyggðir tslands.
Einar málaði myndirnar i vatns-
litum auk kápu og titilsiðu. Eru
myndirnar prentaðar i fjórum
litum og textinn siðan sérstaklega
inn á þær en hver mynd spannar
opnu i bókinni.
Bókin SÓLFAXI er i stóru broti,
32 cm á hæð og 24 cm á breidd.
Litbrá litgreindi myndirnar og
offsetprentaði bókina, prent-
smiðjan Oddi setti textann og
Félagsbókbandið batt bókina inn.