Þjóðviljinn - 08.12.1972, Síða 13
Föstudagur X. dcsember 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13.
50
Alistair Mair:
Það
var sumar í
gær
— F’innst þér það?
- Ég ætti að vita það, eða hvað
finnst þér? Við erum búin að vera
saman i mánuð.
Hún horfði ihugandi á hann.
— Þú veizt ekki mikið um mig,
sagði hún. — Ekki ennþá.
— Eitt veit ég, sagði Simon
hrjúfri röddu. — Ef ég rekst á
Phil Carr, þá skal ég láta hann
finna fyrir þvi.
Hún hallaði höfðinu aftur á bak
og hló.
— Ó, Simon!
— Hvað er svona fyndið?
— Þú ert fyndinn, að verða
svona bálreiður út i Phil. Ég á við
að hann hefur ekki reynt annað en
það sem þú hefur verið að reyna i
hvert einasta skipti sem við höf-
um farið út saman. Og ég man
ekki til þess að ég hafi kvartað.
— En þú ert ekki Susan.
— Guði sé lof fyrir það, sagði
stúlkan. — Þegar ég þarf að fara
að beita ofbelti, þá er mér illa
brugðið.
— Allt i lagi, sagði Simon. — Þú
ert snjöll. Þú ert eldri. Þú hefur
komið viðar við. Eða svo læturðu i
veðri vaka. En Susan er ekki ann-
að en krakki. Það er mergurinn
málsins. Hún er ekki nema átján
ára —
— Ekki nema!
— Já, hún er ung eftir aldri —
— Ung er hún. Og það er helzt á
þér að heyra að þú viljir að hún
verði það áfram. Þú ættir að út-
vega henni skirlifsbelti og geyma
lykilinn i þinum eigin vasa. Þá
vissirðu að henni væri óhætt.
- Láttu ekki eins og kjáni!
— Það ert þú sem lætur einsog
kjáni. Sjáðu nú til, Simon. Hún
hallaði sér áfram, svo að brjóstin
•hvildu á borðinu. — Ég var
fimmtán ára þegar strákur leit-
aði fyrst á mig. Og þó var það
enginn strákur. Það var einn af
kennurunum.
— Hver þeirra?
— Hugsaðu ekki um það. En
jafnvel þá þurfti ég ekki að gripa
til ofbeldis.
Forvitni Simonar vaknaði.
- Hvað gerðirðu?
Hún lyfti brúnum dálitið undr-
andi og brosti.
— Notaðu imyndunaraflið,
sagði hún. — En ég fór heim til
mömmu i einu lagi, með mey-
dóminn óskertan og allt það. Og
þannig byrjaði ég að læra. Og þú
getur sagt það sem þér sýnist um
Susan og að hún sé yngri en hún
virðist og allt það. Hún verður að
læra að kunna fótum sinum for-
ráð eins og allar aðrar stúlkur. Og
þú getur ekki gert neitt til að
hjálpa henni.
— Nei, sagði Simon með
semingi. — Ég býst ekki við þvi.
— Og svo situr sizt á þér að
ásaka Phil. Ég hef ekki orðið þess
vör að þú stæðir með hendur i
vösum.
Simon brosti aulalega.
- Ég helði svo sem eins getað
gert það, sagði hann. — Ég hafði
litið upp úr krafsinu.
Hún brosti striðnislega. Hann
fann að hún lagði höndina á hné
hans undir borðinu.
— Aumingja Simon, hvislaði
hún striðnislega. — Það er illa
larið með þig, eða hvað?
Hann ræskti sig vandlega. Um-
hverfið var ekki eins og bezt varð
á kosið. Loftljósið var of skært.
Kldhúsið var of heimilislegt. Og
stúlkan var næstum of hrein og
bein. Hann leit á úrið sitt.
Iiver skollinn, sagði hann. —
Hún er næstum eitt.
— Er þá ekki rétt að þú farir?
— Jú ég býst við þvi.
Hann stóð upp, hrasaði um stól-
l'ótinn og féll næstum i fangið á
henni. Hún greip utanum hann.
— Nema þú ferð ekki neitt,
sagði hún lágri röddu.
Hann leit á hana skilningssljór.
— En ég má til.
Hún strauk vörunum um vanga
hans. striddi honum.
- Af hverju, elskan? Vakir
mútter eftir stráknum sinum?
— Nei, það er ekki það —
— Heldur hvað?
Jú, hvað um foreldra þina?
Ég á við að þau eru hérna rétt
handan við ganginn.
Hún kinkaði kolli.
- Satt segirðu, sagði hún. —
Og þess vegna förum viö saman
út að útidyrunum og bjóðum
hvort öðru góða nótt. En þegar ég
kem aftur inn, þá kemurðu lika.
- Svei mér þá!
- Þú læðist inn i stofuna og
biöur. Ég hreyfi mig til, læt sem
ég sé að hátta og þegar þau halda
að ég sé komin upp i, þá fara þau
að sofa. Og þá þurfum við engar
áhyggjur að hafa, elskan.
Sem ég er lifandi!
Hún strauk hendinni eftir bak-
inu á honum.
- Er það i lagi?
Tja, er það ekki töluverð á-
hætta?
— Eiginlega ekki.
— En ef annaðhvort þeirra
kemur fram?
— Það gera þau ekki.
— En hvernig geturðu verið
viss. Ég á við, þau gætu —
Hún hló lágt.
— Ertu hræddur, elskan?
— Nei, ég er ekki hræddur.
— Allt i lagi. Hún kyssti hann
Sendisveinn óskast
hálfan daginn.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844
og sleppti honum. — Komdu þá.
Ifann horfði á hana setja leir-
tauið i vaskinn. taka burtu kexið
og hreinsa borðið og reyndi að
láta sem hann vissi ekki af sinum
eigin hjartslætti.
Hér er frakkinn þinn, sagði
hún. — Hann er vist dálitið blaut-
ur ennþá
Hann tók frakkann. vissi ekki
vel hvað gera skyldi. Loks braut
hann hann saman og lagði hann á
handlegginn. Hún opnaði eldhús-
dyrnar.
Þakka þér fyrir indælt
kvöld. sagði hún hárri röddu. —
Ég vona að þú blotnir ekki mikið
á heimleiðinni.
— Hann elti hana fram ganginn
að útidyrunum og hún togaði
hann fram á dyrapallinn.
— Jæja, sagði hún. — Góða
nótt, Simon. t þögninni sem á eftir
fylgdi fannst honum hann vera al-
vcg eins og kvikindi. En svo
hvæsti hún að honum: — Segðu
eitthvað i hamingju bænum!
- Góða nótt. Jean, sagði hann
vandræðalega. — Þakk fyrir kaff-
ið.
Hún opnaði hlffðardyrnar, hélt
hurðinni uppi stundarkorn, lokaði
siðanaftur. Einbeitt hönd hennar
togaði hann aftur inn i birtuna og
glerið i innri hurðinni glamraði
ögn i rammanum. Siðan ýtti hún
honum inn i rökkvaða stofu þar
sem pipureykur húsbóndans lá
enn i loftinu.
- Biddu, andaði hún og hvarl'
um leið.
Hann stóð hreylingarlaus i
sömu sporum. Hann heyrði rösk-
legt fótatak hennar, siðan óminn
af rödd móðurinnar.
Er Simon l'arinn, góða min?
— Já mamma.
Jæja, llýttu þér þá i rúmið.
- Já, ér er að þvi.
- Góða nótt. vina min.
- Góða nótt, mamma.
Það heyrðist smellur i rofa og
ljósið i ganginum slokknaði,
rökkrið i stolunni varð að myrkri
og engin týra sást nema deyjandi
glóðin i arninum. Hann lagði
frakkann á stól við dyrnar og
læddist að sætinu. Smám saman
vöndust augu hans myrkrinu.
Hann sá móta fyrir armstólum og
sóla. Honum datt i hug að setjast.
En þá mundi hann eftir hugsan-
legu marri i gormum, þvi að
dauðahljóð var i húsinu, þar til
vatnshljóðin komu. Skolað var
niður úr salerni. Vatn rann i
vatnskassann. Skrúfað var frá
krana. Það hvein i aðallögninni á
loftinu fyrir oían. Og þegar aftur
varð þögn, var hún alger. Hann
stóð hreyfingarlaus, fann enn fyr-
ir hjartsla'tti sjálls sin, heyrði
sinn eigin andardrátt.
()g hann var hræddur. Hann var
hra'ddur við foreldra hennar sem
lágu i nokkra metra ljarlægð og
biðu eftir svel'ninum. Hann var
hræddur við uppljóstrun og við
hið skelfilega uppistand sem yrði
er l'aðir hans kæmist að öllu sam-
an. En hræddastur var hann við
stúlkuna sem hafði horl'ið inn i
dimma kyrrð hússins. Hún var
framandi freistari sem hann
hafði aðeins kynnzt i ástardraum-
um unglingsins.Hvorki ást móður
né lelagsskapur systur var undir-
búningur undir armlög hennar.
Hvorki skólalræðsla né tviræðir
brandarar gerðu leyndardóminn
minni. Og meðan hann beið fór
kjarkur hans dvinandi
Þetta dimma herbergi um há
nótt gaf fyrirheit um meira en
hann hafði nokkurn tima komizt i
kynni við. Þetta var annað og
meira en kossar i garðinum að
balli loknu, meira en lalm og káf i
baksætinu á lánuðum bil sem var
hámark reynslu hans. Hann hafði
að visu gert sér vonir um eitthvað
þvilikt i leyndum draumum, jafn-
vel gert klaufalegar tilraunir til
að skipuleggja eitthvað i áttina,
en þegar stundin var runnin upp
og hann horföist i augu við sitt
eigið sakleysi, var reynsluleysið
eins og varnarveggur og vanget-
an kviðvænleg.
Ilann var næstum búinn að
ákveða að þrifa frakkann sinn og
stinga af, þegar hurðin þokaðist
hvislandi yfir^gólfteppið. Hann
tók viðbragð. Hún var þarna
komin eins og skuggavera i
myrkrinu, hallaði sér að hurðinni
til að loka henni hljóðlaust. Þá
kom hún til hans á berum, hljóð-
lausum fótum. Hún sagði ekkert.
Hún kom beint i fangið á honum,
hlý og mjúk og ilmandi, og hik-
andi hendur hans fundu að hún
var nakin undir þunnum nátt-
kjólnum.
Föstudagur
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Einar Logi Einarsson
endar lestur sögu sinnar
..Ævintýri á hafsbotni” (3).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli liða. Spjallað við
bændur kl. 10.05.
Tilunihugsunar kl. 10.25:
Þáttur um áfengismál.
Morgunpopp kl. 10.40:
Faces leika og syngja
Fréttir kl. 11.00 Tónlistar-
sagan: Endurtekinn þáttur
Atla Heimis Sveinssonar.
Kornel Zempleny og
Ungverska rikishljóm-
sveitin leika Tilbrigði um
barnalag op. 25 eftir
Dohnány; Cyörgy Zehel stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurlregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Við sjóinullalldór Gisla-
son elnaverkl'ræðingur
stjórnar umræðúm um
íramtiðarhorfur i liskiðnaði
(endurt.)
14.30 Siðdegissagan: ..Göiiiul
kynni” eftir Ingunni Jóns-
dóttur, Jónas R. Jónsson á
Mclum les (12).
15.00 Miðdegistónleikar.Liane
Jespers syngur lög eftir
Debussy. Nicolai Gedda
Respighi, Pratella, Casella
og Carnevali.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið. Örn
Petersen kynnir.
17.10 Lestur úr nýjum barna-
bókum.
17.40 Tónlistartimi barnanna.
Þuriður Pálsdóttir ser um
timann
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöidsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
19.35 Þingsjá. Ingólfur
Kristjánsson sér um þáttinn
20.00 Sinfóniskir tónleikar.
Frá tónlistarhátið i Helsinki
i september s.l. Flytjendur:
Claudio Arrau pianóleikari
og Sinfóniuhljómsveit
finnska útvarspsins; Okko
Kamu stj. a. Sinfónia 'eftir
Aulis Sallinen. b. Pianó-
konsert nr. 5 i Es-dúr op. 73
cftir Beethoven. c. Sinfónia
nr. 5 i Es-dúr op. 82 el'tir
Sibelius.
21.30 Launsagnir miðalda.
Einar Pálsson flytur annað
erindi sitt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurlregnir. útvarps-
sagan: „Strandið" eftir
llannes Sigfússon. Erlingur
E. Halldórsson les (4)
22.45 l.étt tónlist frá norska
útvarpinu,
23.40 Fréttir i stuttu máli.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar,
20.30 Langreyður.Nórsk kvik-
mynd, gerð al' Thor Heyer-
dal yngri, um hvalveiðar við
Grænland, ofveiði á hvala-
stolninum. hvalarannsóknir
og mengun i úthöfnum. Þýð-
andi Jóhanna Jóhanns-
dóltir. (Nordvision —
Norska sjónvarpið)
21.00 Fóstbræður. Brezkur
sakamála- og grinmynda-
flokkur. Þýðandi Vilborg
Sigurðardóttir.
21.50 Sjónaukiiin.Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málel'ni.
22.50 Dagskrárlok r
KONAN SEM LÁ ÚTI - frásöguþœttir
eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á
Kirkjubóli. Sá þáttur, sem bókin dreg-
ur nafn sitt af, er frásögn af slysför
Kristínar Kjartansdóttur, sem á áttug-
asta ári sínu lá í fimm dœgur stór-
slösuð á bersvœði, í rysjóttu veðri á
þorranum 1949. Þar segir frá ótrúlegu
viðnámsþreki og því jafnvœgi hug-
ans, sem ekkert fœr raskað.
HÖRPUÚTGÁFAN