Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 3
Köstudagur 22. desember 1972 Þ.IÓDVILJINN — SIÐA 3 Víetnam-nefnd undir forystu námsmanna Vietuam-nefndin hefur nú tekiö til starfa af fulfum krafti og er miftstöð hennar i Félags- heimili stúdenta. Vietnam— nefndin er borin uppi af stúd- entum og öörum náms- mönnum og standa að henni fern samtök siikra aðila, stúd- entaráð Ht, SÍNE, stúdentafé- lagið Verðandi og landssam- band menntaskólanema. I>renn pólitisk samtök eiga aðiid að nefndinni, Samband ungra jafnaðarmanna, Alþýðubandalagið i Reykjavík og Samtök frjálslyndra i Rcykjavik. Þá eiga einnig fulltrúa i nefndinni Rit- höfundafélagið, MFÍK, Kven- félag sósíalista, Sósialistafé- lagið og Fylkingin. Liðsfundur sem Vietnam- nefndin efndi til á miðviku- daginn gerði ýmsar sam- þykktirog ályktanir i tilefni af þeirri miklu stigmöngun striðsins sem Bandarikja- menn standa nú fyrir i Viet- nam. Liðsfundurinn taldi að loft- árásir Bandarikjastjórnar sýni það, að ekki hafi af hennar hálfu verið með heil- indum staðið að friðarvið- ræðunum i Paris. Nixon hafi notað friðarhorfurnar sér til framdráttar i kosningunum i haust, og hann sé ábyrgur fyrir þvi að undirritun friðar- samkomulags hefur farizt fyrir. Fundurinn skoraði á is- lenzku rikisstjórnina að hún mótmæli striðsrekstrinum i Vietnam við Bandarikjastjórn og krefjist þess að hún undir- riti þegar gert friðarsam- komulag.. Einnig var skorað á rikisstjórnina að viðurkenna stjórn Norður-Vietnam og bráðabirgðabyltingarstjórn- ina i Suður-Vietnam. Loks gerði fundurinn eftir- farandi samþykkt: „Liðsfundur Vietnam- nefndarinnar á tslandi sendir á þessum 12 ára afmælisdegi FNL, Þjóðfrelsisfylkingar- innar i Suður-Vietnam, henni og allri vietnömsku þjóðinni baráttu- og stuðningskveðjur sinar i striðinu gegn banda- risku heimsvaldasinnunum.” Um 85 tonn af bögglapósti Pósturinn fyrr á ferðinni en áður törninni að ljúka Kristján llafliðason. Starfsemi Alþýðubandalagsins í Kópavogi: Opið hús og fundir annan hvern mánudag bandalagsins. Þarna samfögnuðu menn þessum áfanga i sjálf- stæðisbaráttu islenzku þjóðar- innar. Frh. á bls. 15 Alþýðubandalagið i Kópavogi hefur nú yfir að ráða mjög góðri aðstöðu til félagsstarfa, sem er Þinghóll, félagsheimili sam- takanna á Álfhólsvegi 11. Þetta húsnæði var tekið i notkun eftir áramótin i fyrra. Nokkur hluti húsnæðisins er lcigður Tónlistar- skóla Kópavogs, en félagið hefur hinn hlutann fyrir starfsemi sina. Þarna er samkomusalur sem rúntar kringunt 80 manns, og þcgar félagið ekki þarf á honum að halda er hann leigður ýmsum samtökum og hópum. — Það má segja með réttu, að ekki búi mörg samtök við betri aðstöðu til félagsstarfsemi en Alþýðubanda- lagið i Kópavogi, og það getur þakkað þetta átak samheldni og dugnaði félagsmanna sinna. Haust- og vetrarstarf félagsins fór vel af stað.l. september efndi það til samkomu i Þinghól i tilefni af útfærslu landhelginnar, og voru þar samankomnir, auk félagsmanna úr Kópavogi, ýmsir félagar úr miðstjórn Alþýðu- Jólavaka í Dómkirkj- unni kl. 22 í kvöld Mitt i önnum og amstri sem svo mjög einkennir þcssa siðustu daga jólaundirbúningsins, efnir félag guðfræðinema til jólavöku i Dómkirkjunni og hefst hún cftir lokun verzlana kl. 22 i kvöld með þvi að Martin llunger leikur jóla- lög á orgel kirkjunnar. önnur atriði sem þarna fara fram eru: Eddukórinn syngur forn og ný jólalög. Nina Björk Árnadóttir skáld- kona flytur jólaljóð. Barnakór Æfinga- og tiirauna- skólans syngur jólalög, undir stjórn Sigriðar Sigurðardóttur kennara. Þuriður ólafs guðfræðinemi flytur hugvekju. Inn i dagskrána verður felldur ritningalestur sem guðfræði- nemar annast, og áð lokum verður almennur söngur. Kristmundur Halldórsson. Nærri mun láta, að 85 tonn af högglapósti liafi farið i gegnum bögglapóststofuna i Reykjavik fvrir þessi jól. Vegna þess að fólk var mun fyrr á ferðinni með sendingar sinar nú en áður, má segja að törninni hjá starfsmönn- um bögglapóststofunnar sé nú að mestu lokið eða að Ijúka. Við litum við hjá þeim á bögglapóstofunni i gær og var þá þreytusvipur á starfsmönnunum, enda að vonum, sagði Kristján Hafliðason, einn af starfs- mönnunum, þvi að i gegnum hendur okkar hér fara um það bil 85 tonn af bögglapósti. Kristján taldi að um 25 tonn af bögglapósti færi héðan til útlanda i jólaösinni en um 60 tonn af innlendum bögglapósti til og frá Reykjavik. Þá sagði hann að fólk hefði verið mun fyrr á ferðinni með sendingar sinar i ár en undanfarin ár og væri það mikill munur fyrir bögglapóststofuna, þegar svo væri. Þá sagði Kristján, að góðar samgöngur nú i desember hefðu hjálpað mikið til. Það væri aðeins til Vestfjarða sem erfiðlega hefði gengið að senda póstinn. Mikill meirihluti allra póst- sendinga fer með flugvélum, eða varla undir 2/3 hlutum að sögn Kristjáns. Hann sagði að aðaltörnin hjá SÍS vill fríverzlun Fréttatilkynning frá Sambandi isl. samvinnufélaga. Framkvæmdastjórn Sambands islenzkra samvinnufélaga lýsir þeirri skoðun sinni að samningur sá um friverzlun og tollamál, sem undirritaður var i Brussel, 22. júli s.l., milli lslands og Efnahags- bandalags Evrópu hafi mikla þýðingu fyrir islenzkan útflutning i framtiðinni. Á fundi fram- kvæmdastjórnarinnar 20. des- ember 1972 var samþykkt að beina þeim tilmælum til rikis- stjórnarinnar að samningur þessi verði staðfestur sem fyrst. þeim á bögglapóststofunni hæfist þegar vika væri eftir af nóvember og stæði fram undir 20. desember. — Þetta er óskapleg törn, sagði Kristján.og eins og þú sérð, þá leynir þreytan sér ekki á starfs- fólkinu hérna og menn verða fegnir hvildinni yfir hátiðarnar. —S.dór Sýningu Þorláks lýkur á morgun Málverkasýningu Þorláks R. Halldórssen, sem staðið hefur i Bogasalnum siðustu daga, lýkur annað kvöld. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og nokkrar myndir selzt. Meðal atriða á jólavökunni er só’ngur Eddukórsins, sem sést hér á m vndinni. VÉSTEINN LÚÐVIKSSON Gunnarog Kjartan ,,Það lygilega við söguna er... hversu trúverðuga sögu tekst að semja. Og það er að þakka alvcg ótviræðri sögumannsgáfu höfundarins, lcikni hans að leiða fram fóik i athurðarás, láta mannlýsingar og atvik gripa hvað við öðru með alveg náttúrlegum, likt og sjálfgefnum hætti.” ..Gunnar og Kjartan er með merkari bók- um scm nú koma á markað. Hún hefur blátt áfrant sérstöðu meðal skáldsagna siðari missera. Hér er ekki sizt átt við það, að höfundur kann nóg ráð til Ólafur Jónsson (Vlsir) að halda út fyrir tiltölulega þröngan hóp, tala máli og segja sögu sem ætti að gcta náð eyrum margra.” Árni Bergmann (Þjóðviljinn) Ennþá eru bæði bindin fáanleg Verð: I. bindi kr. 640 + sölusk., II. bindi kr. 780-^sölusk. HEIMSKRINGLA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.