Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 16
UOmUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Föstudagur 22. desember 1972 Vesturbæjarapótek og Háaleitisapótek annast helgar, kvöld og nætur- þjónustu lyfjabúða þessa vikuna til 22. desember. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. „ Kvöld-, næ‘ur og helgidaga- vakl a heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Hroðalegustu sprengjuárásir sögunnar Daglega meira sprengjumagn en á Híróshíma SAIGON 21/12. Stórir flotar af bandariskum flugvélum héldu i nótt og í dag áfram áköfum árásum á Hanoi, Haiphong og aörar borgir og bæi i Noröur- Vietnam. Mörg hundruö manns hafa látiö lífið í þessum árásum Banda- ríkjanna og gífurlegt tjón hefur orðið á mannvirkj- um. í fregnum frá Hanoi segir aö 12 risasprengju- þotur af gerðinni B-52 hafi veriö skotnar niöur síðan á sunnudag. Meðal mannvirkja i Hanoi, sem eyðilögð hafa verið, er sendiráðs- bygging Egyptalands og aðal- járnbrautarstöðin og mörg ibúðarhúsahverfi lita úr eins og vigvöllur eftir árásirnar. Banda- risk heryfirvöld i Saigon hal'a neilað að segja nokkuð um til- gang eða al'leiðingar þessara 1945 hroðalegustu loftárása siðustu daga. llroðalegasta árás sögunnar Árásirnar á miðvikudag eru mesta sprengjuárás sem um getur i allri striðssögu mann- kynsins. Sprengjumagnið, sem bandariskar flugvélar vörpuðu á Norður-Vietnam þann eina dag, var miklu meira en sprengimagn kjarnorkusprengjunnar sem varpað var á Hirosima hinn 6. ágúst 1945, og i dag voru árásirnar engu minni. Talsmaður Bandarikjahers i Saigon hefur játað að 600 flug- vélar taki nú þátt i árásunum á Norður-Vietnam, þar af 100 B-52- sprengjuþotur. 1 bænum Nguyen, um 70 km frá Hanoi, var eitt sjúkrahús og barnaheimili lagt i rúst i loftárásunum i gær. Brésnéff harðorður Leonid Bréfsnéff, formaður sovézka kommúnistaflokksins, hélt i dag ræðu i tilefni 50 ára afmælis stofnunar Sovétrikjanna og gagnrýndi harðlega hinar auknu loftárásir Bandarikja- imanna á Norður-Vietnam. Yantar sjálfboðaliða Vietiiamuefndin liefur beðið Rjóðviljann um að koma þeirri ábendingu á framfæri að sjálfboðaliða vantar til þess að dreifa blaðinu „Samstaða með Vietnam” sem kom út i fyrradag. Messiana .Tómasdóttir sá um gerð hlaðsins cn myndin hér að ofan er af forsiðu þess. Jafnframt mun nefndin leggja áherzlu á það i starfi sinu þessa dagana að koina i gang fjársöfnun til stuðnings þjóðfrelsisbaráttu i S.-Vietnam. Miðstöð Viethaninefndarinnar er i Félagsheimili stiidenla við llringbraut. Pareropið frá kl. 13til kl. 22 i dag og á niorgun. Simi 2 53 15. Borgarstjórn frestar að ákveða staðsetn- ingu geðdeildar Landspítalans — en fé verður veitt til hennar á fjárlögum og heildarskipulag Landspítalalóðarinnar liggur þó fyrir Miklar umræður urðu um geð- deild Landspilalans i borgar- itjórn i gær, en þar lagði Albert (iuðmundsson til að afgrciðslu á málinu yrði frestað i borgar- stjórn. Astæðan til þess að málið keniur til kasta borgarstjórnar cr sii að borgarstjórn — og áður bygginganefnd Rvikur — verða að taka afstöðu til staðsetninar allra mannvirkja i borginni. Aöalástæðan sem færö var l'ram fyrir frestun málsins var sú aö heildarskipulag Landspitala- lóðarinnar lægi ekki fyrir enn. 1 ræðu Oddu Báru Sigfúsdóttur kom fram að nú þessa dagana er verið að ganga frá heildarskipu- lagi Landspitalalóðarinnar og þar með var fallin forsendan fyrir frestun tillögunnar. Adda Bára spurði hver væri þá ástæðan til frestunar. Væru ein- hverjir þeir borgarfulltrúar, sem orðið hefðu fórnarlömb undar- legra blaðaskrifa um þetta mál? Væri aðalástæða andstöðunnar sú að eihverjir teldu að geðveikt fólk ætti ekki samleið með öðru fólki? Adda Bára sagði að hér væri i rauninni um grundvallaratriði að ræða og væri hún eindregið and- vig þvi að fresta málinu, enda myndi það ekki hafa nein áhrif á fjárveitingu til geðdeildarinnar af hálfu rikisins, sem er inni á fjár- lögum. betta er grundvallaratriði vegna þess að þeim kafla i heil- brigðismálasögu landsins verður að ljúka, þar sem litið er á geð- veikt fólk sem óalandi og ó- ferjandi og að það verði þess vegna að vistast utan almennra heilsugæzlumiðstöðva. Er atkvæði voru greidd um málið voru 8 með frestun en 5 á móti. Einn þeirra sem greiddi at- kvæi gegn frestun var Kristján J. Gunnarsson (S) og taldi hann —á grundvelli upplýsinga frá Oddu Báru — óverjandi að fresta þessu máli. Umboösmenn Þjóðvilja- happdrættisins úti á landi eru minntir á, að í dag eru síðustu forvöð fyrir þá að gera skil á miðum, áður en dregið verður Alþýðubandalagið í Reykjavík: Við fordæmum glæp- samlegar loftárásir Á félagsfundi Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik, sem haldinn var i Domus medica i fyrradag, var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einróma: „Félagsfundur Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik, haldinn 19. desember 1972, vekur athygli á þeim ógnvekjandi atburðum, sem nú eiga sér stað í Suðaustur-Asiu, þar sem bandariskir heimsvalda- sinnar hafa enn magnað árásar- styrjöld sina gegn þjóðum Indókina. Fundurinn fordæmir alveg sér- staklega hinar glæpsamlegu loft- árásir Bandarikjahers á borgir og þéttbýl svæði i N-Vietnam og árásir bandariskra flugvéla og herskipa á flóðgarða og áveitu- kerfi landsins. Fundurinn beinir þvi til þing- manna og ráðherra Alþýðu- bandalagsins að vinna að þvi;að rikisstjórn Islands viðurkenni þegar i stað rétta fulltrúa fólksins i Vietnam og taki svo fljótt sem auðið er upp eðlileg stjórnmála- samskipti við stjórn Alþýðulýð- véldisins i N-Vietnam og Bráða- birgðabyltingarstjórnina i S- Vietnam, að rikisstjórn Islands beri fram ýtrustu mótmæli við st jórn Bandarikjanna vegna striðsglæpa og þjóðarmorðs, að rikisstjórn Islands veiti þjóðum Indókina raunhæfan stuðning i frelsisbaráttu þeirra með pólitiskum aðgerðum og beinni efnahagsaðstoð.” Sáttmáli þýzku ríkjanna BERLIN 21/12 — Fulltrúar rikisst jórna Austur- og Vestur-Þýzkalands undir- rituðu i dag i Austur-Berlin sáttmála rikjanna. bar með hafa rikin veitt hvort öðru formlega viðurkenningu, eðli- leg samskipti geta hafizt milli rikjanna og þau gcta bæði orð- ið aðilar að Sameinuðu þjóð- unum. þjóðunum. Það voru ráðuneytis- stjórarnir Egon Bahr og Michael Kohl sem undirrituðu samninginn. Við undirritunina sögðu þeir báðir að sáttmáli þýzku rikjanna markaði tima- mót i sögu Þýzkalands og Evrópu. pramhajj af bls. 15 Heróíni smyglað í líkum her manna WASHINGTON — Árum sam- an liafa meðlimir giæpahrings i Bandarikjunum, klæddir hermannabúningum, smyglað heróini til USA i likömum fall- inna hermanna, sem fluttir hafa vcrið frá Vietnam til Bandarikjanna, og einnig i lik- kistum þeirra. Einn a ða lsm y g la rinn , Thomas E. Sutherland, var handtckinn s.l. mánudag, er herflugvél kom til Bandarikj- anna frá Thailandi. 1 flugvél- inni fundust 20 kilógrömin af heróini, en söluverð þess i Bandarikjunum er um 5 miljónir dollara. Með flugvél- inn voru flutt lik tveggja handariskra hermanna, og liafði heróinið verið saumað inn i líkama hinna dauðu her- manna. Sjálfur var Sutherland klæddur einkennisbúningi handariskra hermanna ásamt tignarmerkjum og verðlauna- merkjum, en við rannsókn kom i Ijós að hann hafði aldrei ihernum verið. Ilann játaði að slik smygl hefðu vcrið stunduð i átta ár. Myrtu 5 manns á skemmti stað LONDONDERRY 21/12 — Tveir grimuklæddir menn myrtu fimm manns og særðu marga á skemmtistað einum i Londonderry á Norður-irlandi i gærkvöld. Um 1000 brczkir hermenn leituðu i dag að morðingjun- um. Skemmtistaðurinn var I eigu kaþólsks manns og fjórir liinna myrtu eru kaþólskir. i Londonderry óttast menn að irski lýðveldisherinn muni reyna aö endurgjalda þessa morðárás i sömu mynt. A miðvikudag voru þrir menn myrtir á götum úti á Norður-irlandi. Tveir þeirra voru kaþólskir en einn úr hópi mótmælenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.