Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 22. desember 1972 SKILIN EFTIR . . . Teiknimyndasaga frá Kína 83. Pao furstafinnst framkoma keisarayn junnar benda til að erfiöleikar séu i vændum, sem hann muni eiga erlitt með að yfirstiga, og veit ekki hvað hann á að taka til bragðs. Loks sendir hann eftir :S0() silfurdölum handa llsiang-lien, og hvelur hana til að láta málið niður falla og hafa sig á braut. !S4. Hsiang-lien afþakkar silfrið með fyrirlitningu: „Pér eruö sagður djarfur og réttlátur dómari, en nú sé ég sannleikann — allir embættis- menn verja hver annan undantekningarlaust Allt i lagi, ég vil frekar deyja en aðreyna frekarað ná fram rétti minum”. Bensínstöðvar í Reykjavík verða opnar um hátíðisdagana sem hér segir: Aðfangadagur Jóladagur 2. jóladagur Gamlársdagur Nýársdagur OLÍUKkLAGIÐ ii.f. OLÍUVEItZLUN ÍSLANDS H.F. OLÍUFKLAGID SKELJUNGUR H.F. SÖLUSKATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1972, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m. Dráttarvextir eru 1 1/2% fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. desember s.l. og verða innheimtir frá og með 28. þ.m. Fjármálaráðuneytið 18. des. 1972. Kl. 9.00 til 15.00 lokað allan daginn Kl. 9.30 til 11.30 og 13.00 til 15.00 Kl. 9.00 til 15.00 lokað allan daginn LITLI GLUGGINN Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu ,,Haltu fingrinum þarna við hnút- inn, svo að fíllinn detti ekki úr á meðan við hjólum heim", sagði herra Nikulás og batt sterku snæri fyrir opið á sekknum. ,,Það gengur hreint ekki að missa fíl á veginn". Fillinn lá nú í sekknum. Hann gat varla hreyft sig. Hann fann bara að hann var tekinn upp og borinn af stað gegnum skóginn. ,,Við verðum að binda sekkinn vel fastan á bögglaberann", sagði herra Nikulás. ,,Ég hjola af stað með fíl- inn, og þegar ég þreytist getum við haft hjólaskipti". Filaveiðimennirnir tveir leiddu hjólin sin gæfilega fram og út milli trjánna, og þegar þeir náðu út á þjóðveginn kveiktu þeir á luktunum og hjóluðu hratt burt. Enginn hafði orðið þeirra var. Hér áttu að finna hvaða tvö fiðrildi og hvaða tveir hundar eru alveg eins. Svar birtist á morgun. PENNINN 40 ÁRA Pappirs- og ritfangaverzlunin Penninn er um þessar mundir 40 ára, en fyrsta verzlun fyrirtækis- ins var opnuð 22. desember 1932 i Ingólfshvoli á horni Póshús- strætis og Hafnarstrætis. Stofn- endur fyrirtækisins voru þeir bræðurnir Baldvin og Halldór P. Dungal, og ráku þeir það saman um nokkurra ára skeið, eða til ársins 1937, er Baldvin tók einn við rekstrinum. Á þessum árum þurfti mikla bjartsýni til að koma á fót sliku fyrirtæki, þar sem skuggi heims- kreppunnar hvildi yfir öllu viðskiptalifi. Var það haft að orði, að þeir bræður sýndu mikla dirfsku, og voru fáir til að spá fyrirtækinu langlifi. Þeir bræður höfðu báðir dvalizt erlendis um árabil, Halldór við nám, og Baldvin við viðskipti, einkum frimerkjasölu. Bjó hann lengst af i Þýzkalandi, Belgiu og F’rakklandi, þar sem hann kynnt- ist ýmsum nýjungum i verzlunar- háttum. Við heimkomuna ákváðu þeir bræður þvi að hrinda i fram- kvæmt þeirri hugmynd að setja á stofn fyrirtæki, sem var i raun þriskipt þ.e. ferðaskrifstofa, minjagripasala, og pappírs- og ritfangaverzlun. 1 fyrstu ráku þeir bræður ferðaskrifstofuna Gullfoss sam- hliða verzluninni, og lögðu jafn- framt áherzlu á sölu minjagripa. Verzlunin var enda vel i sveit sett, þar sem flestir ferðamenn, er til landsins komu, fóru um Steinbryggjuna gömlu — og lögðu þvi tiðast leið sina um Pósthús- stræti. Vöruúrvalið var i fyrstu mjög fátæklegt, en fljótlega aflaði fyrirtækið sér viðskiptasam- banda i Þýzkalandi, Danmörku og Englandi, og hóf innflutning á vörum. Hefur fyrirtækið alla tið siðan fylgt þeirri meginstefnu, að flytja inn flestallar þær vörur sjálft sem það hefur haft á boð- stólum i verzlununum, og þannig vérið óháð öðrum innflutnings- fyrirtækjum að mestu. Hvað sölu minjagripa varðar, þá var Penninn lengi vel ein helzta verzlunin i Heykjavík, sem þá seldi. Úrvalið var ekki mikið, enda grunnur slikra viðskipta óplægður að mestu. Bryddaði fyrirtækið upp á þessum nýjungum, t.d. lét Bald- vin prenta póstkort með myndum af landinu, og mun það vera með fyrstu útgáfum þeirrar tegundar hér á landi. Keypti hann allar þær filmur, sem nothæfar voru, og hann náði til, og lét siðan prenta kortin i Lubeck i Þýzkalandi. Kort þessi eru nú löngu upp urin og orðin dýrmæti i augum safn- ara viða um lönd. Þess má geta, að Penninn hafði um árabil umsjón með auglýs- ingum fyrir rikisútvarpið, enda hafði Halldór haft forgöngu um að sú starfsemi var upp tekin við út- varpið. 1 dag eru verzlanir Pennans þrjár talsins, að Laugavegi 178, Laugavegi 84, og að Hafnarstræti 18, þar sem aðalverzlunin hefur verið til húsa i u.þ.b. 25 ár. Snemma á þessu ári tók Penninn, ásamt nokkrum aðilum, við umboði fyrir Olivetti-verksmiðj- urnar, sem framleiða skrifstofu- vélar ýmisskonar. Er það fyrir- tæki nú rekið undir nafninu Skrif- stofutækni h.f. Núverandi forstjóri Pennans er Gunnar B. Dungal, en hann tók við fyrirtækinu að föður sinum látnum árið 1969. Nú starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu, þar með taldir starfsmenn við heildverzl- unina, sem orðin er talsvert umfangsmikil. (Frá Pennanum). Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. H- GUNIMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.