Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 13
Köstudagur 22. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 veikindum hennar og að borginni sem átti að verða nýja umhverfið hennar.sögu hennar og ibúum og látið hana gleyma um stundar- sakir og hlæja. — Að hugsa sér! hrópaði hún. — Þú ert dásamlegur! Mér liður strax betur þegar þú ert kominn. — Til þess eru læknar, sagði Peter. — En nú verð ég að fara. Ég hitti þig aftur á morgun. — Anne verður komin hingað á morgun. — Jæja? — Hún kemur reyndar i kvöld. En hún verður úrvinda, vesling- urinn. Ferðin tekur allan daginn. — bá verðurðu að sjá til þess að hún hvili sig, sagði Peter. — Og þú sjálf lika. Þú mátt ekki tala of mikið, þótt hún komi hingað. — Ég geri það ekki, sagði Jacky. — Ég lofa þvi. En Anne var ekki þreytuleg þegar hún kom. Hún gekk rösk- lega inn i ljósið og stóð stundar- korn með hendur i vösum, háleit með ljósa hárið laust yfir upp- brettum kápukraganum, dálitið gleiðstig i rauðu siðbuxunum eins og hann minntist hennar. Hún kom auga á hann og brosti. Þegar hún nálgaðist, reis hann á fætur. Hann leit i augu hennar um leið og hann fann þétt og ákveðið handtak hennar. Þar mátti sjá þreytumerki eftir aksturinn, en aðeins sem daufan skugga bak við hýrlegt brosið. — Það var fallegt af þér að koma, sagði hún. — Ég er ekki viss um að sjúkrasamlagslækn- um beri að gera þetta. Peter brosti. — Ég hef aldrei lesið samning- inn, sagði hann, — svo að ég veit það ekki. Hvernig gekk ferðin? — Býsna vel. Hún smeygði sér úr kápunni og hann varð of seinn til að hjálpa henni. — En ég fór gegnum Carlisle á versta um- ferðartimanum og það var afleitt. — Þú hlýtur að vera þreytt. Hún hristi höfuðið til að lagfæra hárið og settist niður. — Ekki svo að drykkur nægi ekki til að hressa mig, sagði hún. — Þetta kemst upp i vana. — Hvað má bjóða þér? — Vodka og raman sitrónu- safa, sagði hún. — Og mikinn is. Þegar hann hafði sett háa glas- ið á borðið fyrir framan hana, rétti hann að henni sígarettur sin- ar. Hún leit i svip á pakkann. — Er þér sama þótt ég af- þakki? sagði hún og stakk hend- inni i kápuvasa sinn. — Ég reyki þessar grisku og maður verður vanur þeim. Það var fráleitt að láta sér sárna. Það var fráleitt að hann skyldi fá eins konar vanmeta- kennd vegna þess hve sýnilega óháð og sjálfstæð hún var. En hvort tveggja gerði vart við sig. Hann drakk löggina sem eftir var i glasi hans og stóð á fætur. — Hafðu mig afsakaðan andar- tak, sagði hann. — Ég ætla að sækja mér seinni helminginn af þessum hér. Þegar hann kom til baka, var hún búin að setja grisku sigarett- una i rauða munnstykkið. Hann var næstum feginn. Það skapaði einhver tengsl við stúlkuna sem hann mundi eftir, stúlku sem var kvenlegri, rólegri, ekki eins yfir- þyrmandi fögur og stúlkan sem sat nú hjá honum. En hann fann samstundis skýringu. Hún hafði ekið allan daginn, átta hundruð kilómetra ein i bil um mestu um: ferðarvegi á Bretlandi. Það hefði getað orsakað spennu hjá hverj- um sem væri. Og hún vissi ekki hvernig ástatt var fyrir Jacky. Þvi var hann búinn að gleyma. PIERPONT-ÚRIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven-og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. ÚR OG KLUKKUR Laugavegi 3. Simi 13540. Valdimar Ingimarsson úrsmiður. Óskar Kjartansson gullsmiður. Óvissa bættist við kviða og þreytu. Hún þurfti tima til að jafna sig og mannlegan skilning. Hann brosti og lyfti glasinu. — Skál, sagði hann. — Skál. Hún drakk vænan teyg og hallaði sér aftur á bak i stólinn. — Jæja, sagði hún. —Hvaða frétt- ir hafið þér að segja mér? Hann hikaði. Hann hafði gert ráð fyrir eins konar inngangi, tali um daginn og veginn, um bila og akbrautir og umferð frá London og norður á bóginn, meðan vodk- að hefði hagstæð áhrif. En róleg, spyrjandi augu hennar visuðu öllu sliku á bug. Hann andvarp- aði. — Ekki sem beztar, sagði hann. — Hve slæmar? Hann tók umslagið úr vasa sin- um. — Ég skal leyfa þér að lesa skýrsluna, sagði hann. — Ég held að það sé bezt. Hún las plöggin i skyndi. Að þvi loknu leit hún ekki upp. — Fyrst og fremst, sagði hún, — eru nokkrar likur á þvi að sjúk- dómsgreiningin sé röng? Rödd hennar var styrk. — Engar, sagði Peter. — Og þessi nýja meðferð. . . Natulan. Kemur hún að gagni? Hann hikaði aðeins andartak og gerði sér ljóst að nú dygði ekki að fara kringum sannleikann. — Ég veit það ekki, sagði hann stuttaralega. — Ég hef aldrei haft tækifæri til að beita henni. — En þú hefur lesið um lyfið. Og heyrt um það. Gefur það ein- hverjar vonir samkvæmt þeim upplýsingum sem þú hefur feng- ið? — Næstum engar. — Næstum? Hún var snögg upp á lágið. — Engar, sagði hann, og teygði sig eftir glasinu. — Engar nema kraftaverk komi til. — Ég skil. Hún var róleg. Hönd hennar skalf ekki þegar hún lyfti háa glasinu. begar hún lagði það frá sér, drap hún i sigarettunni. — Hvenær deyr hún? Hann átti von á spurningunni, en samt kom hún eins og áfall. Hann beit á vörina. — Ég veit það ekki, sagði hann. — Ég vildi að ég vissi það. — Geturðu engu spáð? — Það er hægt að spá enda- laustt-Og likurnar fyrir réttri spá eru engu meiri en hið gagnstæða. Ég get sagt það eitt, að henni hef- ur hrakað mjög siðan ég sá hana fyrst. Og hve langt er siðan? Tveir mánuðir. Ekki öllu meira. Ef þetta heldur áfram á sama hátt, þá getur það varla dregizt lengi. En hvort það verður einn mánuður eða þrir mánuðir, það veit ég ekki. — Er fresturinn ekki lengri? — Það tel ég óliklegt. — Hvers vegna sögðu læknarn- ir í Glasgow það þá ekki? — Það er mér ekki kunnugt um heldur, sagði hann. — Nema hvað þeir hafa ef til vill haldið dauða- haldi i örlitla vonarglætu. Og það er ekki sérlega ánægjulegt að þurfa að segja neinum þetta. — Ég veit það, sagði Anne blið- lega, og nú fyrst varð hann var við mildi hjá henni. — Og ég met það við þig að þú skulir segja mér þetta. Ekki sizt vegna þess að mérerljósthvaða tilfinningar þið berið hvort til annars. Hann leit snöggt á hana. — Hvað áttu við? Hún brosti ögn og festi nýja sfgarettu i munnstykkið. — bú hlýtur að vita hvað ég á við, sagði hún. — Strax frá upp- hafi var Jacky. . . hvað á ég að segja? Hrifin af þér? Nátengd þér? Hún gaf það i skyn við mig, að visu ekki við Robin. Og hún var sannfærð um að það væri eins með þig. Og það gerir ykkur báð- um eríiðara fyrir. — En heyrðu mig — Peter tók viðbragð og haílaði sér fram i stólnum. Þarna var misskilning- ur á ferð, sem gæti eyðilagt allt. — Þetta er ekki alveg rétt. Ég á við, að auðvitað er hún aðlaðandi. Ég væri blindur ef ég sæi það ekki. En ég er læknirinn hennar. Tilfinningar koma þar ekki við sögu. Ég hef ekki efni á að hafa tilfinningar. — Þú átt við, að ekki sé ætlazt til að þú hafir tilfinningar. bað er eins konar atvinnusiðgæði, er það ekki? Og mér hefur altaf þótt það dálitið heimskulegt. En ef mér leyfist að segja þaö, þá lit ég svo á að þú sért karlmaður og siðan FöSTUDAGUR22.desember 7.00 Morgunútvarp .Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunlcikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna ki. 8.45: Herdis Egilsdóttir les frumsamið ævintýr um jólasveininn með bláa nefið. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallaö við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.45: Ten years afler leika og syngja. Frétt- ir kl. 11.00 Tónlistarsagan: Endurt. þáttur Atla Heimis Sveinssonar. Tónleikar: Alfred Brendel leikur Pianósónötu nr. 7 i D-dúr op. 10 nr. 3 cftir Beelhoven. !2.00 Dagskráin. Tónleikar. kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Viö sjóinn.Jóhann Guð- mundsson efnaverkfræðing- ur talar um nýjungar i fisk- vinnslutækjum (endurt.). 14.30 Siödcgissagan: ..Siöasta skip suöur" el'tir Jökul Jakobssou.Höfundur les (5) 15.00 M iödegistónleikar: Söngliig. Liane Jespers syngur lög eítir Debussy. DietrichFischer-Dieskau syngur liig eftir Hugo Wolf. 15.45 Lesin dagskrá na'stu viku 16.00 Fréttir 10.15 Veðurlregnir. Tilkynn- ingar. 10.25 Poppliorniö 17.10 l.estur úr nýjuni barna- bókiiiu. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.35 Fréttaspegill. 19.45 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00. Sinfóniskir tónlcikar a. Illjómsveitin Filharmónia leikur ,,Fingalshelli", for- leik op. 26 eftir Mendels- sohn, Otto Klemperer stj. b. Josef Suk og Tékkneska fil- harmóniusveitin leika Fiðlukonsert i g-moll op. 26 eftr Max Bruch, Karel Ancerl stj. c. Elly Ney og Filharmóniusveit Berlinar leika Pianókonserl nr. 2 i B- dúr eftir Brahms, Max Fiedler stj. 21.30 ...Icsús og Jóbannes skir- ari", bókarkafli eftir Hend- rik Willem van Loon.Ævar R. Kvaran flytur eigin þýð- ingu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Strandiö" eftir llanncs Sigliisson Erlingur E. Halldórsson les (10). 22.45 Lctt intisik á siökvöldia. Bengt Hallberg leikur ásaml félögum. b. Stein Ingebrigtsen, Inge Lise, Sverre Faaberg o.fl. syngja með norskum hljómsveit- um. c. Iavar og Eivind Böksle syngja visur eftir Vilhelm Krag. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 22. desember 1972 20.00 Fréttir, sakamála- og gaman- 20.25 Veður og auglýsingar, myndaflokkur. Glataöi soniiriiin. Þýðandi Krist- 20.35 Fagur liskur i sjó. mann Eiðsson. Sjávarlifsmynd f r á 21.50 Sjónaiikinn.Umra'ðu- og Bahamaeyjum. Þýðandi og frétlaskýringaþáttur um þulur Gyll'i Pálsson. innlend og erlend málefni. 21.00 Fóstbra'öur. Brezkur 22.50. llagskrárlok. GUNNAR JONSSON lögmaður. löggiltur dómtúlkur og skjalaþýöandi i frönsku. Grettisgata 19a —sími 26613. IÐNÞJONUSTAN S.E. Sími 24911 ALHLIÐA FAGMANNSVINNA FÍLAG ÍSLE\ZKRA HLJÓMLISTARMAWA #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar takifari Vinsamlngast hringið í 20255 milli kl. 14-17 Imiikinii it Riaklijjarl 'BIJNAÐARBANKINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.