Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 5
Kösturiagur 22. desember 1972 IMÓÐVILJINN — SÍÐA 5 S.T. Astavin, ambassador Sovétríkjanna á Islandi: Þróun Sovétríkjanna í félagsmálum og atvinnulífi Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá stofnun Sovétrikjanna. Af þvi tilefni birtum við hér grein eftir sendiherra Sovétrikjanna á ts- landi: Fyrir 50 árum gerðist sá merkisatburður i lffi sovétþjóða að stofnað var samband sósíal- fskra sovétlýðvelda. Stofnun Sovétrikjanna hafði úr- slitaþýðingu um að tryggja tókst hagkvæm skilyrði fyrir umsköp- un þjóðfélagsins á sósialiskum grundvelli, fyrir eflingu efnahags og menningar allra sambands- lýðvelda. Stofnun sovétrikis margra þjóða var áframhald hinnar sósfalisku byltingar, rök- rétt niðurstaða sögulegrar þróun- ar. Með henni var fullkomnað hið mikla starf Kommúnistaflokks- ins, Lenins, að launs þjóðerna- mála i landi ráðanna. Sameiningarmálið var áður rætt viða á óteljandi fundum alþýðu um allt land, á þingum allra sovétlýðvelda. Ákveðið var að mynda á frjálsum grundvelli sambandsriki, eina þjóðafjöl- skyldu, til að byggja upp með sameiginlegu átaki nýtt, sósial- ískt þjóðfélag. 30. des 1922 samþykkti fyrsta sambandsþing ráðanna einróma yfirlýsingu um stofnun SSSR. Sovétrikin sameina nú 15 lýð- veldi, 20 sjálfstjórnarlýðveldi, 8 sjálfstjórnarhéruð og 10 þjóða- sýslur. 1 landinu búa yfir 100 þjóð- ir, stórar og smáar. Hver þjóð á sina fulltrúa i æðstu löggjafarstofnunum sambands- lýðvelda og sjálfstjórnarlýðvelda og i valdastofnunum á hverjum stað — ráðum alþýðufulltrúa. 1517 S.T. Astavin, sendiherra fulltrúar Æðsta ráðs rikisins eru sendimenn 62 þjóða. Einbeiting krafta og fjármuna, gagnkvæm aðstoð sovétþjóða hafa tryggt Sovétrikjunum á hálfrar aldar skeiði mjög veru- legan árangur á sviði atvinnulifs, visinda og menningar. Árið 1922 voru i landinu fram- leiddar 800 miljarðir kilóvatt- stunda af raforku, en á hálfri öld hefur sú framleiðsla þúsundfald- azt. Oliuvinnsla óx úr 4,7 milj. smál. i 400 miljónir smál. á ári. bjóðartekjur hafa 112-faldazt siðan 1922. Sovétrikin framleiða nú fimmt- ung iðnaðarvöru sem til verður i heiminum — en aðeins 1% árið 1922. 1 stað lénsskipunarútkjálka keisarans Rússlands hafa risið margar miðstöðvar iðnaðar og menningar, vel byggðar borgir og þorp. t öllum lýðveldum hefur verið komið á fót háþróuðum iðn- aði og stórtækum, vélvæddum landbúnaði. Menning sovétþjóða hefur staðið með blóma. Aðeins um 20 árum eftir byltingu hafði ólæsi verið útrýmt i öllum lýðveldum. bað nægir að nefna tvær tölur til að skýra, hvilikt firnastarf hér var að vinna: h.u.b. 75% ibúa keisarans Rússlands kunnu hvorki að lesa né skrifa, og þa 99% af ibúum Mið-Asiu. 48 þjóðir áttu sér ekkert ritmál. Nú eru um 80 miljónir lands- manna við einhverskonar nám. Niðurstöður manntals sem tekið var fyrir tveim árum sýna, að ekki er um neinn verulegan mun lengur að ræða á menntunarstigi ibúa hinna ýmsu lýðvelda. t öllum iýðveldum starfa þeirra eigin há- skólar og miðskólar, visinda- stofnanir, Akademiur. Fyrir bylt- ingu var enginn háskóli starfandi i Kákasuslöndum eða Mið-Asiu, en nú eru þar meira en hundrað æðri skólar. Mikilvægur árangur af farsælli lausn þjóðernamála kemur fram i alhliða þróun tungumála allra þjóða landsins. bjóðir sem áður áttu sér ekki ritmál eiga sér nú auðugar fagurbókmenntir. Bókmenntir eru gefnar. út á 89 tungum sovétþjóða. Beztu verk rithöfunda sovétþjóða eru við- kunn heima fyrir sem erlendis. Og fagurbókmenntir eru þýddar og gefnar út á mörg sovétmál. Til dæmis veitti dómnefnd Akademi- unnar frönsku i ár Tsjúvasa- skáldinu Gennadi Ajgi verðlaun ársins fyrir beztu þýðingar á frönskum ljóðum á önnur tungu- mál heimsins — en Ajgi hefur tekið saman sýnisbók franskra ljóða á tsjúvösku. Verk islenzkra höfunda hafa verið þýdd á nokkur sovétmál — m.a. Halldórs Lax- ness, bórbergs bórðarsonar, Ölafs Jóhanns Sigurðssonar, Jó- hannesar úr Kötlum, Halldórs Stefánssonar, Jónasar Árnason- ar, Njarðar Njarðvik. Fyrir hálfri öld áttu margar þjóðir landsins sér hvorki leikhús né bókasöfn né heldur menn, er helguðu sig tónlist eða myndlist. Nú hefur verið komið á fót i öllum sambands- og sjálfstjórnarlýð- veldum viðtæku neti klúbba, bókasafna, safna, leikhúsa, tón- leikamiðstöðva. 547 leikhús landsins flytja verk á 42 tungum. Rétt fyrir siðustu aldamót kom enskur ferðalangur, Dixon að nafni, til Búrjatiu, sem er nú sjálfstjórnarlýðveldi innan Rússneska sambandsins. Hann komst að þessari niðurstöðu: „Hið kalda ævintýraland handan við Bækalvatn er þúsundir kiló- metra frá heiminum. Liklega kemst evrópsk siðmenning aldrei hingað — Shakespeare, Dickens, Balzac, Púsjkin”. Ferðaiangur þessi gat ekki tekið það með i reikning sinn, að sósialismi og bróðurleg vinátta þjóða mundi hvetja Búrjata til risaskrefa i menningarþróun sinni. Árið 1969 sýndi bjóðleikhús Búrjata Lér konung i Stóraleikhúsinu i Moskvu og Kim Bazarsadaéf, einsöngvari við Búrjatiuóperuna, hélt tónleika á Englandi. Eining og fjölbreytni i menn- ingu sovétþjóða, gagnkvæm áhrif þeirra, — þetta er hinn frjósami jarðvegur sem margir ágætir menningarfrömuðir hafa sprottið úr, listamenn sem enginn getur villzt á vegna sterkra persónu- legra sérkenna og þjóðlegra ein- kenna sköpunargáfu þeirra. Rússnesku sovéttónskáldin Prokoféf og Sjostakovitsj, arm- enski málarinn M. Sarjan, úkrainski kvikmyndastjórinn Dovzjenko, rússneski rithöfund- urinn Sjolokhof, kirgiski rithöf- undurinn Tsjingis Ajtmatof, grúsiski leikarinn Zakariadze — þessi nöfn og mörg önnur eru við- iræg um allan heim. Við lftum ekki svo á, að þróun sovézkrar menningar margra þjóða sé lokað, einangrað fyrir- bæri. Sovétrikin ýta með öllum ráðum undir þróun menningar- tengsla við þjóðir annarra landa, og þá einnig við Island. bað nægir að minna á, að á þessu ári einu hafa heimsólt tsland listamenn frá ýmsum sovétlýðveldum — söngvarar frá Litháen og Azer- bædzjan, fiðluleikari frá Lett- landi, dansarar frá Eistlandi, sellóleikari frá Moskvu. i sumar skipulagði MIR sýningu i Reykja- vik á verkum sovézka lista- mannsins Vereiskis. Og fyrir skemmstu var haldin sovézk kvikmyndahátið i Laugarásbió. Um leið gerist það einmitt i þessu að fólk i ýmsum sovétlýð- veldum kynnist fulltrúa islenzkr- ar listar, söngvaranum Kristni Hallssyni, sem er i söngferð um Sovélrikin. Félagið Sovétrikin-ts- land hefur á þessu ári tekið á móti ýmsum lulltrúum islenzkrar menningar og efnt með þeim til lróðlegra og gagnlegra funda. Sovétrikin munu framvegis sem hingað til þróa menningar- lengsli sem og viðskipli og póli- tisk samskipti við Island, sem verða mættu þjóðum beggja landa i hag. Menningarþróun sovétþjóða hefur að sjálfsögðu stuðlað að efl- ingu þjóðarvitundar, þjóðar- stolts. Jafnframt finnur hver sovétmaður, hvar i lýðveldi sem hann er annars settur, að hann er borgari Sovétrikjanna, lifir og hrærist i málum sem landið allt varða. 50 ár i sögu okkar hafa staðfest með sannfærandi hætti að vinátta þjóða, sem frelsaðar hafa verið undan félagslegu oki og þjóðakúgum, er órjúfanleg um alla framtið. A heimsstyrjaldarár- unum risu allar þjoðirlandsins upp til að verja ættjörðina. Styrjöldin varpaði skæru ljósi á ágæta eigin- leika sovétþjóða — hugrekki þeirra, fórnfýsi, hjálpsemi. Meðal þeirra sem hlutu nafnbót- ina Hetja Sovétrikjanna eru 8160 Rússar, 2069 Úkraínumenn, 309 Hvitrússar, 161 Tatari, 108 Gyðingar, 96 Kazakar, 90 Armenar, 90 Grúsiumenn, 69 Úzbekar, 43 Azerbædzjanir, 15 Litháar, 13 Lettar, 10 Komi, 9 Eistar — o.fl. Allar þjóðir Sovétrikjanna ein- kennir viðleitni til traustari ein- ingar, samstarfs og gagnkvæmr- ar aðstoðar . Órjúfanleg vinátta sovélþjóða heldur áfram að efiast við skapandi starf, sem beint er að þvi sameiginlega markmiði þeirra að byggja upp kommún- fskt samíélag. mm KILJUR Pappírskiljur Máls og menningar HANDHÆGAR ÓDÝRAR l’órlicrour Þóróarson Einum kennt- öörunt bent Tuttuyu ritgcrrtir og hrcf 1925 1970 lVlark Lane Og svo fór égað skjóta... Frásagnir bandartskra hcrmanna úr VíctnamsiríÖinu Jóhann Páll Árnason Þættir úr sögu sosíalismans Che Guevara Frásögur úr byltingunni jgg____________ ('Ir* (iticvara I rásiitiur íir hyitin<*iiniii QQQ aaa Peter L. Berger Inngangur aö félagsfræöi David Horowitz Kalda stríöió ~pmm David llorowitz kalda striðiö Karl IVlarx og Friörik Fngels Kommúnista ávarpiö Thor Vilhjálmsson FOLDA Mögnuð bók eftir sérkennilegan og snjallan rithöfund. Folda er í raun réttri þrjár stuttar skáldsögur; háðsk lýsing á samkvæmisháttum okkar, stórkostuleg lýsing á sendiför til heimkynna sósíalismans, og mönnum þeim, sem til stíkra ferða veljast, og síðast en ekki sízt, ferðasaga nútíma hjóna í Suðurlandaferð. Auðlesin bók og auðskilin. bókaskrá ísafoldar Kynnir efni og útlit glæsilegs úrvals bóka við hæfi lesenda á öllum aldri. Sérstaklega heppileg fyrir þá, sem vilja spara sér ómak og velja bækurnar í ró og næði heima fyrir. Allar jólabækurnar á einum stað. Sjálfsævisaga manns, sem lengi hefur lifað, margt séð, og kann frá ýmsu að segja. Sigfús M. lohnsen rithöfundur og fyrrverandi bæjarfógeti Vestmannaeyja hefur komið víða við um æfina. Yfir fold og flæði er sjötta bók hans, - athyglisverð og skemmtileg. ÍSAFOLD MAL OG MENNING Laugavegi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.