Þjóðviljinn - 31.12.1972, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. desember 1972 DJOÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóbviljans Kramkvæmdastj'óri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson <ál».) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Rilstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. „HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS . . . ?” í dag kveðjum við liðið ár og fögnum nýju um miðnæturskeið. Áramót eru timi reikningsskila. Við litum til baka, og spurning Jónasar: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?” leitar svars. Árið sem kveður hefur i flestu tilliti verið okkur íslendingum gott ár. Atvinnu- vegir okkar standa með blóma, þegar á heildina er litið, þó að við nokkra örðug- leika sé að etja i rekstri sjávarútvegsins. Hver vinnufær hönd hefur haft verk að vinna og langt er siðan jafn lltið hefur verið um tapaða vinnudaga vegna verk- falla. Lifskjör alþýðu hafa farið batnandi og kaupmáttur launa hærri en nokkru sinni fyrr, þar sem fjármagn hefur i verulegum mæli verið flutt frá gróðaaðilum til launa- fólks. Flestir Islendingar munu sammála um það, að af innanlandsatburðum ársins 1972 beri hæst útfærslu landhelginnar i 50 sjó- milur þann 1. september. Enda þótt fullur sigur hafi enn ekki unnizt á þeim vett- vangi, er fullvist að nú þegar hefur dregið verulega úr veiðum erlendra togara á fiskimiðum okkar, og vart þess að vænta að nokkur stjórnmálaöfl á íslandi geti leyft sér að hvika hér frá settu marki. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna nú i des- ember um yfirráðarétt strandrikja yfir auðæfum hafsins styrkir málstað okkar enn verulega á alþjóðavettvangi. En áhyggjur okkar um eigin afkomu hljóta samt að lúta að þróun mála á fiski- miðum okkar. Ekki fyrst og fremst vegna ótta við ofbeldi Breta, heldur vegna hins, að hin djarfa ákvörðun um útfærslu land- helginnar var byggð á lífsnauðsyn, og hefði þurft að gerast mun fyrr. Á árinu, sem nú kveður, komu fram frá visindamönnum okkar mjög alvarlegar tölur um ástand fiskistofna hér. Þorskafli á fyrstu 8 mánuðum ársins var 30% minni en fyrir 2 árum og þorskur eldri en 10 ár, sem fyrir aldarfjórðungi var 60% af heildarþorskafla landsmanna, er nú ekki lengur til á íslandsmiðum. Hverju barni má vera ljóst i hvaða óefni hér stefnir. Við verðum þvi á komandi ári að gera hvort tveggja i senn, að hrinda erlendum veiði- þjófum af höndum okkar og gera stórátak til að tryggja að nýting okkar sjálfra á eigin miðum sé byggð á skynsamlegri forsjá, en öll rányrkja kveðin niður. Á þvi ári, sem nú lýkur, var gerð grein fyrir áætlunum um stórfellda upp- byggingu iðnaðar á næstu árum með það markmið i huga, að 60% af islenzku vinnu- afli starfi við iðnað á árinu 1980. Um nauð- syn uppbyggingar isl. iðnaðar er ekki deilt, en hér veltur á öllu, að tryggð verði til frambúðar sú stefna núverandi stjórn- valda, að íslendingar hafi sjálfir full- komið forræði yfir öllu atvinnulifi hér á landi og nauðsyn umhverfisverndar verði i hvivetna höfð i huga. Nýtt ár fer i hönd. í byrjun þess verða teknar upp viðræður til undirbúnings þvi stefnumáli islenzkra stjórnvalda, að her- lið Bandarikjamanna hverfi frá landi okkar. Þjóðviljinn brýnir landsmenn alla við þessi áramót að tryggja þvi máli sigur. Atburðir siðustu daga i Vietnam verða öllum hugsandi mönnum minnisstæðastir erlendra tiðinda liðins árs. Morðæði Bandarikjastjórnar er með slikum feikn- um, að sá, sem ekki hrekkur við, má heita lifandi dauður. Hvert er erindi okkar íslendinga i hernaðarfélag slikra manna, sem eiga heimsvaldastefnuna að guði? Um þessi áramót rignir mótmælum og kröfum alls staðar að úr heiminum yfir Nixon og kumpána hans. Enginn ærlegur maður mælir glæpaverkunum bót, en þeir, sem fyrir fáum vikum fögnuðu úrslitum forsetakjörs i Bandarikjunum vegna áróðursgerninga, sjá nú vefinn rakna sundur. Við skulum ekki láta okkar hlut eftir liggja, en brýna rödd íslands i kór þjóð- anna, sem um þessi áramót hyllir Viet- nam en fordæmir böðlana i Washington. Höfum við gengið til góðs? var spurt, og vist hefur þjóð okkar þokað i rétta átt á liðnu ári, hvort sem litið er til innanlands- mála, eða spurt um reisn íslands frammi fyrir heiminum. En betur má, ef duga skal. Nýtt ár mun enn auka hlut þeirra, sem ungir eru og vaskir. Þaðan er styrks að vænta fyrir málefni islenzkra sósialista og félags- hyggjumanna, en talsmönnum gróða- hyggju og stórveldaþjónkunar i kot visað. Þjóðviljinn óskar landsmönnum öllum góðs á komandi ári. Bættir verði starfshættir stiórnarstofnana Rvíkur «F i mánuftinum flutti llelgi Ouðjón Samúelsson. verk- fræóingur, sem er varaborgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, framsöguræftu fyrir tillögu Alþýöubandalagsins um undir- búning aö framkvæmda- og fjár- llclgi G. Samúelsson. öflunaráætlun fyrir vcitustofn- anir borgarinnar; hitaveitu, raf- magnsveitu og vatnsveitu. Helgi á sjálfur sæti í stjórnar- nefnd veitustofnananna og þekkir þvi gjörla til starfshátta þeirra. Hér birtir Þjóðviljinn nokkra kafla úr framsöguræðu Helga fyrir tillögunni. i ræðu hans kemur fram að reglur um stjórn veitustofnana hafa verið þver- brotnar á undanförnum árum og fundir þvi aðeins haldnir i stjórnarnefndinni að þurft Itafi stimpil á athafnir embættis- manna eða pólitiskan stimpil á afstöðu Sjálfstæðisflokksins — til dæmis til tillögu iðnaðarráðherra um skipulag raforkumála. Þá kemur fram i ræðu llelga, að stjórnarmenn meirihlutans — Sjálfslæðisfiokksins — liafa sótt fundina mjög stopull — þá fáu sem huldnir liafa verið. Fram- siiguræða Ilclga er fróðleg heim- ild um vinuubrögð, scm þvi miður tiðkast allt of víða i stjórnkerfi Rey kjavikurhorgar. Tillaga sú er Helgi mælti fyrir hlaut slæmar undirtektir meirihlutafulltrúanna á borgar- stjórnarfundinum, og var tillög- unni visað frá með 8 atkvæðum gegn 5. Tillaga sú, sem hér er til um- ræðu, hljóðar svo: ..Borgarstjórn beinir þvi til stjórnarnefndar veitustofnana, að liún láti gera nákvæma timaáætlun yfir vinnu við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætl- ana þeirra stofnana, sem hún hefur umsjón með, i umboöi borgarráðs. Hverri stofnun skal skylt að gcra áðurnefndar áætl- anir á þvi timabili, sem tíma- áætlun þcssi gerir ráð fyrir, þannig aö stjórnarnefndin geti fjallað um þær á eölilegan hátt og ákvarðanatekt i sambandi vð þær þurfi ekki að fara fram með þeim flaustursbrag, scm viðgengizt hefur undanfarin ár.” Orsök þess, að ég hef taliö rétt, að slik tillaga kæmi fram i borgarstjórn er'sú, að mér virðist að samþykkt borgarstjórnar um stjórnarnefnd veitustofnana Reykjavikurborgar frá 15. júni 1967 hafi ekki verið framfylgt nægilega vel. REYKJAVÍK Ég mun nú lesa þessa sam- þykkt og lýsa siðan starfsháttum nefndarinnar þau rúmu 2 ár, sem ég hef átt þar sæti: Samþykktin ,, 1. gr. Stjórnarnefnd veitu- stofnana Reykjavikurborgar fer i umboði borgarráðs með málefni Hitaveitu Reykjavikur, Raf- magnsveitu Reykjavikur og Vatnsveitu Reykjavikur eftir þvi sem nánar segir i samþykkt þess- ari. 2. gr. Stjórnarnefnd veitustofn- ana er svo skipuð að i henni eiga sæti 5 menn. Borgarstjóri (borgarverkfræðingur), sem er formaður nefndarinnar og fjórir menn og jafnmargir til vara, kosnir af borgarstjórn úr hópi borgarfulltrúa (varaborgarfull- trúa). Kjörtimabil stjórnarnefnd- arinnar er hið sama og kjörtima- bil borgarstjórnar. 3. gr. Verkefni stjórnarnefnd- arinnar er sem hér segir: a) að vera borgarráði til ráðuneytis um málefni áðurgreindra fyrirtækja. b) að gera tillögur til borgarráðs um árlegar fjárhagsáætlanir stofnananna og gjaldskrárbreyt- ingar. c) að gera tillögur til borgarráðs um framkvæmd- aáætlanir stofnananna. d) að hafa umsjón með rekstri þeirra. 4. gr. Forstjóri hverrar stofn- unar á sæti á fundum stjórnar- nefndarinnar, þegar fjallað er um málefni þeirrar stofnunar, og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Hann undirbýr fundinn og sér um afgreiðslu mála, er frá stjórninni koma og stofnun hans varðar. 5. gr. Stjórnarnefndin heldur að jafnaði fund einu sinni i mánuði með forstjóra hverrar stofnunar. Skylt er að halda fund, ef einhver stjórnarnefndarmanna eða hlut- aðeigandi forstjóri óskar. Stjórnin skal halda gerðabók og skulu eftirrit send borgarráði jafnóðum. 6. gr. Samþykkt þessi öðlast gildi 1. júni 1967,” Þessi tillaga var samþykkt á fundi Borgar- stjórnar Reykjavikur 15. júni 1967. Starfshættir nefndarinnar Samþykktin gerir ráð fyrir 36 fundum á ári, auk funda sem einhver stjórnarnefndar- mannanna kynni að óska eftir. Og þá kem ég að starfsháttum nefnd- arinnar. — Ar 1970. Ég tók sæti i nefndinni seint i júni. Eftir það voru haldnir 3 fundir til ársloka. Fjárhags- og framkvæmdaáætl- anir Rafmagnsveitu og Vatns- veitu fyrir árið 1971 voru af- greiddar á einum þessara funda og áætlun Hitaveitu lögö fram, en hún var aldrei afgreidd i nefnd- inni. Ar 1971. Haldnir voru samtals 11 fundir, þar voru 3 skipulagðir sem skoðunar og kynningarferðir fyrir nýja nefndarmenn um veit- urnar þrjár. Aðrir fundir voru haldnir um stauramáliö svo- nefnda — blessuð sé minning þess —. Fjárhags- og framkvæmda- áætlanir fyrir árið 1972 voru af- greiddar á þremur fundum, af- gangur 2 fundir. Ar 1972. Tók ég nú að undrast þessa starfshætti allverulega og er i ljós kom að áðurnefndar áætl- anir fyrir árið 1972 höfðu tekið verulegum breytingum frá þvi að þær voru lagðar fram fyrir nefnd- ina og samþykktar þar, kom það Framhald á bls. 23 • Stjórnarnefnd hitaveitu, rafmagnsveitu og vatnsveitu borgarinnar hefur verið eins konar stimpilstofnun fyrir embættismenn — og Sjálfstæðisflokkinn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.