Þjóðviljinn - 31.12.1972, Síða 14

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNI Sunnudagur 31. desember 1972 ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGAR og leggja þyngri byrðar á þá, sem mikið hafa. Til frambúðar er þó aukning framleiðslunnar öruggari trygging fyrir batnandi hag en nokkuð annað. En sam- hliða þessu — að undirstaða at- vinnulifsins sé breikkuð — þarf að gera þjónustukerfið i landinu ein- faldara og ódýrara, bæði hjá einkaaðilum og þvi opinbera. Bent hefur verið á, að væru bankastarfsmenn hlutfallslega jafn margir á Islandi og i Sviþjóð þá ættu þeir að vera um 800. Þeir eru hins vegar tvöfalt fleiri, enda er bankakerfið hér á landi fárán- lega margþætt. Lúðvik Jósepsson, viðskrh., tilkynnti fyrir fáum dögum, að ákvörðun hefði verið tekin af hálfu rikisstj. um sameiningu banka, og yrði frumvarp um það efni lagt fyrir alþingi á þessum vetri. Frumvörp sem stefna að þvi að endurskipuleggja vátrygginga- kerfið og gera innflutning og drcifingu I y f j a ódýrari og öruggari en verið hefur, eru i undirbúningi og verða senn lögð fyrir alþingi. Þannig þarf að halda áfram og ryðja til i kerfinu og skera niður óþarfa eyðslu og milliliðagróða. Embættiskerfi rikisins þarf vafa- laust að endurskoða og koma á nýrri umdæmaskipan á ýmsum sviðum i samræmi við breyttar aðstæður. Allt eru þetta hin stóru við- fangsefni efnahagsmálanna sem hér hafa verið rakin og stefna rikisstjórnarinnar miðast við: Að minnka misréttið og bæta lifskjör láglaunamanna. Að hindra að atvinnurekendur velti launahækkunum jafnóðum út i vcrðlagið. Að stórauka framleiðsluna með útfærslu landhelginnar, togara- kaupum, iðnvæðingu i eigu íslendinga sjálfra, viðtækri áætlanagerð og margvislegum öðrum ráðstöfunum, og að minnka yfirbygginguna og skera niður óþarfa eyðslu og milliliðagróða. Um leið eru þetta markmið sem fela i sér grundvallarbreytingu frá þvi sem áður var, og þar með breytta efnahagsstefnu i af- gerandi atriðum. En þá er hins vegar eftir að nefna eitt mikils- vert viðfangsefni, sem þessi rikisstjórn hefur ætlað sér að leysa, þótt enn hafi það ekki tekizt: Að viðhalda þolanlegu jafnvægi i efnahagslifinu, og koma i veg fyrir mikla verðbólgu, sem ella leiðir af sér alræmd koll- stökk i efnahags- og gjaldeyris- málum. Stórkostleg aukning hefur orðið á llfeyrisgreiðslum og öðrum greiðslum stofnunarinnar er nú 132% hærra en fyrir tveimur árum. Myndin er tekin til tryggingamála, síðan stjórnin tók við. Framlag rikisins til Trygginga- við greiðslu ellilífeyris I Tryggingastofnuninni. Gengisfellingin Skal nú vikið að þessum sér- staka þætti efnahagsmálanna og þá fyrst og fremst nýafstaðinni gengisfellingu krónunnar. Eins og kunnugt er, var Alþýðubanda- lagið andvi^t þvi að leysa þann vanda, sem við hefur blasað i efnahagslif inu i haust, með gengislækkun. Hins vegar náðist ekki samkomulag i rikisstjórnni um þá leið, sem Alþýðubanda- lagið vildi fara. Alþýðubanda- lagið taldi ekki rétt, að rikisstjórn færi frá út af ágreiningi um þetta efni með hliðsjón af mörgum öðr- um verkefnum stjórnarinnar, og gengislækkun varð niðurstaðan. t umræðum um þessi mál, er hins vegar afar nauðsynlegt að láta ekki einstök orð koma i stað hugsunar, heldur aðgæta, hvað á bak við þau stendur. Svo dæmi sé nefnt, er raunverulega enginn eðlismunur á 10% tollgjaldi á inn- fluttar vörur og 10% hækkun erlendg gjaldeyris. Ef tollurinn er siðan notaður til að styrkja út- flutningsatvinnuvegina, er munurinn orðinn enn minni. 1 öðru lagi ætti að vera ljóst, að gengisfelling annars vegar, sem ekki er látin koma fram i visitölu- kerfinu, og hins vegar gengisfall með fullum launauppbótum vegna hækkunar verðlags, á fátt sameiginlegt nema nafnið. Kjarni vandamálsins er sá, að útflutningsatvinnuvegirnir hafa lent i fjárhagslegri klemmu, eins og svo oft áður, — að þessu sinni vegna rýrari og verðminni bol- fiskafla en áður fékkst og um leið að nokkru vegna aukins launa- kostnaðar, sem flestar aðrar at- vinnugreinar geta staðið undir. Andstaða Alþýðubandalagsins við gengisfellingaraðgerðir af þvi tagi, sem fyrri rikisstjórn stóð aftur og aftur fyrir og miðast við, að kaupgreiðsluvísitala sé tekin úr sambandi að meira eða minna leyti, byggist á þvi, að þar með er verið að lækka umsamin laun með skerðingu krónunnar. Kjara- skerðingin gengur jafnt yfir alla þjóðfélagshópa og er þvi hlut- fallslega þungbærustfyrir þá sem minnst hafa. Allar tillögur svo- kallaðrar valkostanefndar fólu i sér verulega visitöluskerðingu af þessu tagi, i hvaða formi sem þær voru, og þess vegna hafnaði Alþýðubandalagið þeim öllum. Viðhorf Alþýðubandalagsins til gengisfellingar, sem hefur óhindruð áhrif á visitölukerfið, byggist hins vegar á allt öðrum rökum, enda er slik efnahagsað- gerð gjörðlík i eðli sinu. í við- ræðum stjórnarflokkanna lýsti Alþýðubandalagið andstöðu sinni við þess háttar gengislækkun og benti á, að hún örvaði mjög vixl- ha>kkanir verðlags og launa og f. . . : Jjf ■ i Minnka verður yfirbygginguna I þjóðfélaginu, m.a. með einföldun bankakerfisins. Verið er að unuirbúa frumvarp um sameiningu Utvegsbankans og Búnaðarbankans. væri þvi ekki skynsamleg frá efnahagslegu sjónarmiði,enda hlyti fljótlega að sækja i sama horfið. Alþýðubandalagið vildi hvor- uga gengislækkunarleiðina, sem hér hefur verið lýst, en þó miklu siður þá, sem fól i sér visitölu- skerðingu og launalækkun. Hitt er allt annað mál, að vafalaust er óhjákvæmilegt að endurskoða visitölukerfið fyrir næstu samn- inga, enda er það augljóslega gallað að ýmsu leyti. Alþýðu- bandalagið taldi sjálfsagt að rikisstjórnin leitaði annarra úr- ræða gagnvart aðsteðjandi vanda og gæfi sér gott tóm til að móta nýja stefnu i þessum málum, en felldi þvi aðeins gengið, að þró- unin sýndi augljóslega, að annarra kosta væri ekki völ. Tillaga Alþýðu- bandalagsins Þvi að þeirra var völ. Það var tillaga Alþýðubandalagsins, að leitað yrði þeirra leiða til lausnar vandanum, sem minnst áhrif hefðu til hækkunar á visitölu, án þess þó að fela i sér launalækkun eða aðra árás á samninga laun- þegasamtakanna. Þessi leið var einkum i þvi fólgin að yfirfæra fjármagn til útflutningsatvinnu- veganna, bæði með þvi að létta af þeim útgjöldum og veita þeim fé til aukinnar hagræðingar. Þessa fjár vildi Alþýðubandalagið afla með þvi að skattleggja ýmsa þá eyðslu, sem minnst kemur við láglaunafólk og hefur þvi litil áhrif á visitölukerfið, til dæmis með þvi að leggja 11% gjald á ferðagjaldeyri og farmiðasölu til útlanda, en hvorugt ber söluskatt nú, og jafnfr. sérstakt gjald á helming innflutningsins, og hefðu þá verið valdar úr þær vörur, sem siður geta talizt brýnar nauð- synjar. Einnig vildi Alþýðu- bandalagið afla fjár með þvi að skattleggja ýmiss konar gróða- myndun i þjóðfélaginu meira en gert er, meðal annars verðbólgu- gróða af fasteignum. Gengislækkunin, sem valin var, er ein hin minnsta, sem hér hefur verið gerð. Hún eykur nokkuð þrýstinginn á nýjar verðhækk- anir, og vafalaust verður að hleypa talsverðum hækkunum i gegn á næstu mánuðum. En þegar sú hrina hefur gengið yfir, verður enn á ný að taka upp ströng verðlagshöft. Þrátt fyrir allt er þó staðreyndin sú, að sein- ustu tvö árin hefur verðlag hér á landi hækkað minna en i ýmsum nálægum löndum. Enda þótt hinar ýmsu leiðir, sem tii greina komu, hafi ólikar afleiðingar, verður ekki sagt, að valið milli þeirra skipti sköpum i lifi þjóðarinnar á nokkurn hátt. Verðbólgan og hin hagfræðilega jafnvægiskúnst er aðeins einn þáttur efnahagsmálanna, likt og girinn er þáttur i gangverki bilsins. Ekki dugar i akstrinum að gleyma sér með öllu yfir þeim vanda, hvað sé rétti girinn, enda er það svo, að einmitt i þess hátt- ar málum, sem varða efnahags- legt jafnvægi, er engin ein leið algild og ávallt sú rétta. Hér þurfti skjóta lausn á erfiðu máli. Samkomulag náðist ekki um aðra lausn og valið var þvi einfalt. Hitt hefði verið algerlega fráleitt af Alþýðubandalaginu að láta úrslit málsins varða stjórnarslitum. Landhelgin — Hersetan Baráttunni fyrir friðun fiski- miðanna er ekki lokið. Yfirgnæf- andi meiri hluti þjóðarinnar er áreiðanlega þeirrar skoðunar, að vel hafi verið haldið á landhelgis- málinu. Alltaf hlýtur að vera matsatriði, af hve mikilli hörku á að beita landhelgisgæzlunni, og ýmsum hefur vafalaust fundizt, að harðar mætti sækja á. Engum mun þó hafa komið til hugar, að við hefðum einhverja möguleika til að sópa erlendum togurum út úr landhelginni með afli. Svo bjartsýnn var að sjálfsögðu enginn. Þetta hlutu að verða langvarandi átök, sem miðuðu að þvi af okkar hálfu að þreyta Bret- ana og gera þeim úthaldið sem erfiðast. Það er þetta sem er að gerast. Og sannarlega hefði það verið mikið glapræði að afhenda nú landhelgismálið i hendur þeirra, sem fyrirfram gáfust upp, þegar þeir höfðu völdin. Samningaviðræður við Banda- rikin um endurskoðun herstöðva- samningsins og brottför hersins munu fará fram á næstu mán- uðum. Náist ekki samkomulag, er ráð fyrir þvi gert i málefnasamn- ingi stjórnarflokkanna, að stefnu stjórnarinnar verði fylgt eftir með formlegri uppsögn samn- ingsins frá 1951. A þá herliðið að vera horfið úr landi að einu ári liðnu þar frá. Samskipti Evrópurikja eru nú loksins að færast i eðlilegt horf eftir undirritun samninganna milli Austur og Vestur-Þýzka- lands. Stefna Brandts kanslara hefur endanlega sigrað og Þýzka alþýðulýðveldið hlotið sjálfsagða viðurkenningu. Þróun alþjóðamála á þessu ári hlýtur almennt að hvetja menn til þesshvar i flokki sem þeir standa og hvaða skoðun, sem þeir hafa áður haft, að taka nú loksins her- stöðvarmálið til gagngerrar endurskoðunar, eftir rúmlega þrjátiu ára þrásetu Bandarikja- hers i landinu. Þeir eru ekki margir nú orðið, sem ekki for- dæma striðsglæpi Bandarikja- manna i Vietnam, enda er mönnum loksins að verða það ljóst, að limlestingar og morð á Frh. á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.