Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 17
Suunudagur 31. dcsember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17. SJÓNVARPIÐ UM ÁRAMÓTIN i iþróttaþættinum á gamlárs- li'ta úrval fimleikamynda frá dag getur meöal annars aö ólympiuleikunum i Munehen. Kennarinn Bernard Ilcdgfes er aö vanda og mcira aö segja nú aftur kominn á kreik, hress nýtrúlofaöur. Gamlársdagur 14.00 Kréttir. 14.15 Teiknimyndir. 14.25 Kinu sinni var. (Story Theatre) Nýr barnamynda- flokkur, þar sem fræg ævin- lýri, þar á meðal úr safni Grimmsbræðra, eru færð i leikbúning. Gullgæsin — Dvergarnir og skósmiöur- inn.bulur Borgar Garðars- son. 14.50 Kvrópa aö leik. S k e m m t i d a gs k r á frá júgóslavneska sjónvarpinu, þar sem börn frá ýmsum Evrópulöndum koma fram og skemmta með söng, dansi og leikjum. 16.00 íþróttir.M.a. úrval fim- leikamynda frá Olympiu- leikunum i Mitnchen. Umsjónarmaður ómar Hagnarsson. 17.30 Hlé. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. 20.20 Innlendar svipmyndir frá liönu ári. 21.05 Erlendar svipmyndir frá liönu ári. 21.35 Jólaheimsókn i fjöl- leikahús. Sjónvarpsdagskrá frá jólasýningu i Fjölleika- húsi Billy Smarts, sem á sinum tima var frægur fjöl- listamaður, en fjölskylda hans starfrækir enn fjöl- leikahúsið, sem við hann er kennt. (Eurovision — BBC) býðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.25 Hvaö er i kassanum? Áramótagleöskapur i sjón- varpssal, þar sem fjöldi þekktra og óþekktra lista- manna kemur frain. Leik- stjóri Stefán Baldursson. Kynnir Vigdis Finnboga- dóttir. Stjórnandi tónlistar Sigurður Rúnar Jónsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 23.40 Ara móta k v eö ja út- v arpsstjóra, Andrcsar Björnssonar. 00.05 Dagskrárlok. Nýársdagur 13.00 Ávarp forseta Islands, dr. Kristjáns Kldjárns. 13.15 Endurtekið cfni frá gamlárskvöldi. Innlendar svipmyndir frá liðnu ári. Erlendar svipmyndir frá liönu ári. 14.25 Hlé. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn Ragnheiður Gestsdóttir og Björn bór Sigurbjörnsson. 18.45 Jólaheimsókn i fjöl- lcikahús. báttur úr jólasýn- ingu i fjölleikahúsi Billy Smart. Siðari hluti. (Euro- vision — BBC). býðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.15 lllé. 20.00 Kréttir. 20.15 Veöur og auglýsingar. 20.20 öræfaperlan.Óhikað má segja. að Landmannalaugar séu meðal fegurstu og sér- kennilegustu staða tslands. Mitt i hrikalegri og lit- fagurri auðn er litil gróður- vin með heitum laugum, þar sem ferðalangar geta skolað af sér ferðarykið og legið i vatninu, rétt eins og á baðströndum suðurlanda, milli þess sem þeir skoða furður islenzkrar náttúru. Kvikmyndun Örn Harðar- son. Tónlist Gunnar R. Sveinsson. Umsjón Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Aida.Ópera eltir italska tónskáldið Giuseppe Verdi. Höfundur textans er Antonio Ghislanazoni. Leik- stjóri Herbert Graf. Aðal- hlutverk Leyla Gencer, Fiorenza Cossetto og Carlo Bergonzi. Auk þess koma fram dansarar úr Kirov- balletlinum i Leningrad. býðandi Óskar Ingimars- son. óperan Aida var frum- sýnd i Kairö árið 1871 á að- fangadag i tilefni af vigslu Súez-skipaskurðarins. Efnið er sótt i forna sögu Egypta- lands. Foringi i her landsins verður ástfanginn af ambátt, sem hertekin hefur verið i Eþiópiu en dóttir Faraós hefur auga- stað á piltinum, og lætur sig ástamál hans miklu varða. 23.05 Aö kviildi nýársdags.Sr. Gisli Kolbeins flytur ára- mótahugvekju. 23.15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20.00 Kréttir. 20.25 Vcöur og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 34. þáttur. Striöiö heldur áfram.Efni 33. þáttar. David er hjá Grace vinkonu sinni, i Lundúnum, þegar eiginmaður hennar kemur óvænt heim. Davið tekur þetta nærri sér, en skömmu siðar ferst vinur Á nýársdag sýnir Sjónvarpiö ópcruna Aidu eftir Giuseppe Verdi. bessi mynd er af söng- konunni Leylu Genccr i titil- hlutverkinu hans og staðgengill i árásarferð og Davið hringir til föður sins. Hann er alger- lega úr jafnvægi, fullur iðrunar og svartsýni. 21.20 Khapsody in Blue. Útvarpshljómsveitin i Oslo leikur hið kunna tónverk eftir George Gershwin. Stjórnandi öivind Berg. Einleikari Kjell Bækkelund. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 21.40 llnipin þjóö i vanda. Kanadisk kvikmynd um lifiö i Saigon, höfuðborg Suður-Vietnams, og hér- öðunum þar i kring. I mynd- inni er lýst áhrifum lang- varandi ófriðar á hagi og hætti landsbúa. býðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 22.35 Dagskrárlok. Á TÍMAMÓTUM Ég hitti núna á milli jóla og ný- árs fjörugan bjartsýnismann. Hann hélt þvi fram að ekki væri nokkur vandi að bjarga heimin- um — bara að ná réttu sambandi. bessi góði maður byrjaði á þvi að fullyrða, að sá efnismassi, sem við köllum hnöttinn okkar, væri hreint ekki miðdepill alheimsins heldur einskonar tituprjónshaus á NEW YORK — Kennslukonuna við skóla nokkurn i Maryland i Bandarikjunum hefur varla grunað á hvað hún hætti, þegar hún dag nokkurn rétt fyrir jólin sagði 8 ára nemendum sinum, að þeir skyldu koma með einhvern hlut að heiman og segja frá hon- um i skólanum. begar hún daginn eftir bað einn strákinn að sýna sér, hvað hann hefði komið með beygði hann sig undir borðið og náði sigri hrós- andi i ósprungna handsprengju. Allir nemendur skólans, 300 að tölu, voru þegar fluttir burt og strákur mátti sætta sig við, að sprengjusérfræðingur næmi burt uppáhaldsleikfangið hans. útnára stjörnuhafsins. Rosabaug- arnir, silfrinskýin, vigahnettirnir og fljúgandi diskarnir, hvað held- urðu að þetta sé annað en mis- munandi skýr spor geimbúa sem eru að reyna að nálgast okkur — þó svo vantrúarmenn hafi gert litið úr þessu. En eftir að Rússar lögðu niður hugsjón heimsbylt- ingarinnar og sneru sér að verð- ugri verkefnum (ásamt Könum) þá hefðu hrannast upp aragrúi sönnunargagna, sem menn er á annaðborð fylgjast með astró- maniu, tækju gildar. bað var nú fyrstgýgurinn mikli i Siberiu sem menn töldu lengi vel vera gjótu eftir loftstein, en hvar var þá sjálfur steinninn? Um tima (i hlákunni)fengu menn að halda þvi fram að Kremlmúrar væru hlaðnir úr brotum þessa merki- lega steins, en við uppkomu GAGA-kenningarinnar varð sú skoðun sjálfdauð. bó að Rússar haldi þvi leyndu hvað GAGA- kenning er i raun og veru hefur samt siazt út að hún stendur i dul- arfullu sambandi við GAGARtN, fyrsta geimfarann og sumir halda þvi blákalt fram, að hann hafi komizt i tigi við geimbúa. Svo mikið er vist að náinn vinur Gag- arins, Ivan Sloborgin Gúanówiz, hefur skrifað bók, sem nefnist Kynmök geimbúa fyrri alda við jarðarbúa, og þarf þá ekki lengur vitnanna við þegar marxleninisk- ur visindafrömuður leggur fram slik gögn. Annars, sagði bjartsýnismað- ur, þurfum við hér ekki á neinum útlendum sönnunum að halda, við höfum nefnilega átt mesta vis- indamann allra alda, sem var bú- inn að uppgötva lifið á öðrum hnöttum löngu áður Gagarin fæddist, og nú hafa áhangend- ur hans komið sér upp rannsókn- arstöð með gagnverkandi sam- bandsmorsi og þangað berast nú daglega stórmerkar uppplýsing- ar utanað. Að visu hef ég ekki náð þvi að vera vixlutækur sem rann- sóknarmaður, en ég hef sæmileg sambönd og ég get sagt þér það, að á þeim hnetti sem visindamað- urinn mikli gistir nú, þar er land hliðstætt íslandi og þar búa hvorki meira né minna en 30 milj- ónir af okkar stofni. Mér þykir þú segja fréttir. Og hvernig gengur þar? bar kemur aldrei sildarleysissumar. bar er landhelgin stór. bar falla aldrei vixlar. Tryggingarnar greiða hverjum eins og hann óskar. Hús- næði er ókeypis. bar sér enginn eftir listamannalaunum. bar er engin Kviabryggja. bar er engin visitala þvi dýrtið þekkist ekki siðan gengið var fellt einhvern- tima á 9. öld, eða við upphaf iðn- byltingarinnar. Áfengisvanda- málið er fyrir löngu leyst, þeir lokuðu Rikinu og siðan þarf ekki að greiða neina skatta. Hass er óþekkt þvi menn eru sælir af sjálfú sér. bar er engin mengun. bar má halda hunda. Og Bern- harðstorfan hjá þeim er i miklu uppáhaldi. Og yrði auðvitað of langt upp að telja. Jæja, segi ég, og af islenzku bergi brotnir? Já kynið er gott, þeir hafa held- ur ekki eytt fiskistofnum og svo hefur þroskazt með þeim stjórn- unargáfan frá heimahaldinu, það er að segja, viðreisnargáfan. Og svo eru þeir i stöðugu sambandi við sér æðri geimverja. Hafa þeir þá leyst öll vanda- mál? O nei, ekki er nú það. beir hafa lengi stritt við að koma sér upp stjórnarandstöðu, en það gengur illa. Lögfræðingarnir hafa fyrir löngu þróazt upp i blómbera og gluggapússara sem þar eru há störf. bar sækjast menn sizt af öllu eftir ráðherrastólum. Margt stórfenglegt sagði þessi bjartsýnismaður áður en við kvöddumst, en hann var á leiðinni upp i stjórnarráð með nýja út- reikninga utanúr stjörnugeimn- um svo vist má telja að við stönd- um enn einu sinni á miklum tima- mótum. Ég býð ekki i suma flokka þegar stjórnin okkar hefur tekið geimvisindin i þjónustu sina. Ási i Bæ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.