Þjóðviljinn - 31.12.1972, Síða 21

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Síða 21
Suunudagur 31. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 dásamlega daga. Laugardag, sunnudag og mánudag. — En mer leiðist nýársdagur. Hann er alltaf svo dapurlegur. — Þvi meiri ástæða til að breyta því, sagði Peter. — En hvernig? Ég á við, hvað er hægt að gera á nýársdag? Allt er dautt. — Ekki Kastalahótelið. Hann fylltist allt i einu áhuga. — bar er sérstakur hádegisverður þann dag. Þrjátiu og fimm shillingar á mann — drykkir aukalega — — Hann má vera dálitið sér- stakur fyrir þrjátiu og fimm shill- inga! — Jæja þá. Harin er það. Og hvað sem þvi liður, þá er mér alveg sama um kostnaðinn. Ég er orðinn hundleiður á þessum eilifu vangaveltum yfir peningum, að þurfa að margvelta hverjum eyri áður en maður þorir að eyða honum. Við höfum gert það öll okkar hjónabandsár. Það er orðinn vani. Og hvernig væri að byrja árið með brauki og bramli að þessu sinni. Elisabet brosti glaðlega. — Ef þú segir að við höfum efni á þvi þá er allt i lagi. Mér þætti það dásamlegt — Allt i lagi, sagði Peter. — Ég hringi og panta borð undir eins. Þá er það búið. — Það er bara eitt — Hann sneri sér að henni. — Hvað er það? — Simon og Susan. Ég veit ekki hvað þau eru búin að ákveða. — O, þau hafa ekki ákveðið neitt. Ekki á nýársdag. — En það gæti verið. bú ættir alla vega að spyrja þau áður en þú hringir. — Simon er úti, sagði Peter. — Hann fór að kaupa jólaskraut. Hún leit á klukkuna. — En það er búið að loka búðum. Klukkan er hálfsex. — Hann fór i bilnum, sagði Peter. — Hann hefur náð. Hún leit snöggt á hann. — Áttu við' að hann sé einn i bilnum. — Já, sagði Peter. — Þvi ekki það? Hann er tvitugur. Það er meira en ár slðan hann tók bil- prófið. Ég get ekki passað hann alla ævi. Hann tók frakkann sinn af stólnum. — Jæja, ég ætla að minnsta kosti að þvo mér. Við getum spurt þau seinna. Hann spurði þau meðan Elisa- bet bar fram eplatertuna, sem var ábætisrétturinn þeirra um kvöldið. Þau litu hvort á annað og Simon ræskti sig. — Já,jamm ég er feginn að þú spurðir, sagði Simon. — Við ætluðum einmitt að tala við þig um þetta. Var það ekki Susan? - Jú, sagði Susan. Peter leit á þau á vixl. — Nú? sagði hann. — Hvað er á seyði? — Tja, eiginlega ekkert. Ekki á nýársdag á ég við. bað er kvöldið áður — — Það er sunnudagur, sagði Peter. — Það breytir ýmsu. — Eiginlega ekki. Það er ball i félaginu... ég á við, rugby klúbb- urinn hefur skipulagt það ... og þeir fara i kringum sunnudags- lokunina með þvi að hafa það einkasamkvæmi til miðnættis og ball eftir það. — Og háskólastjórnin hefur ekkert við það að athuga? — Nei, sagði Simon. — Það virðist ekki vera. — Nú jæja, sagði Peter. — En það ætti ekki að hindra okkur i að borða hádegisverð daginn eftir. Þið ættuð að vera komin heim þá. — Já, sagöi Simon. — Ég geri ráð fyrir þvi, En það er vanda- málið. — Hvað er vandamálið? — Að komast á milli, sagði Simon. — Þú veizt hvernig allt er á nýársdag. Engar lestir. Strjálar strætisvagnaferðir. Allt er meira og minna úr sambandi. — Og hvernig ætlið þið þá að komast heim? — Tja, sagði Simon. — Það er lóðið. Við vorum að vona að þú lánaðir okkur bilinn. — Það var og! Peter leit yfir borðið og glotti til Elisabetar sem var setzt niður. — Heyrðirðu þetta? — Já, sagði hún. — Ég heyrði það. — Og hvernig lizt þér á? — Ég sé eiginlega ekkert athugavert við það. Ég á við, að þú ert ekki á vakt. En þú yrðir að fara varlega, Simon. — Jú mikil ósköp, ég veit það. — Þú yrðir að fara mjög var- lega, sagði Peter. — Alveg geysi- varlega. Og nú neyðið þið mig til að segja ykkur fréttir, sem ég ætlaðiaðlúra á til mánudags. Þau störðu á hann öll þrjú með skeið- arnar á lofti, og hann fór að hlæja. — Ég er búinn að kaupa nýjan bil, sagði hann. — Loksins. — Ó, pabbi! — Elskan min, og þú hefur ekk- ert sagt mér. — Þetta átti að koma á óvart, sagði Peter. — Það átti að vera eins konar jólagjöf handa okkur öllum,sjálfum mér lika. Ekki svo að skilja að við fáum hann á jóla- dag. Það er ástæðulaust að skrá- setja gripinn fyrr en um áramót. — Þetta er stórkostleet! — Hvaða tegund? spurði Elisa- bet. — Já, hrópaði Simon. — Hvaða tegund? Ekki þó annan Ford? — Jú, annan Ford, sagði Peter. — Ef ég kaupi annan Ford, greiðir umboðið mér hærra verð fyrir gamla bilinn. Og það er mergurinn málsins. Þeir borga mér hundrað og fimmtiu fyrir þann gamla, sem er fimmtiu pundum meira en ég hafði gert mér vonir um. En ef þú klessu- keyrir hann i vikunni á undan, þá horfir málið öðru visi við. — En það geri ég ekki, sagði Simon. — Ég skal vera gætinn. Ég lofa þvi. — Gott og vel, sagði Peter. — Þú getur fengið hann, ef þú gerir þér fyllilega ljóst hve þýðingar- mikill hann er. — Og það er ekki bara billinn, sagði Elisabet. — Það ert þú sjálfur. — Og ég, sagði Susan. — Og Jean. Hann verður svo sannar- lega að fara varlega. — Já, auðvitað, sagði Simon gremjulega. — Þið þurfið ekkert að vera að staglast á þessu. Peter leit á hann og fór að brjóta saman munnþurrkuna sina. — Jean, sagði hann ihugandi. — Er það ennþá Jean Ferguson? Eða er það einhver önnur Jean sem ég veit ekki um? — Nei, það er ennþá Jean Ferguson. Simon reyndi að vera æðruleysislegur i tali. — Hún dansar stórvel. — Já, sagði Peter. Elisabet sá snöggt bros leika um varirnar á Susan og hún velti fyrir sér, hversu mikið hún vissi eða gæti sér til um. — Hvað um þig? spurði hún. — Hefur þú einhvern herra á þetta ball? Stúlkan kinkaði kolli og renndi niður tertubita. — Johnnie Johnson bauð mér, sagði hún. — Johnnie Johnson? — Strákur i minum bekk, sagði Susan. — Ég hef þekkt hann heila eilífð. Simon brosti. — Þekktur undir nafninu Johnson tigrisdýr, sagöi hann. — Fótboltahetja. Tveir metrar á hæð og þrekinn eftir þvi. Susan roðnaði litillega. — Góði Simon hættu þessu. Hann er ekki nema einn og niutiu. — Hvaða máli skipta nokkrir sentimetrar? Hann verður hvort eð er að dansa á hnjánum þegar hann dansar við þig. — Ég er stærri en Jean, sagði Susan. — Og þú skalt ekkert segja. Elisabet heyrði gremjuna i rödd dóttur sinnar og fór að taka fram af borðinu. — Allt i lagi, sagði hún. — Þið getið hjálpað til við uppþvottinn. Peter ýtti stólnum sinum frá borðinu. — Ekki ég, sagði hann. — Ég ætla að panta þetta borð. Siðan þarf ég að skrifa bréf. Og eftir það, ef guð og praksisinn lofa, ætla ég að setjast i góðan stól með fæturna uppi á öðrum stól. — Hér er gerður mannamunur, GLENS BRIDGE Yöm Belladonna Það er ekki á allra færi að gagnrýna spilamennsku italska meistarans Belladonna, en þó þóttist einn af minni „spámönn- unum" fær um að gagnrýna hann fyrir að i'ara ,,of flókna" varnar- leið til að l'ella sögnina. Auð- veldari leið hefði mátt fara. N sp. 7 tí 3 hj. G 8 3 2 ti. 10 la. A K 9 7 2 V sp. G 9 8 4 2 hj. I) ti. A 9 3 la. D 8 tí 4 A sp. D 10 5 hj. A K tí ti. K 8 7 5 2 la. 10 3 sp. Á K Ilj. 10 9 7 5 4 ti. D G tí 4 la. G 5 Sagnir: Norðurgefur. Austur — Vestur á hætlunni. Vostui" Norður Austur Siióur Bellad Ekberg Mondol Brunzell pass 1 ti. •> la. dobl pass pass pass Belladonna i Vestri lét út hjartadrottningu sem hélt slagin- um. Hvað lét hann siðan út, til að fella tveggja laufa sögnina? Svar: Eftir að Belladonna hafði fengið slaginn á hjartadrottning- una, lét hann út lágspil i tigliund- an tigulasnum. Austur tók á kóng sinn og tók siðan á háspilin sin tvö i hjarta, on Bolladonna kastaði tvcim siðustu tiglum sinum i þá slagi. Siðan lét Austur út tigul, og þannig fékk Belladonna tvo slagi á trompi. Trompi S. tigulinn með laufaniunni, kastar Vestur af sér spaða. Láti Suður þvinæst út laufatvistinn, tekur Vestur á drottninguna og lætur aftur út lauf undir gosann i borði. Sagn- hafi er þá lokaður inni i borðinu og Vestur hlýtur að fá annan slag á tromp, með þvi að yfirtrompa annað hvort hjarta eða tigul. Það var óhjákvæmilegt að Vestur kastaði af sér tiglunum tveim, og sú gagnrýni á varnar- spil Belladonna, sem kom fram að hann hefði átt að kasta af sér spaða fremur en tigli var ekki á rökum reist. Ilvernig hofði Suður gctað unn- ið sögnina of BcIIadonna hofði i rauninni spilað eins og gagnrýn- andi hans vilili að hann hefði gort? Þá hefði Suður trompað á spað- ana tvo, trompað enn tigul, til þess að fria drottninguna, þvi að tigulásinn fellur, og trompar sið- asta spaða sinn með laufafimm- unni i borði: hj. 10—9 ti. D la. G. lla. D—8—6—4 ti. 7—5 la. 10—3 hj. G la. Á—K—9 Suður spilar trompi úr borði og fær þrjá slagi enn. Hann lætur út tiguldrottninguna og kastar i hana hjartagosanum. V'estur trompar og verður að láta aftur út tromp... Hálfslemman í Estoril Hér kemur gjöf sem þótti einna athyglisverðust á Evrópu- meistaramótinu sem haldið var i Estoril i Portugal. Hún kom fyrir i keppni Dana og Finna. Finnski sagnhafinn tapaði hálfslemm- unni, en hana hefði mátt vinna el'tir útspilið. N sp. D—7—2 hj. tí ti A— tí la. A—K- D—8—6—4—2 V sp. 10—9—4 hj. G- 10—5—4 ti. K—D— 10—3 la. 10—3 A sp. A—K—6—5 hj. 9- 2 ti. 8—7—4—2 la. 9—7—3 S sp. G—8—3 hj. A—K—D—8—7—3 ti. G—9—5 la. G Sagnir: Norðurgefur. Enginn á hættunni. Vestur Möller, Norður Koski, Austur Pedersen Suður Kuneberg. i'ostur Noröur Austur Suöur 1. hj- pass 2. la. pass 2. hj. pass fi. la... Vestur lét út tigulkóng. Hvernig hefði Suður getað unnið hálf- slemmuna i laufi gegn beztu Uhugasemd um sagnirnar Sagnir Suðurs gætu virzt heldur einfaldar. Þær eru hins vegar alls ekki fráleitar, þvi að þær hafa þann kost að láta andstæðingana ekki fá neina visbendingu um hvernig i spilunum lá, og koma þannig t.d. i veg fyrir rétt útspil. Og reyndar munaði minnstu að sögnin ynnist, enda þótt fyrir- slöður vantaði i spaða. Við hitt borðið voru sagnirnar eðlilegri og lokasögnin þrjú grönd, sem Suður (Trelde) spil- aði. Sú sögn reyndist auðunnin. JfA híiiikiiin cr biiklijarl rBÚNAÐARBANKINN m ÍSLtlZKRA HUÚMUSTARMANNA #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar lœkifœri VinsamlRgast hringið í Z02SS milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.