Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 31.12.1972, Blaðsíða 23
Siinnudagur :il. desembcr 11)72 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA23. Guðjón Framhald af bls. 6. mál til umræðu i nefndinni. Fundargerðir frá 11. og 13. janúar tala þarna allskýru máli.og sé ég ekki ástæðu til að rekja það hér. Settar voru fram kröfur um breytta starfshætti nefndarinnar til samræmis viö samþykktir borgarstjórnar og studdi stjórn- arnefndarmaðurinn Sveinn Björnsson, verkfræðingur, þessa viðleitni eindregið. Stjórnar- nefndarmaðurinn Kristján Frið- riksson var þessu einnig hlynntur. Voru siðan gerðar ákveðnar samþykktir, er bókaðar eru i fundargerðum frá 17. marz og 14. april. Nú voru hafnir vikulegir fundir fram til 23. júni, að nefndarmenn urðu sammála um, án þess að kæmi þó til bókunar i fundargerð, að fresta fundar- höldum um riflega mánuð eða svo, vegna sumarleyfa. 16. júni var ákveðið og bókað að stjórnar- nefndin fái frumdrög að fjárhags- áætlun veitustofnana til með- ferðar, eins fljótt og við verði komið. Sumarleyfi okkar nefndar- manna var býsna langt, lengsta sumarleyfi sem að ég hef fengið um dagana. Næstu fundir voru haldnir 15. september og 2. októ- ber, báðir hjá Rafmagnsveitunni og var fundarefni skipulag raf- orkumála. Vantaði nú stimpilinn okkar og átti að nota hann til að spilla fyrir frumvarpi iðnaðar- ráðherra um þetta eíni. Frumdrögin áðurnefndu bárust mér þann 15. nóvember, eftir að ég hafði gengið eftir þeim i sim- tali við skrifstofustjóra borgar- verkfræðings daginn áður. Þann 12. nóvember haföi ég skrifað for- manni bréf, sem þó hafði ekki borizt i hendur hans þann 15. Fjárhagsáætlun veitustofnana fyrir ’73 voru siðan afgreiddar á 4 sky ndifundum. Formaður nefndarinnar gat þvi miður ekki mætt á þessum fundum og hinir 2 fulltrúar meirihlutans áttu ákaf- lega annrikt. Þannig sátum viö Kristján Friðriksson lengi vel einir með hitaveitustjóra og ritara nefndarinnar á fundinum i Hitaveitunni. Af ofangreindum ástæðum sá ég mér ekki fært að taka þátt i at- kvæðagreiðslum um nefnda fjár- hagsáætlun nú, en gerði svofellda grein fyrir hjásetu: ..Eftirfarandi sc bókað. Aö cg tcl, aö framkvæmdaáætlun stofn- ana, sem vclta fjármagni á borö viö þaö, sem Veitustofnanir Revkjavikurborgar gera, sé meira mál cn svo, aö stjórnar- nefnd veitustofnana geti afgrcitt þaö á einum fundi i hverri stofnun auk eins sameiginiegs fundar, og sit þvi hjá viö atkvæöagreiösiu um fjárbagsáætlanir stofnananna aö þcssu sinni. Einnig skal þaö gagnrýnt, aö formaöur stjórnar- nefndarinnar hefur ekki scð sér fært aö setja áöurnefnda fundi." Og siðan lagði ég fram eftir- farandi tillögu: „Stjórnarnefnd veitustofnana samþykkir aö beina þeim tilmælum til borgar- stjórnar aö bún hlutist til um, aö gerö verið nákvæm timaáætlun yfir vinnu viö framkvæmdaáætl- anir stofnana Reykjavikur- borgar. Hvcrri stofnun skal skylt aö gera sínar áætlanir á þeim tima, sem timaáætlun gcrir ráö fyrir, þannig aö kjörnar stjórnar- nefndir geti fjallað um þær, á eölilegan liátt og ákvaröanatekt i sambandi viö þær þurfi ekki að fara fram ineð slikum flausturs- brag og viðgengizt hefur undan- farin ár.” Þessi tillaga var felld i nefnd- inni. Sveinn Björnsson snerist nú gegn þessu, án þess að tilgreina ástæðu, og Kristján Friðriksson sat hjá. Af þeim sökum er tillaga þessi hingað komin. - Vald embættismanna Ég hef nú lokið við að lýsa starfsháttum veitustofnana. Ef menn taka sér það fyrir hendur aö renna augum yfir fundargerðir þessarar stofnunar, þá kemur það i Ijós, að fundir hafa þá og þvi aðeins verið haldnir, að embætt- ismennina hafi vantað stimpil á fyrirhugaðar athafnir sinar. Það gengur eins og rauður þráður i gegnum fundargerðirnar. Það geta menn kynnt sér, ef vilja. Ég þarf ekki að lýsa þvi hvilik hætta felst i þvi, þegar duglegir embættismenn i krafti sérþekk- ingar sinnar gerast ráörikir og taka fram fyrir hendurnar á kjörnum fulltrúum fólksins. Það endar þannig, að þessir fulltrúar fólksins eru duglitlir, að embættismennirnir sitja eins og össur i kerfinu og ráða þar öllu sem þeim sýnist. Prófessor Sig- urður Lindal fyrrverandi hæsta- réttarritari, núverandi lagapró- fessor, lýsti þessu mjög skarp- lega i ágætri ræðu, sem hann flutti á ráðstefnu Stúdentafélags- ins Verðandi og Samtaka her- stöðvaandstæðinga nú nýlega. (Vitnaði Helgi i ræðu þá, er blaðið hefur áður birt eftir Sigurði.) Steinkastið Framhald af 18. siðu. yrði klukkunni i heiminum seinkað um sekúndu þann 1. janú- ar nk. og i Noregi færi sú athöfn fram i útvarpinu kl. 18,30 á gamlárskvöld. Hvar er þetta gert á tslandi? Hvar er klukkumamman, sem allar aðrar klukkur eru stilltar eftir? í rikisútvarpinu sögðust þeir hafa móöurklukku, sem IBM sæi um að halda réttri og hjá IBM, þe. Skrifstofuvélum hf., sögðust þeir fá upplýsingarnar frá Gufunesstöðinni. Og það er reyndar i Gufunesi, sem móðurklukka landsins reyndist vera, en að sögn Jóns Magnússonar starfsmanns þar, gefa þeir bæði Fröken klukku og fleiri aðilum upp rétt sekúndubrot hverju sinni. Þeirra upplýsingar koma hins vegar ekki frá Green- wich, eins og við höfðum vænzt, heldur frá sérstakri útvarpsstöð i Bandarikjunum, sem sendir reglulega út timann, WWV. Guðmundur Framhald af bls. 11. einviginu,og eins höfum við vonir um að losna við allan söluskatt. Gáfu Þjóðminja- safninu hið verðmæta borð En ég vil láta það koma fram, að við gáfum Þjóðminjasafninu borðið fræga, sem við hefðum getað selt fyrir nokkrar miljónir eftir einvigið, en við vildum ekki láta þetta merkilega borð fara úr landi. Þá keyptum við mikil tæki i sambandi við innanhússjón- varpskerfi i Laugardalshöllina og sjónvarpstökuvélar o.fl. Þetta seldum við islenzka sjónvarpinu fyrir litið fé, þar eð þetta er ung og fátæk stofnun. Ég held að við höfum vel gert i þessum málum. Við höfum enn baktrvggingu þá sem riki og borg buðu okkur, en vonum fastlega að við náum end- unum saman án þess að leita til opinberra aðila, en hvort það tekst eða ekki skal ósagt látið. —S.dór. Margrét Framhald af 19. siðu. ekki i óæskilegum félögum, en helzt i æskilegum félagsskap. Þá kynnist ég þvi hvernig er að vera innfædd meðal herraþjóðar; hvernig er að vera undir smásjá persónunjósnara og skoðana- njósnara og hvernig er að hafa rangar skoðanir og ekkert frelsi til að tjá sig. Snorraeddumenn Atóm- stöðvarinnar vildu selja land fyr- ir dollara. Snorraeddumenn raunveruleikans hafa ekki selt, af þvi að þjóðin á landið og vill ekki selja. Hins vegar hefur þeim ték- izt að láta land af okkar landi undir herstöð með nokkrum morðmeisturum og tilheyrandi græjum og nokkrum áróðurs- meisturum með útvarp og sjón- varp, og þeir segja okkur að bezta vörn okkar sé að vera skotmark. Og Snorraeddumenn raunveru- leikans segjast vita að þeir hafi réttar skoðanir, en þeir megi samt ekki senda hingað atvinnu- morðingja nema með réttan litar- hátt. Og menn með réttar skoðan- ir halda áfram að kasta sprengj- um og úða með eitri yfir þjóð með rangar skoðanir og rangan litar- hátt. Og Snorraeddumenn nútim- ans verða svo hrifnir, að þeir skuli taka sér frelsi til þess að þeir kalla sig „forustuþjóð frelsisunnandi þjóða” og skrifa um það i leiðara á þjóðhátiðar- daginn að við megurh engan hlekk láta bresta sem tengir okk- ur við slika þjóð. Daginn eftir heyrum við svo i fréttum, að þjóð- hátiðardagurinn sé orðinn aðal- brennivinsdagur okkar hersetnu þjóðar. Sérstaklega sé brenni- vinshátiðin áberandi hjá börnum og unglingum. Og þeir sem hneykslast mest eru þeir sömu og duglegastir eru við að taka guð vors lands frá börnunum og skilja þeim eftir mammon og Bakkus. „Það er ekki hægt að komast hjá þvi að hlutur sem liggur i salt- vatni taki i sig salt”, sagði organ- istinn við Uglu. Þetta ættum við að athuga áður en við förum að dæma börn og unglinga. Þegar ég heyri um drykkjuskap verður mér hugsað til lýsingar á eldra syni Búa Árlands: „Landaljómi var siginn saman i ömurlega hrúgu, með sigarettuna rjúkandi milli varanna og hvítmataði i augun; i allsnægtahúsi föður sins var bann lifandi uppmáluð ör- vænting tfmans, flóttamaður og heimilisleysfngi á vonlausri stassjón.” Og mér verður hugsað til yngri sonar Búa Árlands. Mitt i Jörfa- gleði aldarinnar, i hávaða frá amerisku stöðinni og fjórum glymskröttum hingað og þangað i húsinu, sitja gullhrúturinn og frændi hans inni i skáp að tefla. Þegar Ugla sér þessa sýn segir hún: „Og við þessa sýn varð ég aftur gagntekin þvi öryggi lifsins, þeirri birtu hugdjúpsins og sviun hjartans sem ekkert slys fær skert.” Og mér verður hugsað til þess hamingjusama fólks, organist- ans, stúlkunnar og piltsins i búð- inni, fólksins á selluíundi og fólksins i Eystridal. Og við það verð ég bjartsýn á, að hvorki morðvélar, áróðursvélar, brenni- vin né nokkuð annað muni granda okkur, minnug þeirra orða organ- istans: „Island heldur áfram að standa.” Toyota - umboöið óskar öllum landsmönnum og þakkar viöskiptavinum góö viöskipti á liönum árum. TOYOTA - UMBOÐIÐ HhFHATHNi)__________ gleðilegs árs ÁTTADAGSGLEÐI stúdenta er i Laugardalshöllinni á gamlárskvöld kl. 23 - 04 Hljómsveitin Brimkló. Veitingar ódýrari. Forsala miða i anddyri H.í. i dag kl. 15-17 og i Laugardalshöllinni frá kl. 22. Kaupið miða tímanlega, í fyrra seldust þeir upp. Stúdentaráð. STYRKUR til sérfræðiþjálfunar i Bretlandi Kre/.ku sendiráðið i Keykjavik hefur tjáð isleir/.kuni stjói'iivöldum, að sanitök bre/kra iðnrekenda, Con- federation ol British lndustry, muni gefá islen/.kum verk- fræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til sérnáms og þjálfunar á vegum iðnfy rirtækja i Bretlandi. Unisækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi i verkfræði eða lækiiilræði og hafa næga kunnáttu i enskri tuiigu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vcgar fyrir menn, cr nýlega liafa lokið prófi og hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfs- rey.nslu. Eru þeir styrkir veittir til 1-1 1/2 árs og neina 1)36 sterlingspundum á ári, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakoslnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönniim, sem liafa ekki minna cn 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálfunará sérgreindu tæknisviði. Þeir styrkir eru veittir til 1-12 mánaða og nema 1140 sterlingspundum á ári, cn ferðakostnaður er ekki grciddur. Umsóknir á tilskildum cyðublöðum skulu hafa borizt nienntaniálaráðuneyliiiu, Ilverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 30. janúar n.k. Umsóknarcyðublað, ásamt nánari upplýsingum um styrkinn, fást i ráðuneytinu. MHNNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 2S. DESEMBER 1972. Auglýsingasíminn er 17500 VOÐVIUINN hl. C/ INDVEKSK UNDKAVEKÖLI) ^ INvtt úrval austurlen/.kra skrautmuna til JÖLAGJAFA. Ilvergi meira úrval af reykelsi og reykelsiskerjum. ATIÍ: OI’II) TIL KL. 22 ÞKIDJUDAGA ()(■ FÖSTUDAGA. Sniekklegar og fallegar jólagjafir fáið þér i JASMÍN Laugavegi 133 (við lllemm). JASMÍN, við llleinmtorg. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN GUÐJÓNSSON Kópavogsbraut 63 vcrður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30 Guðrún Bjarnadóttir synir, tengdadóttir og barnabörn. Jarðarför eiginkonu minnar dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu. KLÖRU HALLDÓRSDÓTTUR, Hamrahlið 9 er andaðist i Borgarspitalanum 25. des s.l. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3 jan. n.k. kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afbeðnig en þeim sem vildu minnast hinnár látnu er bent á Barnaspitala Hringsins. Ingólfur Sveinsson (iiiðmunda (>uðiuundsdóttir og börn, tengdadóttir og harnabarn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.