Þjóðviljinn - 04.01.1973, Qupperneq 3
Fimmtudagur 4. janúar 1973;þjöÐVILJINN — SÍÐA 3
Bensín-
lítrinn
kostar
19
krónur
A nýársdag hækkaði bensin-
litrinn úr 16 kr. i 19 kr.
Vegagjald hækkar um 2 kt\ i
bensinverðinu.- Þá stafar
hækkunin ennfremur af
gengisbreytingu og hækkun
söluskatts og fleiru smávegis.
Söluskattshækkunin nemur
þannig 20 aurum i þessu til-
viki.
Þegar bensinlitrinn kostaði
16 kr. nam vegagjaldið 7,87 kr.
af bensinverðinu. Nú nemur
vegagjaldið 9,87 kr. af verði
bensinlitrans.
Nokkrum erfiðleikum olli
það haustið 1968, þegar
bensinlitrinn fór yfir 10 kr. Er
þá átt við stillingu á bensin-
dælum. Sýndi verðmælirinn
þá kr. 1,10 i stað kr. 11,00 eins
og bensinlitrinn átti þá að
kosta. Þessir erfiðleikar koma
ekki nú að sök meðan verð
stendur á tug króna.
Þá hækkaöi olia til húsa-
hitunar úr 3,96 kr. i 4,70 kr.
litrann. Sama hækkun verður
á oliu til húsahitunar.
Eftirspurn eftir plássum á loðnubáta
Mannekla á línubátum
Helmingi fleiri bátar
verða á loðnu núna í vetur
en í fyrra, sagði Kristján
Ragnarsson formaður LIU
i gær. Verða 65 til 70 bátar
með nót og um 30 bátar
með flotvörpu. Eru þetta
aöallega stærri bátarnir í
síldarflotanum. Ennfrem-
ur um 100 tonna bátar úr
Vestmannaeyjum. Þá hef-
ur togarinn Júpíter frá
Reykjavík sótt um loðnu-
leyfi.
Um eitt þúsund til ellefu hundr-
uð manns þarf til að manna
loðnubátana. Ekki vantar menn á
þá og linnir ekki heimsóknum og
simhringingum hér á skrifstof-
unni að spyrja um pláss á loðnu-
báta.
Hins vegar hef ég á blöðum hjá
mér allt að eitt hundrað pláss á
vertiðarbáta suðvestanlands. Er
einna helzt óskað eftir stýrimönn-
um á bátana. Þetta er einkum
pláss á linu- og netabáta i
verstöðvum á Reykjanesi. Þá
bregður einnig fyrir óskum um
menn á báta i verstöðvum á Snæ-
fellsnesi.
Þá vantar lika sjómenn á báta i
A vetrarvertfð.
Eyjum, Þorlákshöfn og Höfn i
Hornafirði, þó að beiðnir um sjó-
menn á þessa báta liggi ekki fyrir
hjá mér i eins rikum mæli og i
verstöövarnar á Reykjanesi.
Hverskonar pláss eru laus á
LÍNAN FÓR FYRST,
MASTRIÐ Á EFTIR
Gizka þeir á hjá Landsvirkjun
Forráðamenn Lands-
virkjunar hafa orðið fyr-
ir mjög harðri gagnrýni
vegna bilunar þeirrar er
varð á Búrfellslínunni
rétt fyrir jólin. Beinist
gagnrýni manna að
möstrunum og er sagt að •
þau hafi í upphafi verið
of veik fyrir isl. veðr-
áttu. Fyrir tveim árum
bilaði mastur í línunni og
fór þá fram rannsókn á
möstrunum. Hver varð
niðurstaða þeirrar rann-
sóknar og hvers vegna
brotnaði mastrið nú? Að
þessu spurðum viðEírík
Briem forstjóra Lands-
virkjunar.
— Við höldum, að þegar
bilunin varð hjá Hvitá nú fyrir
jólin, hafi linan farið fyrst i
sundur og við þann hnykk sem
þá kom hafi mastrið farið.
Þetta er að visu ágizkun þvi að
rannsókn á þessu er enn ekki
lokið, sagði Eirikur.
— En hver var niðurstaða
rannsóknarinnar á möstrun-
um eftir óhappið fyrir tveimur
árum?
— Endanleg niðurstaða
fékkst nú eiginlega aldrei. Við
fórum i svissneskt fyrirtæki til
að fá möstrin rannsökuð,
sjálfir vorum við að rannsaka
þetta og að sjálfsögðu Harza,
fyrirtækið sem lagði linuna.
Menn voru ekki á einu máli
um orsökina og ef til vill voru
orsakir fleiri en ein. En ský-
laus niðurstaða fékkst aldrei.
Þó var ráðizt i að styrkja ein
20 möstur og þetta sem fór
núna var eitt af þeim.
— Það hefur þá sem sagt
komið útúr þessari könnun að
ástæða væri til að styrkja
möstrin?
— Já, við vorum sammála
um að styrkja þyrfti 20 möst-
ur. Þar með var þó ekki sagt,
að þau stæðust ekki kröfurnar
sem voru gerðar til þeirra.
— Hvernig voru þessi möst-
ur styrkt?
' — Það voru sett i þau fleiri
þverjárn.
— Er það rétt að bráða-
birgðamastrið, sem reist var
þegar fyrra mastrið fór,
standi enn þá?
— Já, og ástæðan er sú að
við teljum það bara jafn sterkt
og hin möstrin. Og við ákváð-
um að skipta ekki yfir aftur
fyrr en nýja linan verður tekin
i notkun.
— Hvað kostaði þessi styrk-
ing?
— Ég man það nú ekki ná-
kvæmlega. Það er nú svo með
þessar linur, að fyrstu árin
þarf að yfirfara þær æ ofan i
æ. Og það þykir normal
kostnaður við svona linur.
— Einn af þeim sem hefur
gagnrýnt ykkur hjá Lands-
virkjun segir að svo veik séu
möstrin að það gætu hæglega
falliö 100 möstur i einu, hvað
segir þú um það Erikur?
Frh. á bls. 15
þessum bátum og i sumum
tilfellum beðið um nær
alla áhöfnina. Þannig vantar
háseta, netamenn, beitingamenn,
vélstjóra og einkum stýrimenn. A
skrifstofu Llú liggja 24 beiðnir
núna frá einstökum útgerðar-
mönnum. Öska þá margir þeirra
eftir minni og stærri hluta úr
áhöfn á bátana.
Hvað starfa margir sjómenn á
vertiöarbátum?
Að meðaltali 4400. Eru þá
undanskildir sjómenn á opnum
vélbátum og togurum. Er þetta
miðaö við vertiðarbáta bæði und-
ir og yfir 100 tonnum að stærð. A
hávertiðinni i marz eru taldir um
5100 sjómenn á bátunum. Hefur
ætið orðið erfiðara að manna
þessa báta að undanförnu, —
einkum siðan byggingarvinna
náði saman árið um kring. Er
orðið erfiðara að manna bátana
einkum á netavertið.
Þá tel ég, að atvinnuleysis-
styrkur hafi dregið úr hreyfanleik
vinnuaflsins milli einstakra
staða. Þannig sækir fólk siður
vertið suður á land að austan og
norðan eins og áður.
Þegar ásókn harðnar hjá
vertiöarbátum i marzmánuði og
fram i april, er hægt að gera ráö
fyrir að dragi úr ásókn loðnubáta
við loðnuveiðar, þeir fari jafnvel
yfir á þorsknetaveiðar eins og
þeir gerðu i fyrra.
Sækja Færeyingar hingað á
vertið i vetur?
Um 100 Færeyingar hafa ætið
komið hingað á vetrarvertið. Er
það nánast gamall vani hjá þess-
um færeysku vinum okkar. Það
er ekki vegna atvinnuleysis i
Færeyjum á vetrum.
Hvernig lizt þér á vertiðina á
Vestfjörðum?
Vestfirðingar standa miklu bet-
ur að þvi að manna báta sina. Þar
rikir meira samræmi i atvinnulifi
fjórðungsins. Einna erfiðast eiga
Súgfirðingar við að manna báta
sina, — þá vantar lika fólk i
frystihúsið. Hér fyrir sunnan
þurfum við verulega aukningu á
mannafla á vertiðinni, — einkum
þegar netavertiðin byrjar. Þarf
þá að haga framkvæmdum þann-
ig að losni um fólk fyrir þennan
tima. Meira samræmi er á þess-
um hlutum á Vestfjörðum.
Annars hafa linuveiðar gengið
vel fyrir vestan i haust. Hægt er
að tala um aflahrotu á Halanum
um miðjan desember.
Hvað er þér efst i huga
fyrir komandi vertiö?
Mestar áhyggjur hef ég af
minnkandi þorskafla.
Eru þessar spár fiskifræðinga
réttar um minnkandi þorskafla?
Vex hlutdeild okkar i þvi, sem
veitt er á heimamiðum? Þetta
eru tvær veigamiklar spurningar,
sagði Kristján.
— g.m.
Akranes
Fyrsta félagsvistin á árinu
verður i félagsheimilinu Reyn
fimmtudaginn 4. janúar kl. 20.30.
Sjálfstætt fólk
dregur mest að
Agæt aðsókn hefur verið hjá
Þjóðleikhúsinu það sem af er
þessu leikári. Sýningar urðu
alls 75 til áramóta og hafa
sjaldan verið fleiri sýningar i
Þjóöleikhúsinu á fyrstu fjór-
um mánuöum leikársins.
Rösklega 30.000 leikhúsgestir
komu i leikhúsið á þessu tima-
bili og er það svipaður áhorf-
endafjöldi og var á s.l. leikári.
Flestar sýningar hafa verið
á þessúm tima á Sjálfstæöu
fólki, eða alls 28 og að jafnaði
hefur verið húsfylli á sýning-
um. Þá hafa verið 14 sýningar
á Lysiströtu og aðsókn á þær
sýningar einnig ágæt.
Skömmu fyrir jól hófust
sýningar á vegum Þjóðleik-
hússins á litla sviðinu i
Lindarbæ. Unnur Guðjóns-
dóttir ballettmeistari stjórn-
aði þar sýningu með nokkrum
ballettdönsurum og tveimur
leikurum. 1 þessum mánuöi
hefjast sýningar á nýju verk-
efni i Lindarbæ og verður sú
leiksýning ætluð börnum.
Stjórnandi er Kristin M. Guð-
bjartsdóttir. Fyrirhugaðar
eru fleiri sýningar i Lindarbæ
á vegum Þjóðleikhússins á
þessu leikári.
Þessi mynd er úr leikritinu Lýsiströtu hjá Þjóöleikhúsinu, en sú sýning
hefur hlotið mjög góða dóma.
Happdrætti Þjóðviljans
Það var dregið í Happ-
drætti Þjóðviljans á Þor-
láksmessu. Vinnings-
númerin eru enn innsigluði
hjá borgarfógeta, þar sem
enn hafa ekki borizt
fullnaðarskil.
Við beinum þeim ein-
dregnu tilmælum til allra,
sem enn liggja með óupp-
gerða miða, að Ijúka skil-
um strax.
Ætlunin er að birta
vinningsnúmer um næstu
helgi. Tekið er við skilum
á afgreiðslu Þjóðviljans,
Skólavörðustig 19, og á
skrifstofu Alþýðubanda-
lagsins að Grettisgötu 3.