Þjóðviljinn - 04.01.1973, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmludagur 4. janúar 197:i
FRÁ VÍETNAMFUNDINUM í HÁSKÓLABÍÓI
Magnús Torfi Ólafsson, ráðherra:
Engin þjóðkjörin
stjórn tekur málstað
Bandaríkj af orseta
Góðir fundarmenn!
Sprengjuregninu yfir Vietnam
slotaði i nótt norðan 20. baugs
norðurbreiddar. En tilefni þess-
arar samkomu er jafn brýnt fyrir
þvi. Uppstyttan i lofthernaði gegn
þéttbýlasta skika jarðrikis,
Rauðárdalnum uppaf Tonkinflóa,
er háð vilja eins manns, Nixons
Bandarikjaforseta, og sá maður
hefur sýnt nógsamlega, að honum
er til alls trúandi . Hvenær sem
vera skal getur hann kallað allar
ógnir tæknivæddrar hervélar yfir
fólkið i Vietnam, þessa lang-
hrjáðu þjóð, sem átt hefur i næst-
um látlausu frelsisstriöi i þúsund
ár, fyrst við nágranna sina Kin-
verja, siðan nýlenduherra frá
Evrópu og nú loks bandariska
heimsveldissinna.
Hernaðurinn gegn Vietnömum
hófst þegar kalda striðiö var að
skella á og hann heldur áfram,
þótt þvi hafi slotað. Styrjöldin
gegn Vietnam hefur ekkert raun-
verulegt markmið lengur, annað
en að fullnægja hégómaskap og
metnaðargirnd nokkurra stjórn-
málamanna og hershöfðingja i
Washington. Loftárásirnar
undanfarnar vikur hafa haft þann
tilgang einan, að knýja fram
málalok sem þeim geti orðið rétt-
læting fyrir rangri stefnu sjálfra
sin og fyrirrennara sinna ára-
tugum saman.
Fyrstu kynni manna af loft-
hernaði i stórum stil voru árásir
þýzka flughersins á brezkar
borgir árið 1940. 011 ár heims-
styrjaldarinnar siðari var varpað
samtals 80.000 lestum af flugvéla-
sprengjum á Bretland. Svipað
sprengjumagn hefur dunið á
Norður-Vietnam á viku hverri æ
ofan i æ i viðleitni tveggja
Bandarikjaforseta i röð til að
kúga vietnömsku þjóðina til að
láta að vilja hins ameriska stór-
veldis. Ömennsk striðsvélin bryð-
ur mannslif i framandi landi i
þúsunda tali, i trausti þess, að
bandariska þjóðin og aðrir sem
l'jarri eru vettvangi láti sér fátt
um finnast, af þvi þeir eru óhultir.
En atburðirnir i Vietnam sið-
ustu daga ættu að hafa opnað
augu allra sjáandi manna fyrir,
að i heimi dagsins i dag er alls
enginn óhultur, hvorki i þétt-
býlustu löndum né strjálbyggð-
ustu afkimum, meðan valdhrok-
Magnús Torfi Ölafsson.
inn hefur taumlaus umráð yfir
þeim drápstækjum, sem tæknin
lætur i té. Verði Nixon að vilja
sinum i Vietnam, er ómögulegt að
segja , hvar næsti valdniðingur
ber niður til að kúga þjóð, sem
erfitt á með að bera hönd fyrir
höfuð sér.
Loftárásarhryðjan siðasta, sem
framin var i þvi skyni einu að
knýja fram breytingar á áður frá-
gengnu samkomulagi um vopna-
hlé og upphaf friðargerðar i
Vietnam, virðist hafa borið þann
árangur helztan, að hvergi i
veröldinni treystir nokkur þjóð-
kjörin stjórn sér lengur til að taka
málstað Bandarikjaforseta.
Sjálfur telur hann sig óhultan
fyrir eigin kjósendum, úr þvi
kjördagar eru skammt að baki,
en ef nokkuð má af sögunni læra
hefur stefnan, sem hann er
fulltrúi fyrir, beðið endanlegt
skipbrot. Eins og Búastriðið var i
einu hámark og banabiti enskrar
heimsveldisstefnu, hefur striðið i
Vietnam greitt bandariskri
heimsveldisstefnu rothögg.
Heimsveldisstefna verður ekki
rekin með árangri, nema þjóðin
sem byggir drottnunarveldið fáist
til að trúa á réttindi til yfirráða-
rikis sins yfir öðrum þjóðum. I
fyrsta skipti i sögu Bandarikj-
anna hefur það nú gerzt, að
andlegir leiðtogar þjóðarinnar
hafa, næstum sem einn maður,
fordæmt stefnu og framferði
sinnar eigin rikisstjórnar. Mót-
mælahreyfing, sem spannar biliö
frá stjórnleysingjum til biskupa
helztu kirkjudeilda, erdæmalaust
fyrirbæri þar i landi.
Fordæming okkar hér i dag á
athæfi bandariskrar rikisstjórnar
er þvi ekki aðeins vottur um
stuðning við frelsisbaráttu
Vietnama, heldur einnig baráttu
þeirra afla i Bandarikjunum, sem
hrýs hugur við hrottafenginni
valdstefnu stjórnar sinnar.
En lengst og rækilegast skulum
við minnast þess, að enn einu
sinni hefur ásannazt, að smáþjóð,
sem vill tryggja framtið sina,
verður að gæta þess umfram allt,
að sjá sér sjálf forráð, binda ekki
örlög sin óafturkallanlega geð-
þótta nokkurs stórveldis.
Jóhann S. Hannesson, menntaskólakennari:
Ottast andlegt og siðferðilegt
þjóðarsjálfsmorð Bandaríkjamanna
Góðir fundarmenn.
I hinum sögufræga inngangi að
sjálfstæðisyfirlýsingu brezku ný-
lendnanna i Norður-Ameriku
telja þeir, sem að yfirlýsingunni
stóðu, það skyldu sina að gera
grein fyrir þeim orsökum, sem
knúið hafi þá til sambandsslita
við móðurlandið. bað sem leggur
þeim þessa skyldu á herðar, segja
þeir, er „sómasamlegt tillit til
álits alls mannkyns”. Ég lit svo á,
að við séum hér saman komin tií
að tjá álit okkar á hernaðarað-
gerðum Bandarikjanna i Vietnam
á undanförnum árum — og, um-
fram allt, undanförnum vikum —
i þeirri trú, að saman fari álit
okkar og álit alls mannkyns, og i
þeirri von, hversu veik sem hún
kann að vera, að forráðamenn
Bandarikjanna muni enn vilja
taka sómasamlegt tillit til álits
alls mannkyns, þegar það álit er
tjáð á þann einlæga og skorinorða
hátt, sem ég vona að þessari sam
komu takist að tjá sig á.
Hverjum þeim, sem hér lætur
til sin heyra, ber þvi að tjá sitt
eigið álit einlæglega og skorinort,
og ég vil án frekari tafar reyna að
fullnægja þeirri skyldu. I fullri-
vissu um að ég stend ekki einn, en
jafnframt i fullri meðvitund um
þá einstaklingsábyrgð, sem orð-
um minum fylgir, fordæmi ég —
og bið ykkur að fordæma með
mér — hernaðarstefnu og hern-
aðaraðgeröir Bandarikjanna i
Vietnam og allt sem sú stefna og
þær aðgerðir eru tákn og dæmi
um, hvar og hvenær sem það sýn-
irsig. Ég mótmæli —-og bið ykkur
að mótmæla með mér — þeim vit-
firrtu hugmyndum um lausn
deilumála þjóða i milli, sem loft-
árásirnar á Norður-Vietnam
undanfarnar vikur bera vott um.
Ég krefst þess — og bið ykkur að
krefjast þess meö mér — að um-
leitanir um friðarsamninga verði
tafarlaust teknar upp að nýju og
þeirra friðsamlegu lausna leitað,
sem Bandarikin sakir auðs og afls
hafa á valdi sinu að finna.
Ef einhver spyr i hvaða rétti ég
fordæmi, mótmæli og krefjist —
og hvetji aðra til hins sama — þá
hlýt ég að svara: engum þeim
rétti, sem firri mig ábyrgð og
skyldum. Ég tala hér i engum
öðrum rétti en þeim, sem fylgir
þörf hvers einstaklings til að láta
til sin heyra — og, ef nokkur kost-
ur er, til sin taka — þegar honum
ofbýður, skyldubundnum rétti,
sem við getum ekki fyrirgert,
hversu oft sem við vanhelgum
hann með litilmótlegu afskipta-
leysi um ótal óþolandi hluti og
hversu mjög sem handahóf og til-
viljun kunna að ráða þvi, hvað
okkur ofbýður, hvenær við getum
ekki orða bundizt.
Ég vil ekki að minnsti vafi leiki
á þvi, hvað það er, sem mér of-
býður umfram allt, hvers vegna
ég get ekki orða bundizt. Ég tala
hérsem einstaklingur. Og mér of-
bjóða tilgangslaus manndráp og
meiðingar, mér ofbýður léttúðug
eyðilegging á heimilum og heim-
kynnum saklauss fólks, mér of-
bjóða þjáningar einstaklinganna
— allra þeirra einstaklinga —
sem eru fórnardýr styrjaldarinn-
ar i Vietnam.'og ég fordæmi þann
hugsunarhátt og mótmæli þeim
athöfnum, sem þessum þjáning-
um valda. Engar aðrar af þeim
óteljandi hörmungum, sem
styrjöldin hefir i för með sér, get
ég lagt til jafns viö þetta. Engin
önnur þeirra ótal sjónarmiða,
sem hér eiga rétt á sér, get ég sett
ofar þessu einfalda mannúðar-
sjónarmiði, sem hvert manns-
barn skilur.
Ég hefi nú raunar sagt — eins
einlæglega og skorinort og mér er
unnt — það sem mér er mest i
mun að leggja til þeirra mála,
sem þessi samkoma hefir til með-
ferðar. En af þvi að ég hefi beðið
ykkur að taka undir orð min, að
deila með mér ábyrgðinni, sem
þeim fylgir, ber mér að gera ljós-
ari grein en ég hefi enn gert fyrir
þeim skyldum og skuldbinding-
um, sem ég er að reyna að full-
nægja með komu minni á þennan
ræðupall i dag.
Mér ber að lýsa þvi skýlaust
yfir, að ég er ekki meðal þeirra,
Jóhann S. Hannesson.
sem fagna tilefni til að áfellast
Bandarikin. Fordæming min á
hernaðarstefnu og hernaðarað-
gerðum Bandarikjanna i Vietnam
er ekki sprottin af fyrirlitningu,
andúð né hatri á Bandarikja-
mönnum, heldur af virðingu,
samúð og ást. Ég átti heimili mitt
i Bandarikjunum i hátt á annan
áratug, og þangað sótti ég stóran
skerf þeirrar þekkingar, þeirrar
reynslu, þeirra sjónarmiða og
þeirra kennda, sem mér eru dýr-
mætastar og hafa reynzt mér
bezt, meðal annars sumt af þvi,
sem liggur að baki þeirri fordæm-
ingu og þeim mótmælum, sem ég
hefi hér borið fram. Ég á Banda-
rikjunum stóra þakkarskuld að
gjalda, og ég er hér kominn með-
al annars til að reyna að höggva
svolitið skarð i þá skuld.
Engum sem hér er staddur mun
ókunnugt um það, að hvergi hefir
það álit á styrjöldinni i Vietnam,
sem við erum hér að reyna að
sameinast um, verið tjáð einlæg-
ar og skorinorðar en i Bandarikj-
unum sjálfum. Meðal þeirra, sem
þannig hafa látið til sin heyra —
árum saman — eru fyrri sam-
starfsmenn minir og minna,
grannar okkar, vinir og félagar.
Ég er þess ekki umkominn að
gerast hér fulltrúi þeirra og mæla
til ykkar fyrir þeirra munn, þótt
þeir eigi erindi við okkur hér i
dag: ég er, eins og þið, ósviðinn af
þeim eldi, sem á þeim brennur.
En ég get að minnsta kosti lýst
hér yfir stuðningi minum við þá,
trú minni á málstað þeirra, með
þvi á eigin ábyrgð að gera þeirra
orð að minum. Ég skulda þeim
miklu meira en það.
Ég ætla að lesa fyrir ykkur
kafla úr blaðagrein og lesanda-
bréfi, sem einkavinur minn —
jafnaldri og starfsbróðir, en jafn-
framt á sina visu lærifaðir — birti
i dagblöðum i heimaborg sinni
meðan stóð á forsetakosninga-
baráttunni nú i haust. Hann drep-
ur þar á margt sem hann telur
fara aflaga i bandarisku þjóðlifi,
en ég les það eitt, sem varðar
styrjöldina i Vietnam og áhrif
hennar — og þeirrar stjórnar-
stefnu sem heldur henni við — á
lif og liðan bandarisku þjóðarinn-
ar.
,,Ég held”, segir vinur minn,
,,að við trúum enn á eitthvað, sem
kalla mætti siðferðilega forystu,
enda þótt miljón ræðumenn hafi
mengaö þetta hugtak. Við trúum
á hana, ekki vegna þess að slik
forysta verði okkur endilega til
skjótra hagsbóta, heldur vegna
hins, að við vitum það — hvað
sem allri vantrú á mannlegt eðli
liður — að heilbrigði jafnt ein-
staklings sem samfélags veltur á
þvi, að hvaða marki viö erum
hvött til að hlýða okkar betri
manni en ekki hinum verri, að
hvaða marki við getum treyst,
vonað, gefið, fundið til með öðr-
um, að hvaða marki við getum
sagt sannleikann, jafnvel þegar
undan honum sviður.
Nixon er alvarlegur skaðvaldur
vegna þess að hann og stjórn hans
ýta undir og færa sér i nyt það
versta, sem i okkur býr — þeir ala
á hatri okkar og tortryggni, á
hræðslunni um að einhver annar
fái eitthvað fyrir ekkert, á rag-
mennskunni við að taka áhættu-
sama afstöðu, á óttanum við
breytingar, á lönguninni i auð og
völd og glansmuni, á hvötinni til
að hugsa aðeins um okkur sjálf.
Og það sem verst er af öllu, hann
hjálpar okkur til að ljúga að okk-
ur sjálfum, tii að láta eins og það
sé siðferðilega réttlátt af okkar
hálfu að sitja heima i velsæld og
notalegheitum meðan flugmenn
okkar leggja bæði Suður- og
Norður-Vietnam i auðn úr loftinu,
að láta eins og við séum einhvern
veginn að verja málstað frelsisins
með þvi að halda uppi einræðis-
stjórn Thieus... öll þessi uppgerð
kemur ekki aðeins i veg fyrir að
við leysum vandamál okkar,
heldur gerir hún okkur beizk og
reið og óveglynd, vegna þess að
við höfum — innst inni — óbeit á
okkur sjálfum”.
Og i lesandabréfi sinu segir vin-
ur minn:
„Við vitum að striðið i Vietnam
er skammarlegt og tilgangslaust
fargan, eða að allra minnsta kosti
hræðilega flókið mál, og að það er
ekki sérlega heiðarlegt eða hetju-
legt eða mannsæmandi að láta
sprengjurnar dynja og dynja yfir
Norður-Vietnam þegar ekki hefir
verið ráðizt á eina einustu borg
eða þorp i Bandarikjunum. Við
vitum að Thieu forseti hneppir
pólitiska andstæðinga sina i fang-
elsi og leyfir enga stjórnarand-
stöðuflokka. Við vitum að Suður-
Vietnamar hefðu fyrir löngu get-
að ráðið við skæruliða Viet Cong,
ef nokkurt traust eða nokkrar
vonir hefðu verið bundnar við
rikisstjórnir i suðurhluta lands-
ins. Við vitum að Norður-Viet-
namar tefldu ekki fram herafla i
stórum stil fyrr en Bandarikin
voru i álvöru orðin styrjaldar-
aðili.
Við vitum þetta vel. Og þegar
Nixon forseti gerir úr þessu orðin
tóm með þvi að tala um árásar-
hernað, um að menn eigi að láta
granna sina i friði, um sjálfs-
ákvörðunarrétt Vietnambúa, þá
er hann að tala eins konar vit-
leysu, hann er að koma i veg fyrir
Framhald á bls. 15.