Þjóðviljinn - 04.01.1973, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. janúar 1973
A þessari yfirlitsmynd yfir Búdapest sjást 5 af þeim brúm yfir Dóná sem tengja Búdu 'og Pest. Guðsmaðurinn sem heldur krossi á lofti neðst á myndinni til vinstri er Gellért, sem
Gellcrt-hæð cr við kennd, en hann var þýzkur trúboði sem Ungverjar veltu úr vagni hans ofan af hæðinni niöur i ána laust fyrir 1000. Má þvi segja að Gellért sé gott tákn fyrir
Ungverja og róstusama sögu þeirra.
Eitt af þvi sem gestur úr fjar
lægu landi hlýtur að furða sig á i
Búdapest er stærð borgarinnar i
hlutfalli við landið. Búdapest er
og hefur lengi verið ein af stór-
borgum Evrópu, og hefur hún nú
2 miljónir ibúa innan sinna
marka.
2 miljónir ibúa, það er mikið i
landi 10 miljóna þjóðar. Hlutfalls-
lega stærri borgir eru liklega ekki
til i álfunni, nema þá i Danmörku
þar sem Kaupmannahöfn er
þriðjungi stærri og svo auðvitað
Reykjavik, sem er helmingi
fólksfleiri — miðað við ibúatölu
þjóðarinnar i hverju landi.
En áður en við förum að velta
þvi fyrir okkur, af hverju Búda
pester svona óeðlilega stór, skul-
um við athuga það, að i raun og
veru er hlutur hennar vanmetinn
með þvi að telja aðeins 20%
Ungverja vera höfuðborgarbúa.
Þá væri nefnilega miðað við
svefnstaðinn einan. A daginn eru
um 300 þúsund manns fleira i
borginni við vinnu og i öðrum
reglubundnum erindagerðum.
Margt af þessu fólki þarf að
ferðast um allt að hundrað kiló-
metra veg til að ná til vinnu
sinnar. En búseta i borginni er
þvi meinuð af skipulagsástæðum.
Það heitir að halda vexti
borgarinnar innan eðlilegra
marka.
Það eru að sjálfsögðu engar
æðri stéttir sem láta fara svona
með sig — að það þurfi að vera 2-
3ja stunda ferð á milli heimilis og
vinnustaðar. Þetta fólk situr ekki
i borgarstjórninni i Búdapest og
raunar ekki heldur i hreppsnefnd-
um úti á landi. Þetta fók er varla
til nema sem ódýrt vinnuafl.
Borgarstjórinn okkar hefur
áreiðanlega ekki tekið i vinnulúna
hönd þess. Vandamál
„pendlaranna” (kallaðir svo
vegna pendúlferðanna fram og
aftur) hefur sjálfsagt ekki borið
fyrir hans augu nema þá i þvi
ljósi, hvað það væri erfitt að
hanna samgöngumannvirki sem
gætu annað morgun- og kvöld-
timunum skaplega. „En stór hluti
vandans hefur horfið við það að
láta vaktaskipti i verksmiðjun-
um fara fram á mismunandi
timum” (og hvað gerir það þá til,
þó sumar vaktirnar komizt aldrei
út á verzlunartima?).
Af þessum aðstæðum sprettur
réttindaleysi, menntunárskortur
og eitt formið á streitu þegar
tómstundir gefast svo til aldrei.
Þá er skammt i drykkjuskap.
hnupl og unglingaóknytti.
Óskáldlegir hlutir á borð við þetta
eru meðai djúpstæöra þjóðfélags
meinsemda i þeirri borg, Búda-
pest, og næsta nágrenni hennar.
En það er anzi hætt við að þetta
DROTTNING
ÁN ÞERNU
Á DÓNÁRBÖKKUM
„Hafnargarður” við Dóná
Heiðursgestir frá borgarstjórninni i Reykjavik á afmælisfagnaðinum I
Búdapest. Talið frá vinstri: Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður, Páll
Lindal borgarlögmaður og Birgir tsl. Gunnarsson núverandi borgar-
stjóri.
Þegar haldið var hátiðlegt 100 ára afmæli Búda-
pestborgar i haust voru boðsgestir frá 28 höfuðborg-
um Evrópu i fagnaðinum. Meðal þeirra var Birgir
Isl. Gunnarsson borgarstjóri Reykvikinga.
„Ungverjalands-Hjalti” — sem stundum sést
nefndur i Morgunblaðinu — hefur tekið að sér að
lýsa ýmsu þvi sem fyrir augu og eyru borgarstjór-
ans okkar bar i heimsókninni. Einnig ýmsu sem
gestgjafar hans hafa sennilega ekki farið hátt með.
Vafalaust hefur borgarstjórinn okkar skemmt sér
vel i Búdapest og séð þar margt sem hefur glatt
hann, en ætli það sé niðurstaða hans — eins og
Hjalta — að þar sé fleira af þvi tagi, sem ber að var-
ast, en hinu sem hægt er að hafa sér til fyrirmynd-
ar?
hafi gleymzt i afmælisfagnaðin-
um góða i haust.
Þróun og stærð Búdapest-
borgar réðst á mannsaldrinum
sem hófst um 1870. Þau ár voru
mikill uppgangstimi i atvinnuleg-
um efnum fyrir borgina. Iðnaður
spratt upp, verzlun þandist út,
borgin varð samgöngumiðstöð i
stóru riki. Frá henni lágu járn-
brautarlinur til allra átta eins og
geislar frá stjörnu. Rikið var
nefnilega þá miklu viðlendara en
nú er. Ungverska rikið náði langt
til norðurs, austurs og suöurs inn
á lendur er nú lúta grannrikjum.
Einmitt utan núverandi landa-
mæra Ungverjalands voru mestu
auðlindirnar, námur, skógar,
gresjur, akrar, einnig héraðs-
borgir og jafnvel hafnarborgir.
Járnbrautakerfi Ungverjalands
— með Búdapest i miðju — er
óskiljanlegt og fáránlegt nema
þessi ytri héruð séu með. Sama
gilti um vatnavegina, sem lágu til
Búdapest, verzlunarnetið og upp-
byggingu iðnaðarins. Þar af
stafar hin konunglega stærð
höfuðborgarinnar, enda var Ung-
verjaland konungsriki i þann
tima og þróaðist eftir sjálfstæð-
um brautum, þótt það væri tengt
yfirstéttinni i Vin og lyti veldis-
sprota Franz Josefs.
Þegar saman koma minningar
um hið fallvalta gengi ungversku
þjóðarinnar á liðnum öldum og i
nútima: glæsileika Matthiasar
hrafnakóngs á 15. öld, hrakfarirn-
ar fyrir Tyrkjum og skammvinna
sigurgöngu Rákóczis um 1700,
kúgun af hálfu Austurrikismanna
og siðan samvinnu við þá um arð-
rán á jaðarþjóðum — svo að getið
sé þess eftirminnilegasta, þá er
fundin nokkur skýring á innborn-
um þjóðrembingi Ungverja og á
afstöðu þeirra til nágranna og
minnihluta þjóðflokka. En það
væri ofætlun hverjum gesti, sem
aðeins situr veizluhöld i nokkra
daga, að nema allt sem er i þess-
um efnum.
En ég er svo illgjarn að segja,
að brosmild ásjóna gestgjafans sé
grima sem feli bæði sjálfsánægju
og fordóma um þjóðernismál. öll
erum við auðvitað fordómafull,
en ég held það hafi þó aldrei orðið
partur af tslendingseðli að sjá
öngva mannagrein með
Færeyingum, Norðmönnum,
Dönum svo að nefndar væru hlið-
stæður við Rúmena, Slóvaka,
Serba.
Ekki á ég von á þvi að gesti
væri frá þvi sagt, að fallegi
kastalinn úti i Borgargarði, þar
sem landbúnaðarsafnið er til
húsa, sé aðeins léleg eftirliking af
miðaldakastala austur i
Rúmeniu. Og það kæmi mér á
óvart, ef sagt væri hið sanna um
ástæður þess að litla serbneska
kirkjan inni i 5. hverfi er alltaf
harðlæst nema rétt á meðan
guðsþjónusta fer fram. Ég held
semsé að menn óttist skemmdar-
verk helgispjöll af hálfu
hofmóðugra Ungverja.
Og varla kæmi til þess að
gestur væri leiddur út i þau ömur-
legu hverfi þar sem Sigaunar
hafa hrófað upp kofum sinum.
Liklegra er, að gestinum væri
boðið upp á sigaunamúsik með
heitkrydduðum réttum og dýrleg-
um vinum inni á veitingastað. En
veit hann að hinn lagvissi sigauni
er i jafn rikum mæli útskúfaður
úr mannlegu félagi og flækings-
hundur eða hvert annað ferfætt
dýr sléttunnar?
Gyðingavandamálinu skulum
við sleppa að sinni, þótt við vitum