Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. janúar — 38. árg. — 5. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k á Hlýviðri á Isafirði Heldur brá til betri vegar með veðurfar á tsafirði eftir áramótin, þvi nú er þar sunn- anátt og hlýviðri, en þó rign- ing. Álfabrenna á Skaganum 1 gærkvöldi laugardagskvöld, var haldinn álfabrenna á Akranesi. Skáta- félagið á staðnum stóð fyrir brennunni, en jafnframt var stiginn álfadans. Brennan var á svonefndum Stykkjum innan við iþróttavöll þeirra Skaga- manna. Flugeldar og ufsi í Eyjum Vestmannaeyingar dönsuðu út jólin á iþróttavellinum þar, undir stjórn iþróttamanna i Tý. Álfadans og brenna voru á vellinum svo og flugeldasýn ing. Eyjabátar hafa litið getað sótt sjóinn vegna veðurs, en þá fært hefur verið hafa þeir fengið sæmilegan afla i net, aðallega ufsa. Enginn í steininum Sá fáeyrði atburður gerðist á Akureyri aðfaranótt laugar- dagsins, að fangaklefar lög- reglunnar þar voru tómir, en slikt hefur ekki gerzt slikar nætur um langan tima. Eldborgin ókomin í loðnuna í gœr Þjóðviljinn náði tali af Gunnari Hermannssyni skip- stjóra á Eldborginni, þar sem hún var úti af Gerpi um há- degisbilið i gær, en þá var hún búin aö stima i hálfan annan sólarhring úr heimahöfn. Gunnar taldi þá eiga enn ófarnar 80—90 milur i loðnuna, svo engar fengum við veiði- fréttir, en ef allt gengur að vonum, má búast við ein- hverjum veiðifréttum i blað- inu á þriðjudaginn. Píptu út jólin Almannavarnir piptu út jólin i gær, á þrettándanum, en þá æfðu þeir sig á flautum sinum og varð af feiknalegur hávaði i höfuðborginni. VERTÍÐIN UNDIRBÚIN Þessa mynd tók Sigurdór i Reykjavíkurhöfn i vikunni. Bátarnir eru enn inni, en undirbúningur fyrir vertiðina er i fullum gangi. Viö segjum frá vertiðarundirbúningi Snæfeilinga á baksíðu blaðsins i dag. Loftárásiim enn hald- ið áfram á N-Yíetnam — meðan Kissinger og Le Duc Tho ferðbúast SAIGON, PARÍS 6/1 — IVIeðan Henry Kissinger og Le Duc Tho búa sig til Parisarferðar halda bandariskar herþotur áfram loftárásum á suð- urhiuta N-Vietnams, en i Suður-Vietnam sækir Þjóðfrelsisfylkingin fram og hefur gert 106 árásir siðasta sólar- hringinn. ÞFF hélt áframsókn sinni i dag með eldflaugaárásum og öðrum aögeröum og tilkynnti her Saigon- stjórnarinnar 106 árásir siðasta sólarhringinn. Jafnframt er reiknað með að smærri sveitir ÞFF séu i næsta nágrenni Saigons og muni reyna að loka mikilvæg- um vegum á þvi svæði til að koma i veg fyrir, að Saigonherinn nái sveitahéruðunum kringum höfuð- borgina á sitt vald. Útvarpið i Hanoi sagði i morg- 15 fylliraftar í akstrinum 15 fylliraftar hafa verið teknir i Reykjavik það sem af er árinu grunaðir um ölvun við akstur. Sá 15. var tekinn i fyrrinótt. un, að Bandarikjamenn hefðu á fimmtudaginn rofið samkomu- lagið við N-Vietnama um upphaf friðarviðræðna á ný með aö senda sprengjuþotur norður fyrir 20. breiddarbaug. Sagði útvarpið, að gerðar hefðu verið sprengjuárás- ir á fjögur stór héruð á þessu svæði. Bandariskar þotur vörpuðu i dag sprengjum yfir fjölda staða i N-Vietnam og meðfram leiðunum til S-Vietnams, allt á hernaðar- lega mikilvæg skotmörk, að sögn bandariska hersins. 45 B-52 sprengjuþotur tóku þátt i loft- árásunum. Laust eftir hádegið i gær, nánar tiltekið klukkan tiu minútur gengin i tvö, skar varðskip sundur annan togvir vestur-þýzks verksmiöjutogara i austan verðu Lónsdýpi 37,7 sjómilur út af Stokksnesi. Togari þessi heitir Berlin BX 673. Kom varðskipið að honum, þar sem hann var að veiðum Nixon Bandarikjaforseti ráðg- aðist i dag við Henry Kissinger á sveitasetri sinu Camp David i Maryland áður en Kissinger held- ur til Parisar á morgun, þar sem hann ræðir við Le Duc Tho, full- trúa N-Vietnams, að nýju. 1 gæt hélt Kissinger fund með tveim fulltrúum Thieus Saigon- forseta, en ekkert hefur verið lát- ið uppi um hvað þeim fór á milli. Le Duc Tho er væntanlegur til Parisar i dag frá Moskvu, þar sem hann ræddi við fulltrúa Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna, Andrej Kirilenko og K. Katusjeff. rúmar tólf sjómilur innan fisk- veiðimarkanna. Gafu varðskips- menn skipstjóra togarans itrekuð fyrirmæli um aö draga inn veiðarfæri sin og halda út fyrir fiskveiðimörkin, en þegar hann sinnti þvi ekki, var látið til skarar skriða. Togari þessi er 936 lestir að stærð. Síðasti skiladagurinn 1 dag, sunnudag, er siðasti skiladagur i HÞ 72 Skrifstofan að Grettisgötu 3 verður opin frá kl. 13—18. Siminn er 19835. Skáru vír hjá v-þýzkum í DAG Kina vcrðuga afmælisgjöfin til þjóðarinnar 1974 — sjá grein Kristins E. Andrés- sonar á 3. siðu. Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til 18 um- ræðufunda — Sjá kynningu á fundunum og viðtai við Þór Vigfússon, formann Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik, á siðu 2. t dag, sunnudag, hefst i blað- inu ný framhaldsmyndasaga handa börnum. Sagan nefn- ist Köttur i stórræðum, en höfundur vill að sinni aðeins kalla sig Krókaref.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.