Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 3
Sumiudagur 7. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nú þurfa herstöövaandstæðingar aö efla starfsemi sina og sókn fyrir þvi að herinn hverfi úr landiuu. — Myndin er frá útifundi hcrstöövaandstæöinga sem haldinn var f lok fiöl- mennrar göngu s.l. vor. Einaverðuga afmælisgjöf- in til þjóðarinnar 1974 Dagblaðið Visir birti 27. des. s.l. skoðanakönnun um hersetuna, svör við svohljóðandi spurningu: Eruð þér fylgjandi eða andvígur þvi að herinn fari úr landi á kjörtim abilinu? Niðurstöður könnunarinnar voru þessar: fylgjandi 56 eða 28%, andvigir 120 eða 60%, óákveðnir 24eða 12%. Ef aðeins eru taldir þeir, sem af- stöðu tóku,litur taflan þannig út: fylgjandi 32%, andvigir 68%. Hvort sem treysta má þessari skoðanakönnun eða ekki, er niðurstaða hennar iskyggileg og mætti verða herstöðvaand- stæðingum og hverjum þjóðholl- um íslendingi sannarlegt við- vörunarmerki. Er i raun og veru svo komið fyrir Islendingum að meirihluti þeirra eða jafnvel tveir þriðju hafi með árunum sætt sig við hersetuna og óski jafnvel eftir þvi að ísland haldi áfram að vera hersetið? Hér er eitthvað ekki með felldu sem þarf alvarlegrar ihugunar við. Þegar Bandarikjastjórn ári eftir endurreisn lýðveldis á Islandi fór fram á að fá hér þrjár herstöðvar til 99 ára, reis mót- mælaaldan svo ótviræð og alger i landinu, að Bandarikin og þeir sem voru á þeirra bandi hér innanlands þorðu ekki annað en slá af kröfum sinum og þó var aðeins með svikum og blekking- um að tókst að fá nauman meiri- hluta alþingismanna til að sam- þykkja Keflavikursamninginn og þeir sem greiddu honum atkvæði hlutu fyrirlitningu þjóðarinnar og höfðu sjálfir svarta samvizku. En i augum þeirra voru Bandarikin svo voldug að ekki mátti styggja þau og auðvaldssjónarmiðið lif strengur þeirra, auk þess sem braskaralýðurinn hélt gróðavon- um sinum hátt á loft. Mótmælin gegn inngöngu íslands þrem ár- um siðar i Atlanzhafsbandalagið voru ekki siður hörð og almenn og málið varð að knýja fram á Alþingi með ofbeldi, og eins og minnistætt er kom til stórátaka við alþingishúsið, allmargir mót- mælenda handteknir og dæmdir, , en til sönnunar þvi hvilika and- styggð þeir dómar vöktu i landinu má rifja upp að 28.000 íslendingar undirrituðu mótmæli gegn þeim. Og enn blossaði upp reiði al- mennings er Bandarikin skipuðu hér á land nýjum hersveitum 1951 er þingmenn þriggja flokka létu blindast til að samþykkja á bak við Alþingi. Enginn vafi leikur á þvi að á árunum 1946-1951 þegar Bandarikin og NATO voru að koma sér hér fyrir, þá var mikill meirihluti Islendinga reiður og andvigur öllum þessum aðgerð- um og margir strengdu þess heit að fyrirgefa aldrei þeim mönn- um, er að þeim stóðu. Hvað hefur þá gerzt á siðast- liðnum tuttugu árum, ef nú er svo komið að meirihluti, ef ekki tveir þriðju íslendinga vilja hersetu áfram. Eru menn svona gleymnir, hafa aðstæður breytzt eða hugir manna og tilfinningar sljóvgazt svo fyrir ættjörðinni? Ástæðurnar eru eflaust marg- þættar. Þær liggja hjá hernáms- andstæðingum sjálfum og i lævis- um og þrautseigum áróðri hernaðarbandalagsmanna. Fyrstu árin blygðuðust þeir sin, hersetan og tengslin við NATO voru þeim feinmismál og launungar, siðar þegar sam- skiptin urðu nánari og gáfu þeim meiri sálarstyrk fóru þeir að gerast opinskárri og djarfari, og loks er þeir urðu ennþá inn- blásnari af auðvaldshyggju NATO fóru þeir að miklast og guma af afrekum sinum ,,i þágu vestrænnar samvinnu” og af fórnum íslands, og skópu sér þannig nýjan hugmyndaheim á grundvelli samstöðu auðvalds- rikja. Samhliða þessu hafa orðið æ samtvinnaðri margsháttar pers ónuleg tengsl bæði við Banda rikin og NATO-löndin. Eftir mun þó að nefna eina veigamestu ástæðuna. Mönnum hefur fundizt hersetan meinlausari en þeir bjuggust við, fjölmargir notið at- vinnu og gróða af starfi fyrir setuliðið og séð þar sérhags- munum sinum vel borgið. 1 sem stytztu máli: Menn hafa vanizt hersetunni, tengzt henni og sjá ekki á henni nema hagsmuna- hliðina. Jafnframt þessu er komin nýrik kynslóð, alin upp i striðsgróða einstaklingshyggju og hernámsanda, slitin úr sögu- legum tengslum við sjálfstæðis- baráttu fyrri tima og þann hug- sjónaeld og þjóöernistilfinningu sem þeir voru glæddir. Allt þetta og margt fleira er til skýringar þvi hve áttavilltur meirihluti Islendinga er orðinn, ef treysta má skoðanakönnun Visis. En hernámsandstæðingar bera lika sina sök. Eftir að mótmæla- aldan hafði risið sem hæst gerðu nokkrir úr forystuliðinu þann óvinafagnað að rjúfa þá sam- heldni sem verið hafði og þóttust ekki geta átt samleið með þeim Eftir Kristinn E. Andrésson sem einlægastir höfðu fylgt mál- staðnum frá upphafi. Enn siðar átti að fara að greina menn. að eftir kynslóðum er hlaut að þrengja hópinn. Engu að siður hafa hernámsandstæðingar haldið glóðinni vakandi og vakið sterkar mótmælaöldur, ekki sizt nú yngsta kynslóðin i æskuhita sinum, eins og háskólafundurinn 1. des sl. er nýjasta dæmi um. Áður var á minnzt að skoðana- könnun Visis væri viðvörunar- merki til herstöðvaandstæðinga. Fylgjendur hersetu hafa greini- lega unnið á, hinir sem andvigir eru komnir á undanhald. Þessu undanhaldi verður að breyta i sókn, og það verður að gerast á þessu ári. Hið fyrsta er að menn geri sér ljóst i hverju tilgangur hersetunnar og NATO er fólginn. Það er ekki orðum eyðandi að þeim falsrökum að herstöðvarnar hér séu tslandi til varnar. Þær eru ekki annað en hlekkur i keðju sem Bandarikin hafa frá þvi á striðsárunum spennt um allan heim utan sósialisku rikjanna til að tryggja sér hernaðarvald, öflun dýrmætustu hráefna og markaði. Hvarvetna hafa þau stuðzt við innlend auðvaldsöfl eða einræðisstjórnir, eins og dæmi eru um deginum ljósari. Jafn- framt þvi sem þetta herstöðva- kerfi er uppistaða heimsvalda- stefnu Bandarikjanna er það i þágu yfirdrottnunar auðvalds- stéttarinnar i heiminum sem framundir þetta hefur lotið forystu Bandarikjastjórnar. 1 þessu auðvaldskerfi er NATO styrkasta stoðin. Það sem menn verða þvi fyrst og fremst að gera sér ljóst er stéttareðli þessa kerfis. Herstöðvarnar og NATO þjóna einum og sama tilgangi: yfirdrottnun auðstéttarinnar. F'yrir utan hinn hernaðarlega til- gang og auðsöfnunar eru þau al staðar stofnuð til höfuðs alþýðustéttunum i löndunum i þeim tilgangi að halda þeim i skefjum eða ef til uppreisnar kemur að beita þær vopnavaldi, verzlunarbanni eða öðrum ofbeldisaðgerðum, eins og ógal dæmi staðfesta. Þetta stéttarhlutverk Banda- rikjahers og Atlanzhafsbanda- lagsins veldur þvi að forráða- menn ylirstéttarinnar á tslandi telja sig skilorðsbundna þessu yfirdrottnunarkerfi og telja sér styrk i þvi og pólitiskan bakhjarl, ef alþýðan skyldi gerast of uppi- vöðslusöm. Þeir lifa i þeim barnaskap að álita sig eiga sam- leið með auðvaldsdrottnurum erlendis æfðum i margþættum vélráðum, þar sem þeir eru eins og fávitar utangátta. Þeir eru meira að segja svo blindaðir að þeirhalda að pólitiskt lif þeirra á íslandi sé bundiö hersetunni og NATO. Það er eins og komið sé við sjálfa kvikuna i sál þeirra, ef hrófla á við erlenda hernum i landinu, hvað þá ef minnzt er á úrsögn úr NATO. Út af þvi atriði i stjórnarsáttm álanum, ekki lengra en það gengur, að herinn fari úr landi á kjörtimabilinu, hafa málgögn Sjálfstæðisflokks- ins ætlað gersamlega að tryllast, eins og meö þvi væri skorið á lif- streng hans. Margir Sjálfstæðis- menn eru meðal hinna beztu sem ég hef kynnzt* og forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru mér persónulega kunnir að góðu einu. En hversvegna er þeim fyrir- munað að sjá nokkuð fram i tim- ann? Hvernig geta þeir látið sér detta i hug að flokkur þeirra eigi sér framtið sem islenzkur stjórn- málaflokkur með liftaug sina bundna við erlent auðvald sem hrynur einn góðan veðurdag? Hvað haida þeir að islenzkur al- menningur sætti sig lengi við slika afstöðu? Vita þeir ekki að alþýða i öllum löndum Vestur- evrópu, hvað þá i Grikklandi og Tyrklandi, hatar NATO og biður tækifæris að hrinda yfirdrottnun auðstéttarinnar? Islandssagan liggur opin fyrir augum , sjálf- stæðisdraumurinn er sól hennar alla tið. Erlend herseta og þátt- taka i hernaðarbandalagi erlends auðvalds er i mótsögn við tslandssöguna og alla framtiðar- drauma þjóðarinnar. Vér hljótum að vilja standa á grundvelli lýð- veldisins, á grundvelli islenzks sjálfstæðis. Annar grundvöllur er ekki til. Skal þá vikið aftur að samtök- um hernámsandstæðinga. Þar þurfa að koma fram ný sjónarmið og hefjast öflug sókn og skipuleg. Þau verða að vikka starfsgrund- völl sinn. Þau verða að snúa sér til almennings, til alþýðu i sveit- um og bæjum. Hversu fávislegt sem það er, þá er það staðreynd að auðstéttin á Islandi, og ekki i Sjálfstæðisflokknum einum, telur NATO og hersetuna liftaug sina og gróðalind.telur sig eiga sam- leið með erlendum auðstéttum. Frá skammsýnu sjónarmiði getur einhverjum virzt þetta skiljanlegt. Hinsvegar er eins óeðlilegt sem hugsazt getur að al- þýða landsins aðhyllist slikt sjónarmið sem striðir beint gegn hagsmunum hennar og framtiðarheill þjóðarinnar. Þess- vegna er það alþýðan i landinu sem nú verður að átta sig og herstöðvaandstæðingar að hjálpa til að vekja hana og koma viti fyrir þá menn úr alþýðustétt sem sýktir eru orðnir af hugsunar- hættiyfirstéttarinnar og farnir að sætta sig við hersetuna eða orðnir sljóir fyrir raunverulegum til- gangi hennar og áhrifum. Ef þeir telja orðið herinn meinlausan, hafa þeir þá gætt að þvi að það er ef til vill sterkasta sönnun skað- semi hans? — einmitt sú að hann er farinn að sýkja sálarlif þeirra, deyfa og skadda þjóðernis- kenndina og ennfremur stéttar- vitundina sem er ekki siður hættulegt. Hvað er það þá sem ber að gera? Hernámsandstæðingar verða að skera upp herör i landinu, fara i sóknarhug um borgina og bæi og byggðir lands- ins, snúa sér til verkamanna og Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.