Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 1973
NOÐVIUINN
MALGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Kiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson <á"b.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
AÐ HAFA EKKI JÖRÐ TIL AÐ GANGA Á
Það er eins og Morgunblaðið hafi orðið
fyrir vonbrigðum með að samningar um
fiskverð skyldi takast á tilsettum tima,
svo að ekki kemur til neinnar stöðvunar
bátaflotans i byrjun vetrarvertiðar eins og
löngum tiðkaðist meðan dáðlausir við-
reisnarráðherrar fóru með stjórn sjávar-
útvegsmála á Islandi.
En Morgunblaðið virðist samt ekki vita i
hvaða löppina það eigi að stiga og hefur þá
allt á hornum sér.
Stundum snýr samúðin öll að frysti-
húsaeigendunum, sem segjast ekki græða
nema litið 1% eftir þessa samninga um
fiskverðið, en næsta dag er svo snúið við
blaðinu og látið i veðri vaka að útgerðar-
menn séu hörmulega leiknir og muni tapa
100-200 miljónum, þar sem fiskverðið hafi
ekki hækkað nógu mikið. En úr þvi að
Morgunblaðið telur að bæði frystihúsin og
útgerðarmenn fái of litið i sinn hlut, —
hvar átti þá að taka peningana?
Sumt af skrifum blaðsins mætti skilja
svo, að þarna hefði rikissjóður átt að
hlaupa undir bagga með útgerðinni og
frystihúsunum, en i þeim efnum er sam-
ræmið hjá Morgunblaðsskrifurunum samt
heldur ekki meira en svo, að þegar rikis-
stjórnin léttir nokkrum tugum miljóna af
útgerðinni, til að greiða fyrir þeim fisk-
verðssamningum, sem nú hafa tekizt, þá
er enn rekið upp gól i Morgunblaðinu i
þessu tilefni og talað um ,,nýtt uppbóta-
kerfi”.
Fróðlegt væri nú að vita, hvernig Morg-
unblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu
viljað leysa deiluna um fiskverðið.
Ef marka á samúð þeirra með fátækum
fiskverkendum, blönkum útgerðarmönn-
um og hálf tómum rikissjóði, —þá er bara
einn aðili eftir, sem hlýtur að hafa það of
gott, — og það eru sjómennirnir. Auðvitað
væri einfalt að ráða fram úr efnahags-
vandamálum frystihúsaeigenda og út-
gerðarmanna, ef núverandi rikisstjórn
fetaði i fótspor viðreisnarherranna og rift-
aði hlutaskiptasamningum sjómanna, en
öllum er enn i fersku minni, hvernig rikis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins, með Alþýðu-
flokksmann i sæti sjávarútvegsráðherra,
réðist hvað eftir annað á aflahlut sjó-
mannsins, svo að útgerðarmenn fengu æ
meira i sinn hlut fyrirfram af óskiptum
afla.
Við lausn deilu um fiskverðið i janúar
fyrir 5 árum var t.d. úrskurðað af odda-
manni þáverandi rikisstjórnar að sjó-
menn fengju aðeins einn þriðja af þeirri
fiskverðshækkun, sem útgerðin fékk i sinn
hlut.
Og nú er Morgunblaðið alveg hætt að
tala um Verðjöfnunarsjóðinn. Átti kannski
að gripa til hans núna, ef leiðsögn Sjálf-
stæðisflokksins um meðferð sjómanns-
hlutarins hefði ekki dugað?
Þetta er reyndar einn af þessum sjóð-
um, sem Morgunblaðið hefur talið rikis-
stjórnina vera búna að éta upp fyrir löngu,
samanber allan hávaðann i sambandi við
fyrri fiskverðsákvörðun i haust. En af þvi
að Morgunblaðið virðist nú alveg búið að
gleyma þessum ágæta sjóði, þá langar
okkur til að minna lesendur þess á, að i
Verðjöfnunarsjóði reyndust vera nú undir
áramótin 1080 miljónir króna, en sú upp-
hæð er nú hærri en nokkru sinni fyrr, og
hefur meira en tvöfaldazt i tíð núverandi
rikisstjórnar. Ekki er hins vegar ýkja
langt siðan Morgunblaðið hafði orð á þvi
að núverandi rikisstjórn væri eins og mel-
ur i varasjóðum landsmanna og var þá
vist einmitt með Verðjöfnunarsjóðinn i
huga.
Um fjölmiðla í Kína
Ritstjórnarfulltrúar
sendir í moldarvinnu
Hvernig lizt mönnum á þá hugmynd að senda
Andrés Björnsson útvarpsstjóra út á togara um eins
árs skeið? Eða að þriðjungur ritstjórnar Moggans
fengi að spreyta sig á vegagerð eða landbúnaðar-
störfum með þeirri kvöð að stunda teóriulestur og
sjálfsgagnrýni af alúð?
A (lögum menningarbyltingar tóku veggblöð, Datsibao, að miklu leyti
við af venjulegum fjölmiðlum. Nú munu þau að mestu úr sögunni.
Þessar spurninar eru nú ekki
eins fjarstæðukenndar og þær
kunna að virðast,'þvi i Kina eru
svona vinnu- og námsíerðir orðn-
ar hluti af lifi mennta- og emb-
ættismanna. Þetta skipulag
komst á að aflokinni menningar-
byltingu þar i landi. Allir starfs-
menn fjölmiðla eru sendir út á
land til að vinna með bændunum.
Viðs vegar um Kina hefur verið
komið á legg skólum sem hafa
landbúnaðarstörf og hugmynda-
fræðilegt nám á sinni stefnuskrá.
Þangað hafa t.d. allir starfsmenn
Dagblaðs alþýðunnar sem er
aðalmálgagn kinverska
kommúnistaflokksins verið send-
ir i endurhæfingu, þriðjungur i
senn. Þessi endurhæfing stendur
að jafnaði i eitt ár en getur þó orð-
ið lengri. Þetta gengur i hring
þannig, að þeir sem fóru fyrstir
fara nú bráðlega aftur.
Það er þó ekki likamlega vinn-
an sem er höfuðatriðið heldur hin
fræðilega umskólun. ,,Ég afkasta
auðvitað ekki á við starfsreyndan
bónda” segir Pan Fei, sem starf-
ar i ritstjórn blaðsins. ,,En ég
íærði mikið af hinum fátæku smá
öændum. Eftiraö hafa búið i borg
i mörg ár var ég orðinn fáfróður
um lif og hugsunarhátt sveita-
fólksins. Það var mér þvi mjög
gagnlegt að starfa með þvi — sér-
staklega þar sem þettá er liður i
baráttunni gegn skriffinnsku-
valdinu”.
1 Kina er öll fjölmiðlun i hönd-
um rikisvaldsins og þær fréttir og
greinar sem birtast eru vandlega
ritskoðaðar. Þess vegna er hver
stafur i Dagblaði alþýðunnar
rannsakaður ofan i kjölinn af
diplómötum og erlendum fretta-
riturum i Peking og af „Kina-
fræðingum" um allan heim, þvi
þar mætti e.t.v. finna vott um
pólitiska stefnubreytingu. Kin-
verjar hafa haldið öllu vandlega
leyndu sem varðar áróðurs- og
upplýsingamiðlun. Þar varð þó
breyting á i október s.l. og allar
gáttir opnuðust.
Nýlega var sendinefnd frá
norrænum fjölmiðlum á ferð i
Kina. Hún heimsótti Dagblað al-
þúðunnar. fréttastofuna Nýja
Kina, sjónvarpsstöð Pekingborg-
ar og hitti að máli blaöa- og út
varpsmenn úti á landsbyggðinni.
Þessi grein er afrakstur þeirrar
ferðar.
Þeir segja að útvarpið sé einna
mikilvægasti liðurinn i fjölmiðl-
unarkerfi landsins. Hátalarar eru
úti um allt, á torgum kommún-
anna, i fyrirtækjum, hótelum og
járnbrautarlestum. Þeir glymja
allan liðlangan daginn og er út-
varpað jafnt þekktri tónlist (svo
sem „Austrið er rautt”) sem
mæltu máli. f hverju hinna 29
héraða Kina er útvarpsstöð sem
senda út 2-3 dagskrár hver. Einn-
ig eru sérstakar dagskrár fyrir
þau 50 þjóðarbrot sem fyrirfinn-
ast i Kina á þeirra eigin tungum.
Útvarpið nær eyrum allra — einn-
ig þeirra ólæsu.
Sjónvarpið er skemmra á veg
komið. Það eru að visu endur-
varpsstöðvar i hverju héraði að
Tibet undanskildu en viðtæki eru
af skornum skammti — aðeins
um 100.000 i öllu landinu. Þeim er
flestum komið fyrir i samkomu-
húsum ibúðarhverfa, kommúnum
eða fyrirtækjum. Efnahagur kin-
verskra fjölskyldna leyfir ekki
kaup á svo dýrum tækjum.
Dagblað alþýðunnar er lang-
stærsta biaðið og það eina sem
dreifist um allt land. Það er
prentað samtimis i Peking og tiu
öðrum borgum. Upplagið er 3,5
miljónir og þykir ekki stórt i 800
miljóna landi. En það er ekki á
færi allra að lesa mál þar sem
menn þurfa að kunna minnst 3000
leturtákn til að geta lesið dag-
blað. Töiur um ólæsi liggja ekki á
lausu en yfirvöld viðurkenna þó
að mikill fjöldi eldra fólks hafi
engrar skólagöngu notið.
Dagblað alþýðunnar er mikil-
vægasti vettvangur kommúnista*
flokksins i pólitiskum efnum.
Téður Pan Fei var sármóðgaður
I yfir þeirri útlendu skoðun að allar
mikilvægar greinar væru samdar
i bækistöðvum miðstjórnar. ,,Við
starfsmennirnir þekkjum póli-
tiska stefnu flokksins og höfum
daglega náið samstarf við ábyrga
menn i miðstjórninni. En grein-
arnar eru eftir okkur sjálfa”
sagði hann
Auk Dagblaðs alþýðunnar eru
gefin út 1—2 blöð i hverju héraði.
Samanlagt upplag þeirra mun
vera rúmlega 20 miljónir.
Norrænu blaðamennirnir reyndu
að kaupa þau en það reyndist ekki
leyfilegt og allar tilraunir þeirra
til að fá að berja þau augum voru
árangurslausar.
Annar mikilvægur fjölmiðill er
fréttastofan Nýja Kina. Hún er að
sjálfsögöu rikisrekin og hefur
fréttaritara i yfir 50 löndum auk
aragrúa skrifstofa um allt Kina.
Hún sér öllum blöðum, útvarps-
og sjónvarpsstöðvum fyrir frétta-
efni og myndum. Yfirmaðurinn
Stsjú Mhu-tsji var nýkominn úr
endurhæfingu er sendinefndina
bar að garði og skýrði hann frá
sinum pólitisku högum af mikilli
hreinskilni. ,,Á árum menningar-
byltingarinnar gekk fréttastofan i
gegnum mikinn hreinsunareld.
Ég hafði eins og aðrir menn i
ábyrgðarstöðum gert mig sekan
um vixlspor þar sem ég var undir
áhrifum frá Liú Sjaó-sji (fyrrum
forseta Kina). En i menningar-
byltingunni var ég gagnrýndur
mikið af alþýðunni og var mér til
mikils gagns”.
Fréttastofan gefur daglega út
fjórblöðung sem inniheldur fréttir
frá erlendum fréttastofum og
túlkun þeirra á heimsviðburðum
jafnt sem kinverskum veruleik,
óritskoðað og án eigin útlagning-
ar. Þessi pési er gefinn út i 6
miljóna upplagi og vekur þessi
útbreiðsla-þá spurningu hvernig
slikt sér hugsanlegt i landi þar
sem öll fréttamiðlun lýtur forsjá
rikisvaldsins. Tsjú svaraði þvi til
að þetta væri dæmi um hve Kin-
verjar væru ólikir öðrum komm-
únistum. „Tilgangur okkar er að
kynna fólki sjónarmið annarra
þjóða og vikka sjóndeildarhring
þess”. Þetta segir sina sögu um
það hve kinverskir kommúnistar
telja sig fasta i sessi.
(ÞII tók saman eftir grein frá
NTB)
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32
LJÖSASTILLIKGAR
HJÚL ASTILLINGAR MÚTORSTILLINGAR
Látið stilla i tima. 4
Fljót og örugg þjónusta. I
13-10 0