Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 í lTIR \K 1 Bl CmVALD Við kveðjum jól að þessu sinni með hugleiðingu eftir Art Buchwald um jól og kaupskap, sem reynist tímabær á ári hverju. Washington — ein af þeim spurningum sem menn hljóta helzt að spyrja sjálfa sig að i þessu landi er: ætti að leyfa kirkjum að hafa opið á jólum? Hópur borgara hefur bundizt samtökum um að mótmæla þvi hvernig kirkjurnar reyna að breyta jólunum i trúarlegan há- tiðisdag. Talsmaður þeirra, Wendell Wankel, sagði: Ef við leyfum kirkjunum að vera með sinn bis- ness á jólunum, þá mun hátiðis- dagur þessi missa allt kauprænt inntak. — Það er okkar skoðun, að jól séu timi gjafa og matar og sjón- varpsskoðunr og allt sem truflar þetta ætti að banna. — En, sagði ég. það er vist til eitthvað af fólki sem vill fara i krikju á jóladag. Ekki viljið þið fara að skipta ykkur af þvi? — Það getur farið i kirkju á sunnudögum eða i einhvern annan tima vikunnar. Hvers vegna ætti það endilega að vilja fara einmitt þegar fólk ætti að TIL HVERS KIRKJUR Á JÓLUM? vera heima og njóta ávaxtanna af hinu öfluga framleiðslukerfi okkar? — Kannski vill það þakka guði fyriralla þá góðu hluti, sem hann hefur fært þeim, sagði ég svo sem i tillöguskyni. — Það er ekki nóg ástæða til að hafa kirkjurnar opnar, sagði Wankel. Littu bara á öll umferðarvandræðin, sem af þessu hljótast. Kirkjuklukkurnar vekja fólk, sém langar til að sofa út. Og auk þess: af hverju ættu prestarnir ekki að fá fri eins og allir aðrir menn? — Kannski finnst þeim gaman að vinna á jólunum? sagði ég. — Það er ekki það sem skiptir máli, sagði Wankel. Ef maður hefur kirkjurnar opnar þá dregur það úr hinu mikla efnishyggju- kappi i þessu landi. Við segjum að trúarbrögðin eigi að skipa sinn sess, en ekki á jólunum. — En, sagði ég, jólin voru nú einu sinni trúarlegur hátiðis- dagur. — Hvenær? —• spurði Wankel. — Fyrir nokkrum árum las ég bók, þar sem sagði, að einu sinni hefði trúarlegt ínntak jólanna skipt meira máli en gjafir. — Nei, þvi trúi ég ekki, sagði Wankel. — Það er rétt. Upphaflega hug- myndin, segir i þessari bók, var að halda upp á fæðingu Krists. — Lastu þetta i bók? — sagði hann vantrúaður. — Jamm. Menn fóru ekki að gefa gjafir að ráði i þessu landi áður en stórverzlanirnar komu til sögunnar. Þar áður gaf fólk börnum sinum leikföng og fór i kirkju. — Ég hefði gaman að þvi að sjá þessa bók, sagði Wankel tor- trygginn. Allavega þá var þetta allt annnar timi og við lifum á deginum i dag. Aðalatriðið hjá okkur er það, að ef kirkjur eru hafðar opnar þá freistast fólk til að fara i kirkju. Heilar fjöl- skyldur jafnvel geta hafnað þar, og það gæti orðið mikið áfall fyrir bisnessinn á skiðastöðunum. — Ég ber virðingu fyrir tilfinn- ingum þinum i sambandi við jólin Wankel, sagði ég, en ég held ekki að neinn hópur manna i Banda- rikjunum ætti að skipa öðrum hópi manna fyrir um það, hvaða guðshús séu opin eða lokuð á jólum. Wankel svaraði á þessa leið: Of miklum tima, fé og auglýsingum hefur verið varið til jólanna til að hægt sé að leyfa litlum minni- hluta að spilla þeim með þvi að fara til kirkju. Við erúm ekki á móti kirkjum i sjálfu sér. Við erum bara andvigir kirkjum sem eru opnar á þeim eina degi ársins, sem er heilagur fyrir heildar- framleiðslu þjóðarbúsins. — En setjum nú sem svo, að kirkjurnar haldi áfram að vera opnar á jólunum, þrátt fyrir mótmæli ykkar. Hvað ætlið þið þá að taka til bragðs? — Winkel brosti: Guð mun vis okkur á einhverja leið. Kodak H Kodak H Kodak H Kodak Kodak HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 Kodak i Kodak i Kodak r Kodak 1 Kodak ..... . _ NÁMSFLOKKARNIR Kópavogi Innritun i sima 42404 alla daga kl. 2-10. SSJVÐIBÍLASTÖVIN Hf HÚS Við fjölgum í ár þeim vinningum sem koma sér bezt, ekki fáum svimandi háum. Vinningsupphæðin hækkar um 25 milljónir, sem fara mest í 500 og 200 og 100 þúsund kr. vinninga. Og 10 þúsund kr. vinningum fjölgar um helming. Vinningslíkur eru hvergi meiri. Miðaverð 150 kr. Verið með og gerið 1973 að happaári. Happdrætti SÍBS — vinningur margra, ávinningur allra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.