Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 197:$
Sunnudagur 7. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Ræöa Salvador Allende
Chile-forseta á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna
í desember 1972
Fyrir rúmum mánuði lagði
forseti Chile, læknirinn Salva-
dor Allende, upp i langt ferða-
lag út í heim. Helztu viðkomu-
staðir hans voru Mexíkó, New
York, Kúba, Alsír, Moskva.
Hvarvetna var leiðtoga hins
litla Suður-Ameríkuríkis vel
fagnað, og f réttaskýrendur eru
yfirleitt sammála um að telja
34 þúsund kílómetra ferðalag
hans hafa verið sigurgöngu.
Allende ávarpaði allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna í
New York 4. desember s.l. Að
sið suður-amerískra stjórn-
málamanna flutti hann langa
ræðu og lagði í hana allt sitt
skap og tilfinningahita. Stóri
blái fundarsalurinn hjá Sam-
einuðu þjóðunum var troðfull-
ur, og Allende átti athygli
áheyrenda sinna óskipta.
Fagnaðarlátunum ætlaði
aldrei að linna að lokinni ræð-
unni, og Allende var hylltur
sem leiðtogi og formælandi
meirihluta þeirra ríkja sem nú
eiga fulltrúa á samkundu þjóð-
anna á Manhattan.
Sambærilegar viðtökur hafa
aðeins tveir menn áður hlotið i
fundarsal allsherjarþingsins,
þeir skeggjuðu Kúbumenn
Fidel Castro 1960 og Ernesto
Che Guevara 1964.
Eins og Allende lýsir í ræðu
sinni, eiga Chilemenn í hinum
mestu erfiðleikum um þessar
mundir, einkum í utanríkisvið-
skiptum. Það er reynt að ein-
angra þá og hafa af þeim
þeirra eigin útf lutningsverð-
mæti með lögbanni, lánsfjár-
höftum og verðlagspólitik.
Samtímis er blásið að glóðum
borgarastyrjaldar heima fyrir,
þótt það hafi enn ekki borið
árangur. En óvini Chile er ekki
að finna hjá þeim ríkisstjórn-
um sem eiga yfirgnæfandi
meirihluta fulltrúanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, heldur
hjá f jölþjóðlegum auðhring-
um, sem ekki viðurkenna neina
lögsögu yfir sér, og meðal
áhrifamanna hjá örfáum auð-
ugum iðnaðarþjóðum.
Aðildarriki Sameinuðu þjóð-
anna eru að miklum meirihluta
fátæk og vanþróuð í atvinnu-
legum efnum. Þau eru því eins
sett og Chile, og það er engin
furða að milli þeirra þróist
skilningur og samstaða. Þegar
Allende heldur þrumuræðu
sína yfir þeirri heimsvalda-
stefnu sem nú neytir allra
bragða að kyrkja Chile eða
koma löglega skipaðri stjórn
þessá kné, þá er hann að flytja
mál allra fátækra þjóða í ver-
öldinni. Þess vegna er hann
hylltur, og þess vegna verður
ferðalag hans að sigurgöngu.
Allende nýtur þess fram yfir
þá vopnabræður Castro og
Guevara að hann er að borg-
aralegu mati í aðstöðu hins
,,virðingarverða'' stjórnmála-
manns. Hann hefur í einu og
öllu beitt leikreglum hins borg-
aralega lýðræðis til að komast
til valda, þótt hann sé marxisti
að sannfæringu. Og hann hefur
að nýju glætt þær vonir, að lýð-
ræðislegur sósíalismi með
mannlegu yfirbragði verði að
veruleika á okkar dögum.
Það er ekki tilviljun að All-
ende hefur ræðu sína með því
að benda á hinar lýðræðislegu
hefðir í þjóðlífi Chile, en þær
standa svo sterkum rótum að
hver ein Evrópuþjóð mætti
vera stolt af. Þetta gerist þrátt
fyrir ýtrustu fátækt. Banda-
ríkjamenn tala oft um kröfur
sínar til prentfrelsis og upplýs-
ingastreymis. óvíða hefur
st jórnarandstaða jafn góð
tækitæri að þessu leyti og í
Chile. í haust skipulagði stjórn-
arandstaðanverkbönn, truflanir
i atvinnulífi oa útifundi á móti
atjórninni, og stóð það ástand í
26 daga. Franskur fregnritari
sá ástæðu til að skrifa blaði
sínu, að á þessum mánuði hafi
lögreglan í Santiago notað
minna af táragasi en Parísar-
lögreglan á einum degi í
Latínuhverfinu í stúdenta-
óeirðunum 1968. Breti hefur
hins vegar á orði að útlend-
ingursé mun öruggari á götun-
um í Santíago en í Belfast á ir-
landi. Og í Chile eru engir
Dólitískir fangar ef frá eru
taldir Viaux hershöfðingi og
vitorðsmenn hans vegna
morðsins á Schneider, yfir-
manni heraflans, en það
frömdu þeir að undirlagi
bandariska símafélagsins ITT.
Aftökur eru óþekktar, sömu-
leiðis pyntingar af hálfu lög-
reglu eða það að óþægir menn
séu sendir á geðveikrahæli.
Þjóðviljinn birtir nú útdrátt
úr ræðunni sem Allende hélt á
allsherjarþinginu í byrjun
desember. Reynt er eftir
megni að halda öllum efnisatr-
iðum til haga, en viða er stiklað
á stóru. Frásögn hans af við-
skiptunum við ITT er veru-
lega skorin niður, enda var
gerð rækileg grein fyrir því í
fjölmiðlum á sínum tima.
Skylt er að geta þess, að All-
ende minntist á vagntanlega
hafréttarráðstefnu í ræðu sinni
og þær vonir sem 200-mílna
ríkin í Suður-Ameríku binda
við niðurstöður hennar. Þá
fjallaði hann i all-löngu máli
um þann samhug sem verka-
lýðssamtök og ríkisstjórnir
víða um heim hafa sýnt Chile í
erfiðleikum þess. En einkum
rómaði hann þær móttökur sem
hann fékk í Mexíkó (á leið sinni
til Bandaríkjanna), jafnt af
hálfu alþýðu manna, sem hóp-
aðist út á göturnar, og af hendi
forseta Mexíkó og ríkisstjórnar
hans. Frá New York lá leið All-
ende um ýmis lönd til Moskvu,
en hann er nú löngu kominn
aftur til síns heimalands. h—
Beina verður alþjóðleg-
um aðgerðum að þvi að
þjóna — ekki fólkinu meö
forréttindin — heldur þeim
sem verkin vinna: Námu-
manninum i Cardiff og hin-
um berfætta bónda i
Egyptalandi, kókosfram-
leiðandanum i Ghönu eða á
Fílabeinsströnd og kaffi-
ræktarmanninum í Kenýu
eða Kólombíu. Alþjóða-
starfið verður að ná til
þeírra tvö þúsund miljón
manna sem ekki njóta for-
réttinda, þeirra sem sam-
tök okkar, Sameinuðu
þjóöirnar, eru skuldbundin
til að lyfta upp á stig nú-
tíma lifnaðarhátta. Við
eigum að efla sjálfsvirð-
ingu þeirra og manngildi,
svo að vitnað sé til stofn-
skrár SÞ.
Ég kem frá Chile, litlu landi þar
sem hver þegn hefur fullt tján-
ingarfrelsi, þar sem fullt um-
buröarlyndi rikir i menningarleg-
um, trúarlegum og hugmynda-
fræðilegum efnum, þar sem það
þekkist ekki að fólki sé mismunað
eftir kynþáttum. í landi minu hef-
ur verkalýðsstéttin sameinazt i
ein allsherjar samtök. Almennur
kosningaréttur og leynileg at-
kvæðagreiðsla eru hornsteinar
marga flokka kerfis i landinu og
þjóöþingið hefur verið við lýði allt
frá stofnun þess fyrir 150 árum.
Dómstólarnir eru óháðir fram-
kvæmdavaldinu, og stjórnarskrá-
in hefur svo til alltaf verið höfð i
heiðri frá fyrstu tið og lagfærð að-
eins einu sinni siðan 1833. Þjóð-
lifið er skipulagt i kringum borg-
aralegar stofnanir, enda hefur
her landsins þrásinnis sannað, að
hann er trúr hlutverki sinu, og
sýnt fram á hollustu við lýðræðis-
legar heföir. 10 miljóna þjóð okk-
ar hefur tekizt að eignazt tvo rit-
höfunda af einni og sömu kynslóð
sem hlotið hafa bókmenntaverð-
laun Nóbels, þá Gabriela Mistral
og Pablo Nerunda. Báðir eru þeir
synir óbreyttra verkamanna.
En Chile er lika vanþróað land.
1 efnahagslifi þess hafa erlend
auðfélögveriðráðandi Skuldirokk-
ar við útlönd hafa tútnað út og eru
nú komnar upp i 4 miljarða doll-
ara. Afborganir og vextir af
skuldum renna nú yfir 30% af út-
flutningsverðmæti ársins.
Við Chile-búar gátum ekki
lengur unað við það ófrelsi sem i
þvi fólst að 80% af útflutningnum
væri i höndum nokkurra erlendra
stórfyrirtækja. Við höfum séð
hvernig þau settu hagsmuni ætið
ofar okkar hagsmunum og þau
rökuðu saman gróða. Ekki gátum
við heldur unað við veldi stórjarð-
eignanna og iðnaðar- og verzl-
unarhringanna. Lánveitingar úr
peningastofnunum voru tak-
markaðar við fáa útvalda. Tekju-
skiptingin var himinhrópandi
ójöfn meðal þegnanna.
Af þessum sökum hófumst við
handa um að breyta valdakerfinu
i landinu. Verkamenn taka i vax-
andi mæli að sér stjórn á vinnu-
stöðum sinum. Þjóðin er að eign-
ast helztu auðlindir sinar, og
þannig losnar landið úr ánauð
undan erlendu valdi. Barátta
þjóðarinnar fyrir þvi að vinna sér
pólitískt og félagslegt frelsi hefur
lengi staðið, og kynslóðum saman
hafa verkamenn i iðnaði og land-
búnaði leitazt við að skipuleggja
sig sem félagslégt afl sem gæti
náö pólitiskum yfirtökum og rutt
kapitalistum frá kjötkötlum hins
efnahagslega valds. En þessi
barátta er háð með fullri virðingu
fyrir pólitisku samtakafrelsi og
raunar með það að bakhjarli.
Kopargróðinn
Helztu auðlindir landsins hafa
nú verið þjóðnýttar. Koparinn
hefur verið þjóðnýttur. Það var
gert með>samhljóða atfylgi þings-
ins og þrátt fyrir það, að þar eru
stjórnarflokkarnir i minnihluta. I
þessu sambandi viljum við leggja
áherzlu á þá staðreynd, að eignir
hinna stóru erlendu koparnámu
fyrirtækja voru ekki gerðar upp-
tækar bótalaust. 1 samræmi við
stjórnarskrá höfum við hins veg-
ar bætt úr langvinnu óréttlæti
með þvi að draga frá skaðabótun-
um þann ágóða fram yfir 12% ár-
iega, sem fyrirtækin hafa haft frá
þvi 1955.
Agóði hinna þjóðnýttu fyrir-
tækja á siðustu 15 árum hefur
verið svo gifurlegur, að frádrátt-
urinn miðað við 12%-mörkin hef-
ur verið verulegur. Þannig var
með dótturfyrirtæki Anaconda-
félagsins i Chile. Ágóði þess milli
1955 og 1970 nam til jafnaðar
21,5% á ári miðað við bókfærðan
höfuðstól. En á sama tima var
Ákæra
fátæku
þjóðanna
Saivador Allende i hlutverki ákærandans frammi fyrir samkundu þjóðanna. Myndin er tekin þegar
iiann flutti hina sögulegu ræðu sina I New York.
á heimsvaldastefnuna
ágóði Anaconda i öðrum löndum
aðeins 3,6% á ári.
Svipað var að segja um ágóð-
ann hjá dótturfyrirtæki Kenne-
cott koparfélagsins. Arlegur
meðalágóði þess á timabilinu var
52,8%. Hann steig meira að segja
upp i þær ótrúlegu stærðir að vera
106% 1967, 113% 1968 og 205%
1969. En á þessu timabili var
meðal ágóði Kennecott i öðrum
löndum undir 10 af hundraði.
En svo hafa verið dæmi um það
að erlend koparfyrirtæki hafa
fengið fullar bætur án nokkurs
frádráttar, en þá hefur árlegur
meðalágóði ekki farið yfir hið
sanngjarna 12%-mark.
A árunum næst á undan þjóð-
nýtingunni höfðu koparfyrirtækin
hafið miklar ráðagerðir um ný
byggingar og stækkanir. Að visu
hafa áætlanir þessar runnið út i
sandinn að miklu leyti, en þær
hafa kostað dágóðan skilding.
Kostnaðurinn var ekki greiddur
af ágóða fyrirtækjanna, heldur
fenginn til láns erlendis, og við
þjóðnýtinguna varð Chile að tak-
ast á hendur ábyrgð af þessum
lánum — 727 miljónum dollara.
Við höfum meira að segja hafið
endurgreiðslu á láni sem eitt kop-
arfyrirtækið var látið skrifa á
Kennecott, nefnilega sitt eigið
móðurfyrirtæki i Bandarikjun-
um.
Þessi sömu koparfyrirtæki hafa
árum saman fleytt rjómann af
auðlindum Chile. Á siðustu 42 ár-
um hafa þau flutt úr landi yfir 4
miljarða dollara i ágóða, þótt
upphafleg fjárfesting hafi verið
aðeins 30 miljónir.
Eggjahvítan
Leyfið mér að nefna eitt
átakanlegt dæmi um það, hvað
þetta þýðir i okkar fátæka landi.
Það eru 600 þúsund börn i Chile
sem aldrei munu njóta lifsins á
eðlilegan, heilbrigðan hátt vegna
þess að þau hafa ekki fengið nógu
eggjahviturika fæðu á fyrstu 8
mánuðum ævinnar. 4 miljarðar
dollara mundu gerbreyta landi
minu. Aðeins hluti af þeirri upp-
hæð nægði til að tryggja nægilega
mikið af eggjahvituefni um aldur
og ævi fyrir öll börn i landinu.
Við gerðum okkur ljóst að við
mundum lenda i miklum erfið-
leikum með okkar sjálfstæðu
stefnu, þegar við ákváðum að
leggja út i þjóðnýtinguna. Við
þekkjum heimsvaldastefnuna og
grimmilegar aðferðir hennar af
langri og sárri reynslu i
Rómönsku Ameriku. 011 munum
við Kúbu, en við gleymum heldur
ekki Perú, sem hefur verið látið
gjalda þeirrar ákvörðunar sinnar
að vilja hafa full yfirráð yfir oliu-
lindum sinum.
Árásirnar
Og nú er ég kominn fram fyrir
þessa samkomu þjóðanna, alls-
herjarþingið, til að kynna þá
staðreynd að land mitt hefur orð-
ið fyrir alvarlegum árásum.
Þetta er mér þungbær skylda.
Árásir þessar eru dulbúnar og
fara ekki fram fyrir opnum tjöld-
um. Þess vegna er það ekki svo
einfalt mál að gera grein fyrir
þeim, en þær eru ekkert siður
skaðvænlegar fyrir Chile.
Það gæti virzt svo á yfirborði
hlutanna, að einu óvinir okkar séu
i stjórnarandstöðunni heima
fyrir. En ég er hér að tala um allt
annað. Þetta fer leynt, en áhrifin
eru skýr. Það er ekkert verzl-
unarbann á okkur. Enginn hefur
lýst þvi yfir, að hann ætli að berj-
ast við okkur augliti til auglitis.
Chile er sérstaklega skeinuhætt
i utanrikisviðskiptum. Útflutn-
ingurinn nemur rétt yfir þúsund
miljónum dollara á ári, en á sið-
ustu 12 mánuðum hefur verðfallið
á kopar á alþjóðlegum markaði
þýtt tekjumissi fyrir okkur upp á
200 miljónir dollara. Á hinn bóg
inn hafa innflutningsvörur hækk-
að verulega i verði — bæði iðn-
varningur og landbúnaðarafurðir
— stundum allt að 60%.
Af þessu leiðir að við höfum átt
i miklum greiðsluerfiðleikum
gagnvart útlöndum, en einmitt á
sama tima hefur eftirfarandi að-
gerðum verið beitt gegn Chile —
hefndaraðgerðum vegna þjóðnýt-
ingarinnar á koparnum:
Allt þar til stjórn min settist að
völdum, fékk Chile um 100
miljónir dollara árlega i nýjum
lánum umfram eldri afborganir
hjá alþjóðlegum fjármálastofn-
unum, svo sem Alþjóðabankan-
um i Washington og Þróunar-
banka Amerikurikja. Þessari að-
stoð var skyndilega hætt.
Lánafjárhöft
A siðasta áratug fékk Chile 50
miljón dollara lán hjá hjálpar-
stofnuninni AID sem Bandarikja-
stjórn rekur. Ekkert útlit er fyrir
að þessi aðstoð haldi áfram.
Þegar ég varð forseti naut land
mitt skammtima lána i einka^
bönkum Bandarikjanna að upp-
hæð 220 miljónir dollara. A mjög
stuttum tima kipttu bandarisku
bankarnir að sér hendinni með
þessi lán, og okkur var gert að
punga út með 190 miljónir doll-
ara.
Greiðslufrestur sem var f gildi
gagnvart lánum hjá opinberum
aðilum i Bandarikjunum var
einnig afnuminn, og i sambandi
við vörukaup i Bandarikjunum
verðum við nú yfirleitt að greiða
allt út i hönd og fjárfestingarvör-
ur, sem við kaupum samkvæmt
löngu gerðum samningum, verð-
ur að greiða fyrirfram. Erfitt er
að gera sér i hugarlund hvað
þessi umskipti þýða fyrir
greiðslustöðu okkar i utanrikis-
viðskiptum.
Þá er að vikja að Vestur-
Evrópu, en þar hafa bankavið-
skipti orðið fyrir stórfelldum
truflunum, einkum varðandi inn-
heimtu á greiðslum fyrir kopar
sem við höfum selt. Þar er þvi um
að kenna hvað bankar Evrópu eru
talhlýðnir gagnvart alþjóðlegu
Ágóði koparhringanna var 6 sinnum meiri i Chile en
annars staðar. Af fjárfestingu sem kostaði i upphafi
30 miljónir dollara fluttu þeir á 40 árum út gróða
sem nemur 4 miljörðum dollara.
Chile tapar nú fimmta hluta útflutningstekna vegna
verðfalls á kopar, en samtimis hækkar verð á inn-
fluttum vörum. Fjölþjóða-hringarnir svipta Chile
hundruðum miljóna dollara i lánsfé i hefndarskyni
fyrir þjóðnýtinguna.
En hafnarverkamenn i Le Havre og Rotterdam
neituðu að skipa upp kopar frá Chile sem Kenne-
cott-félagið hafði fengið iögbannsheimild á. Svipuð
þessu er samtaðan frá þjóðum þriðja heimsins, þvi
þær þekkja kjör og aðstöðu Chile-búa.
koparhringunum sem eru að ná
sér niðri á okkur vegna þjóðnýt-
ingarinnar. Sem dæmi um þetta
má nefna, að 20 miljón dollara
yfirdráttarheimild var ekki
endurnýjuð þegar gildistimi
hennar var útrunnin. Viðræður
um viðskipti upp á 200 miljónir
dollara voru við það að komast i
höfn, en þeim var slitið fyrirvara
laust. Yfirleitt er andrúmsloftið
þannig i fjármálastofnunum
Evrópu að það truflar i stórfelld-
um mæli eðlilegar peningahreyf-
ingar vegna utanrikisviðskipta
okkar.
Hér stöndum við andspænis
kyrkingaraðferðum fjármála-
valdsins, og áhrifamáttur þeirra
er óhugnanlegur á efnahagslif
Chile. Viö höfum orðið að draga
úr innflutningi á vélbúnaði, vara-
hlutum, verksmiðjuhlutum, en
einnig þeirra matvæla og læknis-
lyfja sem við getum ekki án verið.
Hver einasti ibúi Chile verður var
við áhrifin af þessum aðgerðum,
þvi þeirra gætir i daglegu lifi og
þá auðvitað um leiö i stjórnmál-
um landsins.
Við vitum hvað við eigum að
kalla þau öfl sem standa fyrir
þeim aðgerðum sem ég nú hefi
lýst. Það eru öfl heimsvaldastefn-
unnar, imperialismans. Þessar
aðgerðir eru vissulega árásar-
aðgerðir þótt á yfirborðinu sjáist
aðeins hið stimamjúka fas banka-
stjórans og kaupsýslumannsins
sem kveðst harma hvað þróunin
sé óhagstæð.
ITT
En við höfum einnig orðið fyrir
beinum árásum imperialiskra
stórfyrirtækja. Þar er um að
ræða ITT (International Tele-
graph & Thelephone Company)
annars vegar og Kennecott Copp-
er Corporation hins vegar.
Flestum mun i fersku minni
fréttirnar frá þvi i fyrra um ITT,
aðþjóðlega simafélagið, sem
reyndi að bregða fæti fyrir það að
ég gæ-ti tekið við forsetaembætt-
inu haustið 1970 og lét myrða
Rene Schneider, yfirmann Chile-
hers. ITT misheppnaðist ráða-
gjörðin um valdarán, en hún var
gerð með fullri vitund Banda-
rikjastjórnar.
Ég ákæri nú ITT hér frammi
fyrir samvizku heimsins um að
hafa reynt að koma af stað borg-
arastyrjöld í landi minu. Hvað
eru imperialiskar aðgerðir ef
ekki þetta?
Kennecott
Þá er komið að Kennecott
koparféiaginu. Þvi var boöið að
deilumálin vegna þjóðnýtingar-
innar skyldu lögð fyrir innlendan,
óháðan gerðardóm, og félagið
gekk að þvi. En þegar úrskurður
féll gagnstætt kröfum þess, þá
ákvað félagið að ræna okkur út-
flutningsverðmæti og þrýsta
þannig á stjórn Chile, að hún
legðist flöt fyrir kröfum félagsins.
Kennecott hefur neytt allra ráða i
þessu skyni.
Kennecott hefur gripið til þess
ráðs að beiðast þess af dómstól-
um i Frakklandi, Hollandi og Svi-
þjóð að setja aðflutningsbann á
kopar úr okkar þjóðnýttu nám-
um. En það striðir gegn öllum
réttarfarshugmyndum að dóm-
stólar annarra landa lýsi þann
gerning ógildan sem okkar riki
hefur gert i krafti fullveldis sins
og að fengnu hinu æðsta umboði
frá sjálfu fólkinu i landinu.
Krafa Kennecott félagsins
brýtur i bága við grundvallar-
reglur alþjóðaréttar, en sam-
kvæmt þeim heyra náttúruauð-
lindir undir lögsögu þess lands
þar sem þær eru og eru til hag-
nýtingar fyrir þegna þess. Ekki
sizt þegar um sjálfa bjargræðis
vegina er að tefla.
Sjónarmið okkar hafa hlotiö
viðurkenningu fyrir dómstólum i
Paris, en þar var úrskurðað að úr
gildi skyldi fellt lögbann sem
Kennecott lét setja á andvirði
ákveðinnar koparsendingar frá
okkur.
En við erum samt ekki búnir að
bita úr nálinni við Kennecott og
aðgerðir félagsins hafa kostað
okkur miljónir dollara i útflutn-
ingsvirði fyrir utan þá fjármála-
erfiðleika sem ég áðan gat um.
Fjölþjóöa h ringa r
A þriðju ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um viöskipti og þróun
sem haldin var i höfuðborg okkar,
Santiago, i vor, vakti ég athygli á
starfsemi f jölþjóðahringa og
hvað efnahagslegt og pólitiskt
vald þeirra fer vaxandi og dregur
á eftir sér spillingaráhrif. Það er
sannarlega ástæða til að heimur-
inn skelfist við, þvi vald þessara
Frh. á bls. 15
Einar Bragi:
i gær var siðasti dagur jóla. Við kveðjum jólin mcð nýju
kvæði eftir Einar Braga skáid.
Hjá rúmi barnsins logar ljós i stjaka.
Hve lif, er friðar nýtur, andar rótt.
Ég veit i haga hirðar góðir vaka
og hjarðar sinnar gæta enn i nótt.
En burt er vikinn sá er forðum færði
þeim fögnuð mikinn, lýðnum nýja von.
Með kross á enni annar kom og særði
til ólifis þinn bróður, mannsins son.
JóJanótt
Einar Bragi
Og fánýt er þin leit að leiðarstjörnum:
þær leynast daprar bakvið niðdimm ský,
þvi handa jarðarinnar jólabörnum
er jata engin til að fæðast i.
Með ykkur snauðu hirðar vil ég vaka
og vitringunum þessa löngu nótt
og minnast þess við litið ljós i stjaka
hve lif, er friðar nýtur, andar rótt.
Einar Bragi