Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN SunnudaKur 7. janúar l!»7:i Kjarlan Kinar lían iirs Þorbjorn Svavar Magnús Svava Þröstur UMRÆÐUFUNDIR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Fundarefni og málshefjendur Baráttan gegn herstöðvum á islandi fyrr og nú — Kjartan Olafsson, ritstjóri Er stéttaskipting á islandi? Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur m Skólinn, þjóðfélagið og staða námsmannahreyfingarinnar Einar Baldursson og Hannes Stephensen, menntaskólanemar. íslenzk iðnvæðing, islenzkur sósialismi Magnús Kjartansson, ráðherra. Stjórnmálahlutverk fjölmiðla Þorbjörn Broddason, lektor. AAálgagn eða ,,bara” fréttablað, umræður um Þjóðviljann Svavar Gestsson, ritstjóri. Konan og samfélagið Svava Jakobsdóttir alþingismaður Verkalýðshreyfingin og vinstri stefna í efnahagsmálum Þröstur Olafsson, hagfræðingur. Leiðin fil sósíalísks þjóðfélags Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins L Refsipólitík Hildigunnur olafsdóttir, afbrotafræðingur. Þáttaskil í sögu íslenzkrar verkaiýðshreyfingar Olafur Einarsson, menntaskólakennari. L Island og viðskipta- og efnahagsbandalögin í Evrópu Lúðvik Jósepsson, ráðherra Hernaðarbandalög, stórveldastefna Loftur Guttormsson sagnfræðíngur Borgarskipulag, bilaskipulag Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður Neyzluþjóðfélag og verðmætamat Margrét Guðnadóttir, háskóla- kennari Hið títtnefnda atvinnuiyöræói Gunnar Guttormsson ráðunautur. Að gera sérgrein fyrir Sovétríkjun- um Árni Bergmann, blaðamaður Myndskoðun og myndgerð i stéttaþjóðfélagi Ingiberg Magnússon kennari Kaf'nar I .úftvik l.oftur Sinurjón Margrét Gunnar f Arni IugiDerg UMRÆÐU- FUNDIR á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til 18 um- ræðufunda á næstu vikum og mánuðum. Fundirnir verða haldnir i salnum á Grettisgötu 3 og verða á hverjufimmtudagskvöldi. Fyrsti umræðufundurinn i þessum flokki verður næstkomandi fimmtudags- kvöld þann 11. janúar og er fundarefnið „Baráttan gegn herstöðvum á íslandi fyrr og nú” — og mun * Kjartan Ólafsson ritstjóri opna umræðurnar. Næsti fundur verður svo viku siðar þann 18. jan. á sama stað og verður efni hans — ,,Er stéttaskipting á Islandi?” — málshefjandi Hjalti Kristgeirsson, hagfræðingur. Við leituðum frétta hjá Þór Vigfússyni, formanni Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik,og spurðum. — Er þetta nýjung i starfi Alþýðubandalagsins i Reykjavik? Og Þór sagði: Umræðufundir af svipuðu tagi voru haldnir af æskulýðsnefnd Alþýðubandalags- ins fyrir 2 árum og tókust vel, en markið er þó sett öllu hærra núna, þvi að gert er ráð fyrir fundum i hverri viku, alltaf á fimmtudags- kvöldum. Verða þetta 18umræðu- fundir i allt og standa þangað til um miðjan maf i vor. Ekki er gert ráð fyrir að um fyrirlestra sé að ræða, en menn hafa verið fengnir til að opna um- ræður um ýmis vandamál, sem fólki eru ofarlega i huga. Við ger- um okkur vonir um að i framhaldi af ýmsum þessara umræðu- kvölda geti komið til frekari um- fjöllunar i starfshópum. — Eru fundirnir öllum opnir? Þessir umræðufundir verða öll- um opnir og i hópi þeirra, sem tekizt hafa á hendur að hefja um- ræður, er fólk bæði innan og utan Alþýðubandalagsins. Við vonum, að efni fundanna skirskoti til ungs fólks, en vissu- lega er það ætlun okkar að þessir umræðufundir verði jafnframt fyrir fólk á öllum aldri. Og allir fara fundirnir fram i salnum á Grettisgötu 3, þar sem Alþýðubandalagið hefur skrif- stofur sinar. Fyrirskipaðar gas- grímur yerkamanna — í heilu héraði á Italíu RÓM (>/l —Fyrirskipun uin að 50 þúsund verkamenn i iðnaðarhér- aðinu Marghera fyrir utan Fen- eyjar skuli búnir gasgrimum, til verndar gcgn loftmengun, hefur vakið mikinn ugg og reiði á italiu. Vöktu tveir fulltrúar á italska þinginu máls á þvi i gær, að fyrir- skipunin sannaði, að mengunin væri svo mikii, að lif verkamann- anna væri i hættu. Vinstrisinnaða Rómarblaðið „Passa Sera” sagði i leiðara, að vandamálið yrði ekki leyst með þvi að útdeila gasgrim- um meðal verkamannanna og krafðist, að orsakir þess, að hér- aðið væri orðið að gasklefa eða allt að þvi, yrðu fjarlægðar. Það var formaður heilbrigðis- eftirlitsins með vinnustöðum i Feyneyjum, sem sendi fyrirskip- unina á miðvikudag til allra fyrir- tækja i Margherahéraðinu, þar sem fjöldi verkamanna þar hefur aö undanförnu veikzt af eitrun frá iðnaðinum. ,,Passa Sera” gagnrýndi harð- lega stjórnir margra fyrirtækja i héraðinu, sem kvartað hafa yfir að gasgrimurnar sem eftirlitið hefur fyrirskipað að verkamenn- irnir fái, væru of dýrar. Gasgrim- an, sem heilbrigðiseftirlitið vill láta nota, kostar 20.000 lirur (um 3400 isl. kr.), en stjórnir fyrir- tækjanna vilja láta nota grimur, sem kosta aðeins 6000 lirur (rúm- lega 1000 krónur). Tæpt fylgi Korvalds OSLO — Samkvæmt skoðana- könnun, sem stofnun Fakta i Nor- egi gerði fyrir norska ,,Dag- bladet” rétt fyrir jól, studdu 37% aðspurðra rikisstjórn Korvalds, 39% hefðu fremur kosið að stjórn Brattelis hefði haldið áfram en 24% voru óákveðnir. Fjórfaldaði skaðabóta- tilboðið LONDON 6/1 — Brezka fyrirtæk- ið Distillers Co., sem á siðasta áratug seldi lyfið thalidomid i Bretlandi, bauðst i gær til að borga alls 20 miljónir punda (um 4600 miljónir isl. kr.) i skaðabæt- ur til thalidomid barnanna 340 i landinu. Er þetta fjórföldun fyrra tilboðs fyrirtækisins og tilkomið eftir að það efur sætt harðri gagnrýni al- mennings fyrir að vilja ekki greiða vansköpuðu börnunum og foreldrum þeirra réttlátar skaða- bætur. Bahr mót mælti af hálfuv-þýzku stjórnarinnar WASHINGTON 6/1 — Vestur- þýzki ráðherrann án ráðuneytis, Egon Bahr, ræddi i gær við ör- yggisráðgjafa Nixons, Henry Kissinger,og Kenneth Rush vara- utanrikisráðherra, i Washington. Ekki hefur verið skýrt frá viðræð- unum, en fastlega er gert ráð fyr- ir, að stjórn V-Þýzkalands hafi mótmælt að Bandarikjamenn skyldu hefja loftárásir á Norður- Vietnam að nýju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.