Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 1
Morgunblaðið vill land helgismálið til Haag! Krefst þess að dómstóllinn skeri úr Dómsmála• ráðuneyti um stöðu ásatrúar Kannar laga- °g framkvœmdahliðar þess máls, hvort veita skuli ásatrú safnaðarlöggildingu Dómsmálaráðuneytið hefur bréfið frá Félagi ásatrúarmanna til vinsamlegrar athugunar. Það hefur ekki hlotið afgreiðsiu né þvi verið svarað, en við stöndum i samhandi við félagið. Hinir ýmsu þættir þessara máia eru i athug- un, og m.a. hefur biskup verið bcðinn um umsögn. — Þetta sagði Baidur Möller ráðuneytisstjóri við Þjóðviljann i gær, er hann var inntur eftir svörum viö beiðni ásatrúarmanna um löggildingu á söfnuði þeirra. Ég geri ráð fyrir þvi, sagði Baldur Möller, að við verðum að kafa dýpra ofan i málið en við höfum enn getað gert. Þetta er talsvert flókið mál lögfræðilega, og það er heldur ekki einfalt mál að taka afstöðu til ýmissa raun- hæfra vandamála sem upp koma, þegar hópur manna vill fá lög- gildingu sem söfnuður. Hér er ég ekki að lýsa neinu vantrausti, en menn verða að gera sér ljóst, að söfnuður og forusta hans tekst á hendur umfangsmiklar borgara- legar skyldur, og mennirnir fá Frh. á bls. 15 I DAG Harmleikurinn í Managua varö á réttu augnabliki fyrir Nixon — og hann kunni aö notfæra sér þaö. Sjá grein á siðu Þessi mynd var tekin á fundi ásatrúarmanna sl. laugardag. A henni má m.a. sjá JÖkul Jakobsson, sr. Leó Júliusson á Borg á Mýrum og Dag Þorleifsson blaöamann, einn af forsprökkum safnaðarins. (Ljósm. B.B.) Þau tiðindi hafa gerzt, að Morgunblaðiö lýsir þvi yfir i forystugrein i fyrradag að islendingum beri að viðurkenna rétt al- þjóðadómstólsins í Haag til að kveða upp gildan úrskurð i landheigisdeilu okkarvið Breta og Vestur- þjóðverja. Það er krafa Þjóðviljans að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins geri hreint fyrir sinum dyrum i þessum efnum. Er ritstjóri Morgunblaðsins , Eyjólfur Konráð.Jónsson, hér að leika ein- leik og túlka eigin hugaróra eða stendur forusta Sjálfstæðisflokks- ins að baki þessum skrifum? Landhelgismálið er islenzkt innanrikismál og hefur svo verið allt frá þvi að landgrunnslögin voru einróma samþykkt á alþingi 1948. fslendingar hafa aldrei viljað viðurkenna lögsögu erlendis dómstóls i þessu innanrikismáli, sem sker úr um tilverumöguleika okkar sem þjóðar i þessu landi. Frh. á bls. 15 Kyjólfur Morgunblaðsritstjóri, Fulltrúi Sjálfstæðismanna? — Eða hverra? „Hvers vegna skyldu tslendingar lika vera að leita uppi einhverja þá aðila, liaagdómstólinn eða aðra, sem kynnu að véfengja geröir tslendinga, og kosta til þess bæði fé og fyrirhöfn” (Ólafur Thors i ræðu á sjó- mannadaginn 7. júni ’53) „öruggt má telja, að alþjóðadómur félli okkur i vil, ef við túlkuðum málstað okkar fyrir honum, og þess vegna væri fráleitt af okkar hálfu að berjast fyrir þvi, að málinu yrði visað frá dómi. Miklu frekar ættum við að krcfjast þcss, að alþjóðadóm- stóllinn fjallaði um málið og felldi úrskurð , þvi að hann yrði okkur i vil, ef skynsam- lega væri á málum haldið” (Forustugrein i Morgun- blaðinu 7. 1. ’73) Búnaðarmálastjóri í erindi: Oþolandi að efnamenn kaupi úrvalsjarðir á uppsprengdu verði Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri vék að nokkrum málum sem kalla má við- kvæm fyrir bændastéttina i útvarpserindi er hann hélt um landbúnaðinn á sl. ári. Halldór sagði um jarð- eignamál: landi á rikið margar jarðir, og er eðlilegt, að svo verði um ókomin ár. En eins og lög gera ráð fyrir þá eiga bændur, sem búa á rikis- jörðúm, að geta fengið þær keypt- ar með vissum skilyrðum, en að- eins til búskapar, en ekki til að braska með þær eða brytja niður i sumarbústaða- eða veiðilönd. Að safna landi „Ég tel ekki orka tvimælis að heppilegast sé, að sem allra- flestir bændur eigi ábýlisjarðir sinar, en enginn fái leyfi til að eiga meira land en hann þarf til eigin nota. Það ætti að banna með lögum, að einstaklingar safni landi fram yfir það, sem þeir nota til ábúðar. Slikt er gert i Nýja Sjalandi og gefst vel.... Hér á Rikið kaupi jarðirnar Einnig á jarðeignadeild rikisins að kaupa jarðir sem bændur vilja losna við og geta ekki selt öðrum til að stunda þar búskap. Slikt ónytjað land er eðlilegt að rikið eða sveitarfélög eigi, en það verði ekki i eigu brottflutts fólks, sem setzt hefur aö i kaupstöðum og gerir ekki ráð fyrir að það sjálft eða niðjar þess flytji aftur til Frh. á bls. 15 Brezkur togari reyndi ásiglingu á varðskip í gœr Eftirlitsskipin aðstoða landhelgisbrotin i gær bar það til tiðinda á miðunum út af Austfjörð- um, að brezka eftirlits- skipið Othelló og vestur- þýzka ef ti rl itssk i pið Meerkatze hafa gerzt sek um beina aðstoð við land- helgisbrjóta að veiðum inn- an 50 mílna markanna. Ber að líta á þessar aðgerðir eftirlitsskipanna sem mjög alvarleg brot á íslenzkum lögum. Ekki er vitað um herskip í nánd við 50 mílna mörkin út af Austfjörðum sem stenþur. Um helgina voru varð- skip Landhelgisgæzlunnar virk i aðgerðum sínum við togara að veiðum innan landhelgi. Þannig skáru þau togvira aftan úr þremur útlendum togurum við frá þvi á hádegi á laugar- dag til kl. 16 á sunnudag. í gærdag reyndi brezki togarinn Lancella á- siglingu á varðskip út af Austf jörðum. Aður er greint frá þvi að varð- skip skar togvira aftan úr vestúr- Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.