Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 3. deild í handknatdeik — fyrri umferð Fyrri umferð 3.-deildar- keppninnar í handknattleik var leikin um siðustu helgi og svo fóru leikar, að Völsungar frá Húsavík unnu alla sína leiki með miklum yfirburðum, og þótt hér hafi aðeins verið um fyrri umferð að ræða, má telja útilokað að nokkuð geti komið í veg fyrir sigur þeirra í keppninni. Þar með myndu þeir leika í 2. deild næsta vetur, og þeir sýndu það í þessum leikjum að þeir eiga fullt erindi þangað nú þegar. Maðurinn á bak við þessa ágætu frammistöðu Völsunga er hinn kunni handknattleiksmaður Arnar Guðlaugsson, er lék með Fram um árabil en er nú fluttur til Húsavíkur. Auk hans eru nokkrir bráð- Líkur á lands- leik í badmin- ton við Norð- menn Allar likur eru á að íslend- ingar leiki sinn fyrsta lands- leik i badminton i næsta mán- ubi og þá gegn Norðmönnum og myndi leikurinn fara fram hér á landi. Verið er að ganga frá þessum málum um þessar mundir. öruggt má telja að hingað komi Norðmenn til keppni, en að þvi er Garðar Alfonsson hjá TBR sagði i gær, er ekki alveg vist að þeir verði það margir að hægt verði að leika landsleik, en til þess þyrftu þeir helzt að vera 4. Þá yrði keppt i einliðaleik og tvíliðaleik. Næsta mót i badminton verður i lok þessa mánaðar en það verður mót i einliðaleik sem TBR gengst fyrir. Mótið sem Norðmennirnir keppa á yrði i byrjun febrúar og lands- leikurinn þá um leið ef af verður. Sagði Garðar að Norðmenn væru nokkuð áþekkir okkar beztu mönnum að styrkleika, þannig að um skemmtilega og jafna keppni verður að ræða ef af lands- keppninni verður. efnilegir leikmenn í liðinu, sem ættu ekki að þurfa að örvænta um framtiðina. Liðin sem taka þátt i 3.-deildar- keppninni auk Völsunga eru Þór frá Vestmannaeyjum, 1B1 og Afturelding. Keppnin hófst s.l. föstudagskvöld og léku fyrst saman Völsungur og ÍBÍ. Völsungur sigraði með yfirburð- um 26:12. Strax á eftir léku svo Afturelding og Þór og sigraði Afturelding 23:18. A laugardaginn léku svo Völsungar við Þór og sigruðu með dæmafáum yfirburðum eða 32:6. Næst léku svo Afturelding og ÍBI og þann leik vann Afturelding 26:15. A sunnudaginn léku Þór og IBt fyrri leikinn. Sá leikur var mjög jafn allan timann og þegar á leið og úthald manna fór að minnka varð um hálfgera leik- leysu að ræða. En svo fóru leikar að Þór sigraði 14:13. Þá var komið að leik Völsungs og Aftureldingar, liðanna tveggja sem ekki höfðu tapað leik. Það kom i ljós strax i upphafi að hér áttust við ójöfn lið. Yfirburðir Völsunganna voru algerir, bæði i vörn og sókn. Forskot þeirra jókst jafnt og þétt, var munurinn orðinn 14:5 i leikhléi,en leiknum lauk með yfirburðasigri þeirra 33:14. Eins og áður segir er Arnar Guðlaugsson maðurinn á bak við velgengni Völsunga en ungur og stórefnilegur handknattleiks- maður Sigurður Sigurðsson vakti verðskuldaða athygli sem lang- skytta. Einnig stóð Guðmundur Jónsson markvörður þeirra sig mjög vel. Vissulega er ástæða til að ætla að lið Völsunga standi sig vel i framtiðinni, og það verður Frh. á bls. 15 Arnar Guðlaugsson fyrrum leikmaöur Fram var maðurinn á bak viö velgengni Völsunga i 3.-deildar- keppninni. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Einn hinna ungu Vöisunga skorar af linu, og eins og myndin sýnir kann hann greinilega sitthvað fyrir sér. Karl Ben. tekinn við landsliðinu Páll Jónsson og Jón Erlendsson eru með með honum í landsliðsnefnd Hin erfiða fæðing er af- staðin, fæðzt hefur landsliðs- nefnd og skipaður hefur verið landsliðsþjálfari i handknatt- leik . Einar Matthísen for- maður HSt tilkynnti um helgina að Karl Benediktsson hefði verið ráðinn landsliðs- þjálfari fram yfir heims- meistarakeppnina 1974. Þá var og tilkynnt, að lands- liðsnefnd hefði verið skipuð fram að næsta þingi HSt og skipa hana Karl Benediktsson, Páll Jónsson og Jón Erlends- son, sem var skipaður for- maður hennar. Það hefur tekið óeðlilega langan tima hjá HSt að ganga frá þessum málum. Ástæðan var sú, að Karl setti tvö skilyrði, sem HSt varð að gangst inná, ætti hann að taka við landsliðsþjálfun. önnur var sú, að Páll Jónsson yrði með honum i landsliðsnefnd við 3. mann, sem þýðir auö- vitað að þeir Páll og Karl, en þeir eru saman með Fram- liðið 1 1. deild, munu algerlega ráöa vali landsliðsins hverju sinni. Þriðji maðurinn i nefnd- inni verður alveg áhrifalaus(. Hitt skilyrðið er æfingapro- gram, sem Karl hefur samið og nær fram yfir HM 1974, nákvæmlega, en i grófum dráttum fram tii 1976, þegar næstu Ólympiuleikar verða haldnir. Gera má ráð fyrir mjög miklum breytingum á lands- liðinu frá þvi sem veriö hefur siðasta árið. Bæði Karl og Páll hafa gagnrýnt val landsliðsins eins og það var og því liklegt að enginn þeirra sem verið hafa i landsliðinu sé öruggur um að komast i lið þeirra Karls og Páls. Fyrsta verkefnið sem þeir fá er val liðsins fyrir tvo leiki við lið frá Grúsíu i Sovétrikj- unum sem væntanlegt er hingaö i byrjun næsta mán- aðar. Siöan kemur utanför landsliðslins i lok febrúar en siðan tveir landsleikir við Norðmenn hér heima i marz. Siðan er það auðvitað undan- keppni HM næsta haust og ef vel gengur þar, þá aðalkeppn- in sem fram fer i byrjun næsta árs. Einu velta menn fyrir sér eftir að Karl hefur tekið við þjálfun landsliösins, en það er hvernig hann ætlar að anna öllu þvi sem hann hefur tekið að sér i vetur. Hann þjálfar 1. deildarlið Fram og Hauka og nú bætist landsliöið við. Það hljóta að vera 25 stundir i sólarhringnum hjá Karli tak- ist honum að anna öllu þessu. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.