Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. janúar 1973 DJQÐVIIIINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ctgáfuféiag ÞjóOviljans Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (álj.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösia, augiýsingar: Skölav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Askriftarverö kr. 225.00 á mánuöi. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaöaprent h.f. HORNSTEINAR VINSTRISTEFNU Við upphaf árs er ekki úr vegi að velta því örlítið fyrir sér hversu farið sé mögu- leikum vinstristefnu i landinu til framtið- arþróunar og eflingar. 1 þvi sambandi er það hafið yfir allan efa, að rikisstjórnin er hér situr og stuðningsmenn hennar eru grundvöllur þess, að vinstristefna og vinstriviðhorf megi styrkjast i landi okk- ar. En sá grundvöllur hvilir á hornstein- um sem ekki mega bresta ef vinstrisinnuð stjórnmálaviðhorf eiga að verða enn aukið afl með þjóðinni. í framtiðinni eru þessir hornsteinar án alls efa stærstir: 1. Að það takist að tryggja full og óskoruð yfirráð okkar yfir 50 milna landhelginni. Þar má ekki koma til undansláttur af okkar hálfu, allra sizt i þá veru að út- lendingar fái á nokkurn hátt ihlutunar- rétt um framkvæmd fiskveiðireglna við ísland. 2. Að hernámssamningnum við Bandarik- in verði sagt upp, svo sem skýlaus fyrir- mæli eru um i stjórnarsáttmálanum. 2. Að gerð verði áætlun i efnahagsmálum sem getur orðið til viðmiðunar við bók- staflega allar aðgerðir sem snerta efna- hagsuppbygginguna, hvort sem um er að ræða fjárfestingu eða eyðslu bæði á vegum rikis, sveitarfélaga og siðast en ekki sizt fjárfestingu á vegum einkaað- ila hvers konar. Stórhuga efnahags- málaáætlun er eitt þýðingarmesta verk- efni vinstrimanna um þessar mundir. 4. Að unnin verði áætlun um eflingu is- lenzkra atvinnuvega og iðnþróunaráætl- unin fullgerð og framkvæmd. 5. Að vinstriflokkarnir standi þétt saman i borgarstjórn Reykjavikur með það fyrir augum að fella borgarstjórnarihaldið á næsta ári i borgarstjórnarkosningunum. Hér er um að ræða stórfelld verkefni sem verður að vinna að öllum i senn og samhliða, en þó þannig að i hvivetna verði vandað til allra aðgerða og ákvarðana. Samstaða vinstrimanna og sameiginlegur styrkur þeirra til átaks er undir þvi kom- inn að hér verði vel á spilunum haldið. Vinstrimenn gera sér ljóst, að þá og þvi aðeins tekst að veita ihaldinu þau náðar- meðöl sem nægja til þess að afstýra valdamöguleikum þess um langa framtið. Vinstrimenn i landinu gera um leið þá kröfu til forustumanna sinna að þeir hafi forustuna um mótun nýrrar vinstristefnu. Forsendurnar eru allar til staðar. Að lokum verður enn að itreka, að hér má enginn hornsteinn bresta. Þá er voði vis. Það verða allir forustumenn vinstri- manna að gera sér ljóst. Stefán Gunnlaugsson, alþingismaður: Byggist afstaða Norðurlandanna hjá Sþ á misskilningi og vanþekkingu? Þjóðviljinn birtir hér óbreytt i heild svar Stefáns Gunnlaugsson- ar, alþingismanns, við greinar- gerð meirihluta sendinefndar tslands hjá Sameinuðu þjóðunum og þriggja islenzkra embættis- manna hjá samtökunum. Fyrir- sögnin er Stefáns Gunnlaugsson- ar. Tilefni svars Stefáns birtist i Þjóðviljanum laugardaginn 6. janúar á 3. siðu: Greinargerð sú, er ég tók saman viðvikjandi afstöðu is- lenzku sendinefndarinnar a 27. þingi Sameinuðu þjóðanna til til- lögu um kynþáttamisrétti i Suður- Afriku og staðsetningar Umhverfisstofnunar S.Þ. i Nair- obi, raskaði mjög ró vissra sam- nefndarmanna minna á þinginu. Svar við greinargerð minni, sem birtist i flestum dagblöðum 6. janúar s.l. ber þetta greinilega með sér. Skætingslegt orðbragð, eins og „misskilningur”, „van- þekking”, „firrur”, sem höf- undur svarsins notar, talar sinu máli i þvi efni. Umrædda greinargerð tók ég saman til að geta lagt fram á réttum vettvangi á Islandi, ef á þyrfti að halda, til að ekki færi milli mála, hver afstaða min hefði verið. Svarið staðfesti fylli- lega að ég gerði rétt i þessu, en i þvi er m.a. deilt á mig fýrir að láta ekki ágreining minn i nefnd- inni koma fram skriflega. Það kom ekki óvænt, að þau Hannes Pálsson, bankaútibús- stjóri, Alfreð Gislason læknir og Svava Jakobsdóttir alþingis- maður undirrituðu svarið, enda er þar eitt og annað i samræmi við það, sem þau höfðu haldið fram áður. En ég kemst ekki hjá að játa, að ég varð ákaflega undr- andi yfir að sjá þar nafn for- manns sendinefndarinnar, Har- aldar Kröyers ambassadors. Að hann léti nafn sitt lika undir plaggið eins og það var úr garði gert og eftir það sem á undan var gengið, kom mér mjög á óvart, svo ekki sé kveðið fastar að orði. En ekki meira um það, og skal nú vikið aö einstökum atriðum svars meirihluta sendinefndarinnar við greinargerð minni. 1. Það er staðreynd, en enginn misskilningur, og kemur skýrt fram i leiðbeiningargögnum, sem sendinefndin fékk i hendur frá utanrikisráðuneytinu, að til þess er ætlazt, að Noröurlöndin reyni að hafa samstöðu, eins og tiðkaðist i nýlendu- og apart- heitmálum, þar til á þinginu i fyrra. Ég hef þvi miður ekki leyfi tii að vitna orðrétt i þessi gögn þvi til sönnunar. Ekki er til þess vitað, að Island hafi gert grein fyrir breyttri afstöðu sinni hvað þetta áhrærir, á fundum utan- rikisráðherra Norðurlanda, sem haldnir voru til undirbúnings þingum Sameinuðu þjóðanna 1972 og 1973. Tillaga um apartheitstefnu Suður-Áfriku á þingi Sameinuðu þjóðanna á siðasta ári sem ágreiningi olli innan isienzku sendinefndarinnar, gerði m.a. ráð fyrir þvi, að tilteknum þjóðum sé heimilt að neyta allra tiitækra ráða til að ná rétti sinum. Um þetta atriði urðu menn ekki ásáttir, þar sem talið var, aö þetta þýddi að vaidbeiting með vopnum væri ekki undanskilin. Norðurlöndin, önnur en ísland, töldu sér ekki fært að styðja þessa tillögu, þar sem þau vildu ekki hvetja til þess að vopnavaldi yröi beitt i samskiptum viðkomandi rikja. Auk þess væri það skoöun ýmsra, að ef til vill væri hægt að túlka siika samþykkt þannig, að Allsherjarþingið fari inn á vald- svið öryggisráðsins, sem er brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Afstaða min til lillögunnar var byggð á sömu rökum. Hafi hún verið byggð á „misskilningi” eða „vanþekkingu” þá hefur afstaöa Norðurlanda verið það einnig. Meirihluti islenzku sendi- nefndarinnar treysti sér ekki til að taka sömu afstööu og hin Norðurlöndin, sem sátu hjá viö atkvæðagreiðsluna, heldur studdi hún tillöguna. Þó var það ekki gert i fullri einiægni, þar sem hafður var fyrirvari um valdbeit- inguna og lögð áherzla á að tillit sé tekið til grundvallarreglna stofnskrár S.Þ. Þannig virtist tsland styðja tillöguna en um leiö vera á móti veigamiklum efnisat- riðum hennar. Meirihluti nefndarinnar steig þannig i hvor- ugan fótinn og afstaða hans var eins óábyrg og sýndarleg og hugsazt getur. Svo vikið sé aftur að svari meirihluta sendinefndarinnar viö greinargerð minni, segir um efni umræddrar tillögu á einum stað, aö það sé misskilningur „að i'til- lögunni hafi verið m.a. gert ráð fyrir valdbeitingu með vopnum gegn þjóðskipulagi Suður-- Afriku”. En á öðrum stað i nefndu svari segir um efni tillögunnar orörétt: „10. málsgrein fjallar um rétt nýlenduþjóða Suður- Afriku til að neyta allra tiltækra ráöatil að ná rétti sinum”. Hver hefur misskilið hvað? Þá segir á öðrum stað i um- ræddu svari orðrétt: „Eráleit er sú skoðun höfundar, að i tillög- unni felist „brot á stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna”. Er vandséð hvaðan honum kemur sú lögvisi”. Eins og fleira hjá höfundi svars- ins, þá er hér um hreinan hugar- burð hans að ræöa. Um þetta efni segirorðrétt i minni greinargerð: „Þá er það skoðun ýmissa, að Allsherjarþingið gengi, með þvi orðalagi, sem er á tillögunni, inn á verksvið öryggisráðsins. sem túlka má sem brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna”. Greinilegt er, að formaður sendinefndar- innar er með þetta atriði, m.a. i huga, þegar hann talar um virð- ingu „fyrir markmiðum og grundvallarreglum stofnskrár S.Þ.” i fyrirvara tslands við til- löguna. Af því, sem hér hefur verið rakið, hlýtur öllum hugsandi mönnum að vera ljóst, hversu gjörsamlega ábyrgðarlaus stefna hér er á ferðinni, að þvi er virðist einkum til þess gerð, að geta státað af „sjálfstæðri utanrikis- stefnu”. Þvi er lvst vfir. að ekki sé hægt aö fylgja veigamiklum efnisatriðum i tillögu. Samt er henni greitt atkvæði. Hin Norður- löndin treystu sér ekki til að taka þátt i slikum skripaleik. Ég fyrir mitt leyti neitaði aö vera með þeirrisýndarmennsku og leikara- skap, sem þarna var sett á svið, til þess að áróðursmenn rikis- stjórnarinnar gætu hælt henni af framkvæmd á þvi, sem þeir vilja kalla „sjálfstæða „utanrikis- stefnu”. 2. Svo sem kunnugt er, ákvað meirihluti sendinefndarinnar, að Island greiddi atkvæði með stað- setningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna i Nairobi i Kenya. Reyndist Island einasta landið i hópi þróuðu landanna, sem slika afstöðu tók. Með þvi að flokka Júgóslaviu, Rúmeniu, tsrael og Kina með rikjum þró- aðra landa, sem ekki hefur verið gert á alþjóðavettvangi til þessa, vill meirihluti nefndarinnar ekki viðurkenna að svo hafi veriö. Hann um það. Það er almenn skoðun manna, sem bezt þekkja til þessara mála, að staðsetning Umhverfisstofn- unarinnar i Afrikulandi muni mjög draga úr gagnsemi hennar, að minnsta kosti fyrir tsland og önnur Evrópulönd, að ekki sé minnzt á kostnaðaraukann og allt óhagræðið, sem þvi er samfara. Ákvörðun sendinefndarinnar i þessu máli var þess vegna ákaf- lega misráðin og til þess fallin að gera tsland broslegt i augum um- heimsins. Þau rök, sem meiri- hluti nefndarinnar færir fram fyrir afstöðu sinni, réttlætir ekki þau vinnubrögð, sem þarna voru viðhöfð, að minum dómi. 3. Ég mun ekki elta ólar við ýms- ar aðdróttanir i minn garð i nefndu svari, né leiðrétta frekar skoðanir, sem mér eru gerðar upp, og ég ekki hafi látið i ljós. En að lokum þetta: Utanríkismál eru ákaflega vandmeðfarið viðfangsefni. Kúnstir og sýndarmennska af þvi tagi, sem hér á undan hefur verið lýst á viðkvæmum sviðum sam- skipta við önnur riki mega ekki liðast. tsland á vissulega að leggja sitt af mörkum i baráttunni gegn kynþáttamisrétti og nýlendu- stefnu, hvort heldur er i Suöur Afriku, Kina, Rhodesiu, Uganda, Angola, eða annars staðar i heim- inum og alls ekki liggja þar á liði sinu. Að þvi ber að vinna á jákvæðan hátt i samstarfi viö hin Norður- löndin, að minnsta kosti á meðan við höfum ekki öðlazt betri að- stöðu til stefnumörkunar i þessum málum, heldur en nú er, en tsland á enga sérfræðinga i Afriku-eða Asiumálum eða sendi- ráð i þessum heimsálfum. Mikil- vægt er að Islandi auðnist að standa þannig að þessum málum, sem öðrum á vettvangi sam- skipta við önnur ríki, að landi okkar verði sem til mestrar sæmdar. 8. janúar 1973. Stefán Gunnlaugsson. FRÁ B.S.A.B. Verkamenn óskast Verkamenn óskast i byggingavinnu nú þegar. Upplýsingar hjá byggingastjóra i sima 83230 á venjulegum vinnutima. B.S.A.B. Nýr söfnuður á Selt j arn arnesi Stofnfundur safnaðar Seltirninga verður haldinn i Félagsheimilinu laugardaginn 13. janúar 1973 kl. 14.00. Dómprófastur, sr. Jón Auðuns, stýrir fundinum. Þegar samþykkt hefir verið stofnun safnaðarins verður kosin safnaðarnefnd og safnaðarfulltrúi. Rétt til fundarsetu og atkvæðisrétt hefir þjóökirkjufólk búsett á Seltjarnarnesi. Sveitarstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.