Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15. Morgunblað Framhald af bls 1. Undanhaldssamningurinn frá 1961 var að visu brot á þessari meginreglu, þar sem hann gerði ráð fyrir málskoti til alþjóðadóm- stólsins til lausnar deilumálum við Breta og Vestur-Þjóðverja. En þessi samningur var nauð- ungarsamningur og hefur verið lýstur úr gildi fallinn, samanber einróma samþykkt alþingis frá 15.2 1972. Dómstóllinn i Haag er ekki bær um að fjalla um islenzkt innan- rikismál, og allra sizt þegar ekki er heldur við nein viðurkennd al- þjóðalög að styðjast varðandi deilumálið. Bráðabirgðaúrskurður dóm- stólsins frá 17. ágúst s.l. um að Bretar eigi hér rétt til að veiða sem nemur 170.000 tonnum á ári, eða yfir90% af meðalveiði þeirra siðustu 10 ár er þvi markleysa ein. fslendingar hafa lagt fyrir þennan dómstól skriflega öll okkar rök i landhelgismálinu. Þau hafa ekki verið virt af dóm- stólnum. Krafa Morgunblaðsins um aö við eigum nú, að fenginni reynslu, að selja fjöregg okkar af hendi til þessa crlcnda dómstóls er hnefa- liögg framan i alla þá, sem með góðum árangri hafa byggt upp þjóöarsamstööu fólks úr öllum flokkum i landhelgismálinu. Kitstjóri Morgunblaðsins gengur gegn skoðunum yfirgnæf- andi meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, þégar liann heimtar fullt úrskurðarvald i landhelgisdeilunni l'lutt frá Reykjavik til llaag. Óþolandi Framhald af b'.s. 1. búskapar i sveitina. Þá þarf að færa jarðeignir rikisins á eina hönd, þ.e. til jarðeignadeildar. Það er ekki ástæða til þess að kirkjumálaráðuneytið hafi alla | umsjón með prestsetrum og : kirkjujörðum. Þetta er með öllu : úrelt fyrirkoinulag... Þeir prest- i ar, sem framvegis vilja stunda landbúnað, ættu að geta fengið rikisjarðir til ábúðar með vildis- kjörum ef reglur væru settar um slikt, þótt jarðeignadeild landbúnaðarráðuneytisins hafi umsjón með þeim jörðum eins og öðrum jarðeignum rikisins. öfugþróun sem þarf aö stööva 1 sambandi við jarðeignamálin | má ekki gleyma þvi, að fólkið | sem i þéttbýli býr þarf að fá tæki- ] færi til að njóta náttúrufegurðar i sveitanna i nútið og framtið. Það | þarf að gerast með þvi að koma ! upp fólkvöngum og skipuleggja viss svæði fyrir sumarbústaða- lönd. t þvi efni þarf að hafa hag byggðarlagsins fyrst og fremst i huga, þ.e. að brytja ekki niður vildisbújarðir skipulagslaust undir sumarbústaði án þess að tekið sé tillit til áhrifa þess á framtið viðkomandi sveitar. Sú þróun, sem mjög hefur færzt i vöxt siðustu árin, að efnamenn eða félagssamtök i þéttbýlinu komi með fulla vasa fjár og kaupi landspildur eða heilar úrvals- bújarðir á margföldu verði miðað við eðlilegt verð á landinu til landbúnaðar er óþolandi fyrir landbúnaðinn. Þessa öfugþróun veröur að stöðva, og það verður ekki gert nema með aðstoð lög- gjafar. Þótt þorri bænda sé gædd- ur þeim félagsþroska og þeim manndómi, að láta ekki ginnast af gylliboðum hinna nýriku ein- staklinga og stétta, sem bjóða gagnslitla siminnkandi seðla og ræktun skógarkjarrs fyrir óðul þeirra, þá finnast alltaf nokkrir, þvi miður, sem falla i freistni og láta landið af hendi, vitandi vits, að það verður aldrei notað aftur til eðlilegs búskapar til blessunar fyrir aldna og óborna. Vei þeim. Hár og stighækkandi verðauka- skattur á sölu lóða og landa gæti hamlað nokkuð á móti þessari óheillaþróun. öðru máli gegnir þótt sjálfseignabændur leigi lóðir undir sumarbústaði. Það þarf ekki að rýra framtiðartekjur bænda á viðkomandi jörð”. Halldór drap á margt fleira, sem verður gerð skil siðar. Eftirlitsskip Framhald af bls. 1 þýzka verksmiðjutogaranum Berlin BX 673. Rétt fyrir hádegi á sunnudag skar varðskipið Ægir annan togvir brezka skuttogarans Boston Blenheim FD 137 þar sem hann var að veiðum um 20 sjómil- ur austur af Hvalbak. Togaranum höfðu verið gefnar itrekaðar við- varanir. Sinnti hann þeim engu, sagði Hafsteinn Hafsteinsson. Var þá annar togviranna skorinn. Brezka eftirlitsskipið Ranger Brises, sem er á þessum slóðum, hefur gefið togarunum ábend- ingarum að vinna saman tveir og tveir, annar gæti hins. Hafi þetta reynzt vel, þegar varðskip er i nánd. Þetta muni minnka veiði- tima hvers togara, en veita þeim meira öryggi, segir brezka. eftir- litsskipið. A þennan hátt hefur brezka eftirlitsskipið tekið að sér að leiðbeina við landhelgisbrot. Um kl. 15.30 á sunnudag skar varöskipið Öðinn á báða togvira brezka togarans Westella H 194, þar sem hann var að veiðum á Vopnafjarðargrunni. Eins og að venju við slika atburði, höfðu itrekaðar viðvaranir ekki borið árangur. Var þá skorið á togvira togarans. sagði Hafsteinn Haf- steinsson. Varðskipin hafa haldið áfram að stugga við brezkum og vestur- þýzkum togurum út af Austfjörð- um, sagði Hafsteinn Hafsteinsson siðdegis i gær. Hefur togurum nokkuð fjölgað á þessum slóðum. Brezka eftir- litsskipið Othelló aðstoðaði brezk- an landhelgisbrjót i nótt, þegar varðskipið nálgaðist togarann. Aðstoð Othello kom fram i þvi, að það hindraði aðgerðir varðskips- ins. Hið sama átti sér stað hjá vesturþýzka eftirlitsskipinu Meerkatze i dag, sagði Hafsteinn, þegar það varði vestur-þýzkan togara vegna aðgerða varðskips. Samkvæmt þessu hafa eftirlits- skipin nú tekið virkari þátt i land- helgisbrotum erlendu togaranna en áður. 1 dag reyndi brezki togarinn Lancella H 290 að sigla á varðskip úti fyrir Austfjörðum. Varðskipið setti á fulla ferð og rétt slapp frá ásiglingu. Um þessa helgi hafa varðskip Landhelgisgæzlunnar skorið tog- vira þriggja útlendra togara að ólöglegum veiðum innan 50 milna markanna. Sumir hafa spurt hvort þessar aðgerðir séu i sambandi við dóm- töku landhelgismálsins fyrir Alþjóðadómstólnum i Haag. Ber • að lita á þetta sem ögranir til frekari áréttingar, eins og þegar herveldi beita flugher, landher að flota i pólitiskum aðgerðum ? Þetta taldi Hafsteinn Haf- steinsson blaðafulltrúi Land- helgisgæzlunnar fráleitt. Togarar voru fáir innan 50 milna mark- anna milli jóla og.nýárs. Sama er að segja um fyrstu daga ársins, vegna veðurs. 111 veður voru á miðunum 4. og 5. janúar, og fjölgaði ekki brezk- um eða þýzkum togurum á mið- unum fyrr en nú um helgina. g.m. Asatrúin Framhald af bls. 1. réttindi til að framkvæma verk sem hafa áhrif á réttarstöðu þeirra persóna sem verkin koma fram við. Það kann að vera eðli legt að spurt sé að þvi, hvort vigsluheimild til dæmis og henni fylgjandi skil á skýrslum til hins opinbera hvili sem aukastörf á áhugamanni, eða hvort hér er að einhverju leyti um „atvinnu- mennsku” að ræða. — Getur leikið vafi á lögfræði- legum heimildum til að ráðuneyt- ið löggildi slikan söfnuð? — Þessi spurning hefur vafizt fyrir fræðimönnum, bæði islenzk- um og dönskum, en okkar stjórn- arskrárákvæði um trúmál er frá 1874 og þá tekið beint eftir dönsku stjórnarskránni frá þvi um miðja öldina. Siðan hafa orðið miklar breytingar, bæði á hugmyndum manna og framkvæmd stjórn- valda. Ákvæðið var i upphafi tvi- mælalaust mjög frjálslynt, en ætla má að það sé nú takmark- andi, einkum ef trúfélag játar ekki guðstrú. En i slikum málum rikir nokkur túlkunaróvissa. Það má lita svo á, aö það hjálpi Dön- um til að laga sig að nýjum að- stæðum, að þeir hafa aldrei sett nein lög eftir sinum stjórnar- skrárákvæðum um þessi efni, en við höfum okkar lög um utanþjóð- kirkjusöfnuði frá 1881. Norðmenn hafa nýleg og frjálslynd stjórnar- skrárákvæði um trúmál og settu eftirþeim ýtarleg lög um trúfélög fyrir 2—3 árum. Þar er skýrt markað raunverulegt trúfrelsi. — Hvað um endurskoðun á okkar löggjöf um þessi efni? — Ég vil ekki neita þvi að endurskoðun kunni að verða undirbúin. En svarið til ásatrúar- manna getur auðvitaö ekki beðið eftir nýjum lögum. Umsókn fé- lags þeirra hefur farið til um- sagnar biskups, og hefur okkur borizt all-ýtarleg umsögn frá hon- um, sem auðvitað bindur okkur ekki. Við höfum fengið það athug- að i þjóðskránni, hve margir menn hafi óskað eftir þvi að fá sig skráða með þessum hætti utan þjóðkirkju, og rétt fyrir áramótin reyndust þeir vera um 20. — Hafið þið aldrei lent i álika vanda áður i dómsmálaráðuneyt- inu? — Það væri helzt að nefna lög- gildinguna á Bahái-söfnuðinum, en hún var leyfö. Þar held ég að Maöurinn minn og faðir minn Finnbogi Rúturþorvaldsson prófessor andaðist i Korgarspitalanum laugardaginn 6. janúar 1973. Sigriður Eiríksdóttir Vigdfs Finnbogadóttir Minningarathöfn um son okkar, bróður, dótturson og sonarson HARALD PÉTURSSON Sólheimum 34, er lézt af slysförum i Hirtshals i Danmörku 2. desember siðast liðinn, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. januar kl. 13.30 llalldóra Ilermannsdóttir, Vigdis Pétursdóttir, Pétur Ilaraldsson, Sigriður Þorleifsdóttir, Sigriður Pétursdóttir, Margrét Þormóðsdóttir, Margcir Pétursson, Haraldur Pétursson. Guð blessi ykkur öll fyrir sýnda samúð viö andlát og jarðarför J 3NS GUÐJÓNSSONAR Kópavogsbraut 63 Guðrún Bjarnadóttir Bjarni K. Jónsson Björgvin, Þórdis og börnin. við höfum farið svona i það tæp- asta gagnvart laga- og stjórnar- skrárákvæðum, en biskup lagði það nú til þá, að þeir fengju lög- gildingu, enda væri þar um al- þjóðlega trúarhreyfingu að ræða. En ég vil taka það fram. að ég er ekki með orðum minum að kasta rýrð á óskir eða heimild eins né neins til frjálsrar trúmálastarf- semi i þessu landi, sagði ráðu- neytisstjórinn að lokum. íþróttir Framhald af bls. 11. ekki auðunnið fyrir þau lið sem nú cru i 2. deild, þegar það verður þangað komið. Hinsvegar var mjög áberandi með öll þessi lið sem þátt tóku i 3. deildarkeppninni hve liðs- mennirnir eru óvanir stórum leikvöllum. Oll búa þau við nær algert aðstöðuleysi og má sem dæmi nefna, aö Völsungar verða að gera sér að góðu að æfa i sal sem er 10x20 m, sem sagt helmingi minni en löglegur salur, og aðstæður leikmanna Þórs frá i Vestmannaeyjum er. enn verri. Enda var það svo, að strax i byrjun siðari hálfleiks var út- haldið búið hjá flestum leikmönn- um; annað væri lika vart hugsandi, þegar þess er gætt að þetta eru einu leikirnir sem þessi lið fá. Allt hitt eru æfingar i allt of litlum iþróttahúsum, ef hægt er að kalla þessar „stofur” iþrótta- lulltrúa rikisins iþróttahús. En hvað um það, við þetta verða iþróttamenn úti á lands- býggðinni að búa. Siðari hluti 3,- deildar.keppninnar fer fram siðast i febrúar, meðan hlé verður á 1. deildarkeppninni vegna utan- farar landsliðsins. —S.dór. Nixon Framhald af 5. siðu. bandariskri kony. hefur marg- sannað hollustu sina og m.a. einu sinni boðiðstóra nágrannanum að senda nicaraguaska sjálfboðaliða til Vietnam. Nú sendi stóri nágranninn sér- fræðinga sina, um 350 hermenn, sem sléttuðu götu höfuðborgar- innar með skriðdrekum, og sex sprengjumeistara, sem undir- bjuggu að borgin yrði fullkom- lega jöfnuð við jörðu. Þeir lögðu dinamit og sprengjuleiðslur, en eftirláta þó Nicaraguönum sjálf- um að þrýsta á hnappinn, — þvi friðsamir Bandarikjamenn eyði- leggja jú ekki borgir. Á hálftima fresti lentu hjálpar- flugvélar i Las Mercedes. Og þó að sprengjuflugmennirnir fyrir austan fengju að halda jól i 36 tima unni Nixon fljúgandi Sam- verjunum sinum engrar hvildar, — þeir áttu að hjálpa og útbreiða samtim is hina fögru mynd ,,góðu” Bandarikjanna. Það var ódýr kærleiksvottur: Hjálpin i viðlögum, sem svo mikla athygli vakti, ein miljón dollara til Managua, kostaöi Bandarikin nákvæmlega jafn- mikið og 45 minútna strið i Viet- nam. (Endursagt úr „Spiegel” —vh) Palrne Fréttaskýrendur i Washington telja að sambúð Bandarikjanna og Sviþjóðar verði áfram mjög stirð meðan ekki er samið um frið i Vietnam. Bæöi þeir og ýmsir leiðtogar Demókrata á banda- riska þinginu vekja athygli á þvi, að viðbrögð stjórnar Nixons við gagnrýni Palmes á loftárásunum i Vietnam sýni vel, hve illa stjórn- in þoli gagnrýni. Þeim finnst og merkilegt, að miklu meira ber á fjandskap af opinberri hálfu i garð Sviþjóðar en Ástraliu, en þar hefur m.a. verið lýst afgreiðslu- banni á bandariskar vörur vegna Vietnamsstriðsins. Ekki er talið liklegt að hafnar- verkamenn i Astraliu aflýsi af- greiðslubanninu, þrátt fyrir hót- anir um mótaðgerðir i Bandarikj- unum. t gær hélt einn af ráðherr- um hinnar nýju stjórnar Verka- mannaflokksins, Tom Uren, ræðu á Vietnamfundi og hvatti þjóðina tíl að fordæma „hroka Nixons og hræsni”. FÉLAGSLÍF Kvenfélag Ræjarleiöa. Fundur verður að Hallveigar- stöðum miðvikudag 10. jan. kl. 8,30. Hulda Stefánsdóttir kem- ur á fundinn. Stjórnin. Happdrœtti Sjá Ifs bja rga r 24. des. 1972 Númer Flokkur 356 42 -100 587 42 -100 700 2- 41 994 42- 100 1704 42- -100 1783 2- 41 1800 2- 41 2709 42- 100 2867 42- 100 2973 42- 100 3050 42- 100 4240 2- 41 4500 42- 100 4911 2- 41 6082 42- 100 6279 42- 100 6713 42- 100 7712 42- 100 7895 42- 100 8005 42- 100 9142 2- 41 9976 2- 41 10640 2- 41 11159 42- 100 11273 42- 100 11636 42- 100 12129 42- 100 12826 2- 41 13207 2- 41 13592 42- 100 13893 2- 41 14336 42- 100 14741 42- 100 15347 42- 100 Núiner Flokkur 16647 42-1(1(1 17089 42-100 17137 2-41 17227 Bíllinn 17288 2-41 17802 42-100 17831 2-41 18336 2-41 18941 42-100 18999 42-100 19215 42-10(1 19229 42-100 19602 2-41 20409 2-41 21873 2-41 21922 42-100 21932 2-41 23151 2-41 23258 42-100 23749 2-41 24115 2-41 26116 2-41 26179 42-100 26656 2-41 27107 2-41 28036 42-100 28775 42-100 29080 2-41 30236 42-100 30290 42-100 30370 42-100 30609 42-100 30727 42-100 Númcr Flokkur 31077 2-41 32016 2-41 32179 42-100 32584 2-41 32624 2-41 32750 42-100 32789 2-41 33751 42-100 34289 2-41 34417 42-100 34440 2-41 34491 42-100 34719 2-41 34909 42-100 35525 42-100 35893 2-41 36098 42-100 36485 42-100 36913 2-41 37445 42-100 37772 42-100 38123 2-41 38689 42-100 39971 2-41 41111 42-100 41191 2-41 41219 42-100 42287 42-100 43058 42-100 43751 2-41 44069 42-100 44894 42-100 44937 42-100 Sjá vinningaskrá á bakhlið happdrættismiðans. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Laugavegi 120Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.