Þjóðviljinn - 01.03.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. marz. 1973. þJóÐVILJINN — SÍÐA 5
SÚPERSTAR — Jesús Guö Dýr-
lingur
JEftir Tim Rice og Andrew Lloyd
Webber.
Leikféiag Reykjavikur sýnir i
Austurbæjarbiói.
Leikstjóri: Pétur Einarsson.
Leikmyndir og búningar: Stein-
þór Sigurösson
islenzk þýöing: Niels Óskarsson.
Hljómsveit: Náttúra.
Rokkóperan um súper-
stjörnuna Jesú Krist hefur
hljómað i eyrum manna i rúm tvö
ár, og kannski ekki laust við, aö
einstaka maöur væri farinn aö
þreytast. Eða var popptónlist
verksins ekki i eðli sinu dægur-
fluga sem hlaut að vekja leiöa er
fram liðu stundir? Þeirri
spurningu svara menn eflaust
misjafnlega eftir smekk — aö
minum dómi stendur tónlistin enn
fyllilega fyrir sinu, er nógu
margslungin og uppáfinningasöm
til þess að halda gildi sinu óskertu
af timans tönn, að minnsta kosti
ennþá.
En það var ærið forvitniefni að
sjá hvernig þetta verk, svo þaul-
kunnugt hlustum manns, tæki sig
út fyrir augað á sviði. Eftir
sýninguna verð ég að segja, yfir-
Þessi mynd er tekin að lokinni frumsýningu á Súperstar I fyrrakvöld. Þar má sjá nokkra leikendur og leiktjaldamálara aö ógleymdum höf-
iundunum báöum.
JÚDAS SÚPERSTAR
leitt vel. Þó er það svo að svið-
setningin vekur til umhugsunar
um inntak og merkingu, gerir
meiri kröfu til þess að eitthvað sé
verið að fara en hljómútgáfan
gerir. Og hvert er svo verið að
fara? Er einhver ný túlkun á
þessari gamalkunnu frásögn
leidd i ljós? Birtist okkur nýr
skilningur á persónum þessarar
sögu? Einkum og sérilagi — hvað
Sá Bormann
éta eitur
PARÍS —Franskur nazisti kveðst
hafa verið vitni að þvi er stað-
gengill Hitlers, Martin Bormann,
framdi sjálfsmorð i aprillok 1945.
Hafi hann étið arsenik ásamt
lækni einum úr SS-sveitum.
Sjálfur barðist Frakki þessi i SS-
sveitinni Charlemagne, sem
skipuð var frönskum nazistum.
Fyrir skömmu fannst i Berlin
hauskúpa, sem tannlæknir Bor-
manns telur, að gæti verið af
honum.
Vill frelsa
karlpening
einnig
Betty Friedan, sem blöð hafa
kallað Æðstakvenprest Rauð-
sokkahreyfingarinnar, hefur
ákveðið að nú sé timi til þess.
kominn að frelsa karlmenn undan
oki þeirra engu siður en konur
Fyrir skömmu hélt hún ræðu á
fundi i Washington og hvatti þar
systur sinar i hreyfingunni til að
sjá til þess, að ekki verði lengur
litið á karla eingöngu sem „kyn-
ferðisverur og fyrirvinnur, heldur
sem mannlegar verur og bræður
okkar”.
hafa höfundar að segja okkur um
Jesú Krist? Það reynist vera
harla litið. Hann birtist sem furðu
óskilgreind og daufleg persóna,
veiklundað ungmenni sem boðar
frið og ást og hrekst til og frá af
utanaðkomandi öflum, en sýnir
ekki tilþrif nema einstaka sinnum
I einskonar óþekktarköstum — og
þá er Maria Magdalena óðara
komin til að róa hann. Þetta kem-
ur heim og saman við þá einu
hugmynd sem manni virðist i
fljótu bragði liggja að baki
verkinu — að túlka Jesú sem eins-
konar fulltrúa hinnar nýlega
risnu ungmennahreyfingar sem
stundum er kennd við hippadóm
eða neðanjarðarstarfsemi. Sam-
kvæmt þessum skilningi verður
baráttan milli Krists annars
vegar og prestanna, Heródesar
og Pilatusar hins vegar að endur-
speglun baráttu æsku og elli á
vesturlöndum nútimans. Þeir eru
fulltrúar efnishygg jum ið-
stéttanna sem skilja ekki að hans
riki er ekki af þeirra heimi.
Þessar andstæður birtast bezt i
fundi Krists og Heródesar, sem
syngur auðvitað i gömlum og úr-
eltum stil og biður Jesú að gera
kraftaverk sem falla að hans
gildismati, breyta vatni i vin og
ganga yfir einkasundlaug hans,
en bregzt hinn reiðasti við þegar
Jesús daufheyrist við bænum
hans.
Hlutverk Krists er því harla
dauflegt og liklega enginn sérlega
öfundsverður af þvi. Guðmundur
Benediktsson var þó kannsi
óþarflega hlédrægur, og ekki
laust við að hann skorti nokkuð á
öryggi. En hann var Kristslegur i
framan og söng ágætlega.Einkum
var grasgarösatriði hans
þónokkuð sannfærandi.
Júdas Isakariot, hinn gamal-
kunni þorpari, er hins vegar óefað
stórstjarna þessara sýningar.
Bæði er hlutverk hans mun
margslungnara og ekki siður hitt
að Pálmi Gunnarsson skilaði þvi
af sjaldgæfum glæsibrag. Hann
hefur þann illskigreinanlega
eiginleika sem kallast nærvera á
sviði, og auk þess prýðilega rödd
sem hann beitir af öguðum krafti.
Hann er tvimælalaust stjarna
kvöldsins og henging hans
hápunktur sýningarinnar,
reyndar mun áhrifameiri en
fremur dauðyflisleg krossfesting.
Shady Owens er Maria
Magdalena. Einhvern veginn
skortir Shady algerlega það fas
og útlit sem þarf til að gefa
þessari hjartagóðu gleðikonu svip
og lif, en hún syngur prýðilega.
Hins vegar þyrfti ungfrúin að
vanda betur framburð sinn, sem
er til allmikilla lýta á annars gull-
fallegum söng.
Jónas R. Jónsson sýndi veruleg
tilþrif i hlutverki Pilatusar.
Framkoma hans og hreyfingar
voru með sérstökum ágætum. Hið
sama má segja um Harald G.
Haralds I hlutverki Heródesar.
Atriði þessara tveggja, ásamt
atriðum Júdasar, voru þeir staðir
i sýningunni sem raunverulegur
lifsandi kviknaði með.
Um svip sýningarinnar i heild
er það að segja aö helzt skortir á
að fjöldaatriði séu nægilega vel
útfærð. Meiri fjölbreytni og hug-
kvæmni hefði þurft að koma til,
og miklu meiri þjálfun og ögun i
hreyfingum. Fyrir bragðiö
verður sýningin ekki sá gleði-
leikur fyrir augað sem manni
finnst hún ætti að vera. En góð
sviðsmynd og vel útfærö ljósanot-
kun vega hér allmjög upp á móti
Þá er að geta tónflutnings, en
með honum stendur og fellur
sýning sem þessi. Ekki gat ég
annað heyrt en hann væri i heild
sinni ágætur og stæðist fyllilega
samanburð við erlendar plötu-
upptökur. Hin margvlslegu
hijómkerfi virtust a.m.k. leik-
mannseyrum skila hlutverki sinu
frábærilega vel, þannig að ævin-
lega var gott jafnvægi milli ein-
söngvara, kórs, popphljóm-
sveitar, og sinfóniusveitar. Sér-
staklega ber að þakka fyrir ágæta
textameðferð, sem fremur er
sjaldgæf hér um slóðir. Heita
mátti að mestallur textinn
kæmist skiljanlega til skila, og
hvergi drukknaði hann i hávaða.
Textinn sjálfur, þýðing Nielsar
Óskarssonar, virðist hönduglega
gerður, yfirleitt vel orðaður og
umfram allt skiljanlegur. Hinar
fjölmörgu skökku áherzlur
stungu að visu ofurlitið I eyru, en
sjálfsagt ógerningur að komast
hjá þeim með tónlist af þessu
tagi.
Það sem athygli vekur við
þessa sýningu er annars vegar
hversu vönduð hún er tæknilega,
og má þakka Pétri Einarssyni
fyrir rösklega verkstjórn, en hins
vegar að sjá fjölmörg ný andlit á
sviði, sem óneitanlega er nokkur
upplyfting hér i einhæfninni, og
þá einkum Pálma Gunnarsson og
Jónas R. Jónsson, sem báðir gætu
sómt sér prýðilega sem atvinnu-
menn i greininni.
Övenjulegur fögnuður leikhús-
gesta á frumsýningu gefur vis-
bendingu um mikla aðsókn, og
væri það vissulega verðsluldað.
Sverrir Hólmarsson
Hornfirðingar spyrja:
Hvenœr verður
sýning á Brekkukots-
annál endurtekin?
D
Þannig spyrjum við i dreif-
býlinu.
Það urðu okkur Horn-
firðingum sár vonbirgði,
þegar sýna átti fyrrihluta
Brekkukotsannáls, þá brást
sjónvarpið. Það bilaði semsé
sendirinn á Háfelli og veður
hamlaði viögerð.
Ekki veit ég með vissu
hversu margir misstu af um-
ræddrisýningu, en nær er mér
að halda að fyrir utan Skafta-
fellssýslur þá hafi Austurland
einnig verið sjónvarpslaust
einmitt um þessar mundir.
Við vonum þvi fastlega að
myndin verði endursýnd.
Mér er sagt að kvikmyndin
Sólsetursljóð hafi verið endur-
sýnd og það snarlega, vegna
bilunar sem varð suðvestan-
ma
lands nú fyrir skemmstu.
Slikum endursýningum hef ég
raunar stundum orðið vitni að,
þegar þannig hefur staðið á,
og ekkert nema gott um það að
segja, en ef fólki er mismunað
eftir þvi hvar það býr á
landinu, þá fer. nú málið að
verða alvarlegra.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Góöar bækur
í HÚSI MÁLARANS GRENSÁSVEG111