Þjóðviljinn - 01.03.1973, Qupperneq 16
IÚDVIUINN
Fimmtudagur 1. marz. 1973.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara Lækna-
félags Reykjavikur, simi
18888.
Nætur- kvöld og helgarþjón-
usta lyfjabúöanna i Reykjavlk
vikuna 23. febrúar til 1. marz
verður I Garðsapóteki og
Lyfjabúðinni Iöunni.
Slysavarðstofa Borgarspital-
ans er opin allan sólarhring-
inn.
Kvöld-, nætur og helgidaga-
vakt á heilsuverndarstöðinni.
Slmi 21230.
/
1
Sovétmenn
Bemarsam-
bandið um
höfundarrétt
MOSKV U 28/2 — Ékaterfna
Fúrtséva, menningarmála-
ráöherra Sovétrikjanna,
staöfesti það í dag, aö
Sovétríkin ætluðu að fallast
á samkomulagiö um höf-
undarétt fyrir andlega iðju.
Þetta er hiö svonefnda
Bernar-samkomulag sem
64 lönd hafa þegar viður-
kennt, en samkvæmt þvf
eru hugverk á sviði bók-
Kreppa í
Víetnam-
málum?
28/2 — Nokkur kreppa
virðist hafa verið siðustu
dægur varðandi friðarhorfur
og alþjóöa samkomulag um
Vietnam. N-VIetnamar við
friöargæzlu og eftirlit i Suöur-
Vietnam hafa oröið fyrir
áreitni, og hefur stjórn
Norður-Vietnams þvi tilkynnt
að ekki yröu afhentir fleiri
bandariskir striðsfangar fyrr
en Bandarikjastjórn hefði
tryggt öryggi N-Vfetnama
1 Suður-VIetnam og það, að
skilmálar vopnahléssam-
ningsins væru þar aö fullu
haldnir.
A móti hafa Bandarikja-
menn hótað þvi að hætta
heimflutningi hermanna sinna
frá Vietnam, en þar eru nú um
12 þúsund menn. Bæöi
afhending fanganna og heim-
kvaðning bandariskra her-
manna á að vera lokiö 28.
marz.
Bandariskir og norður-
vietnamskir fulltrúar munu
nú koma saman og ræða
vandamál þessi, og hefur
Trinh, utanrikisráöherra
Hanoi-stjórnarinnar, staðfest
þann vilja Norður-VIetnama
að við vopnahléssamninginn
sé staðið að fullu og öllu.
Alþjóðaeftirlitsnefndin
hefur hætt eftirlitsflugi I þyrl-
um yfir Suður-Vietnam vegna
þess að þráfaldlega hefur
verið skotið að þyrlum henn-
ar.
Heldur stirð sambúð var
milli aðila i Paris i dag, en
sérfræðinganefndir unnu
ótruflað að sinum störfum.
mennta, vísinda og mynd-
listar vemduð í 25 ár.
Samkomulagið tekur gildi hvað
Sovétrikin snertir eftir 3 mánuöi.
Af Evrópu-rikjum er aðeins
Albanla utan þessa samkomu-
lags, en af öðrum stórum rikjum
má nefna Kina og Indónesíu.
Fúrtséva sagði á blaðamanna-
fundi I dag, að ekki væri enn hægt
aö segja, hvernig samkomulagið
snerti höfunda eins og Solsénitsin,
sem nú fær rit sin gefin út á
Vesturlöndum þrátt fyrir útgáfu-
bann heima fyir. Hún kvað einnig
á dagskrá að athuga það, að hve
miklu leyti væri rétt að selja vest-
ræn blöð á frjálsum markaði I
Sovétrikjunum.
Aðild Sovétrikjanna að Bernar-
samkomulaginu tryggir mörgum
vestrænum höfundi sem mikið
hefur veriö gefið út eftir þar
eystra, miklar tekjur af þeirri
sölu, en hingað til hafa Sovét-
menn ekki haft reglu á sllkum
greiðslum. A hinn bóginn kann
aðildin að hafa áhrif á það, að
Sovétstjórnin geti betur en áður
temprað útgáfu á bókum „óæski-
legra” höfunda utanlands.
Kjöbenhavns Handelbank i
Kaupmannahöfn hefur beðið
Landsbankann aö koma áleiðis
framlagi til aðstoðar vegna jarð-
elda i Heimaey, 10.000 kr.
danskar. Bankaráð Lands-
bankans hefur afhent bæjarstjórn
Vestmannaeyja þessa gjöf til ráð-
stöfunar samkvæmt ósk gefanda.
Indíánar rísa upp
Halda 10 manns í gíslingu í Wounded Knee
til að leggja áherzlu á kröfur sinar
SUÐUR-DAKOTA 28/2
— Um 200 manna hópur
Indíána tók þorpið
Wounded Knee (Særða
hnéð) á sitt vald í dag og
tóku 10 manns fasta og
halda þeim i gíslingu.
Um 90 manna flokkur lög-
regluþjóna — sumir þeirra úr
a 1 r i k i s 1 ö g r e g 1 u n n i —
umkringja þorpið, en það er 5
kllómetra frá Pine Ridge þar
sem er „ frátekið svæði”
(reservat) fyrir indlána af
Oglala-Sioux-ættbálkinum.
Margir þeir, sem fyrir
aðgerðunum I Wounded Knee
standa, fylgja amerisku
indiánahreyfingunni að
málum — AIM. Einn af leið-
togum hreyfingarinnar skýrði
frá þvi i dag að hópurinn væri
vopnaður byssum. ,,Við erum
reiöubúnir til að berjast til
siðasta manns ef yfirvöldin
hunza kvartanir okkar”. GIsl-
arnir dveljast nú I góöu yfir-
læti I kaþólskri kirkju I
þorpinu.
Þorpið Wounded Knee þar
sem aðeins búa um þúsund
manns er þekkt úr
baráttusögu Indlana. Þarna
voru mörg hundruð af for-
feðrum þeirra sem nú hafa
uppi réttindakröfur strá-
drepnir af bandariskum her-
mönnum i einni slöustu
„orustunni” sem tryggðu
þeim hvltu land og llfsrými á
kostnað frumbyggja Amerlku.
AIM-hreyfingin hefur að
undanförnu staðið fyrir
mörgum mótmælaaðgerðum
af hálfu Indíána vegna rétt-
indaleysis þeirra og slæmrar
aðbúðar. Hefur nokkuð kast-
azt I kekki milli hreyfingar-
innar og þeirra opinberu
forystumanna sem Indíánar
hafa.
Jack Lynch. Spurningin er hvort
hann verður forsætisráðherra
öllu lengur en til föstudags, þegar
úrslit i þingkosningunum verða
endanlega kunn.
KOSNINGAR
Á ÍRLANDI
um 144 þingsœti
DYFLINNI 28/2 — Þátttaka
virtist ætla að verða mikil I írsku
þingkosningunum i dag. A kjör-
skrá eru um 1,9 miljón manna
sem rétt eiga að kjósa milli 329
frambjóðenda til 144ra sæta i
neðri deild þingsins — eða Dail á
Irsku.
Fianna Failhefur verið stærsti
flokkurinn á þingi með 69 þing-
menn, þeirra á meðai er Jack
Lynch sem verið hefur forsætis-
ráðh. siðan 1966. Fianna Fail er
hinn gamli flokkur de Valera, og
hefur flokkurinn verið við stjórn-
völin siðustu 40 árin að undan-
teknum 6 árum, þegar Fine Gael-
flokkurinn hefur farið með stjórn
i samvinnu við Verkamanna-
flokkinn. Sá er elztur flokka i
Irlandi, stofnaður 1912 af James
Connolly og Jim Larkin. Við
siðustu kosningar fékk hann 17%
atkvæða en aðeins 18 þingmenn
kjörna.
Sinn Fein.sem mjög er tengdur
hinum opinbera armi Irska lýö-
veldishersins IRA, hefur menn i
framboði, og mundu þeir nú i
fyrsta sinn taka sæti i þinginu ef
kjörnir verða.
V erkalýðshrey fing
og vinstri stefna
Það er í kvöld klukkan
hálfníu sem Þröstur ólafs-
son hagfræðingur reifar
málefnið „Verkalýðshreyf-
ingin og vinstri stefna í
efnahagsmálum" á
umræðufundi hjá Alþýðu-
bandalaginu að Grettisgötu
3.
Þröstur varðist allra frétta um
það i gær, hvernig hann mundi
taka þessi mál til umræðu og
hvað hann mundi um þau segja,
svo að við vildum ráðleggja
hverjum þeim sem áhuga hefur á
þeim að sækja fundinn og hlýða á
— og taka síðan þátt I umræð-
unum.
Þröstur Ólafsson hefur um
Frh. á bls. 15
Þröstur ólafsson
„Lýðræði áfram
tryggt í S-Kóreu
undir bandariskri vernd — eða hvað
vilja menn kalla þetta stjórnarfar?
SEÚL 28/2 — Flokki Parks
forseta, Lýöræðisflokknum, tókst
ekki að vinna meirihluta I þing-
kosningunum sem fram fóru á
þriðjudaginn I Suður-Kóreu.
Likur benda til að hann fái ekki
nema 73 þingmenn af alls 146, en
það gerir ekki svo mikið til, þvi
samkvæmt nýsettri stjórnarskrá
getur forsetinn tilnefnt allt að 73
þingmenn til viðbótar samkvæmt
eigin geðþótta.
Alþýðulýðræðisflokkurinn
Eiturgas í
miðborginni
AUCKALND á Nýja Sjálandi
28/2 — Ósýnilegt en banvænt gas
dreifðist út um miðbik Auckiand-
borgar I dag og olli þar mikilli
skelfingu. Um 6 þúsund manns
yfirgáfu heimili sin, en 350 manns
hafa þegar fengið læknismeðferð
á sjúkrahúsi.
A mánudaginn var skipað upp i
Auckland 250 tunnum af eitraðri
lofttegund sem á að fara til
bómullarvinnslu I Astraliu. Höfðu
tunnurnar orðið fyrir hnjaski á
kýprisku skipi sem hafði flutt þær
frá Mexíkó.
Reynt er að gera gasið óvirkt.
Drukknir
dátar drepa
dreng?
BELFAST 28/2 — Brezkur her-
maður sem fylgdi kaþólsku barni
i skólann i Belfast i dag var
drepinn af leyniskyttu, og er hann
154. brezki hermaðurinn sem
fellur við litinn orðstir i Norður-
Irlandi I törn siöustu 3ja ára. Fyrr
i mánuöinum var annar brezkur
hermaður skotinn við sams konar
störf.
Kaþólski Stjórnmálamaðurinn
Paddy O’Hanlan sem fylgir
Sósialdemókrataflokknum að
málum hélt því fram i dag, að
drukknir brezkir hermenn hefðu
drepið 13 ára gamlan skóladreng,'
Kevin Heatley að nafni, sem dó i
Newry i morgun. Lögregluyfir-
völd höfðu haldið þvi fram áður,
að liklega hefði drengurinn
sjáifur verið leyniskytta.
virðist hafa fengið 51 þingmann,
óháðir 19 þingmenn og Einingar-
flokkurinn einn, en óljóst er enn
um 4 þingsæti
Allmikið hefur verið um
kosningaryskingar og kosninga-
kærur. Kosningarnar eru siðasta
stigið I umbreytingum, sem verið
hafa i gangi siðan I október, er
Park setti herlög, leysti upp
þingið og herti á alræði slnu.
Virðist hann vera aö tryggja
sjálfan sig I sessi til langs tlma,
en hann hefur gegnt forsetaem-
bætti siðan 1961, fyrst sem yfir-
maður herforingjakliku, en slðan
sem „borgaralegur” forseti.
Eins og kunnugt er, hrósa
Bandarikjamenn sér af þvi að
hafa verið með herlið I Suður-
Kóreu siðan I lok heims-
styrjaldarinnar til að tryggja þar
„lýðræðislega þróun”.
Eitt ár í
jarðnesku
geimskipi
•59
99,
I kvöld kl. 8.30 verða sýndar i
MlR-salnum nokkrar sovézkar
fræðslumyndir. Eru þær með
islenzku tali.
Ein myndanna fjallar um
merkilega tilraun sem gerð var i
Sovétrikjunum. Þrir vlsinda-
menn voru látnir dvelja saman I
lokuðu lifkerfi I einskonar „geim-
skipi á jörðu niðri” i heilt ár. Kom
þar margt merkilegt I ljós i sam-
bandi við lífsmöguleika og sam-
búðarvandamál manna, sem i
framtiðinni munu verða lang-
timum saman að störfum úti i
geimnum. Svo mikið er vlst, að
eftir svo langan tima eru menn
orðnir það leiðir hver á öðrum að
þeir geta ekki einu sinni teflt
saman.
önnur mynd veröur um
náttúruverndamál i Sovétrlkjun-
um og hin þriðja er um iþrótta-
hátið þjóöa landsins,
Spartakiöðuna. (frá MIR)
PARÍS 28/2 — Flugumferðar-
stjórar i Frakklandi hafa verið i
verkfalli I 9 daga og hefur það
valdið miklum truflunum i flugi i
Frakklandi. I dag hófu flugmenn
á áætlunarleiðum franska flug-
félagsins Air France 48 stunda
verkfall i samúðarskyni.