Þjóðviljinn - 29.03.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. marz 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Kjötsýning á vegum
FL haldin í gœr
Á sl. hausti skipaði Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins
nefnd til að athuga hvort
ástæða sé til að gera tillögur
um breytta flokkun kjöts og
breytta verðlagningu þess frá
þvi sem nú er. 1 þessari nefnd
áttu sæti Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóri, Guðrún
Hallgrimsdóttir, Vigfús
Tómasson, Jónmundur Ólafs-
son og Gunnar Guðbjartsson
formaður stéttarsambands
bænda.
Nefndin ákvað að koma á
kjötsýningu i Afurðasölu Sam-
bands isl. samvinnufélaga
miðvikudaginn 28. þ.m. og
bjóða á þá sýningu þeim aðil-
um er verzla verulega með
kjöt i heildsölu og smásölu,
kjötvinnslumönnum, yfirmat-
sveinum á hótelum, kennurum
i matreiðslu við Húsmæðra-
kennaraskóla tslands og Mat-
sveina- og veitingaþjónaskól-
ann, þeim sem leiðbeina
bændum um kjötframleiðslu,
þ.e. ráðunautum, kjötmats-
mönnum o.fl.
Tilgangur með þessari sýn-
ingu er tviþættur. Annarsveg-
ar sá, að kynna það kjöt, sem
nú er á boðstólum i landinu, og
hinsvegar að fá fram álit ofan-
ritaðra aðila á kjötgæðunum
og hverra breytinga þeir
kynnu að óska eftir i sambandi
við flokkun og verðlagningu
kjötsins.
Blaðamönnum gafst i gær
kostur á að skoða þessa sýn-
ingu, sem aðeins stóð yfir i
gærdag. Þar gaf að lita sýnis-
horn af þvi kjöti og kjöt-
tegundum sem framleiddar
eru i landinu. Þarna var sýnt
allt frá þvi lakasta sem á
markaðinn kemur til þess
bezta.
Það kom i ljós á þessum
blaðamannafundi að i allt eru
til 22 gæðaflokkar nautgripa-
kjöts hér á landi en 11 verð-
flokkar kindakjöts og 5 gæða-
flokkar af svinakjöti.
A sýningunni voru kynntar
nýjar pakkningar sem ætlaðar
eru einkum fyrir Bandarikja-
markað en nú er meiningin að
hefja aftur útflutning á is-
lenzku kjöti til USA. Kjötút-
flutningur þangað hefur legið
Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri gefur skýringar varðandi
kjötskrokkana, hvernig þeir eiga aö vera og hvernig þeir eiga
ekki að vera.
niðri siðan 1967. Eru þessar
pakkningar mjög vandaðar,
enda eru gæðakröfur á mat-
vælum i USA afar strangar.
Þá er og gert ráð fyrir að is-
lenzkum neytendum verði gef-
in kostur á að kaupa kjöt i um-
búðum sem þessum en að
sjálfsögðu verður einhver
aukakostnaður við það.
Pakkningarnar eru sérstakir
plastpokar sem eru lofttæmdir
eftir að kjötið er sett i þá og
siðan hraðfrystir og á kjöt að
geymast mun lengur i þeim en
öðrum pakkningum. Þá eru
kjötbitarnir þannig skornir
niður að þeir taki sem minnst
pláss i isskápum eða frysti-
kistum.
Þá má geta þess að gestum
á sýningunni var afhentur
spurningalisti, sem nefndin
óskar að gestir kynni sér og
svari en þó alveg sérstaklega
þeir sem verzla með kjöt,
einnig matreiðslufólk eftir þvi
sem við á. Á listanum er spurt
um álit viðkomanda á flestu
þvi sem við kemur kjötfram-
leiðslu, sölu og matreiðslu
kjötsins. —S.dór
Heildarloðnuaflinn
nær 400 þús. tonn
Allt benti til, aö heildar-
loönuaflinn næöi 400
þúsundum i nótt er leið.
Siödegis í gær voru skipin
farin að kasta í Faxafló-
anum, og klukkan 19 voru
Pétur Jónsson, Gísli Arni
og óskar Halldórsson
komnir meö fullfermi.
Þessir þrir bátar fengu aflann
suður af Snæfellsnesi, en þá voru
fleiri bátar á sömu slóðum, og
einnig voru bátar farnir að kasta
við Reykjanes.
Næstliðinn sólarhring fengu
þessir bátar afla:
Náttfari 250 tonn, Höfrungur III
F oreldrablaðið
er komið út
Fyrsta hefti Foreldrablaðsins
1973 er komið út, en útgefandi
þess er Stéttarfélag barnakenn-
ara i Ueykjavik.
Meðal efnis i blaðinu má nefna
grein um nesti skólabarna, um
aga og lýðræði, um orsök hjóna-
skilnaðar, um tal og talþjálfun,
um föndur, leikföng og fræðslu
foreldra um uppeldismál og fl.
Blaðið kostar 50 krónur.
250, Keflvikingur 210, Helga 180,
Isleifur IV 190, Fifill 300, fór til
Siglufjarðar, svo og Guðmundur
með 660 tonn og Óskar Hall-
dórsson með 240 tonn. Ásberg
fékk 330 tonn, Vörður 230, Seley
250 og Helga II 240 tonn.
Tveir bátar fengu loðnu fyrir
sunnan land, Magnús 120 tonn,
sem hann fór með til Norðf jarðar,
og Dagfari 120 tonn, en hann fór
með aflann til Hornafjarðar.
Allar þrær eru fullar á Vest-
fjörðum, og undir kvöld i gær var
250 lesta þróarpláss laust i Sand-
gerði, 700 tonna pláss á Akranesi
og 670 tonna pláss i Þorlákshöfn.
Ekkert þróarpláss var þá i
Reykjavlk né Hafnarfirði.
Heildarloðnuaflinn var kl. 18 i
gær á siðasta þúsundi fyrir 400
þúsunda markið.
—úþ
ÞjóðLeikhúsið
sýnir þrjú
verk til vors
Frain til vors niun Þjóðleik-
húsið frumsýna þrjú verk. Eitt er
Lausnargjaldið eftir Agnar
Þórðarson og stýrir þvi Benedikt
Arnason. Annað er Heimilið en
það er unnið i hópvinnu i Sviþjóð.
Fruinskissu að þvi hefur Kent
Anderson sainið en hann átti
drjúgan þátt i Sandkassanum
sem sýndur hefur verið af þreinur
aðilum hérlendis. Leikstjóri cr
Stefán Baldursson. Þriðja verkið
sem Þjóðleikhúsið sýnir i vor er
bandariski söngleikurinn Cabaret
en ekki er enn ákveðið hver mun
leikstýra honum.
1 maibyrjun á Þjóöleikhúsið
von á heimsókn frá Banda-
rikjunum. Er þar á ferð The Open
Theatre sem er einn þekktasti
leikflokkur þar i landi. Hyggur
flokkurinn á Evrópuferð i vor og
verða tvær sýningar hér á landi.
Verkið sem flokkurinn mun sýna
heitir Mutuation Show og leik-
stjóri er Joseph Chaiken. —ÞH
Frá ráðstefnu
Sambands ísl.
sveitarfélaga
Ráöstefnu Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga lauk i
Reykjavík i gær. Helzta
mál ráöstefnunnar var
skýrsla um landshlutasam-
tök sveitarfélaga og verk-
efnaskiptingu þeirra, ríkis-
ins og sveitarfélaganna.
Var henni að loknum
umræöum vísað til stjórnar
Sambandsin.
Eftirfarandi samþykktir voru
gerðar á ráðstefnunni.
Frumvarp til laga um landshluta-
samtök sveitarfélaga
Fulltrúaráðið mælir með þvi
við Alþingi, að það samþykki
óbreytt frumvarp til laga um
landshlutasamtök sveitarfélaga,
sem flutt hefur verið á Alþingi.
St jórus ýsludómstóll:
Fulltrúaráðið telur rétt, að
kannað verði, hvort rétt sé að
setja á stofn sérstakan stjórn-
sýsludómstól, er fjalli um
ágreiningsefni milli einstaklinga
og sveitarstjórna og milli sveitar-
stjórna og handhafa rikisvalds og
sveitarstjórnir geti skotið málum
sinum þangað til fullnaðar-
ákvörðunar.
Frumvarp til hafnalaga
Fulltrúaráðið skorar á Alþingi
að samþykkja á yfirstandandi
þingi frumvarp til hafnalaga,
sem fyrir þvi liggur, og að veita
Hafnasambandi sveitarfélaga
aðild að stjórn hafnamála.
Ekki má gleyma
Þegar við skýrðum frá stofnun
Landssambands iðnverkafólks i
Þjóðviljanum i gær var m.a.
^akið, hvaða önnur sérsambönd
yæru nú 'innan Alþýðusambands
Islands. 1 þessari upptalningu féll
niður nafn Sjómannasambands
Islands og leiöréttum við það hér
með.
I.andakaupasjóöur
Fulltrúaráðið vekur athygli á
þvi, að landakaupasjóður er með
öllu fjárvana, og skorar á rikis-
stjórn og Alþingi að tryggja
sjóðnum fjármagn, svo honum sé
kleyft að gegna hlutverki sinu.
Ennfremur leggur fulltrúaráðið
til, að landakaupasjóður verði
gerður að deild I Lánasjóði
sveitarfélaga.
Aukið fé til skipulagsmálu
Fulltrúaráðið bendir á nauðsyn
þess, að aukið fé fáist til skipu-
lagsmála, og mælir eindregið
með þvi, að tillaga sambands-
stjórnar um það efni nái fram að
ganga.
2,3 milj.
króna frá
Svendborg í
Eyjasöfnun
I söfnun sem danska blaðiö
Fyns Amts Avis gekkst fyrir til
styrktar Vestmannaeyingum
söfnuðust alls 85 þúsund danskar
krónur sem gera uin það bil 1360
þúsund islen/.kar krónur.
Blað þetta hefur aðsetur i
Svendborg á Fjóni og i grein þar
sem sagt er fra söfnuninni segir
að hún hafi gengið vonum
framar. Markið var sett við 80
þúsund krónur en þrátt fyrir að
hætta yröi söfnuninni fyrr en
ætlað hafði verið vegna verkfalla
safnaðist fimm þúsund krónum
meira.
I grein blaðsins segir einnig að
bæjarstjórnin i Svendborg hafi
ákveðið að gefa 40 þúsund til við-
bótar og hafnaryfirvöld 20
þúsund. Heildarupphæðin sem
berst frá Svendborg er þvi 145
þúsund danskar krónur eða rúm-
lega 2,3 miljónir islenzkra króna.
—ÞH
Vilja gjarnan búa í Þorlákshöfn
Þjóðviljanum hefur borizt eftir-
farandi athugasemd frá lircpps-
nefnd ölfushrepps.
Vegna frétta i fjölmiðlum um
staðsetningu innfluttra timbur-
húsa fyrir Vestmannaeyinga,
hafa fjölmargir þeirra spurt,
hvort hætt sé við að setja niður i
Þorlákshöfn þau 25 hús, sem Við-
lagasjóður ætlaði þangað.
Hið rétta i málinu er, að Við-
lagasjóður „vixlaði” umræddum
húsum milli Þorlákshafnar og
Selfoss, þegar sýnt þótti að málið
mundi eitthvað tefjast af skipu-
lagslegum ástæðum, sem hér
verða ekki raktar. Sú töf varð ein
vika. Nú liggur fyrir samþykkt
skipulag fyrir 120 einbýlishús og
er hönnun gatna þegar hafin.
Hreppsnefndinni er eigi
kunnugt um annað en að til Þor-
lákshafnar séu ætluð a.m.k. 25
hús af þeim húsum sem Viðlaga-
sjóður mun kaupa i fyrsta áfanga.
Viðræður milli fulltrúa Við-
lagasjóðs og -sveitarstjórnar
munu væntanlega hefjast næstu
daga.
Milli 60 og 70 húsabeiðnir frá
Vestmannaeyingum liggja fyrir
til Þorlákshafnar, svo ljóst er að
fjölmargir leita húsnæðis hingað.
Nú eru búsettir milli 110 og 120
Vestmannaeyingar i Þorláks-
höfn, ýmist heilar eða tvistraðar
fjölskyldur.
Húsnæðisástæður þessa fólks
eru mjög erfiðar i flestum tilfell-
um og verða margir húsnæðis-
lausir i vor.
1 mörgum tilfellum dvelja hér
aðeins heimilisfeður ýmist við
störf á sjó eða i landi, þvi næg
vinna er hér, en húsrúmi fullsetið.
Talaþeirra sjómanna, sem eiga
heimili sin i bátum, er eigi hand-
bær.
Að lokum vill hreppsnefndin
taka það fram, að nægjanlegt
landrými er fyrir hendi i Þorláks-
höfn fyrir alhliða uppbyggingu
staðarins.