Þjóðviljinn - 29.03.1973, Síða 16

Þjóðviljinn - 29.03.1973, Síða 16
VOÐVIlllNi Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Fimmtudagur 29. marz 1973. Kvöld-, nætur- og helgar- þjónusta lyfjabúðanna I Reykjavfk vikuna 23.-29. marz er i Reykjavikurapóteki og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuvermjarstöðinni. Simi 21230. „Höldum áfram loft- árásum” PHNOM PENH 28/3 — í dag kom til harðra bardaga i nágrenni borgarinnar Svey Rieng sem er umkringd af þjóðfrelsis- öflum og stóðu bardagar allan daginn. Elliot Richardson varnarmála- ráðherra Bandarikjanna lýsti þvi yfir i dag að loftárásum yrði haldið áfram á Kambodju meðan Lon Nol æskti þess og að árásirnar hafi það markmið að koma i veg fyrir eyðileggingu samgönguleiða sem hefðu i för i með sér að höfuðborgin einangraðist. Andstæðingar striðsreksturs Bandarikjanna i Indókina hafa mótmælt harðlega þeirri ákvörðun stjórnarinnar að halda áfram loftárásum á Kambodju. Þeirra á meðal er Fulbright öldungardeildarþingmaður og hefur hann sagt að hann hyggist hefja opinberar yfirheyrslur i , málinu ef stjórnin gefi ekki full- | nægjandi skýringu á framhaldi i loftárása. VÉLSKÓLINN FÓR í GÆR Þessi mynd sýnir Vélskólann i Vestmannaeyjum og er hún tekin á fyrsta degi gossins. Nú er þessi laglega bygging horfin og einnig húsin fyrir ofan. í efsta húsinu var verzlunin Framtiðin til húsa. Á nú hraunið eftir stutta leið niður Formannabraut og Kirkjuveg (Ljósm. sj.). F rakklandsst j órn segir af sér PARIS 28/3 — Rikisstjórn Pierre Messmer sagði i dag af sér svo hægt sé að skipa nýja ríkisstjórn. Afhentu ráðherrarnir sem eru 22 Pompidou lausnarbeiðnir sínar á rikisráðsfundi i morgun. Búizt er við að Mesmer verði i byrjun næstu viku falið að mynda nýja stjórn en væntanlega verða miklar breytingar á henni þar sem stjórnarflokkarnir töpuðu um 100 þingsætum i kosningunum fyrr i mánuðinum. Ghana fœrir út í 30 mílur Ghana lýsti þvi yfir i dag að landhelgi landsins yröi stækk- uð úr tólf mílum i 30 milur og að hugsanlega yrði hún stækk- uð enn frekar eöa út i 100 mil- ur. Einnig iýstiGhana þvi yfir að landið hefði ailan rétt til auðæfa landgrunnsins. IRA sprengir á N or ður-Irlandi BELFAST 28/3 — Herskárri armur IRA lýsti sig I dag ábyrgan á mikilli sprengingahrinu sem gengið hefur yfir Belfast og Londonderry undanfarinn sólar- hring en f henni fórst einn brezkur hermaður og átta verzlanir eyði- lögðust. Þar að auki létu ein leyniskytta og einn óbreyttur borgari lifiö i skotbardaga i gær. Að þcim meðtöldum er taia látinna á Norður-trlandi s.l. þrjú ár orðin 761. Sprengingarnar hófust eftir að brezkir hermenn hófu umfangs- miklar aðgerðir i kaþólskum hverfum Belfast. Hermenn hafa sett upp vegatálmanir umhverfis mörg kaþólsk hverfi og leita gaumgæfilega í hverjum bil sem er á leið inn eða út úr hverfunum. t dag tóku fleiri hundruö manns — jafnt kaþólikkar sem mótmæl- endur — þátt i minningarathöfn um brezku liðþjálfana þrjá sem skotnir voru i siöustu viku. IRA heldur þvi fram að liðþjálfarnir hafi verið njósnarar brezku leyni- þjónustunnar. Hafi þeir reynt að veiða upplýsingar upp úr tveimur barstúlkum, en þær tilkynnt IRA það. Siðan varð það úr að bar- stúlkurnar skyldu bjóða her- mönnunum heim til sin. Einn talsmaður IRA sagði að þetta hefði verið eins og hörkuspenn- andi njósnamynd. „Spurningin var hvor yrði fljótari til að leika á hinn og hver yrði drepinn á undan og brezki herinn tapaði” svaraði hann. Lögreglan hefur handtekið fjölda manns vegna þessa máls og yfirheyrt þá. Er lögreglan von- góð um að henni takist að hafa upp á þeim sem skutu hermenn- ina. Tveir af þeim látnu voru kaþól- ikkar og við minningarathöfnina messuðu bæði kaþólskir og mót- mælendaprestar. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fáskrúðsfjörður Reyðarfjörður laugardag á Reyðarfirði og Alþýðubandalagið boðar til fundar n.k. n.k. sunnudag á Fáskrúðsfirði. Arnmundur Bachmann fulltrúi, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi og Helgi Seljan alþingismaður mæta á fundunum. Fundirnir eru öllum opnir. _ r Engan Oskar takk HOLLYWOOD 28/3 — Viö af- hendingu óskarsverðlaunanna i Hollywood i dag bar það til tiðinda að þegar afhenda átti Marlon Brando verðlaunin sem bezta leikara ársins fyrir leik hans i Guðföðurnum var hann hvergi nærri. t hans stað kom upp á sviðið ung Indjánastúlka og til- kynnti að Brando neitaði að taka á móti verðlaununum i mótmæla- skyni við meöferðina á Indjánum i Bandarikjunum. Sagöi hún að Brando væri þeirrar skoðunar að bandariski kvikmyndaiðnaðurinn ætti stóran þátt i þeirri illu meðferð sem Indjánar þyrftu að sæta og að hann væri á leið til Wounded Knee að fylgjast með gangi mála þar um slóðir. Flest verðlaun hlaut kvik- myndin Cabaret eða niu en i vor gefst tækifæri til að sjá Cabaret i söngleiksformi á f jölum Þjóöleik- hússins. Bjarni Ben. bilar enn Togarar halda úr höfn Loks ætla togaraútgerð- armenn að láta svo litið að senda skipin á veiðar. I gær fóru Karisefni og Ögri, en síðustu tveir togararnir leysa landfestar á morgun og eru það Þorkell Máni og Hjörleifur. Nokkur ágreiningur mun hafa komið upp milli forsvarsmanna Bæjarútgerðarinnar og vélstjóra- félagsins varðandi fjölda vél- stjóra um borð i Bjarna Bene- diktssyni, en þau mál leystust og fór Bjarni út á hádegi i fyrradag. Hann fór hins vegar ekki lengra en út á ytri-höfn, þvi þar varð vart smábilunar i ákveðnu tæki. Um 10 leytið i fyrrakvöld hélt hann svo á miðin. Fyrr um daginn höfðu Hallveig Fróðadóttir og Þormóður goði haldið út. Þess má geta i leiðinni að verkalýðsforinginn, alþingismað- urinn og útgerðarmaðurinn Sverrir Hermannsson hefur leigt réttum eiganda togara „sinna”, þ.e.a.s. rikissjóði i nafni Hafrann- sóknarstofnunarinnar, togarann Vigra til fiskleitar i allt aö tvo mánuði. Hefur honum þar með tekizt að finna togurum „sinum” rekstrar- grundvöll. — úþ Orsakir flugslyssins Enn liggur ekki fyrir opinber yfirlýsing um orsakir flugslyssins þegarTF-VOR fórst sl. mánudag. Þó er talið fullvist að orsökin sé of mikil ising en taliö er að um 2ja til 3ja cm lag af is hafi verið á flug- vélinni þegar að var komið þar sem hún fannst i Búrfjöllum, norðvestan við Langjökul. — S.dór Marlon Brando: kvikmyndaiön- aðurinn á stóran þátt i illri með- ferð á Indjánum. Umræðufundur með Lúðvik i kvöld Lúðvik Jósepsson, ráðherra, verður málshefj- andi á umræðufundi Alþýðubandalagsins i Reykjavik i kvöld, Fundurinn verður að Grettisgotu 3 og hefst kl. 20.30. Um- ræðuefnið er Island og viðskipta- og efnahags- bandalögin og er allt áhugafólk velkomið á fund- inn. Sauðárkrókur — Akureyri — Húsavík Alþýöubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda á Norður- landi um næstu helgi. Sauðárkróki á föstudag kl. 21 i Mælifelli Akureyri á laugardag kl. 14 i Alþýðuhúsinu Húsavik á sunnudag kl. 15 i Félagsheimilinu Á fundinum verða þeir Jón Snorri Þorleifsson, Jónas Arnason, Ragnar Arnalds og Stefán Jónsson og ræða þau mál sem efst eru á baugi og svara fyrirspurnum fundarmanna. Fundirnir eru öllum opnir. Bretar í smáfiskadrápi I gær lönduðu Ross Revenge og annar brezkur togari til afla af Islands- miðum í Grimsby. Kom til nokkurra orðaskipta milli Jóns Olgeirssonar, ræðis- manns íslands í Grimsby, og Jack Evans, fulltrúa út- gerðarinnar. Hélt Jón því fram að mikill hluti aflans væri ókynþroska smáfisk- ur, en Evans taldi að þetta væri þvættingur í Jóni. I þessu sambandi bendir Ingvar Hallgrimsson fiski- fræðingur á þá staðreynd, að árið 1966 veiddu Bretar 30% af heildarþyngd alls fiskaflans af ts- landsmiðum, en þetta var 50% af fjölda veiddra fiska. Svona miklu smærri var að meöaltali sá fiskur sem Bretar veiddu en aðrir fiski- menn á Islandsmiöum. — Er ekki óliklegt að enn hallist á þessa sveif fyrir Bretum, 'en þeim mun skaðlegri eru fiskveiðar þeirra innan landhelginnar viö tsland. Híttumst í kaupfélaginu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.