Þjóðviljinn - 29.03.1973, Page 6

Þjóðviljinn - 29.03.1973, Page 6
« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. marz 1973. MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar: Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 Hnur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöiuverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. EF ÞÆR BARA YISSU.... í sambandi við þá deilu, sem staðið hefur yfir siðustu daga, vegna verðhækk- ana á landbúnaðarvörum i kjölfar launa- hækkananna 1. marz s.l., hefur Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins sent frá sér skrá, um hækkun landbúnaðarvara og nokkurra annarra vörutegunda annars vegar og hækkun launa verkamanna og opinberra starfsmanna hins vegar, á timabilinu frá nóvember 1970 til 20. marz 1973. í skýrslu þessari eru taldar upp alls 20 vörur, þar af 7, sem flokka má til landbún- aðarvara. Af þessum 20 vörutegundum hafa aðeins 3 hækkað meira en timakaup verkamanna á þessu timabili og aðeins ein meira en laun opinberra starfsmanna. Þessi niður- staða Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins kemur að sjálfsögðu algerlega heim við þær upplýsingar um þróun kaupmáttar launa siðustu tvö árin, sem Þjóðviljinn hefur hvað eftir annað vakið athygli á að undanförnu. Það er hins vegar ákaflega lýsandi um vanabundin vinnubrögð leiðarahöfunda Morgunblaðsins með hvaða hætti þeir leggja út af þessari skýrslu i gær. Þar sem skýrslan er telja Morgunblaðs- menn sig hafa fundið fullgilda sönnun þess, að nú eigi fólk að hætta að kaupa ákveðnar vörutegundir um tiltekinn tima vegna minnkandi kaupgetu. Og þessa niðurstöðu úr dæminu fá leiðarahöfundar Morgunhlaðsins með ákaflega einföldum hætti. Þeir sleppa bara þeim hluta skýrslunnar, þar sem þess er getið að 17 vörutegundir af 20 hafi hækkað minna en timakaup verkamanna, og 19 vörutegundir af 20 minna en laun opinberra starfsmanna. Skyldu nú ekki flestir þeir, sem heldur vilja hafa það sem sannara reynist i hverju máli, fara að hugsa sitt um Morgunblaðið? Það tekur þvi máske ekki að geta þess, að skýrslan, sem Morgunblaðið telur sanna, að fólk eigi nú að neita sér um kjöt og mjólk, sýnir i skýrum tölum, sem ekki einu sinni Morgunblaðið hefur véfengt, að timakaup verkamanna hefur hækkað helmingi meira en þessar ágætu vörur á umræddu timabili og laun opinberra starfsmanna þrefalt meira. — Kjöt og mjólk um 27%, timakaup verkamanna um 55-60% og laun opinberra starfsmanna um 80%. Hitler þótti á sinum tima vissulega eiga klókan áróðursstjóra þar sem Göbbels var, en hvort Geir Hall- grimsson hefur valið rétt, þegar hann tróð Eyjólfi Konráð i ritstjórasæti á Morgun- blaðinu, skal ósagt látið. Það breytir nefnilega dálitlu, að á íslandi hefur enn ekki verið þaggað niður i pólitiskum and- stæðingum Sjálfstæðisflokksins. Morgunbiaðið hefur i áratugi haft það meginverkefni að gæta hagsmuna einka- atvinnurekenda, hvers konar milliliða, verðbólgubraskara og gróðalýðs gegn kröfum verkafólks og allrar alþýðu um bætt kjör. — Það þarf þvi engan að undra, þó að áróðursstjórar Sjálfstæðisflokksins missi svo rækilega fótanna, þegar þeir eiga nú að leika hlutverk fjandmanna verðbólgunnar og verndara verkafólks. Eitt bezta dæmið um það, hvernig sýndarbarátta málgagna Sjálfstæðis- flokksins gegn verðhækkunum leiðir i ógöngur, er reyndar að finna i leiðara „Visis” i gær, þar gefur að lita þessa spaklegu niðurstöðu: ,,Þannig eru verðlagshöftin ein ástæðan fyrir þvi, hve gegndarlaus verðbólgan er hér á landi.” Þjóðviljinn vill hér með óska Jóhanni Hafstein og keppinautum hans i Sjálf- stæðisflokknum til hamingju með þessi einkar athyglisverðu skrif beggja mál- gagna flokksins um verðbólguna. En meðal annarra orða. — Hver ætli sé afstaða Sjálfstæðisflokksins, Morgun- blaðsins og Visis til kröfu heildsalanna um 36% hækkun álagningar? Skyldu „reykviskar húsmæður” nokkuð renna grun i það? Rætt um veiðiheimildir í Faxaflóa WM ' _Tí) ' W þingsjá þjóðviljans I neðri deild alþingis i þingmenn deildarinnar gær kom frumvarp það er6 flytja um takmarkaðar Ný vinstrifylking meginefni og tilgangi frumvarps- ins og færði fram ýmsar rök- semdir, þ.á.m. i skýrsluformi frá opinberum aðilum, um það að takmarkaðar veiðar á neyzlufiski með botnveiðarfærum á svæðinu væru ekki liklegar til að ganga nærri fiskstofnum með drápi smáfiska og ungfisks. Jónas Arnason gagnrýndi frumvarpið og taldi að það ein- kenndist af neikvæðri afstöðu gagnvart strjálbýlisfólki. Taldi hann að óráölegt væri að opna Faxaflóa að nokkru leyti aftur fyrir botnveiðarfærum, en hann hefur verið lokaður fyrir þvilik- um veiðum siðan vorið 1971. Hefði það haft mjög hagstæð áhrif á ýsuafla á linu. Reykvikingum væri ekki vandara en ýmsum öðrum að búa við linufisk og fara þá i aðrar verstöðvar eftir fiski ef með þyrfti. Þetta þyrftu margir að gera sem byggju utan Reykja- vikursvæðisins og heimtuðu samt ekki breytingu á landslögum. Jónas kynnti þau mótmæli gegn frumvarpinu sem borizt hafa frá Akurnesingum og Fiskideild Gerðahrepps, Þá gagnrýndi Jónas það að samhliða þessari opnun Faxaflóa að hluta væri lagt til að alfriða inn að Þormóðsskeri og væri þar með Borgnesingum bannað að fiska sér i soðið. Pétur Sigurðsson tók aftur til máls og svaraði ýmsu i máli Jónasar. Kvaðst hann fús til að standa að breytingum á frum- varpinu i þágu Borgnesinga ef það væri komið á daginn að þeir ætluðu að fara að verka fisk. Þá gat Pétur samþykktar frá borgarstjórn Reykjavikur þar sem mælt var efnislega með frumvarpinu. Frumvarp þetta var siðan af- greitt til 2. umræðu og sjávarút- vegsnefndar. Má selja úr Bjarnarnesi OSLÓ 26/3. — Nefnd norsku verklýðshreyfingar- innar um baráttu gegn að- ild að Efnahagsbandalag- inu, AIK, hefur ákveðið að gerast pólitísk hreyfing, sem hefur það að markmiði að sameina róttæk öfl i verklýðshreyfingunni. Meðlimir AIK rjúfa nú tengsli sin við Verka- mannaflokkinn og ætla að efna til samstarfs með Sósialiska alþýðuflokkn- um, SF og Norska kommúnistaflokknum. Var þetta samþykkt á lands- fundi AIK i gær. Þar var sam- þykkt að þessi ákvörðun væri túlkun AIK-manna á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um EBE. Þá var ekki aðeins sagt nei við aðild að EBE, heldur öllu EBE-kerfinu og bornar fram já- kvæðar hugmyndir um nýsköpun norsks þjóðfélags. AIK vill þjóðnýta banka, trygg- ingarfélög og ýmis lykilfyrir- tæki. Koma erlendu auðmagni undir innlent eftirlit. Þá sam- þykkti landsfundurinn að stefna á útfærslu landhelginnar I 50 milur og að tryggt verði forræði Norð- manna yfir oliuauðlindum i Norð- ursjó. heimildir til veiða með botnvörpu eða dragnót í Faxaflóa til 1. umræðu á þingi. Framsögu hafði 1. flutningsmaöur, Pétur Sigurösson, en aðrir flutn- ingsmenn frumvarpsins eru: Þórarinn Þórarinsson, Svava Jakobsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, ólafur G. Einarsson og Ellert B. Schram. Frumvarp þetta er að formi til um breyting á lögum frá 1967 um bann við veiðum með botnvörpu og flotvörpu, samanber lög frá 1969 og 1971. Aðalefni þess er það að ráöherra skuli veita leyfi til að veiða neyzlufisk i botnvörpu eða dragnót i Faxaflóa 9 mánuði árs- ins á nánar tilteknu svæði. Megi bátarnir ekki vera stærri en 75 brúttórúmlestir og alls 13 að tölu, þar af 9 úr Reykjavik, en einn úr hverjum eftirtalinna staða: Hafnarfirði, Keflavik, Sandgerði og Akranesi. Framsögumaður greindi frá I gær var samþykkt á alþingi að veita rikisstjórninni heimild til aö selja Nesjahreppi i Austur- Skaftafellssýslu allt að 8 ha spildu úr prestsetursjörðinni Bjarna- nesi þar i sveit. Tilgangur- inn er sá að veita Nesjahreppi færi á að láta i té byggingarlóðir undir ibúðarhús i grennd við félagsheimili sveitarinnar. Haag mun dœma Islendingum í óhag En dómurinn verður pappírsgagn eitt, enda ríkjandi tilhneiging í átt til hafsins í lögsögumálum —segir brezkur utanríkismálasérfrœðingur Á hreinum lagalegum forsendum mun Al- þjóðadómstóllinn kveða upp þann úrskurð að ís- lendingar hafi brotið al- þjóðalög með einhliöa útfærslu sinni. Þannig munu Bretar hrósa laga- legum sigri, þó aö væntanlega munu 1-2 dómarar hafa aðra af- stöðu. — Þetta er álit sérfræðings brezka stór- blaðsins Daily Tele- graph í utanríkismálum. Llewellyn Chanter skrifar fréttaskýringar af alþjóða- vettvangi i Lundúnablaðið Daily Telegraph. 22. marz s.l. skrifar hann um landhelgis- deilu Breta við Islendinga og kemst þá að þeirri niðurstöðu sem að framan greindi. Ekki nefndi hann það, aö það skipti máli fvnr niðurstöðu málsins fyrir alþjóðadómstólnum hvort Islendingar sendi mála- færslumann til að skýra mál sitt eða ekki. Hins vegar segir hann i framhaldi af þessu: ,,Ef ég fer ekki alveg villur vegar munu Islendingar hafa úrskurð Haag-dómstólsins að engu og það stendur ekkert vald á bak við hann til að knýja það fram, að dóminum sé fullnægt eða eftir ákvæðum hans farið”. Þá fer fréttaskýrandinn nokkrum orðum um þá al- mennu tilhneigingu sem hann telur nú vera rikjandi i átt til stækkaðrar lögsögu yfir hafi og hafsbotni. Gat hann um samþykkt auðlindatillögunnar hjá Sameinuðu þjóðunum i vetur. þar sem það var stað- test af hálfu allsherjarþings- ins að lönd hefðu fulla lögsögu, eða „viðvarandi rétt til full- veldis”, yfir náttúruauðlind- um i landgrunni og i sjónum yfir þvi. Fleiri og fleiri lönd tækju hafsvæði við strendur þeirra i lögsögu sina, og má þar til- nefna Kanada og Suður-Ame- rikuriki. Væri þetta nokkur visbending um það, að laga- legur sigur Breta fyrir Haag- dómstólnum muni þvi koma að litlu haldi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.