Þjóðviljinn - 29.03.1973, Page 12

Þjóðviljinn - 29.03.1973, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 29. marz 1973. Verkalýðsfélag Akraness vill áfram r FRIÐUN FAXAFLOA Blaðinu hefur borizt eftirfarandi ályktun til Al- þingis, sem stjórn Verka- lýðsfélagsins á Akranesi samþykkti á fundi sinum 23. marz s.l.: Stjórn Verkalýðsfélags Akra- ness mótmælir harðlega frum- varpi til laga á þingskjali númer 348, er lagt hefur verið fram á Al- þingi þess efnis að heimilaðar veröi að nýju veiðar i Faxaflóa með dragnót og botnvörpu. Telur hún aö dýrkeypt reynsla undanfarinna ára hafi sannað aö dragnóta- og togveiðar i Faxaflóa hafi haft i för með sér mjög minnkandi aflamagn og vill þvi vara alvarlega við að farið verði að leyfa að nýju notkun þessara veiðarfæra i Faxaflóa, og beinir þeirri eindregnu áskorun til Al- þingis að samþykkja ekki neinar slikar heimildir og fella fram komið frumvarp. Faxaflói hefur nú verið friðaður fyrir notkun þessara veiðarfæra i hálf annað til tvö ár. Það er sam- dóma álit sjómanna og útvegs- manna á Akranesi, að þessi ráð- stöfun hafi þegar haft mjög heillavænleg áhrif á fiskigengd i flóanum. Til dæmis hefur meöalýsuaflinn hjá Akranesbátum á s.l. haust- vertið aukizt frá árinu 1970 úr 0,7 i 1,7 lestir i róðri árið 1972. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á breyttum viðhorfum Jóns Jónssonar fiskifræðings i útvarpi og dagblöðum, að vilja nú leyfa notkun botnvörpu og dragnótar á þvi svæöi sem friðað hefur verið nú um eins og hálfs árs skeið. Það er skoðun fundarins, að friðun Faxaflóa auki verulega möguleika Reykvikinga og ann- arra ibúa við Faxaflóa á að fá ýsu og annan góðfisk i soðið. F.n. Verkalýðsfélags Akraness, Skúli Þórðarson, formaður. Landssamband iðnverkafólks um iðnaðarmál: Efndir fylgi orðum Stofnþing Landssambands iðn- verkafólks telur að á undanförn- um árum hafi iðnaðurinn ekki notið þeirrar fyrirgreiðslu af hendi rikisvaldsins, sem honum beri vegna framlags hans til þjóö- arbúsins. Vaknandi skilningur á mikil- vægi iðnaðarins virðist þó vera þar, sem i málefnasamningi rikisstjórnarinnar segir: ,,Að beina auknu fjármagni til iðnaðarins með það fyrir augum að hann verði fær um að taka við verulegum hluta þess vinnuafls, sem sjá þarf fyriratvinnu á næstu árum”. Þá má einnig benda á Iðnþróunaráætlunina, sem iðnaðarráðherra hefur lagt fram. Þetta hvort tveggja er góðra gjalda vert, en efndir þurfa að fylgja orðum ef að gagni á að verða. Með siharðnandi samkeppni við hóflausan innflutning erlendrar iðnaðarvöru, verður að lagfæra tollamálin. Eigi iðnaðurinn að hafa möguleika til að standast samkeppnina, verður hann að verulegu leyti að endurnýja véla- kost sinn og verður þvi að fella niður tolla af iðnaðarvélum, svo og öllu hráefni til iðnaðar. Leggur þingið megináherzlu á að þetta nái fram að ganga svo fljótt sem auðið er. Hér er um grundvallar- atriði að ræða til að iðnaðurinn fái staðizt siaukinn innflutning. Þingið telur að samruni og samstarf smárra fyrirtækja i iðn aði sé höfuðnauðsyn, ef um heil- brigða þróun iðnaðarins á að vera að ræða, þvi litlu fyrirtækin hafa ekki bolmagn til þeirrar endur- sköpunar er verða þarf i fram- leiðsluháttum iðnaðarins, ef vel á að fara. Taka ber þó sérstakt tillit til hinna smærri fyrirtækja viðs- vegar um landið og þeirrar sér- stöðu er þau skapa i atvinnu- og efnahagsmálum smærri byggð- arlaga’ Þá vili þingið beina þvi til verð- lagsyfirvalda að fyllstu sanngirni sé beitt i verðlagningu innlendrar iðnaðarframleiðslu. Þingið telur það höfuðnauðsyn að þannig sé búið að innlenda iðn- aðinum, að hann geti keppt við aðrar atvinnugreinar i landinu, hvað vinnuafl snertir, þvi framtið hans er ekki hvað sizt undir þvi komin að hann hafi á að skipa hæfu starfsfólki. Bæta þarf að- stöðu iðnverkafólks til starfs- menntunar, með auknu nám- skeiðahaldi og öðrum þeim að- gerðum er heppilegar þykja, iðn- verkafólki að kostnaðarlausu. Frá aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness: Ríkisstjómin á ekki að velta vandanum á undan sér Aðalfundur Verklýðsfélags Akraness var haldinn sunnudag- inn 18/3 1973 i félagsheimilinu Rein Akranesi. Viðhöfð var allsherjaratkvæða- greiðsla um kosningu stjórnar; aðeins einn listi barst, listi stjórn- ar og trúnaðarráðs, og var stjórn- in sjálfkjörin, en hana skipa: Formaður Skúli Þórðarson Suðurgötu 38, Akranesi. Ritari Garðar Halldórsson Vitateig 5, Akranesi. Meðstj. Guðmundur Kr. Ólafsson Vesturgötu 88, Akra- nesi. Varaform. Herdis Ólafs- dóttir Vesturgötu 88, Akranesi. Vararit. Bjarnfriður Leósdóttir Stillholti 13, Akranesi. Varameð- stj. Steinþór Magnússon Háskólabió héfur ákveöið að verða við siendurteknum óskum um endursýningu nokkurra mvnda áður en þær fara af landi brott. Ákveðið hefur verið að þjappa þessum myndum saman til þæg- inda fyrir biógesti og sýna nú fjórar myndir i röð, hverja á eftir annarri og verður hver mynd sýnd i þrjá daga, en ekki lengur. Myndirnar eru þessar: Hörkutólið (True Grit), aðal- hlutverk John Wayne, sem fékk Óscarsverðlaun fyrir leik sinn i myndinni. Rosemary’s Baby: Frægasta mynd snillingsins Romans Polanskis. Aðalhlutverk: Mia Farrow. Makalaus sambúð (Odd Stekkjarh. 20, Akranesi. Endur- skoðendur Arni Ingvarsson Jaðarsbraut 41, Akranesi og Björgvin Hjaltason Garðabraut (>, Akranesi. Varaendurskoðandi Sveinn Jóhannsson Skagabraut 5, Akranesi. A fundinum var eftirfarandi til- laga samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Verklýðsfélags Akraness haldinn i félagsheim- ilinu Rein sunnudaginn 18. marz 1973 mótmælir harðlega þeim gifurlegu verðhækkunum sem daglega dynja yfir og skorar á hæstvirta rikisstjórn. að hún nú þegar marki þá stefnu sina.að Couple); Ein bezta gamanmynd siðari ára. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti, sem var sýnt hér i Þjóðleikhúsinu: Aðalhlut- verk: Jack Lemmon og Walter Matthau. Einu sinni var i villta vestrinu (Once upon a time in the West: Þetta er mynd, sem talin hefur verið ein bezta mynd sinnar teg- undar og að marga dómi talin timamót i gerð mynda úr ..villta vestrinu”. Aðalhlutverk: Henry Fonda og Charles Bronson. Biógestir eru beðnir að athuga að þetta eru allra siðustu forvöð að sjá þessar úrvalsmyndir og eru þeir beðnir að taka vel eftir auglýsingum i dagblöðunum næstu daga. • (Fréttatilk. frá Háskólabiói) tryggja launþegum raunverulega 20% kaupmáttaraukningu á tveim árum. Telur fundurinn að sú holskefla verðhækkana sem nú eru boðaðar daglega geri þann draum að engu hjá láglaunafólki. F'undurinn álitur að hæstvirt rikisstjórn hafi ekki valið þá leið er launþegum kæmi bezt til að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda og skorar á hana að takast á við dýrtiðardrauginn af karlmennsku og áræði, en velja ekki þá leið að tjalda til einnar nætur og velta vandanum á undan sér og þurfa stöðugt að boða nýjar álögur, þrátt fyrir óvenju hagstætt afurðaverð útflutningsafurða* þjóðarinnar”. Mia Farrow I myndinni Rose- mary’s baby, einni Iramyndasem Háskólabió hyggst endursýna. Ivndnrsvnin<í fjögurra mynda í Háskólabíói Gleymdu ekki að setja vatn á hann. Vatnsgeymir- inn er undir vélarhlifinni. — Það er bara aldrei friður á helgum sfðan einka- bílisminn byrjaði — A hann nokkra ættartölu?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.