Þjóðviljinn - 29.03.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 29.03.1973, Side 9
H SÍÐA — ÞJÓDVILJINN FimmtudaRur 29. marz 1973 Fimmtudagur 29. marz 1973.. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Til Heljar og heim aftur i i i > m 1118111 mm. m : ............................. i ' - ' i •;•:•;• ••■• :•: : i ..... wmmm lllllll WMmsmMM ; ■.■■;•■■ ; Blókin, opinber starfsmaður i neðra. 11 Dóri virðist hálfskelkaður i dáinsheimum. Þaö dugir ekki annaö en að brosa þótt háloftapissið eyöi- leggi rómantiska skógarferð. Þetta fallega par er i aðal- hlutverkum Herranætur, og eft- ir að Dóri hefur fært Linu fjólur virðist ástin vart geta orðið heitari. : Jórunn Sigurðardóttir, for- maður Herranætur. Skáldiö, (Guðmundur Þorsteinsson) átti erfitt með aö sætta sig við blaðadómana. Sviðsstjóri (sá i miðið) og leik- arar elda grátt silfur saman. Sviðs- og hljóömenn eru þreytu- legir, enda hafa þeir lagt dag við nótt við að fullgera leik- myndir og óhljóð. Leikarar Herranætur stilltu scr góðfúslega upp fyrir ljósmyndarann, en haröneituöu að leyfa húsaleiguokraranum að vera með á myndinni. Sll IIi •y/wf/vsíwi ■ I ; 1 .. m '$■ 1 m r Æ í: H ■ n \ ■ í kvöld frumsýna nem- endur MR hina árlegu Herranótt. Upphaf þessa siðar er rakið aftur til árs- ins 1723 og telst Herranótt því hafa fyllt 25. tuginn í ár. 1 leikskrá er stiklað á stóru i sögu Herranætur og segir þar að i tið Bjarna Halldórssonar skóla- meistara i Skálholti 1723—28 hafi fyrst örlað á athöfn þeirri sem kölluð er Herranótt. Var hún þá nokkurs konar krýningarathöfn. Þá var supremus, en svo var efsti maður i bekk nefndur, krýndur konungur en skólasveinar léku andleg og veraldleg yfirvöid. Athöfnin fór fram utan dyra og endaði með þvi að konungi var steypt af stóli. Þegar kom fram um aldamótin 1800 var það orðin lenzka um alla Evrópu að bylta kóngum og þótti hérlendum yfir- völdum að athöfn skólapilta liktist slikum ótiðindum um of og var Herranótt þá bönnuð. Þegar nemendur fengu sitt nú- verandi skólahúsnæði fyrir 127 árum tóku þeir aftur til við leikaraskapinn og fluttu bæjar- búum list sina tvivegis árin 1847 og ’49. Urðu góðborgararnir svo glaðir við að þeir buðu leikendum á fylleri i Gildaskálanum, en þá blandaði rektor sér i málið og stöðvaði leiksýningar i bili. Fram yfir aldamót voru sýningar strjálar, en þó sýnd nokkur verk eftir skólasveina eins og Útilegumenn Matthiasar og Nýársnótt Indriða Einars- sonar. En árið 1913 eru settir upp tveir gamanþættir i Gúttó. Þar ko.m fyrir drykkja á krá,og i stað þess að drekka eitthvert óáfengt glundur eins og leikara er vani i slikum senum var rótsterkt brennivin i krúsunum og uröu leikendur svinfullir við lok sýningar. Þá blandaði rektor sér aftur i málið. En árið 1921 var kosin leiknefnd og barði hún það i gegn að fá að setja upp leikrit eftir Holberg. Eftir það hafa leiktilburðir menntskælinga verið látnir i friði og er Herranótt nú jafnárviss at- burður i islenzku menningarlifi og gengisfellingar. Dóri í dáinsheimum 1 ár er innmatur Herranætur danskt leikrit eftir gamla klám- hundinn Soya sem liklega er frægastur hér á landi fyrir kvik- myndina Sautján sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum við fádæma góða aðsókn. Hér er þó ekkert klám á ferð heldur gamanleikrit sem nefnist Dóri i dáinsheimum eða Pederson i dödsriget á frummálinu. Greinir það frá ungum tónlistarmanni sem verður fyrir þvi óláni að missa sina heittelskuðu yfir i eilifðina. Hann lætur þó ekki bugast en sækir hana til Heljar og nemur á brott með þvi að gera samning við forseta Heljar. En i leiknum gerist ýmislegt sem okk- ur blaðasnápum var harðbannað að segja frá svo við getum ekki annað en visað fólki á að sjá leik- inn. 1 leikritinu eru tólf hlutverk og með þau stærstu fara þau Gunnar R. Guðmundsson og Sigrún Sævarsdóttir sem leika tón- skáldið Dóra og unnustu hans Línu. Leikstjóri Herranætur að þessu sinni er Pétur Einarsson en Stefán Baldursson þýddi leikinn. Sviðsmyndir gerði Þórunn S. Þorgrimsdóttir og gerði hún einnig búninga i samvinnu við leikendur. I leikritinu er mikið notazt við hljóð- og ljóstækni. Eru tækni- brögð svo mögnuð að ekki hefði reynzt unnt að setja upp leikinn ef ekki hefði við notið tækja þeirra sem notuð eru i sýningum á rokkóperunni um Jesús Marfu - son, en verkið er sýnt i Austur- bæjarbfói Leiknefnd er i ár skipuð þeim Jórunni Sigurðardóttur formanni, Ólafi Arnalds gjaldkera, Grétari Róbertssyni, Margréti Þóru Gunnarsdóttur, Vigdisi Esra- dóttur og Sigriði Margréti Vigfús- dóttur. Að lokum ber þess að geta að sýningar verða fjórar. Frumsýning er á fimmtudags- kvöld kl. 9 og verða einungis nemendur og aðrir boðsgestir á þeirri sýningu og þeirri næstu sem verður á mánudagskvöld kl. 9 . Þriðja sýning, sem opin er almenningi, verður á þriðjudags- kvöldið 5. april kl. 23.30. Galvaníseruð stereófóbía Við ræddum við þau Guðmund Þorsteinsson (sem kallar sig blaðafulltrúa Herranætur þó mikill vafi leiki á þvi) og Jórunni Sigurðardóttur formann leik- nefndar (á þvi ieikur enginn vafi) á einni æfingunni. — Þú hefur kallaö leikinn galvaniseraða steriófóbiu Guð- mundur. Hvernig skýrir þú það? — Vegna þess að það nær ekkert eitt orð yfir þessa gerö leikrita. Þarna má finna marga þætti leiklistar. Þetta er að yfir- bragði farsi, en samt er beiskur undirtónn. I stykkinu gætir þeirrar stefnu sem mjög var rikj- andi um tima, að gefa áhorf- endum innsýn i starf leikara og afstöðu þeirra gagnvart gagn- rýnendum og öðrum áhorfendum. Þannig býður verkið upp á mjög misjafna túlkun og getur hver fundið eitthvað við sitt hæfi. Þó verkið sé absúrd i gerð sinni er þó i þvi mikil rökhugsun og persónur eru samkvæmar sjálfum sér. — Jórunn, hvað er þér efst i huga svona rétt fyrir frum- sýningu? — Að það seljist nógu margir miðar. — Hvernig hefur þér fundizt starfið ganga? — Ég er mjög ánægð með það. Þessi sýning tekur öllum fyrri sýningum Herranætur langt fram hvaö snertir tækni og leik. Við höfum núna i skólanum óvenju- góða leikara og þeir hafa sýnt starfinu mikla rækt og lagt allt annað á hilluna. Þeir hafa van- rækt námið fyrir leikritið og mas. braut einn á sér nefið i átökum við hlutverk sitt, en lét þó engan bil- bug á sér finna við það. Þá hafa engir leikarar verið með neina primadonnukomplexa sem kannski stafar af þvi að það heita engin hlutverk aðalhlutverk. Við vorum mjög heppin með leik- stjóra þar sem Pétur Einarsson er, þvi hann er bezti leikstjóri á landinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.