Þjóðviljinn - 29.03.1973, Page 13

Þjóðviljinn - 29.03.1973, Page 13
Fimmtudagur 29. marz 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Eftir Whit Masterson einbýlishúsið sitt i Hollywood, og þá fær hann upphringingu frá borgarstjóranum i stórborg i Miðameriku. Finnst engum þetta bjánalegt nema mér? Hann hnussaði. — Berst af alefli gegn undirheimaspillingunni! Ég? — Þú varst einu sinni lögga. Það er nokkuð til i þessu. — Ég var einu sinni á kontór hjá löggunni — i hálft ár eða svo. Andy gaut ósjálfrátt augunum til Hubs i speglinum. Hub hafði verið raunverulegur lögregluþjónn. En það var enga fyrirlitningu að sjá i svip Hubs, hann virtist hafa áhuga á teikningunum. — Ég var lika einu sinni blaðasali og ég var lika afgreiðslumaður i græn- metisverzlun. Af hverju er það ekki tekið með lika? — Gerðu svo vel að lyfta hökunni meðan ég hagræði slaufunni, sagði Gagnon. Þótt hann væri jafnflæktur i skemmtanaiðnaðinn og hinir, lét Marble sem hann væri hafinn yfir það sem yfirleitt var kallaður al- múginn. Hann var ungur og úti- tekinn, alinn upp i austurrikjun- um og menntaður i Princeton (sem Bake áleit að gerði hann aðeins óþolandi að einum þriðja — þar sem hann var hvorki frá Texas né hafði verið i sjóhern- um). Gagnon var að hneppa skyrtu Andys frá honum. Andy leit á konuna sem stóð bakvið Vecchio. — Shirl, hvað segirðu um að taka þér fimm minútna fri meðan ég hef fataskipti? Hann var ekki alinn upp i búningsklefum og var ekki ennþá farinn að venjast þvi að skipta um föt i návist kvenna. Litla gula hœnan sagði: Er verið að sneiða að dr. Gylfa? Þögnin gerir dauðan tilgangs- lausan. Fyrirsögn i Alþýöubiaðinu á miö- vikudag Skákþraut Þessi staða kom upp i skák þeirra Vilenkin og Zavada i Rúss- landi 1971. Hvitur mátar i 3 leikj- um. Lausn á dæmi no. 11. 1. Bxg6 bxa2 (ef fxB þá HxBg7) 2. Bf6 alD (ef 2...BxB þá 3. Dh6) 3. Kh2 Dac3 4. Bxf7 Kh7 5. Bg6 og hvitur mátar. Ekki svo að skilja að það skipti neinu máli fyrir Shirl Winter. Þessi alvarlegi og duglegi ritari hans sýndi þess aldrei nein merki að hún vissi að einhver munur væri á kynjunum eða hún hefði áhuga á sliku. Hún veifaði hlaða af blöðum. — Hvað á ég að gera við þetta? Það voru simskeyti, venjulegu heilla- skeytin frá vinum og kunningjum i faginu. — Er nokkuð sem ég þarf aö lita á? Shirl hristi höfuðið. — 4 Settu þau þá á vanastaðinn. Hún fleygði blöðunum i bréfakörfuna áður en hún fór. Tornburg sat á borðshorninu og sagði: — Hefurðu nokkurn tima hugsaðúti það, hve miklu er dag- lega sóað i kurteisi? Það hlýtur að skipta miljónum. — Kenningin um sóunina miklu, sagði Charlie Marble brosandi. — Hættið þessu blaðri, sagði Vecchio. — Ég þarf að sýna Andy dálitið. Hann tók stóra möppu úr skjalatösku sinni og dreifði blöðunum á borðið. — Próförk að nýju teiknimyndablaðinu. Andy fór úr buxunum og leit á prófarkirnar, meðan Gagnon baksaði við að koma honum i pliseruðu skyrtuna eins og skreytingamaður i búðarglugga. Hann hrukkaði ennið gremju- lega: — Andy Paxton og ósýni- lcga skclfingin. Hvaða geð- sjúklingur hefur fundið upp á þessu? — Skiptir það nokkru máli? Svona lagað selzt nú á dögum Vecchio þurrkaði lófana á jakkan um sinum. — Af hverju likar þér þetta ekki? — Það veit ég ekki. Mér fannst sjálf hugmyndin fáránleg. — Þú sagðir þetta sama um brúðurnar, en þær hafa runnið út. Fjandinn hafi það, Andy, þú ert söluvarningur, og það er til- gangslaust að streitast á móti? Dollar er dollar, hvaðan sem hann kemur. Hub kom inn i búningsher- bergið og gekk til Andys. — Ég köm henni upp i leigubil og sendi hana heim, sagði hann. Hann leit á teikningarnar. Andy kinkaði kolli viðutan. í framhaldi af samtalinu við Vecchio las hann upphátt úr teikniheftinu: — Andy Paxton, kraftmikla og hugmyndarika hetjan úr leikhúsum og sjónvarpi, sem berst af alefli gegn undir- heimaspillingunni, liggur eirðar- laus hjá sundlauginni sinni við Vecchio yppti öxlum. — Jæja, þá eru það ýkjur. En þannig er allt i þessum bransa. Og þetta gerir engum mein. — Og það bendir á fullkomið siðgæði, sagði Thornburg. — Glæpir koma mönnum i koll. — Auðvitað átt þú að ákveða þetta, Andy, hélt Vecchio áfram. — Ég undirby þetta bara. Þú særir ekki tilfinningar minar, þótt þú segir nei. Þetta var svo augljós lygi, að Andy brosti. Vecchio var svo við- kvæmur fyrir sinum eigin hug- myndum, að það var eins og þær væru lifandi verur. Aður en hægt væri aö taka ákvörðun, var barið að dyrum og Samuel Skolman leit inn. — Fullt hús, Andy, sagði hann. — Syngdu nú fallega fyrir þau. — Það skal ég gera, Sam. — Gangi þér vel, sagði Skol- man og hvarf. Hann var hávaxinn maður, gráhærður og virðulegur, hann var likari dómara en nætur- klúbbseiganda. — Hæ, Sam, hrópaði Vecchio á eftir honum, — gættu þess nú að þjónarnir þinir athugi að það má ekki framreiða veitingar meðan Andy er á sviðinu. Lægri röddu bætti hann við: — Það má ekki lita á þessum aulum andartak, annars kæfa þeir mann. Hub var enn að lesa teikni- myndaheftið. — Hvað finnst þér? spurði Andy. — Ekki sem verst. Charlie Marble notfærði sér hina stuttu þögn til að skipta um umræöuefni. — Hvað segðirðu um að fara til Ástraliu, Andy? Þeir eru að þreifa fyrir sér um söng- ferð i nóvember eða desember. — Það gæti verið gaman. En það getur rekizt á sjónvarpsdag- skrána. — Þú getur bara sungið inn á band. Veðrið er sásamlegt þar á þeim árstima, miklu betra en i New York. Þú gætir tekið Lissu og krakkann með og gert þetta að skemmtiferð. — Skemmtiferð, hvað er það? Það var vaxandi óró frammi i ganginum. Dyrnar opnuðust og Bake hrópaði: — Ekki meira bölv og ragn, piltar. Hér kemur frúin. Hann stikaði inn i búningsher- bergið með Lissu sér við hlið.og á eftir þeim komu þrir blaðaljós- myndarar. Andy tók eftir þvi, að eins og ævinlega gerðist eitthvað i her- bergi sem konan hans kom inn i. Þar var eins og loftið titraði af persónuleika hennar og vekti spennu. Það stóð ekki i neinu sambandi við ytra útlit hennar. 1 heimi þar sem fegurð var hvers- dagsleg, var Lissa varla meira en lagleg, þrátt fyrir grannvaxinn likamann, ljósa hárið og FIMMTUDAGUR 29. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugs- dóttir heldur áfram lestri sögunnar af „Litla bróður og Stúf” eftir Anne Cath- Vestly (13). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45 Létt lög á milli liöa. Heil- næmir lifshættir kl. 10.25: Björn L. Jónsson læknir svarar spurningunni: Þurfa ófriskar konur að borða á við tvo? Morgunpopp kl. 10.45: Carly Simon syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskrá.Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Við sjóinn (endurt. þátt- ur). Ingólfur Stefánsson tal- ar við skólastjóra Stýri- mannaskólans og Vélskól- ans um námskeiðahald við skólann i vor. 14.30 Er lenging skólaskyld- unnar til bóta? Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi flyt- ur erindi um atriði i grunn- skólafrumvarpinu. 15.00 Miödegistónleikar: Tón- list eftir Bach. Rosalyn Tureck leikur á pianó perlú- diur og fúgur úr ,,Das wohl- temperierte Klavier”. Emil Telmányi leikur á fiðlu Ein- leikssónötu nr. 1 i g-moll. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphorniö. 17.10 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. a. Mamma.Ævintýri, kvæði og frásögur, sem Eirikur Stefánsson og skólabörn flytja.b. Ctvarpssaga barn- anna: „Nonni og Manni fara á fjöll” eftir Jón Sveinsson. Hjalti Rögnvaldsson les (3). 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Ilaglegt mál. Indriði Gislason lektor flytur þátt- inn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Gylfi Gislason, Guðrún Helgadóttir og Sig- rún Björnsdóttir. 20.05 Einleikur og samleikur i útvarpssal. Einar Jó- hannesson leikur á klari- nettu og Sigriður Sveins- dóttir á pianó: a. Capriccio fyrir einleiksklarinettu eftir Heinrich Sutermeister. b. Litill konsert fyrir klari- nettu og pianó eftir Tar- tini—Jakob. c. Tveir spænskir dansar eftir Joseph Horovitz. 20.25 Leikrit: „Pianó til sölu” eftir Ferenc KarintbyÞýð- andi og leikstjóri: Flosi Ólafsson. Persónur og léik- endur: Kaupandinn .. Erl. Gislason Seljandinn ... .Sigr. Hagalín 21.35 Einleikur á pianó. Moni- que Haas leikur verk eftir Debussy, Roussel og Bar- tók. 21.50 Ljóð eftir Heinrich Heine. Elin Guðjónsdóttir les úr óprentuðum ljóðaþýð- ingum Kristins Björnssonar læknis. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33). 22.25 í sjónhending. Sveinn Sæmundsson talar við Jón Ásmundsson i Hafnarfirði, sem rifjar upp sitthvað úr lifi sinu til sjós og lands; — fyrri þáttur. 22.50 llljómplötusafniö, f um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. “í&ScSMÍn ht yji INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór, útskorin borö, vegghillur, vegg- stjakar, könnur, vasar, boröbjöllur, öskubakkar, skálar og mangt fleira. Einnig reykelsi og reykelsiskerin I miklu úrvali. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér i JASMÍN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) SlSfclJSlfSMHlflftfl*! FÉLAG ÍSLEAZKRA HLJÖMLISTARMA^A #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tcekifœri Vinsamlegast hringið í 20255 rnilli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.